Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 29
-— M.ORGUNBLAÐIÐ_____________________________________________________________FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 29 AÐSENDAR GREINAR Grunnskólinn á tímamótum NU LIGGUR fyrir samkomulag milli ríkis, sveitarfélaga og kenn- ara um flutning alls rekstrarkostnaðar grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga 1. ágúst nk. Þetta samkomulag markar mikilvæg tíma- mót í flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga og sýnir að með um- fangsmiklum undirbún- ingi, ítarlegum skoð- anaskiptum og síðast en ekki síst góðum vilja, er hægt að gera breyt- ingar á opinberum rekstri án þess að allt logi í illdeilum. í tæp þijú ár hefur komið fram í fjölmiðlum og víðar, „að grunnskól- inn yrði færður frá ríki til sveitarfé- laga“. Slíkar yfirlýsingar gefa til kynna að grunnskólinn hafi fyrst og fremst verið verkefni ríkisins en ekki sveitarfélaga. Þetta er auðvitað alr- angt. Sveitarfélögin hafa á liðnum áratugum haft frumkvæði að upp- byggingu grunnskólans í landinu. Um langan tíma fram til ársins 1990 greiddu þau allt viðhald grunnskól- anna og helming stofnkostnaðar og frá 1990 hafa þau borið báða þessa kostnaðarþætti að fullu. I áratugi hafa sveitarfélögin ann- ast og kostað allan almennan rekstur grunnskólans en ríkið hefur greitt laun kennara, rekið fræðsluskrifstof- ur og Námsgagnastofnun og haft umsjón og eftirlit með starfsemi grunnskólans í samræmi við lög og reglugerðir. Á síðustu árum hefur ríkið greitt árlegá u.þ.b. 5-5,5 millj- arða til reksturs grunnskólans en sveitarfélögin greitt árlega í rekstr- ar- og stofnkostnað u.þ.b. 5,2 millj- arða. Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um flutning tekjustofna Þann 4. mars sl. var undirritað samkomulag milli ríkis og sveitarfé- laga um flutning tekjustofna frá ríki til sveitarfélaga í tengslum við yfir- töku sveitarfélaga á öllum rekstri grunnskólans. Með þessu samkomu- lagi er tryggt, að sveitarfélögin geta með fullum sóma rekið grunnskólann í samræmi við ný grunnskólalög, þrátt fyrir aukinn kostnað m.a. vegna einsetningar og fjölgunar vikulegra kennslustunda. í þessu samkomulagi er einnig gert ráð fyrir meiri fjárveitingum til sérkennslu og sérfræðiþjónustu en verið hefur fram til þessa. Gert er ráð fyrir að allir grunnskól- ar verði einsetnir árið 2002. Stofn- kostnaður sveitarfélaga vegna ákvæða grunnskólalaga um einsetn- ingu og aðstöðu t.a.m. vegna máls- verða nemur u.þ.b. 7 milljörðum kr. á næstu sex árum. Á næstu fimm árum leggur ríkissjóður fram 1.325 m.kr. til stuðnings þessum framkvæmdum og 810 m.kr.lögbundið framlag Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga næstu sex ár til Lánasjóðs sveitarfé- laga rennur til sömu framkvæmda, eða sam- tals 2.135 m.kr. Hvers vegna breytingar? Eins og fram hefur komið hafa sveitarfé- lögin mikla reynslu af rekstri grunnskóla, ýmist ein sér eða í sam- vinnu, þar sem fámenn sveitarfélög hafa gert samning um sameiginlegan rekstur skóla. Rekstraraðilum grunnskólans er ljóst að sú verkskipt- ing milli ríkis og sveitarfélaga sem verið hefur skapar ýmis vandamál varðandi rekstur grunnskólans, sem oft koma verulega niður á skóla- starfi. Augljóst hagræði er að því að einn og sami aðili beri óskipta ábyrgð á rekstri gunnskólans. Ef slík ábyrgð er á einni hendi má án efa reka grunnskólann á skilvirkari hátt en nú er, og samtímis efla kennsluna og stuðla að ýmsum nýjungum í skólastarfi. Flutningur alls reksturs grunn- skólans frá ríki til sveitarfélaga er einnig mikilvægur liður í að efla sveitarstjórnarstigið og auka sjálf- stæði sveitarfélaga. Það gerist m.a. með því að færa fleiri verkefni í hend- ur heimamanna, sem er eðlilegt að þeir stjórni vegna þekkingar sinnar á staðbundnum þörfum og aðstæð- Á síðustu árum hefur ríkið greitt árlega Uiþ.b. 5-5,5 milljarða til reksturs grunn- skólans en sveitarfélög- in greitt árlega í rekstr- ar- og stofnkostnað u.þ.b. 5,2 milljarða, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Betri grunnskóli Staðreyndin er sú, að málefni grunnskólans hafa víða verið for- gangsverkefni sveitarfélaga. Þau hafa á undanförnum árum byggt vandað grunnskólahúsnæði víðsveg- ar um landið og bætt aðbúnað skóla- húsnæðis með margvíslegum hætti. Ennfremur hafa þau greitt umfram lögboðnar skyldur mörg hundruð milljónir króna árlega í því skyni að efla kennslu grunnskóla- barna. Þegar ríkið hefur ekki sinnt skyldum sínum eða frestað gildistöku ein- stakra ákvæða í grunnskólalögum hafa sveitarfélögin lagt fram fjár- muni til að gera skólana betri. Samningur ríkis og sveitarfélaga um færslu tekjustofna til sveitarfé- laganna á að tryggja það að sveitar- félögin fái nægar tekjur til að standa undir þeim grunnskólaverkefnum sem þau yfirtaka af ríkinu. Til að gera öllum sveitarfélögum kleift að sinna skyldum sínum varðandi rekst- ur grunnskólans er gert ráð fyrir að hluti útsvarsins fari í Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga. Hlutverk jöfnun- arsjóðsins er að jafna kennslukostn- að þannig að sveitarfélögin hafi sömu möguleika til að- veita öllum grunnskólanemendum lögbundna skólaþjónustu án tillits til búsetu þeirra. Fullyrt er að rekstur grunnskólans í Finnlandi og Svíþjóð hafi versnað eftir yfirtöku sveitarfélaganna og af sumum gefið til kynna að á sama veg fari hér. í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga þá stað- reynd, að fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga í þeim löndum eru með allt öðrum hætti en hér á landi. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gegnir hér lykilhlutverki í því að tryggja ákveðinn jöfnuð milli sveitarfélaga, en slíkt kerfi er ekki til staðar í Finn- landi og Svíþjóð. Öflugt undirbúningsstarf Sveitarfélögin í landinu vinna nú að margháttuðum nauðsynlegum undirbúningi vegna yfirtöku grunn- skólans. í landshiutunum er unnið að færslu verkefna fræðsluskrifstqf- anna til skólamálaskrifstofa sveitar- félaganna, á sameiginlegum vett- vangi sveitarfélaganna hafa verið gerðar breytingar á samþykktum Launanefndar sveitarfélag sem tryggja eiga að kjarasamningagerð verði öll á einni hendi af þeirra hálfu. Til að undirbúa yfirfærsluna sem allra best og tímanlegast eru sveitar- félögin nú að ráða starfsfólk til að vinna að þessum verkefnum ásamt ýmsu fleiru í tengslum við breyting- arnar. Yfirfærsla alls reksturs grunn- um. Helgi Hálfdanarson Veitingar og FYRIR nokkru benti undirrit- aður á það í blaði, að ekki færi sem bezt á orðalaginu „að veita miljónum“ til einhverra verka í stað þess „að veita miljónir“ til þeirra. Talið var að þar kynni að gæta smitunar frá sögnum líkrar merkingar sem taka með sér þágufall, svo sem verja, eyða eða sóa. Með sögninni að veita var kallað eðlilegt að nota þol- fall eða þágufall eftir því hvort um væri að ræða veitingar (t.d. fjárveitingar, vínveitingar) eða veitur (t.d. vatnsveitur, raf- magnsveitur). Ekki væri veitt víni í veizlu, eins og vatni er veitt á engjar, heldur væri þar veitt vín. Enda væri um að ræða vínveitingar í öldurhúsum en ekki vínveitur. Sama máli gegndi um fjárveitingar en ekki fjárveit- ur og þess vegna væru miljónir veittar en ekki miljónum veitt til þessa eða hins. En brátt risu einhveijir til varnar „fjárveitunni", því finna mætti dæmi þess, að fyrr á tíð hefði verið ruglazt á þessum mun, og þá væri sjálfsagt að gera það alltaf. Og síðan hafa ýmsir hvað eftir annað „veitt miljónum“ eins og menn veita vatni. veitur Einhvern tíma hef ég haldið því fram, að ekki hafi tuttugasta öldin í öndverðu hlotið einkaleyfi til málglapa, enda megi í virðu- legum ritum fornum sjá orðafar sem nú á dögum yrði leiðrétt hjá unglingum. Eg vil því leyfa mér að ítreka fyrri orð um fjárveitingar og fjár- veitur, og vona að menn hætti að tala um að „veita miljónum“ áður en það orðbragð hefur gert sig svo heimakomið í hlustum almennings, að það fari að þykja hið eina rétta. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skólans frá ríki til sveitarfélaga er viðfangsefni sem varðar alla grunn- skðla og framtíð grunnmenntunar allra barna í landinu. Það er því sameiginiegt hagsmunamál sveitar- stjórna, kennara og foreldra, að flutningur grunnskólans verði und- irbúinn í sem nánustu samráði allra þessara aðila. Með samkomulagi ríkis og sveit- arfélaga er ljóst að meiri fjármunir koma í hlut grunnskólans á næstu árum en ella hefði orðið. Kennarar, foreldrar og allir þeir sem bera hag grunnskólans fyrir bijósti hljóta að fagna þeirri niðurstöðu. Öðlastu hvíld í OFA! Höfundur er borgarfulltrúi og formaður Sambands ísl. sveitarfélaga. GARÐS APÓTEK HOLTS APÓTEK MOSFELLS APÓTEK <OPP>gilofa T T Heilsii- sokkamir frábdem Halda vel að þreyttum fótum. • Góðir fyrir fólk sem stendur við vinnu sína allan daginn. • Viðurkenndir af fólki í heilsugæslu. Þu aetur valið um fjóra liti Þessir sokkar eru frábærir fyrir barnshafandi konur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.