Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Menningar- hátíð Munað- arness 1996 JÓN Reykdal og Þórður Hall opna myndlistarsýningu á Menningarhátíð Munaðamess 1996 laugardaginn 1. júní kl. 14. Einnig koma fram Signý Sæmundsdóttir söngkona, Hrafn Harðarson ljóðskáld, Gammel Dansk og Dúdda frá Borgarnesi. Kynnir hátíðarinn- ar er Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB og alþingismaður. Prjónlist á Akranesi SÝNING á pijónuðum kápum eftir norska hönnuðinn og text- íllistakonuna Solvi Stomæss verður opnuð f Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi laugar- daginn 1. júní kl. 14. Solvi er fædd árið 1944 í Þrándheimi. Hún stundaði nám í vefnaði og saumum við heimil- isiðnaðarskóla, en hélt til Þýskalands 1967, þar sem hún nam við Listiðnaðarskólann í Munster. Síðan nam hún við Listiðnaðarskólann í Bergen í textíldeild árið 1969. Hún hann- ar og prjónar aðallega kápur og jakka. Solvi hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Síðast sýndi Solvi í Norræna húsinu í Reykjavík 10.-26. maí sl. Sýningunni á Akranesi lýkur 9. júní. Listasetrið er opið alla daga frá kl. 14-16.30. Kór Kefla- víkurkirkju ísöngferð KÓR Keflavíkurkirkju er á för- um í söngferð til Svíþjóðar og Danmerkur. Kórinn mun syngja við guðs- þjónustur og halda tónleika í kirkjunni í Trollhattan, vinabæ Keflavíkur, og einnig í Gauta- borg í samvinnu við Islendinga- félagið þar. Þá mun kórinn halda til Danmerkur og dveljast í vinabæ Keflavíkur, Hjörring, þar sem einnig verða tónleikar í kirkju. í Kaupmannahöfn syngur kórinn svo í Jónshúsi. Stjómandi kórsins er Einar Öm Einarsson, organisti Kefla- víkurkirkju, formaður Sigríður Þorsteinsdóttir. Einsöngvarar era Guðmundur Sigurðsson, Ingunn Sigurðardóttir, Margrét Hreggviðsdóttir og Einar Óm Einarsson. Píanóleikari er Gróa Hreinsdóttir. Síðasta sýn- ing á BarPari SÍÐASTA sýning á BarPari eftir Jim Cartwright verður föstudaginn 31. maí kl. 20.30. Það eru Saga Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson sem leika hlutverkin fjórtán. Leikstjóri er Helga E. Jóns- dóttir, leikmynd og búninga gerði Jón Þórisson en lýsingu annaðist Lárus Bjömsson. Textílsýning í Perlunni UM helgina opnar Heidi Krist- iansen sýningu f Perlunni á 18 veggteppum auk nokkurra smámynda. Teppin era öll unn- un með quilt-tækni og applíker- ingu eða ásaumi og era gerð á árunum 1995-96. Sýningin verður opin allan júnímánuð á sama tíma og veit- ingabúðin á 4. hæð er opin. Silfur í Þjóð- minjasafni SÝNING á úrvali silfurmuna, sem varðveittir eru Þjóðminja- safni íslands, verður opnuð í Bogasal á laugardag. Þar verð- ur til sýnis meðal annars fornt silfur eins og Þórshamarinn frægi, sem fannst á Fossi í Hrunamannahreppi, næla í Ur- nesstíl, sem fannst hjá Trölla- skógi á Rangárvöllum, og silfur- sjóðurinn frá Miðhúsum. „Lögð er áhersla á að sýna íslenska silfurmuni þótt einnig geti að líta gripi sem smíðaðir hafa verið í útlöndum. Einkar athyglisveðir eru kaleikar frá miðöldum sem talið er að hafi verið smíðaðir hér á landi. All- nokkuð er sýnt af borðbúnaði og íslenskum silfurskeiðum auk búningaskarts sem skipar veg- legan sess á sýningunni. Þá hefur verið sett upp smíðaverkstæði Kristófers Pét- urssonar á Litlu-Borg I Víðidal, sem lést 1977, en hann var sjálf- stæður silfursmiður sem starf- aði við silfursmíðar meðfram búskap. Smíðaði hann mikið af kvensilfri og mest af víravirki“, segir í kynningu. I tilefni sýningarinnar gefur Þjóðminjasafn út bók sem ber heitið Silfur í Þjóðminjasafni. Þar fjallar Þór Magnússon þjóð- minjavörður um silfursmíðar á íslandi frá öndverðu og birt er skrá um þá 113 látna íslenska gull- og silfursmiði sem með nokkurri vissu eiga gripi i opin- berum söfnum og kirkjum. Jafnframt er birt yfirlit um þá gripi. Sýningin í Þjóðminjasafni er liður í Listahátið í Reykjavík og stendur til septemberloka. Stutt- erma- bolir UNDANFARIN ár hefur Fé- lag íslenskra teiknara staðið fyrir sýningum á veggspjöld- um félagsmanna, meðal ann- ars í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á síðasta ári var sýningin í sam- vinnu við Jafnréttisráð, „Karl- ar gegn ofbeldi". Að þessu sinni var ákveðið að hafa sýninguna með nokk- uð öðru sniði en áður og nýta annan miðil til. verksins, þ.e. skilaboðin verði prentuð á stuttermaboli og hefur sýn- ingin yfirskriftina „Stutt- ermabolir“. Verður sýningin haldin á Ingólfstorgi helgina 1. og 2. júní frá kl. 14-17 báða dagana. Þeir tuttugu bolir sem sýndir verða voru valdir úr rúmlega 100 innsendum til- lögum félagsmanna. Fjórir af þessum bolum voru prentaðir í stærra upplagi og verða þeir seldir á sýningunni. Þessa sömu helgi verður haldinn aðalfundur norrænna teiknara (NT) þar sem Halla Helgadóttir mun taka við for- mennsku félagsins og munu fulltrúar Norðurlandanna verða viðstaddir opnun sýn- ingarinnar. Mótun mynd- höggvara MYNPLIST Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn viö Sigtún HÖGGMYNDIR Ásmundur Sveinsson. Opið kl. 10-16 alla daga. Aðgangur kr. 200. Sýningarskrá kr. 1.450. ÞAÐ er stundum sagt, að enginn ráði eigin för; í þessu sambandi er hollt að minnast þess öðru hverju, að sumir bestu listamenn sögunn- ar hafa fengið tækifæri til að þroska sína list- rænu hæfileika nánast fyrir tilviljun. Uppeldi og æviferli var stefnt í aðrar áttir, en oft varð skortur á hæfileikum á sviði fyrirhugaðs lífs- starfs til þess að örlögin tóku í taumana og beindu viðkomandi í þann farveg sem listin átti eftir að verða þeim. Þetta er staðfest á þeirri fróðlegu sýningu um mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar, sem nú hefur verið sett upp í safni hans við Sigtún. Ásmundur var fæddur í sveit 1893, og líkt og gilti um flesta af aldmótakynslóð- inni var þess eflaust vænst að hann yrði bóndi líkt og áar hans í gegnum aldirnar. í greinar- góðri ritgerð Gunnars B. Kvaran í sýningar- skrá er vísað til ummæla myndasmiðsins þess efnis að hann hafi ekki staðið undir slíkum væntingum; hann hafi þótt óglöggur á skepn- ur, séð illa frá sér og ekki þótt efnilegur bóndi. Því varð niðurstaðan önnur: „Það bjargaði mér.“ Ásmundur kom fyrst til Reykjavíkur til að nema tréskurð 1915, rúmlega tuttugu og tveggja ára gamall, og hafði fyrir þann tíma nánast engin listaverk séð um ævina, nema ef væru stöku blöð, almanök og skreyttur hús- búnaður. í kúlu safnsins eru þó sýnd nokkur eldri verk sem bera þess merki að myndhugsun hans var þrátt fyrir allt að fæðast, bernsk og óþjál í þeim höndum sveitapiltsins, sem enn átti allt ólært á þessu sviði. Listamaðurinn nefndi á stundum, að hann hafi haft lítil tækifæri til að móta þau fjögur ár sem hann var í læri hjá Ríkarði Jónssyni. ÁSMUNDUR Sveinsson og sveinsstykkið, útskorinn stóll, 1919. En handverkið lærði hann vel, og sveinsstykk- ið - geysifallegur útskorinn stóll - ber fagurt vitni um þá alúð og þolinmæði, sem þarf til slíkra verka. Sveinsprófið var Ásmundi hið sama og kennaraprófið frá Handíða- og mynd- listaskólanum var Guðmundi Guðmundssyni (Erró) rúmum þremur áratugum síðar - tækni- leg og efnaleg undirstaða sem gott var að hafa til taks ef ævintýrið um að lifa af listinni gengi ekki upp. Á námstímanum í Reykjavík sótti Ásmundur einnig tíma í teiknun hjá Þórarni B. Þorláks- syni í Iðnskólanum, og varð fyrir miklum áhrif- um af honum og Einari Jónssyni, sem hann kynntist einnig á þessum tíma. Á sýningunni eru nokkrar skólateikningar hans og loks vegg- skildir, sem hann mótaði af foreldrum sínum 1919, og sýna mikinn þroska á nokkrum árum. Þessi fyrstu skref Ásmundar á listabrautinni eru ef til vill síst þekkt af hans ferli, enda hið eiginlega listnám varla hafið; til þess þurfti að sækja utan. Frá 1919 til 1929 dvaldi hann lengstum við listnám á erlendri grundu, og á þeim tíma mótaðist hann sem sjálfstæður lista- maður; heimkominn, þrjátíu og sex ára gam- all, átti hann eftir að marka djúp spor í ís- lensku listalífi, sem enn hafa tæpast verið rann- sökuð sem skyldi. í bogasölum safnsins getur að líta ýmis verk Ásmundar frá þessum áratug, sem og verk þriggja af þeim erlendu listamönnum, sem höfðu mikil áhrif á hann (Despiau, Bourdelle og Milles). Það er mikilsvert framtak að fá erlend verk að láni til sýningar sem þessarar, en hér saknar undirritaður engu að síður sam- anburðar við verk Aristide Maillol, sem höfðu greinilega umtalsverð áhrif á þróun Ásmund- ar. í verkunum hér má sjá ýmsar þær stílgerð- ir, sem hann hefur prófað sig áfram með; m.a. má nefna „Hafmey“ (1921-22), „Dreng“ (1925), „Konu með Amor“ (1927), „Negra“ (1928) (sem listamaðurinn kallaði reyndar „Ljósmyndun"), og loks „Víkinginn“ (1928), sem er hér æði tignarlegur í gifsmynd. Þessari þróun eru gerð glögg skil í ritgerð Gunnars í sýningarskránni, en kjarni hennar er sá listræni þroski sem Ásmundur tók út í náminu: „Undir leiðsögn Carls Milles hafnaði Ásmundur alfarið hugmyndum um að högg- myndin ætti að líkja eftir veruleikanum, og þess í stað setti hann fram spurningar um eðli og virkni listarinnar. ... Jafnvel má segja að öll hans fagurfræði þaðan í frá hafi byggst á þeim verkum sem hann skapaði á þessum tíma. Þannig leggur hann annars vegar áherslu á myndbygginguna, einingu og samhljóm form- anna, og hins vegar á það innsæi að listin spretti bæði af sögunni, sem hefur yfir að búa safni forma, og af einstaklingnum, sem ákvarð- ar stílinn.“ Það hafa margir komist að veiga- minni niðurstöðum í sínu námi, og lítt orðið úr verki. Þessi sýning um mótunarár listamannsins sem ekki var efni í bónda er vel upp sett, fræð- andi og athyglisverð; er rétt að hvetja sem flesta til að njóta hennar í sumar í því um- hverfí sem er að fínna í þessu einstæða safni. Eiríkur Þorláksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.