Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hólmfríður Sig- urlína Björns- dóttir fæddist á Stóra-Grindli í Fljótum í Skaga- firði 3. júní 1904. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar ' voru hjónin Björn Ólafur Jónsson, skipstjóri og bóndi á Karlsstöðum i Fljótum, f. 29. ág- úst 1864 í Efra- Haganesi í sömu sveit, d. 14. ágúst 1924 á Sauð- árkróki, og Guðríður Hjalta- dóttir, f. á Reykjum á Reykja- strönd 14. apríl 1861, d. 29. apríl 1947 á Álfabrekku í Reykjavík. Börn þeirra voru: Kristín Elínborg, f. 4. febrúar 1889 í Borgargerði í Skaga- firði, d. 22. sept. 1986 í Reykja- vík, gift Pétri Benediktssyni _ verslunarmanni, f. 16. ágúst 1886 á Minni-Þverá í Fljótum, d. 23. desember 1973 í Reykja- vík; Hjalti Magnús f. 27. janúar 1892 á Ríp á Hegranesi, stór- kaupmaður, d. 30. apríl 1986 í Reykjavík, k. Óvina Anne Mar- grét Arnljóts Velschow, f. 4. mars 1900, d. 2. des. 1993; Guð- laug, f. 1. apríl 1895 að Ríp í Hegranesi, kaupkona, d. 6. júní 1978, maki Jón Erlendsson, verkstjóri, f. 6. október 1894 á Sturlu-Reykjum í Borgarfirði, d. 17. nóv. 1939 í Reykjavík; Jónína, f. á Rip 25. júlí 1896, d. 9. des. 1977 í Reykjavík, maki séra Benjamín Kristjáns- son, prófastur í Grundarþing- um, f. 11. júní 1901 á Ytri- Tjörnum í Eyjafjarðarsveit, d. 3. apríl 1987 á Kristnesspítala; Sveinn Guðbrandur, póstfuli- trúi í Reykjavík, f. 14. júlí 1897, d. 13. nóv. 1963, k. Stefanía Einarsdóttir, f. 23. okt. 1897, d. 26. mars 1993 í Reykjavík; Við andlát Hólmfríðar Sigurlínu Björnsdóttur tengdamóður minnar er mér ljúft að minnast hennar. Lína, en svo var hún ávallt köll- uð, bjó síðustu fimm æviárin á Hrafnistu í Hafnarfirði og lést á hjúkrunardeildinni, en þar hafði hún dvalið síðustu missirin þrotin að kröftum en glaðleg og ljúf í sinni til hinstu stundar. Var hún ákaflega þakklát fyrir þá góðu umönnun sem hún hlaut þar. Þó að ávallt megi búast við að lífsins ljós slökkni hjá háaldraðri konu fer ekki hjá því þegar kallið kemur að þeir er næstir standa fyll- ist sárum söknuði og minningarnar streymi fram frá liðnum tíma. Lína ólst upp á Karlsstöðum í Fljótum hjá foreldrum sínum næst- yngst sjö systkina. Faðir hennar HÁALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 VESTURBÆJAR APÓTEK Melhaga 20-22 eru opin til kl. 22 "é" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Háaleitisapótek Bjarney Guðrún, f. 3. janúar 1907 á Karlsstöðum í Fljót- um, d. 8. janúar 1969 í Reykjavík, verslunarmaður, , ógift og barnlaus. Hinn 11. maí 1935 giftist Sig- urlína Jóni Gunn- arssyni, verkfræð- ingi og forstjóra Síldar- verksmiðju ríkisins og síðar forstjóra Sölumið- stöðvar hraðfrysti- húsanna. Hann var fæddur á Ysta-Gili í Engihlíðar- hreppi í Austur-Húnavatns- sýslu 15. febrúar 1900, d. 4. júní 1973. Þau eignuðust þijú börn, tvo drengi og stúlku. Fyrsta barn sitt, dreng, misstu þau við fæðingu á Landspítal- anum, en á Siglufirði eignuðust þau Guðríði, f. 19. sept. 1938, gift 17. des. 1969 Benedikt Sveinssyni, f. 31. júlí 1938, hæstaréttarlögmanni, Lindar- flöt 51, Garðabæ. Þau eiga þijá syni: Sveinn, f. 16. janúar 1962, tölvunarfræðingur; Jón, f. 16. okt. 1964, rafmagnsverkfræð- ingur hjá Marel, k. Ágústa Ama Grétarsdóttir, lyfjafræðingur og eiga þau þijú börn; Bjarni, f. 26. janúar 1970, lögmaður, kona Þóra Margrét Baldvins- dóttir og eiga þau eina dóttur. Gunnar Björn, f. 17. október 1939, rekstrarhagfræðingur, Hrauni, Álftanesi. Kona I Franzisca Gunnarsdóttir, sál- fræðingur frá Skriðuklaustri. Þeirra sonur Gunnar Björn, viðskiptafræðingur, f. 31. okt. 1969. Kona II Sigríður Guð- björg Einvarðsdóttir, hjúkmn- arfræðingur og ljósmóðir. Börn þeirra eru: Vigdís, f. 30. okt. 1980, og Jón, f. 21. maí 1982. Útför Sigurlínu fer fram frá Bessastaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. var Björn Ólafur Jónsson bóndi og skipstjóri, Ólafssonar bónda að Vestarahóli í Flókadal. Móðir Björns var Soffía Björnsdóttir Björnssonar bónda á Róðhóli í Sléttuhlíð. Móðir Línu var Guðríður Hjaltadóttir Sigurðssonar bónda á Mosfelli í Svínadal. Móðir Guðríðar var Guðlaug Guðvarðardóttir, Jóns- sonar bónda á Stóru Þverá, en kona hans var Ólöf Jónsdóttir, prests á Barði í Fljótum. Lína var af sterkum og góðum ættstofni komin, faðir hennar lengi hákarlaskipstjóri hertur í óvæginni glímu við máttarvöldin og móðir hennar mikil fríðleikskona, lífsglöð og trúuð, vinföst og trygglynd, sem öllum var hlýtt til er hana þekktu. Snemma kom í ljós hversu Lína var létt á fæti, viljug til allra verka og einstaklega bóngóð. Hún lærði ung að sauma öll föt og einnig hafði hún lengj ánægju af hvers konar listsaumi, enda sérlega hand- lagin. Fyrir tilstilli Hjalta bróður síns fór Lína til náms við Kvennaskólann í Reykjavík þegar hún hafði aldur til á árunum 1922 til 1925. Eftir að hafa unnið um hríð í Laugavegsapóteki fór Lína með systur sinni Jónínu og manni henn- ar, síra Benjamín Kristjánssyni, til Winnipeg í Kanada árið 1928, en síra Benjamín var þar prestur í nokkur ár. Lína sneri aftur heim eftir tveggja ára dvöl vestra og fór aftur að vinna í Laugavegsapóteki og gleraugnaversluninni Týli. Á þessum árum kynntist hún ungum verkfræðingi, Jóni Gunnarssyni, og giftist honum árið 1935. Lína flutti með Jóni manni sínum til Siglufjarðar 1935 er hann var ráðinn framkvæmdastjóri Síldar- verksmiðja ríkisins, sem þá voru eitt stærsta fyrirtæki landsins. Þau hjón bjuggu á Siglufirði 1935-1936 og aftur 1937-1944. Siglufjarðarárin voru hamingju- rík ár og þar fæddust bömin Guð- ríður og Gunnar Björn en fyrsta barn þeirra Jóns, sem var drengur, hafði fæðst fyrir tímann í Reykja- vík og varð ekki bjargað. Á Siglu- firði var blómlegt atvinnulíf á þess- um árum og mikill erill og umsvif í kringum störf Jóns manns henn- ar. Á þeim árum kynntust þau mörgu góðu fólki og bundu vináttu- bönd er entust í marga áratugi. Árið 1945 fluttu þau hjónin til Bandaríkjanna, þar sem Jón tók að sér fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna að byggja upp frá grunni sölu- starfsemi fyrir frystan fisk frá ís- landi. Kom Jón þar á fót fyrirtæk- inu Coldwater sem hann veitti for- stöðu nær óslitið í 18 ár. Lína bjó manni sínum og fjölskyldu glæsilegt heimili í Harrison í New York, þar sem Jón átti athvarf frá erilsömu starfi og þar sem börnin ólust upp í yndislegu gróðursælu umhverfi. Þau hjón fluttu til íslands aftur árið 1953 og byggðu sér framtíðar- heimili á Hrauni við Álftanesveg. Eins og þeirra var von og vísa var hið nýja heimili þeirra hið glæsileg- asta, en jafnframt mjög óvenjulegt, byggt úti í hrauninu þar sem víð- sýnt var og kyrrlátt, því að engin önnur hús voru þá nærri. Á Hrauni var Lína sem drottning í ríki sínu, þar fléttaði hún saman þann arf, sem hún hafði úr foreldra- húsum, létta lund, góðvild og ör- læti, dugnað og óþijótandi lífs- kraft, við þá lífsreynslu sem hún hafði öðlast við langdvöl erlendis. Þetta ásamt höfðingsskap húsbónd- ans gerði heimili þeirra einstakt. Lína var húsfreyja á Hrauni í 27 ár en flutti árið 1980 til okkar Guðríðar dóttur sinnar og bjó á heimili okkar þar til hún var orðin nær 87 ára. Var það dýrmætur tími fyrir okkur hjónin og ekki síður syni okkar þijá að fá að njóta kynna við hana innan heimilisins. Lina kunni fjölda kvæða og laga sem hún hafði yndi af að spila en hún lék gjarna á píanó og munnhörpu. Á yngri árum lék hún einnig á harmoníku. Hennar líf og yndi var að gefa af sér og þá einkum fjöl- skyldu sinni. Fyrir vikið var hún elskuð og virt af öllum er til henn- ar þekktu. Lífshlaup tengdamóður minnar var í raun mikið ævintýri. Hún fæddist rétt eftir aldamótin í af- skekktri sveit, þar sem lífskjör öll mótuðust af harðri veðráttu norð- lægrar slóðar. Hún hlaut farsæla menntun og eignaðist góða fjöl- skyldu. Hún naut góðra tíma eftir- stríðsáranna í Bandaríkjunum með manni sínum og fjölskyldu, og ferð- aðist um víða veröld og naut sólar- stranda og skíðalanda Alpafjalla löngu áður en flesta landsmenn hennar fór að dreyma um slíka hluti. Alls þessa naut hún í ríkum mæli, en ávallt var þó hennar mesta ánægja tengd velferð fjölskyldu sinnar sem hún ávallt stuðlaði að af öllum mætti. Samband hennar við systkini sín var náið og kær- leiksríkt sérstaklega þó milli systr- anna. Við Guðríður kona mín vorum ung að árum þegar við kynntumst og fórum að vera saman. Lína, tengdamóðir mín, tók mér strax opnum örmum og er ég ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þessari góðu konu sem alla tíð umvafði mig kærleika sínum og vináttu. Ég vil að leiðarlokum kveðja með þökk og virðingu. Minningamar munu ylja um hjartarætur um ókomin ár. Blessuð veri minning hennar. Benedikt Sveinsson. í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína, Hólmfríði Sigurlínu Björnsdóttur eða Línu eins og hún var alltaf nefnd innan fjölskyldu og vinahóps. Kynni okkar hófust á efri árum hennar; þá orðin ekkja; og nú streyma minningar fram um góða konu prýdda miklum mannkostum. Efst er mér í huga sívakandi um- hyggja hennar fyrir öllum í fjöl- skyldu sinni. Mun ég seint gleyma þeirri alúð og hjálpsemi, sem hún ávallt sýndi mér og börnum okkar Gunnars. Við það var hún óþreyt- andi. Velferð barna hennar, barna- barna og fjölskyldna þeirra hafði algjöran forgang í huga hennar og gjörðum. Sjálf er Lína og eftirminnileg sakir mannkosta sinna og andlegs atgervis. Minnist ég margra góðra stunda með henni er þessir góðu kostir komu vel í ljós. Aldurinn bar hún vel, glaðlynd, létt á fæti, skart- kona með ánægju af fallegum föt- um og tónlist. En umfram allt var það ástríki hennar og kærleikur í garð fjöl- skyldu sinnar sem einkenndi allar gjörðir hennar, sem nú er þakkað af alhug að leiðarlokum. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Einvarðsdóttir. Lína, en svo var hún nefnd í dag- Iegu taii, ólst upp hjá foreldrum sín- um á Karlsstöðum í Fljótum í stórum systkinahópi. Fljótt eftir bamanám og fermingu fóru bömin eitt af öðru að heiman til frekara náms og starfs. Svo var komið að aðeins tvær yngstu systumar, Lína og Guðrún, voru heima á Karlsstöðum, ásamt mér undirrituðum, sem alinn er þar upp hjá afa og ömmu frá því að ég var nokkurra vikna og þar til afí dó 1924 og amma brá búi og flutti til Reykjavíkur með okkur Guðrúnu. Eftir að Guðlaug hafði gifst í Reykjavík 1921 fór Lína til hennar og var við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og að því loknu starfaði hún í afgreiðslu í Laugavegsapóteki. Haustið 1928 flytur Lína til Winnipeg í Kanada ásamt móður minni, Jónínu, og stjúpa, séra Benjamín Kristjánssyni, en séra Benjamín var þar prestur í Sam- bandssöfnuðinum hjá Vestur- íslendingum. í Winnipeg hóf Lína að læra hár- greiðslu og snyrtingu og lauk því námi. Hún starfaði í félagsstarfí Vestur-íslendinga við Sambands- söfnuðinn og söng í kirkjukór undir stjóm Björgvins Guðmundssonar. Hún var mjög tónelsk sem móðir hennar. Jón Gunnarsson var á þessum árum við nám í Noregi og síðan Bandaríkjunum, en systir Jóns, Guðbjörg, var búsett í Winnipeg og þekktust þær Lína vel og störfuðu báðar í Sambandssöfnuðinum. Lína vissi því vel um námsframa Jóns. Eftir að hún flutti heim til ís- lands á árunum eftir 1930 hóf hún á ný störf í Laugavegsapóteki, en nokkru síðar kom Jón heim frá námi og þau giftu sig, sem fyrr var sagt, 11. maí 1935. Lína var glæsileg ung kona, fríð með mikið ljóst hár, grönn, meðal- kona á hæð, frá á fæti, hafði ljúft skap, var velviljuð, vönduð til orðs og æðis. Það átti fyrir henni að liggja að búa Iengi erlendis með manni sínum og ferðast mikið með honum vegna starfs hans, en best kunni hún við að vera heima með börnum sínum, enda bjó hún honum fagurt og menningarlegt heimili og ánægðust var hún er þau hjónin fluttu heim með börnin og reistu sér hús er þau nefndu Hraun við Álftanesveg og hófu þar skógrækt. Lína stóð fast við hlið manns síns og minnast má þess eitt sinn er þau voru stödd á Norður-Ítalíu og Jón lenti í mjög alvarlegu slysi og á slysavarðstofu þar taldi læknir að taka þyrfti af honum handlegg. Tók hún þá þegar ákvörðun um að koma honum á þekkt sjúkrahús í Sviss og fékk lækni og sjúkrabíl til að flytja hann þegar með sér í þetta sjúkrahús. Komst hann þar í hendur góðra lækna og hélt hendi og hand- legg, þótt ekki næði hann fullri heilsu. Lína hélt heimili á Hrauni á Álfta- nesi lengi eftir að Jón lést, en er aldur færðist yfir gat hún ekki hugs- HOLMFRIÐUR SIGURLÍNA BJÖRNSDÓTTIR að um svo stórt hús og hvarf hún þá til heimilis dóttur sinnar og tengdasonar á Lindarflöt 51 í Garðabæ og naut þar góðrar vistar og umönnunar. Síðast var hún á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði. Nærminni var smám saman að bila, en lengi hafði hún ánægju af að rilja upp ýmislegt frá æsku og liðinni tíð, syngja ýmis ljóð er hún kunni frá þeim tíma. Góð kona er gengin. Blessuð sé minning hennar. Aðstandendum öll- um vottum við hjónin dýpstu samúð. Margrét Þorsteinsdóttir, Björn Ingvarsson. Nú þegar komið er að hinstu kveðjustund viljum við systkinin þakka ömmu Línu glaðværð henn- ar, blíðu og innileika sem hafa markað spor í huga okkar. Henni var eiginlegt að slá á létta strengi, söng og greip til munnhörpunnar eða píanósins þegar henni þótti ástæða til að létta lund okkar bamabarnanna. Munum við seint eða aldrei gleyma þeim lagastúfum sem henni voru kærastir. Ævinlega var hún tilbúin að gera hvað sem hún gat fyrir samferða- menn sína, ekki síst okkur barna- bömin. Þegar kvölda tók og litlir krakkar þurftu að fara í háttinn, lagðist hún við hlið okkar og las fyrir okkur sögur eða fór með vís- ur. Þessu fylgdu þær kvöldbænir sem hún sjálf hafði lært í barn- æsku, á meðan hún strauk okkur blíðlega um vanga og koll þar til svefninn færðist yfir. Þótt þessi athöfn gæti tekið allt frá 5 mínútum upp í rúma klukkustund, vék hún aldrei frá okkur án þess að ganga úr skugga um að við væmm áreið- anlega sofnuð. Sú öryggistilfinning, sem þolgæði hennar og kærleikur veittu, verður seint metin að verð- leikum. Við getum varla varist aðdáunar- brosi þegar við minnumst þess hve amma Lína, lítil og nett fram í fing- urgóma, var undantekningarlaust vel til höfð, snyrt og uppáklædd, jafnvel á tlræðisaldri, og hafði lítið álit á að fullorðnar konur klæddust íþróttagöllum. Þegar dregin er upp mynd af ömmu Línu verður heldur ekki hjá því komist að minnast þess hve létt hún var á- fæti, gestrisinn og gjafmild. Hún kvaddi okkur aldr- ei án þess að lauma að okkur pen- ingum eða sætindum. Við þökkum ömmu Línu fyrir allt sem hún gaf okkur; farteski sem við munum kunna að meta betur og betur með auknum aldri og þroska. Mun þar efst tijóna fágæt jákvæðni hennar og velvild í allra garð. Hún brosti ávallt við lífinu. Nú þegar amma Lína hefur sofn- að svefninum langa biðjum við Guð að geyma hana og launa henni ríku- lega gott innræti og hugarfar. Við viljum kveðja ömmu Línu með stöku (eftir Skáld-Rósu), sem hún hafði miklar mætur á, og lýsir vel viðhorfum okkar til hennar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér! Gunnar Björn Gunnarsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Jón Gunnarsson. Það var alltaf stutt að fara út á Álftanes til Línu ömmu á Hrauni. Sem strákar hjóluðum við þangað og alltaf tók amma vel á móti okk- ur. Við vorum ekki fyrr komnir inn um dyrnar en hún hafði laumað heimalagaðri eplaböku í ofninn eða bakað lummur. Síðar meir, þegar aldurinn færðist yfir, flutti hún til okkar á Lindarflöt. Það var gott að hafa ömmu á heimilinu, enda var hún ávallt I góðu skapi og vildi jafnan vera að gera eitthvað fyrir alla. Hún var einstaklega létt á fæti og var aldrei aðgerðalaus. Ósjaldan sagði amma sögur af æsku sinni í Fljótunum eða ferða- lögum erlendis, en hún og Jón afi höfðu ferðast víða. Lína amma hafði yndi af tónlist og talaði oft um hve mikið var spilað og dansað í sveit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.