Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 4
I
4 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skartgrip-
um stolið í
samkvæmi
ÞJÓFNAÐUR var tilkynntur til
lögreglunnar í Reykjavík eftir
helgina, en þá vaknaði ung kona
upp við þann vonda draum að
gestir í samkvæmi hennar um
helgina höfðu haft á brott með
sér skartgripi í eigu foreldra
hennar.
Unga konan hélt samkvæmi
á heimili foreldra sinna, sem
voru fjarverandi. Eftir helgina
söknuðu húsráðendur ýmissa
skartgripa, þar á meðal forláta
demantshrings. Tveir piltar eru
grunaðir um þjófnaðinn, en
Rannsóknarlögregla ríkisins fer
með rannsókn málsins.
Þá voru þrír piltar gripnir þar
sem þeir voru að bauka við dyr
sölutums á Langholtsvegi í fyrri-
nótt. Þeir og tveir félagar þeirra
voru handteknir á staðnum.
Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi
Afsögn formanns yfir-
kjörstjórnar kom á óvart
„AFSÖGN Jóns Steinars kom mér
nokkuð á óvart,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson í samtali við Morgunblaðið
í gær. „Við höfum átt ágætt sam-
starf við hann um mitt framboð. Sér-
stakur umboðsmaður minn gagnvart
yfirkjörstjóm og dómsmálaráðuneyti
hafði vikum saman átt við hann góð
og farsæl samskipti og Jón Steinar
hafði, í embættisnafni sem formaður
yfirkjörstjómar, tekið við meðmæl-
endagögnum mínum, farið yfir þau
sérstaklega, stýrt fundi þar sem um
þau var fjallað, vegið þau og metið
og skilað dómsmálaráðuneyti niður-
stöðu um réttmæti þeirra. Allt var
þetta með miklum ágætum gert.“
Ólafur Ragnar sagði að það væri
sér undrunarefni að Jón Steinar hefði
allt í einu nú komist að þeirri niður-
stöðu að hann væri vanhæfur til að
sinna þeim störfum, sem hann hafði
þegar sinnt með miklum ágætum.
„Það var ekki vottur af því að við
vantreystum honum með neinum
hætti. Hann var reyndar búinn að
vinna meginhlutann af því sem þurfti
að vinna. Eiginlega var bara eftir
að telja atkvæðin og það hefur eng-
um manni dottið í hug að Jón Stein-
ar myndi ekki telja rétt.“
Ólafur Ragnar sagði að skýringin
á því hve seint Jón Steinar hefði
komist að vanhæfi sínu væri kannski
að hann hefði fengið iöngun til að
taka þátt í almennum málflutningi
og áróðri í tengslum við kosningam-
ar. „Auðvitað á hann rétt á því eins
og hver og einn borgari, en mér
fannst nú óþarfi hjá honum að gera
það með þessum hætti. Har.n hefði
átt að vera búinn að sjá þetta fyrr,
enda rúmir tveir mánuðir frá því að
ég tilkynnti þá ákvörðun mína að
gefa kost á mér.“
Almenn fordæming
Aðspurður hvort hann teldi afsögn
Jóns Steinars hafa einhver áhrif á
fylgi sitt svaraði Ólafur Ragnar að
hann gæti ekki um það dæmt. „Mér
þótti hins vegar vænt um það að í
könnun, sem gerð var sama kvöld
og Jón Steinar lýsti því yfir í nánast
öllum fjölmiðlum landsins að það
væri hneisa fyrir íslensku þjóðina að
kjósa mig forseta, - og Morgunblað-
ið flgtti þann boðskap á baksíðu
sinni, til að koma honum nú örugg-
lega til skila -, að þá skyldi þjóðin
hafna þessu sjónarmiði og fordæma
það með því að meirihluti lands-
manna lýsti yfir stuðningi við mig.
Ég og kona mín höfum fundið það
mjög skýrt á fundum, þar sem þetta
hefur alls staðar komið til tals, að
það ríkir almenn fordæming hjá fólki
á þessari framgöngu."
Samgönguráðherra sendir bréf til Danmerkur
Wihlborg Rejser kraf-
in um endurgreiðslu
Miðar greiddir með Visa-korti fást endurgreiddir
SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur
sent ferðaskrifstofunni Wihlborg
Rejser bréf þar sem krafist er útlist-
unar á því hvernig fyrirtækið hygg-
ist standa við skuldbindingar gagn-
vart viðskiptavinum, sem það hafí
tekið á sig samkvæmt íslenskum lög-
um. Er þess krafist að skrifstofan
endurgreiði keypta miða og farið er
fram á endurgreiðslu kostnaðar sem
hlýst af flutningi þeirra sem urðu
strandaglópar hér og erlendis þegar
auglýstar flugferðir féllu niður. Einar
S. Einarsson forstjóri Visa-íslands
segir að þeir sem greiddu fyrir miða
sína með Visa-korti eigi rétt á endur-
greiðslu.
Samkvæmt bréfi samgönguráðu-
neytisins seldi Wihlborg Rejser 1.400
flugmiða og segir Einar vitað um
hátt í 200 færslur á Visa-kort vegna
farmiðakaupa, fyrir á íjórðu milljón
króna. Hann segir jafnframt að
greiðslunótur hafi verið sendar til
Bretlands, bæði frá íslandi og Dan-
mörku, sem sé „mjög alvarlegt brot
á samstarfssamningi" og að kæra
sé „sterklega í athugun".
Samkvæmt reglum Visa eiga kort-
hafar sem ekki fá vöru og þjónustu
sem þeir hafa greitt fyrir rétt á end-
urgreiðslu. Segir forstjóri Visa að
þeir sem ekki sé búið að skuldfæra
hjá verði ekki rukkaðir fyrir farmiða-
kaupin, hafi ferð ekki verið farin,
og að hún sé frádráttarbær hjá þeim
sem þegar sé búið að skuldfæra hjá.
Þeir sem hafi þegar greitt fyrir ferð
sem fallið hefur niður fái peninga
sína til baka með því að bera fram
skriflega kvörtun til Visa og afhenda
afrit af sölunótum og ferðareikningi.
Dagný Rós Ásmundsdóttir há-
skólastúdent fór tii Kaupmannahafn-
ar á vegum Bingóferða síðastliðinn
föstudag. „Vélin átti að fara kortér
fyrir ellefu en þegar ég kem út á
flugvöll er mér sagt að vélin fari
ekki fyrr en fimm mínútur yfir eitt.
Okkur var ekki einu sinni hleypt inn
í flughöfnina, hvergi hægt að setj-
ast, húsið troðið af fólki og ég að
ferðast með tveggja ára bam. Við
fengum ekki einu sinni að fara inn
á. kaffiteríu. Við lendum síðan í
Kaupmannahöfn klukkan sex um
morguninn og það hefur tekið mig
fjóra daga að ná baminu niður,“
segir hún. Dagný ætlaði að dvelja í
viku með syni sínum í Danmörku og
býst við að komast heim á mánudags-
kvöld, ef allt gengur að óskum.
Tíu ára drengur eyddi
sparifénu
Ásmundur Þór Sveinsson, tíu ára,
var búinn að safna sér fyrir miðanum
til Kaupmannahafnar, og ætlaði út
með ömmu sinni í dag. „Hanp var
búinn að safna inn á bók í dálítinn
tíma, fór í bankann sjálfur og tók út
peningana, mjög uppveðraður," segir
Fanney Ásmundsdóttir, móðir
drengsins. „Hann á afskaplega erfltt
með að skilja það að búið sé að taka
peningana hans, fyrir utan það hvað
hann var orðinn spenntur," segir
Fanney. Ásmundur ætlaði að heim-
sækja frændur sína á sama aldri og
segir Fanney að reynt verði að kaupa
handa honum nýjan miða seinna.
Amma hans hafl hins vegar greitt
með korti og beri því engan skaða.
Bréf samgönguráðuneytisins var
sent til danska iðnaðarráðuneytisins,
Ferðatryggingasjóðs og Neytenda-
ráðsins. Þar segir meðal annars að
ráðuneytið líti mál ferðaskrifstofunn-
ar mjög alvarlegum augum og muni
tilkynna hlutaðeigandi yflrvöldum í
Danmörku framvindu þess og úr-
lausn.
Um 34 farþegar Bingóferða komu
aftur til íslands í gærkvöldi með Flug-
leiðum og segir Helgi Jóhannesson
lögfræðingur í samgönguráðuneytinu
að 38 manns hafí verið fluttir út í
gær. Ekki var búið að taka saman í
gær hversu margir hefðu leitað til
ráðuneytisins til að fá flutning á
áfangastað, þegar ráðuneytinu var
lokað, en Helgi sagðist búast við að
hafa tekið við sextíu símtölum vegna
Bingóferða yfír daginn.
Morgunblaðið/Þorkell
Listasmiðjan „Krafturinn í borginni“
Átján ungmenni til Leeds
ÁTJÁN 14 til 16 ára nemendur
úr Réttarholtsskóla taka þátt í
evrópskri listasmiðju í Leeds
undir heitinu „Krafturinn í borg-
inni“ dagana 28. júní til 15. júlí.
Hugmyndin er að hver þjóð túlki
eigin reynslu. Með hópnum fara
tveir íslenskir leiðbeinendur.
Guðrún Þórðardóttir, annar ís-
lensku leiðbeinandanna, sagði að
frumkvæðið að listasmiðjunni
hefði komið frá Leeds. Borgin
hefði svo orðið sér úti um evr-
ópska styrki til að hægt væri að
efna til veglegrar listasmiðju.
Ungmennin hafa safnað fyrir far-
gjaldinu til Leeds. Gisting, uppi-
hald og annað er hins vegar
ókeypis meðan á dvölinni stendur.
400 þátttakendur
Efnt var til listasmiðjunnar í
fyrsta sinn í Leeds í fyrra.
Reynslan af henni var svo góð
að nú var ákveðið að bjóða enn
fleiri eða 10 þjóðum í stað 5 að
vera með. Alls taka 400 nemend-
ur þátt í listasmiðjunni. Dag-
skránni er skipt í tvennt á hverj-
um degi. Annars vegar fá nem-
endurnir leiðsögn í listgrein að
eigin vali og má í því sambandi
nefna ýmsa dansa, leiklist, tón-
list og leirlist, og hins vegar er
dregið úr hópnum í átta hópa
með 50 ungmennum í hverjum.
Breskur listamaður, t.d. mynd-
listarmaður eða leikari, leiðir
vinnu hvers hóps og leiðbeinend-
ur frá þátttökulöndunum að-
stoða hann. Að lokum verður
efnt til sýningar á afrakstri
listasmiðjunnar. Stefnt er að því
að efnt verði til listasmiðjunnar
á hverju ári í mismunandi lönd-
um í framtíðinni.
Dagskrá
næstu daga
Föstudaginn 31. mai:
Opnun kosningaskrifstofu
á Akureyri að Skipagötu 12,2. hæð kl. 20:00
Mánudaginn 3.júní:
Fundur á Sólon
Islandus
Allar nánari
upplýsingar um
forsetakosningarnar
eru gefnar
isíma 553 3209
kl. 20:30 með
ungu fólki
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Fyrsta sprengingin í Hvalfjarðargöngum
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra sprengdi í Hátt í 100 manns munu koma að gerð ganganna
gær fyrstu sprengingu fyrir Hvalfjarðargöngum, sem verða sprengd á enda, og mun framkvæmdin
norðanmegin fjarðarins í landi Innri-Hólma. taka þrjú ár.