Morgunblaðið - 31.05.1996, Side 39

Morgunblaðið - 31.05.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1996 39 Óvænt úrslit í sjöundu umferð SKAK Fjölbrautaskól<anum í Garðabæ SKÁKÞING ÍSLANDS - LANDSLIÐSFLOKKUR: Frá 22. maí til 3. júní. Taflið hefst kl. 17 að undanskildum tveimur frídögum, 26. maí og 1. júní. HELGI Ólafsson er í efsta sæti á Skákþingi íslands ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni. Helgi Ólafsson sigraði Þröst Þórhallsson í sjöundu umferð, en á sama tíma gerði Hann- es Hlífar jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson og Margeir Pétursson, sem var í forystusætinu fyrir umferð- ina ásamt Hannesi, tapaði óvænt með hvítu mönnunum gegn Sævari Bjarnasyni. Helgi Ólafsson og Hann- es Hlífar Stefánsson eru með 5 Vi vinning en Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson eru í 3.-4. sæti með fimm vinninga. I kvennaflokki unnu Anna Björg Þorgrímsdóttir og Ingibjörg Edda Birgisdóttir skákir sínar og eru efstar með 3 vinninga eftir ^orar umferðir. 7. umferð: Jón V. Gunnarss. • Hannes H. Stefánss. V2-V2 Helgi Áss Grétarsson - Torfi Leósson 1-0 Benedikt Jónasson - Jón G. Viðarsson 0-1 Magnús Öm Úlfarsson - Jóhann Hjartarson 0-1 MargeirPétursson-SævarBjamason 0-1 Helgi Ólafsson - Þröstur Þórhallsson 1-0 I kvennaflokki urðu úrslit í fjórðu umferð eftirfarandi: Hulda Stefánsdóttir - Ingibjörg E. Birgisdóttir 0-1 Anna Björg Þorgrímsd. - Sigrún Sigurðard. 1 -0 Helga G. Eiríksdóttir - Harpa Ingólfsdóttir frestað Þorbjörg E. Ingólfsdóttir sat ýfir. Þung stöðubarátta einkenndi við- ureign Jóns Viktors og Hannesar Hlífars. í endatafli virtust möguleik- ar Hannesar vænlegir en hvítum tókst að halda jöfnu með peði minna í endatafli með mislitum biskupum. Margeir hafði frumkvæðið framan af skákinni við Sævar Bjarnason. Honum varð síðan á alvarleg yfirsjón og missti peð og síðan riddara án nokkurra bóta. Áframhaldið tefldi Sævar ónákvæmt og ekki munaði miklu að gagnfæri hvíts skiluðu ávinningi en um síðir tryggði liðs- munurinn sigur. Helgi Ólafsson teflir áreynslulaust og vandað og vinningarnir streyma inn. Helgi fékk örlítið frumkvæði eftir byrjunina gegn Þresti Þórhalls- syni, en þá varð Þresti á mikil yfir- sjón og með einfaldri fléttu vann hvítur peð og síðan annað og þá voru úrslitin ráðin. Jóhann Hjartar- son vann Magnús Örn örugglega og hið sama gildir um sigur Helga Áss gegn Torfa Leóssyni, sem ekki hefur náð sér á strik í mótinu. Staðan eft- ir sjö umferðir í karlaflokki: 1.-2. Hannes H. Stefánsson, Helgi Ólafsson 5V2 vinningur af sjö mögulegum. 3.-4. Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson 5 v. 5. Helgi Áss Grétarsson 4'/2 v. 6. Þröstur Þórhallsson 4 v. 7. Sævar Bjamason 3 v. S. Jón Garðar Viðarsson 2lA v. 9.-11. Benedikt Jónasson, Jón V. Gunnarsson, Magnús Ö. Úlfarsson 2 v. 12. Torfi Leósson 1 v. Helgi Ólafsson stendur betur að vígi fyrir lokaumferðirnar ef væntan- legir andstæðingar eru bornir saman. Af stórmeisturunum á Helgi aðeins eftir að tefla við Helga Áss, en Hann- es mætir Margeiri í 9. umferð og Jóhanni Hjartarsyni í síðustu umferð mótsins. Það er hins vegar ótfma- bært að koma með tilgátur um sigur- vegara, lokaumferðirnar á mótinu verða örugglega mjög spennandi enda hefur baráttan í skákunum í mótinu verið til eftirbreytni. Staðan eftir fjórar umferðir í kvennaflokki: hlulina í víhara samhengi! 1 1.-2. Anna B. Þorgrímsdóttir, Ingibjörg E. Birgis- dóttir 2 vinningar af 4 mögulegum. 3. Harpa Ingólfsdóttir 2 v. af 3 mögulegum. 4. Harpa Ingólfsdóttir 1 v. af 2 mögulegum. 5. -6. Sigrún Sigurðardóttir, Þorbjörg E. Ingólfs- dóttir 1 v. af 3 mögulegum. 7. Hulda Stefánsdóttir 0 v. af 3 mögulegum. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Þröstur Þórhallsson 1. c4 - c6 2. e4 - d5 3. exd5 - Rf6 4. Rc3 - cxd5 5. cxd5 - Rxd5 6. Rf3 - e6 7. d4 - Rc6 8. Bb5 Byrjunin hefur þróast í afbrigði af Semi-Tarrasch vörn. Helgi hefur dálæti á biskupsleiknum, en oftar er biskupnum valinn reitur á c4 eða d3. 8. - Bb4 9. Dd3 - a6 10. Bxc6 - dxc6 11. 0-0 - a5 12. Hel - Ba6 13. De4 - 0-0 14. Bd2 - c5 15. Rxd5 - exd5 16. Df4 - c4 17. Re5 - Dc7 18. a3 - Bxd2 Ekki kom síður til álita að halda biskupaparinu og leika 18. - Bd6, en það er smekksatriði. Frumkvæði hvíts er afar smátt. Sjástöðumynd 19. Dxd2 - Hab8 20. Hacl - Hb3 21. Hc3 - Hxc3 22. Dxc3 - He8?? 23. Rxc4! í einu vetfangi ákvarðast úrslitin. Hvítur vinnur peð því riddarinn er friðhelgur vegna máts í borði og engu breytir 23. - Hxel+ 24. Dxel því ennþá er máthótunin yfirvofandi. I áframhaldinu gefur Helgi engin grið. 23. - Ha8 24. Re3 - Dd8 25. Dc6 - Bc4 26. Rxc4 - dxc4 27. Dxc4 - Hc8 28. Db5 - h6 29. Dd3 - Dd5 30. h3 - g6 31. Dd2 - a4 32. Db4 - Dd7 33. Hdl - Hc2 34. d5 - Df5 35. Dd4 - Dd7 36. d6 - Hc8 37. Hel - Kh7 38. He7 - Df5 39. d7 og svartur gafst upp. 39. - Hd8 er svarað með 40. He8 Karl Þorsteins Einstöjc tílboö sem yilda til 15. júni Ferðatöskusett sem flýgur út á niðurpökkuðu TrnrAi I Fjórar vandaðar töskur fyrir fjölskyldur sem hafa mikið til að bera! Verð kr. 9.795 kr. Tilboðsverð aðeins 7.935 kr. Flugtaska á „fríhafnarprís!" Flugtaska með áfastri grind á hjólum. Upplögð fyrir ferðaglaða! Verð 3.285 kr. Tilboðsverð aðeins 2.630 kr. IMBiMI Reykjavík; Verslunin Drangey, Laugavegi 58 Penninn Hallarmúla, Penninn Kringlunni, Penninn Austurstræti Eymundsson, Borgarkringlunni Hafnarfjörður: Bókabúð Böðvars Penninn Strandgötu Keflavik: Bókabúð Keflavfkur Akranes: Bókaverslun Andrésar Nielssonar Tanginn. Húsavík: Bókabúð Þórarins Stefánssonar Eg ilsstaðir: Kaupfélag Héraðsbúa Selfoss: KÁ Selfossi Hyo Isvöllur: KÁ Hvolsvelli Vestmannaeyjar: KÁVestmannaeyjum, ísafjörður: Bókaverslun Jónasar T ómassonar Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Sauðórkrókur. Skagfirðingabúð, Ártorgi Akureyri: Bókaval - kjarni málsins! ■w Súkkulaðimjólk er fituskert mjólk með súkkulaðibragði - glænýr og spennandi drykkur. ÍTC” Súkkulaðimjólkin er kælivara og alltaf fersk. Hún er ljúffeng og svalandi, beint úr ísskápnum! Siikkuiaðimjölk - svalaudi mjölk meö súkkuladibragði! i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.