Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hugmyndir um styrkingn Kolbeinseyjar Hafréttarleg staða verður atliugnð AKVEÐIÐ hefur verið að stofna starfshóp undir stjóm fulltrúa sam- gönguráðuneytisins sem skila á rík- isstjóminni skýrslu um hafréttar- lega stöðu varðandi styrkingu Kol- beinseyjar. Vita- og hafnamála- stofnun hefur komist að þeirri nið- urstöðu að allar aðgerðir til styrk- ingar Kolbeinseyjar séu mjög dýrar og þeim fylgi mikil óvissa og áður en lengra sé haldið sé nauðsynlegt að kanna til hlítar hina hafréttar- iegu stöðu málsins. Kolbeinsey mældist 36 metrar í þvermál þegar skipverjar á varðskip- inu Tý könnuðu eyjuna í síðasta mánuði, en árið 1985 var hún 39 metrar í þvermál. Er búist við að eyjan, sem er einn grunnlínupunkta fiskveiðilögsögunnar, hverfi á nokkmm áratugum verði ekkert að gert. Alþingi samþykkti ályktun 18. maí 1992 um styrkingu Kolbeinseyj- ar og fól samgönguráðuneytið Vita- og hafnamálastofnun úrvinnslu hennar. Árið 1993 var giskað á að flutningur á gijóti til að styrkja vamir eyjarinnar, bomn í hana og uppfylling með steypu myndi jafnvel kosta 2-3 milljarða króna. Vita- og hafnamálastofnun telur nauðsynlegt að kannað verði hver hafréttarleg staða málsins yrði ef Kolbeinsey hyrfi af yfirborði sjávar og hver hún yrði ef miklum fjárhæð- um yrði varið til styrkingar á eyj- unni og lítil sem engin uppmnaleg klöpp sæist á yfirborði hennar. Ennfremur telur Hafnamálastofnun nauðsynlegt að vita hvert sé mikil- vægi þess hafsvæðis sem Kolbeins- ey helgar okkur og hvað sé veij- andi að kosta miklu til svo hún hverfí ekki. í starfshópnum verða fulltrúar frá samgönguráðuneyti, sjávarút- vegsráðuneyti, utanríkisráðuneyti og Siglingastofnun íslands, en sér- fræðingi verður falið að skrifa greinargerð um hafréttarlega stöðu málsins. Rjúpustofninn í slöku meðallagi samkvæmt talningn Þriðjungur vetraraf- falla vegna skotveiða ÞRÁTT fyrir vöxt er stærð ijúpu- stofnsins enn í slöku meðallagi að því er fram hefur komið við taln- ingar á vegum Náttúmfræðistofn- unar á árinu. Náttúrufræðistofnun fylgist með ástandi stofnsins m.a. með karratalningum á vorin og ungatalningum síðsumars. Aldurs- hlutföll em metin á vorin og á veiðitíma á haustin. Talningar- svæði eru Hrísey á Eyjafírði, sex svæði í Þingeyjarsýslum og Kví- sker í Öræfum. STOFNVÍSITALA rjúpu á Norðausturlandi, I Hrísey og á Kví- skeijum. Talningar á Kviskerjum spanna tímabilið frá árínu 1963 til ársins 1996, í Hrísey frá árínu 1963 til ársins 1976 og frá árínu 1983 til ársins 1996 og á Norðausturlandi frá árínu 1981. Ari Trausti Guðmundsson segist þreyttur eftir 3 vikna hrakninga „Megum þakka fyrir að sleppa svona létt“ „ÉG HELDaðvið megum bara þakka fyrir að sleppa svona létt; með smávegis kal og nokkur rifin tjöld,“ segir Ari Trausti Guðmunds- son jarðfræðingur og fjallamaður, sem er væntanlegur heim á laugardag eftir þriggja vikna dvöl í grunnbúðum við rætur fjallsins Sisha Pangma í Tíbet, í aftakaveðrí og án þess að komast „lönd né strönd", eins og hann tekur til orða. „Auðvitað eru þetta vonbrigði á sinn hátt, en svona er fjallamennskan," segir hann ennfremur. Fjallið Sisha Pangma er 8.036 metrar á hæð og hugðist Ari Trausti freista þess að klífa það í félagi við 15 fjallamenn frá ýmsum löndum. Þess í stað voru leiðangursmenn meira og minna fastir í 5.700 metra hæð milli tveggja jökulruðninga eða ofar í fjallinu. „Monsúninn var fimm eða tiu dögum fyrr á ferðinni en venju- lega og við lentum í honum. Það rifnuðu hjá okkur átta tjöld og einnig brotnaði gervihnattasím- inn góði,“ segir Ari Trausti. Eitthvað misstu leiðangursmenn af vistum sem ekki kom að sök. Versta veðrið stóð í fimm sólar- hringa og segir Ari Trausti það hafa verið „hrikalega erfiða daga“. „Ég er allur teygður og togaður en heill á sál og líkama. Það var feiknarlega hvasst og fjallið alhvítt þannig að ég býst við að þótt veðrið hefði lagast eitthvað hefði verið mjög erf- itt að athafna sig og mikil snjóflóða- hætta.“ Leiðangursmenn héldu til byggða á mánudag og segir hann að þeir hafi gengið 40 kílómetra á einum degi til þess að þurfa ekki að tefja frekar í óbyggðum. Héldu þeir fyrst til Nyalam í Tíbet og komu til Katmandú í Nepal í gær. Ari Trausti segir aðspurður hvaða hugrenningar leiti á mann við slíkar kringum- stæður að hann hafi haft nægan tíma til að hugsa. „Það er ótrú- Iegt hvað maður getur verið einn og yfirgefinn við aðstæður á borð við þær sem við reyndum. Ætli þetta sé ekki svipuð tilfinn- ing og að fara til tunglsins og ekki laust við að maður öðlist nýja sýn eftir að hafa paufast þarna einn í nokkurra þúsunda metra hæð í aftakaveðri. Án þess að ég vilji vera að upphefja sjálfan mig.“ Ari Trausti er loks spurður hvort hann ætli að leggja til atlögu við fleiri fjallstinda í framtíðinni. „Eftir svona reynslu er maður þvi fegnastur að hafa sloppið ómeiddur og að komast aftur heim til fjöl- skyldunnar. Það verður líka hryllilega gott að leggjast í hvítt lín og fá eitthvað almenni- legt að borða,“ segir hann að lokum. Ari Trausti Guð- mundsson jarðfræð- ingur og fjallamaður. Miklar sveiflur í rjúpustofninum Stærð ijúpustofnsins sveiflast mikið. Ef árið 1986 í Kvískeijum er undanskilið hafa talningar sýnt greinilega toppa árið 1966 og 1986. Eftir árið 1986 dalaði stofn- inn og var lágmarki náð árin 1991 og 1992 á Kvískeijum, árið 1993 í Hrísey og árin 1993 og 1994 á Norðausturlandi. Eftir að lág- marki var náð hefur stofninn vax- ið á nýjan leik. Á Kvískeijum var 30% aukning árin 1995 og 1996, á Norðausturlandi var 12% aukn- ing á sama tíma en í Hrísey fækk- aði um 7% árin 1995 og 1996. Athygli vekur hve stofnbreytingar eru nú miklu hægari en þær voru á 7. áratugnum. Fjöldi ijúpna á Kvískeijum er nú orðinn meiri en í meðalári en á Norðausturiandi og í Hrísey vantar þó nokkuð upp á til að svo sé. Allt að þriðjungur vetraraffalla vegna skotveiði Varðskipið Týr kom með nótaskipið Flosa ÍS til hafnar í Neskaupstað Morgunblaðið/Kristinn VARÐSKIPSMENN í slöngubátum sáu um að koma Flosa ÍS síðasta spölinn að bryggju á Neskaupstað, en lagst var að um miðjan dag í gær. Á smærri myndinni sést skipsljórinn á Flosa ÍS Haraldur Ein- arsson klífa upp á bryggjuna. Hlutfall ársgamalla fugla í vor- stofninum á Norðausturlandi í ár var 62%. Miðað við talningar vorin 1995 og 1996 og ungatalningar haustið 1995 voru afföll á fyrsta árs fuglum frá hausti 1995 til vors 1996 um 80% og 50% á eldri fuglum. Endurheimtur fugla sem merktir voru í Hrísey haustið 1995 benda til þess að allt að þriðjung- ur vetraraffalla sé vegna skot- veiða. Talningar á þessu ári sýna að stærð ijúpustofnsins er í slöku meðallagi. Stofnbreytingar eru hægar og fátt sem bendir til þess að við munum á næstu árum sjá jafnörar breytingar og voru t.d. á 7. áratugnum að því er fram kem- ur í frétt frá Náttúrufræðistofnun íslands. Enginn sjór í NÓTASKIPIÐ Flosi ÍS lagðist að bryggju í Nes- kaupstað um kl. 16 í gær. Sjópróf verða haldin í Neskaupstað kl. 13.30 í dag. Skipið lagðist skyndi- lega á hliðina þegar verið var að dæla síld í það úr Berki NK við færeysku lögsöguna síðastliðinn sunnudag. Mikill halli var á skipinu við komuna til Neskaupstaðar en skipveijar á Flosa, sem biðu á bryggjunni þegar skipið lagðist að, sögðu að það hefði rétt sig mikið af. Varðskipsmenn á slöngubát- um sáu um að skila Flosa ÍS síðasta spölinn upp að bryggju. Strax var hafist handa við að landa aflanum, sem var um 140 tonn af síld. Mikill sjór var í lestum skipsins en sjór hafði ekki komist í vistarverur eða vélarrými þess. vistarverum Aðalsteinn Ómar sagði að báturinn færi aftur á síldveiðar ef í ljós kæmi að vélin væri í lagi. Þetta hefði verið fyrsta veiðiferðin. Fyrir sjó- mannadag var farinn sólarhrings túr til þess að prófa bátinn. Allt virkaði þá vel og farið var á síldveiðar eftir sjómannadaginn. Aðalsteinn Ómar sagði að Flosi ÍS væri mjög gott sjóskip. í ráði er að byggja yfír skipið og lengja það. Bakki hf. var búinn að kaupa nýja brú á skipið og til stóð að setja hana á í haust. Hvort af því verður ræðst af því hvort aðalvél skipsins er í lagi. Hann sagði að drepist hefði á aðalvélinni þegar skipið hafði verið í togi í einn og hálfan sólarhring. Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson, rekstrarstjóri hjá Bakka hf. á Bolungarvík sem gerir skipið út, sagði að ljósavélar hefðu strax farið I gang þegar skipið kom til Neskaupstaðar. „Lestin er full af sjó en það er enginn sjór í vistarverum. Við sjáum ekki skemmdimar fyrr en búið er að landa úr skipinu. Fyrr vitum við ekki hvort aðalvélin er í lagi,“ sagði Aðalsteinn Ómar. Hann sagði líklegt að skipveijar hefðu bjargað skipinu með því að loka svo snemma og þétta dyr að vistarverum og vélarrými. „Báturinn hefði sokkið hefði sjór komist þar inn. Það er alltaf áfall þegar það verður svona tjón, en það á eftir að koma í ljós hve mikið tjónið er,“ sagði hann. I í i L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.