Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR Olafur Ragnar, lögfræð- ingurinn og samviskan Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: FRÁ vonsviknum Ólafsmanni. Algerlega óásættanleg öllu heið- arlegu og hugsandi Ólafs-fólki er sú ákvörðun forsetaframbjóðand- ans Ólafs Ragnars Grímssonar að velja sér sem nánasta aðstoðar- mann við kosningabaráttu sína hinn vafasama lögfræðing Sigurð G. Guðjónsson. Mér er alveg sama þótt þeir Ólaf- ur væru og séu vinir, frændur, eða eitthvað annað þaðanaf verra sem mér hefir borist til eyrna um þá vinina. Siðferðisstig Sigurðar G. Guðjónssonar lögfræðings og „stjórnarformanns" Stöðvar 2, og „lögfræðings" séra Flóka Kristins- sonar með meiru lagast ekkert við það. Hreint ekki. Þessi Sigurður var ekki bara helsti aðstoðarmaður og „lögfræði- legur ráðunautur" hins mannúðlega og listræna kvikmyndaframleið- anda Sigutjóns Sighvatssonar við hina mjög svo vafasömu yfirtöku á meirihlutahlutabréfum í Stöð 2 fyr- ir hálfu öðru ári - sem er reyndar eitt ljótasta óheilla og óþverramál í íslensku viðskiptalífi um langan tíma, - heldur stjórnaði þessi sami lögfræðingur bróðurparti atburða- rásarinnar og „lekans" í ijölmiðla í Langholtskirkju-/biskupsmálinu hér í vetur. Þar voru í glórulausri valdabaráttu prests og vina hans við biskup öll meðöl heilög og not- hæf til að ná betri stöðu eins og það heitir á taflmáli. Haft var eftir þessum sama lög- fræðingi í Langholtskirkjumálinu í fjölmiðlum í vetur að yrði ekki látið 'af þessum árásum á prestinn, - sem var í reynd veikburða tilraunir bisk- ups og hans manna við að reyna að koma einhveiju skikki á það óleysanlega mál sem komið var upp í Langholtssöfnuðinum (sem að mestu leyti er stjórnkerfisvandamál kirkjunnar vegna hins algera úr- ræðaleysis safnaðar til að losa sig við prest sem hann verður óánægð- ur með einhverra hluta vegna), - þá yrði allt „látið flakka" eins og þessi hugumprúði lögfræðingur for- setaframbjóðandans orðaði það fyr- ir þáverandi skjólstæðing sinn séra Flóka. Og öll þjóðin veit í dag hvað það var sem yrði „látið flakka“. Umræðan um meinta kvensemi biskups fór af stað nokkrum dögum eftir þessar jrfirlýsingar lögfræð- ings prestsins í Langholtssöfnuðin- um, af einhveijum algerlega óskilj- anlegum ástæðum. Nei takk, herra Ólafur Ragnar Grímsson. Lögfræðilegir aðstoðar- menn í þessum gæðaflokki eru frá- gangsatriði flestu hugsandi fólki þegar maður velur sér leiðtoga þjóð- arinnar. Það kemur því miður á hinn bóginn líklega ekki í veg fyrir að Ólafur og Guðrún Katrín búi næstu flögur árin á Álftanesinu. En ekki verður það ferðalag á bak- inu á þeim sem vilja heiðarlegra þjóðfélag en hér er í dag. Svo mik- ið er víst. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b, Reykjavík. Þjóðareining um forseta Frá Sigrúnu Hermannsdóttur: SENN líður að þeirri stóru ákvörðun að þjóðin velji sér nýjan forseta. Vert er að leiða hugann að því að frammi fyrir vali forseta hefur þjóðin einung- is staðið þrisvar sinnum frá lýðveldis- stofnun. Þjóðin hefur hingað til borið gæfu til að velja til þessa æðsta emb- ættis persónur, sem góð þjóðareining hefur náðst um að kjöri loknu. Til þess að svo megi verða, verður sá er til forsetaembættisins velst að vera það óumdeildur að þjóðin geti borið fullkomið traust til hans. Þrátt fyrir að Vigdís Finnboga- dóttir sigraði á sínum tíma með naumum mun, tókst henni á skömm- um tíma að vinna sér traust og virð- ingu þjóðarinnar. Ekki hvað síst var ástæða til þess einlægni hennar og hæfíleiki til að vekja samhug með þjóðinni, jafnframt sem athygli hefur vakið hversu vel henni hefur tekist að bera hróður íslands víða um heim. Undirrituð er ekki í minnsta vafa, að Guðrún Pétursdóttir hefur allt það til að bera, sem prýða má forseta íslands. Hún er hrein og bein, hress í viðmóti, hefur mjög mikinn áhuga á öllu sem viðkemur fólki og málefn- um þess. Guðrún er vel menntuð, skarpgreind og með mikla kímnig- áfu. Og síðast en ekki síst með hjart- að á réttum stað. Kynni okkar Guðrúnar hófust, þegar hún fyrir um það bil 30 árum kom á menntaskólaárum sínum til starfa í Landsbanka íslands. Hún vakti strax athygli fyrir dugnað, drift og skopskyn. Það var sem hressandi andblær fylgdi henni hvar sem hún fór og hún átti mjög létt með að hrífa fólk með sér. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hún þá þegar skoðun á hinum ýmsu málum og var augljós- lega víðlesin. Einnig var áberandi að ekkert mannlegt var henni óvið- komandi. Allt frá þessum tíma hef ég fylgst með Guðrúnu úr mismikilli fjarlægð, og þá sjaldan við hittumst, er það ævinlega jafn gefandi sem fyrrum. Segja má að frá fundum með karakt- er sem Guðrúnu hljóti hver sem er að fara ríkari. Sameinumst í baráttu fyrir kjöri Guðrúnar Pétursdóttur og komum þar með í veg fyrir klofning þjóðar- innar, sem leiða myndi af vali per- sónu, sem enginn möguleiki er tl að .^tór hluti þjóðarinnar fái treyst, ann- aðhvort sakir umdeildrar fortíðar eða sem ná myndi hinu tigna embætti með tilstyrk öflugrar flokksmask- ínu. SIGRÚN HERMANNSDÓTTIR, Bergstaðastræti 7, Reykjavík. Líflegan forseta Frá Þórunni Svavarsdóttur og Matthildi Sigurjónsdóttur: AF ÞEIM frambjóðendum sem nú eru í framboði teljum við að Guðrún Pétursdóttir hafi helst erindi til Bessastaða. Ástæður þess eru m..a að eins og fram hefur komið í mál- , flutningi hennar er hún með ótvi- ræðar skoðanir og lætur sig varða menn og málefni. í því sambandi fínnst okkur það stór kostur við Guðrúnu að hún hefur ekki tekið þátt í flokkspólitísku starfi. Því eru skoðanir hennar ekki litaðar af ákveðinni pólitískri línu, heldur set- ur hún þær fram af einlægni og lifandi áhuga, enda er Guðrún gædd þeim eiginleika að geta rætt málin tæpitungulaust. Eins er hún mjög orðheppin og er fær um að sjá bros- legu hliðarnar á tilverunni. Guðrún hefur víðtæka menntun og er með sterk tengsl við einn helsta atvinnu- veg íslendinga, sjávarútveg. Af framansögðu teljum við ljóst að Guðrún Pétursdóttir hefur flesta þá eiginleika sem forseti þarf að vera gæddur. Nái hún kjöri munum við íslendingar fá líflegan og síðast en ekki síst heiðarlegan forseta. ÞÓRUNN SVAVARSDÓTriR, VarmalandL Mosfellsbæ, MATTHILDUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Suðurgötu 4, Reykjavík. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Ósmekkleg ummæli HÚSMÓÐIR hringdi og vildi kvarta yfir ósmekk- legum ummælum í morg- unþætti á Rás 2 sl. um forsetaframbjóðendur og kosningar. Sagði hún að ungur maður hefði komið í þáttinn og viðhaft ósmekkleg ummæli um Ólaf Ragnar. Einnig vill hún að Sigurður Helgason færi fram sönnur á að Ólafur Ragnar hafi „skreytt sig með stolnum fjöðrum" eins og hann hefur fullyrt í tveimur greinum í Morgunblaðinu. Olafur Ragnar fundar ekki KONA í gamla austurbæn- um hringdi til Velvakanda og kvartaði yfír því að Ólafur Ragnar Grímsson virtist hafa gleymt gamla austurbænum í auglýsingu um hverfafundi. Svæðið Grettisgata, Njálsgata, Bergþórugata og næsta nágrenni var gamli austur- bærinn á sínum tíma, og hún saknar hún að sjá ekki neinn sérstakan fund- arstað auglýstan á því svæði. Tapað/Fundid Þríkross tapaðist ÞRÍKROSS (stór) týndist á heilsubótargöngu í Öskjuhlíðinni fimmtudag- inn 6. júni. Skiivís fínnandi er beðinn að hringja í síma 552-6943. Fundarlaun. Veski tapaðist BRÚNT kvenveski gleymdist á bekk við Tjörnina að morgni 2. júní, sjómannadagsins. Skilvís finnandi vinsamlega láti vita í síma 553-5380. Regnjakki tapaðist NÝR OG vandaður dökk- grænn og fjólublár regn- jakki í stærð 34 tapaðist við Víðistaðatún í Hafnar- fírði á vímuvarnadaginn 4. maí sl. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 555-4551. Hálsmen tapaðist GULLKEÐJA með skreyttu gulleggi tapaðist á Laugaveginum eða í Þingholtum sl. mánudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 551-0266. Fundarlaun. Gæludýr Svartur köttur KOLSVARTUR, ungur, grannur, fressköttur með greinilegt ólarfar á hálsin- um hefur verið á flækingi við Grettisgötu í einhvern tíma. Upplýsingar í síma 551-6366. Skyggnir er týndur SKYGGNIR (oft kallaður Matur) er tæplega tveggja ára gamall högni. Hann er kolsvartur með hvítan blett á hálsi og kvið. Hann er ógeltur og er með bláa hálsól. Skyggnir hefur ekki skilað sér heim í Hléskóga 9 í rúmlega mánuð. Við söknum hans sárt og biðjum hvern sem hefur orðið hans var að hringja í síma 567-0114. ítilefni Listahátíðar Vísa þessi var ort eftir lest- ur greinar í Morgunblaðinu um Listahátíð, að allir ættu að fínna eitthvað við sitt hæfí þar. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi jió enginn hafi gaman af því sem fram er borið Ég held að svona hátíð dómgreind manna slævi hugsa mér því frekar að ganga út í vorið. Guðmundur Hermannsson SVARTUR leikur og vinnur SKÁK (Jmsjön Margcir Pctursson STAÐAN kom upp á hol- lenska meistaramótinu 1996, sem er nýhafíð. Ivan Sokolov (2.665) frá Bosníu var með hvítt, en John Van der Wiel (2.535) hafði svart og átti leik. Staðan var afar skemmtileg og tví- sýn, hvítur sótti fast á drottningarvæng, en svart- ur reyndi að skapa sér sóknarfæri hinum megin á borðinu. Með síðasta leik sínum, 26. c6-c7?? þvingaði hvítur andstæðing sinn til að leika vinningsleiknum: 26.- Hxb7! og Ivan Sokolov gafst upp,. því eftir 27. Dxb7 - De4! Er hann mát í mest fímm leikjum, sbr. 28. f3 - Dxe2 29. Hf2 - Be3 o.s.frv. Staða efstu manna eftir tvær umferðir: 1. Van der Wiel 2 v. 2—4. Nijboer, Piket og Van der Sterren 1 [h v. 5—8. Timman, I. Sokolov, Reindermann og Sosonko 1 v. Mótið er afar vel skipað að þessu sinni. Sá eini sem lætur sig vanta er Loek van Wely, sem er einn aðstoðarmanna Gata Kamskys í einvíginu við Karpov. 1 EITTHVAÐ tollskylt? Nei, ekki lengur. Víkverii skrifar... VÍKVERJI gerði á dögunum að umtalsefni viðurgjörning í Flugleiðavél. Kunningi Víkverja hafði samband við hann af því til- efni og hafði eftirfarandi sögu að segja: „Ég er sammála Víkveija að maturinn um borð hefur lagast mikið og þjónustan er aðdáunar- lega góð miðað við það sem bless- aðar flugfreyjurnar þurfa að kom- ast yfir á þessum stutta tíma. Bestur finnst mér maturinn þegar fiskréttir eru framreiddir. í síðustu viku fékk ég ásamt ferðafélaga mínum þó næstum óætan morgun- verð á útleið til Kaupmannahafn- ar. Ég hélt þó að ekki væri hægt að gera kartöflubitahræru yfir skinkuna óæta. Og ekki tók betra við á heimleið. Ég hafði hlakkað mikið til kvöldverðar um borð í vélinni, orðin ansi svöng eftir lang- an dag og vegna verðlags á veit- ingum á Kastrup vildi ég spara mér að kaupa mér kvöldverð þar. En hvað var á boðstólum? Jú, rækjur sem hafði verið drekkt í majonesi, hálfur bakki af lasagna, rúnnstykki, kaffi (aðeins hægt að fá ijóma út í, á báðum leiðum) og tertustykki með miklum ijóma. Ég var sársvöng á eftir. Þá finnst mér einkennilegt að Flugleiðir er nú eina flugfélagið sem ég flýg með, sem lætur borga fyrir drykk og vín með mat. Óll flugfélög veita slíkt ókeypis nema ef um kampa- vín er að ræða. Enda segir í Scan- orama, flugblaði SAS, en þetta var sameiginlegt flug Flugleiða og SAS, að allir drykkir séu fríir. Þá hafa þó nokkuð margir útlendingar haft á orði að hvergi nokkurs stað- ar viti þeir til þess að dagblöðin séu tekin af þeim áður en haldið er frá borði. Svona smáatriði mætti gjarnan laga og ætti ekki að verða að stórum mínus í flugrekstrinum.“ xxx AÐ hefur komið Víkverja nokkuð á óvart undanfarið, hversu lítill áhugi virðist vera með- al almennings vegna forsetakosn- inga sem fara fram eftir rúmar tvær vikur. Almenn umræða virð- ist ekki vera fyrir hendi og þeir sem Víkveiji hittir á förnum vegi og reynir að fá til þess að ræða við sig um forsetaframboðsmál, taka slíkum tilraunum heldur fá- lega og af áberandi áhugaleysi. Helst er að hægt sé að fá leigubíl- stjóra og kollega úr blaðamanna- stéttinni til þess að ræða framboðs- málin, frambjóðendur, kosti, lesti og möguleika. xxx VEÐURBLÍÐAN að undan- förnu hefur gefið landsmönn- um ríkulegt tilefni til útivistar. I hjarta borgarinnar, Laugardaln- um, er útivistarperla sem öll fjöl- skyldan getur sameinast um að nýta á dögum eins og þeim sem verið hafa. Það er sannkölluð ánægjuheimsókn að skreppa í Fjöl- skyldugarðinn, Húsdýragarðinn og Blómagarðinn og eyða þar góðri stund. Víkveiji telur að sérlega vel hafi tekist til með uppbyggingu þessa svæðis alls. Hans eina um- kvörtunarefni er að aðgangseyrir í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn er óþarflega hár. Fyrir fullorðna kostar 300 krónur að komast inn og 200 krónur fyrir börn. Barn- margar fjölskyldur fara augljós- lega ekki oft á sumri í heimsókn í Laugardalinn. Heimilisbuddan leyfir slíkan munað einfaldlega ekki oft og er miður, því slíkar heimsóknir eiga alls ekki að heyra munaði til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.