Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1996 53 BRÉF TIL BLAÐSIMS Tryggingastofnun ríkisins er ekki hætt að greiða fyrir flogalyf Frá Einari Magnússyni: AÐ UNDANFÖRNU hefur nokkur umræða verið í fjölmiðlum, einkum í Þjóðarsál Rásar 2, um breytingar sem gerðar hafa verið á reglugerð um greiðsluþátttöku almanna- trygginga í lyfja- kostnaði 1. apríl sl. I þeirri um- ræðu hefur m.a. verið fullyrt að Tryggingastofn- un ríkisins sé nú hætt að greiða fyrir flogaveiki- lyf. Hér gætir nokkurs mis- skilnings og er því ástæða til að taka eftirfarandi fram: Tryggingastofnun ríkisins greiðir flogaveikilyf að fullu fyrir floga- veikisjúklinga eins og verið hefur. Breytingin sem var gerð 1. apríl var sú að nú verða flogaveikisjúkl- ingar að sýna skírteini sem gefið er út af Tryggingastofnun ríkisins til að fá lyfin greidd að fullu. Ástæð- an er sú að sum flogaveikilyf má einnig nota í öðrum tilgangi en við flogaveiki og 'eru þau þá greidd með öðrum hætti. Þessi greiðslutil- högun gildir fyrir skráð flogaveiki- lyf hér á landi. Hér á landi er veitt markaðsleyfí fyrir lyf og þau skráð eftir að þau hafa verið metin af Lyfjanefnd rík- isins á grundvelli virkni, öryggis og gæða í samræmi við þær reglur sem gilda á Evrópska efnahags- svæðinu. Um síðustu áramót höfðu samtals 1.253 sérlyf í 1.624 lyfja- formum og 2.239 mismunandi styrkleikum verið veitt markaðs- leyfi á íslandi. Þessi fjöldi skráðra sérlyfja er sambærilegur við það sem gerist í Noregi en í ýmsum öðrum löndum eru skráð mun fleiri sérlyf. Alþjóða heilbrigðisstofnunin telur 300-400 lyf vera hæfilegan fjölda nauðsynlegra lyfja (Essential Drug List) í hveiju landi. Tólf floga- veikilyf eru skráð hér á landi þar á meðal eru öll þau sex flogaveiki- lyf sem eru á lista Alþjóða heilbrigð- isstofnunarinnar yfir nauðsynleg flogaveikilyf. Öll eru þessi lyf greidd að fullu fyrir flogaveikisjúklinga framvísi þeir lyfjaskírteini sem gef- ið er út af Tryggingastofnun ríkis- ins. Lyf sem ekki eru skráð hér á landi er hægt að sérpanta og fá flutt inn fyrir einstaka sjúklinga með sérstakri undanþáguheimild. Slík lyf eru ekki greidd að fullu þótt þau séu notuð gegn floga- veiki, parkinsonsjúkdómi, krabba- meini eða öðrum sjúkdómum eins og skráðu lyfin en þau er hægt að fá í undantekningartilfellum niður- greidd af Tryggingastofnun að ákveðnu marki með gildum rök- stuðningi læknis. Lyfjanefnd ríkis- ins metur læknisfræðilegar for- sendur umsóknar um slík undan- þágulyf en starfshópur á vegum ráðuneytisins og Tryggingastofn- unarinnar metur umsóknir um greiðsluþátttöku almannatrygginga í þessum lyfjum. EINAR MAGNÚSSON, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Einar Magnússon Landslags- arkítektinn leggur línurnar! Ókejp/s ráðgjafarþjónusta BM»Vallá Björn Jóhannsson landslagsarkitekt aðstoðar þig við að útfæra skemmtilega innkeyrslu, gangstíg, verönd, blómabeð eða annað með vörum frá BM*Vallá s og veitir margvísleg góð ráð um lausnir í garðinum. I < 0) Hringdu í 577 4200 og pantaðu tíma. Grænt númer 800 4200. | Hafðu með þér grunnmynd af húsi og lóð í kvarða 1:100 og útlitsteikningu eða góða ljósmynd af húsinu. Netfang: bmvalla.sala@skima.is - kjarni málsins! BMVAILÁ Breiðhöfða 3 112 Reykjavík. 577 4200 48 siðna hugmyndabæklingur fyrir garðinn þinn. Pontaðu ikeypis eintok! Jakkaföt frá kr. 6.900 Stakir jakkar frá kr. 4.900 Gallabuxur kr. 1.900 Flauelsbuxur kr. 1.900 Pólóbolir kr. 1.900 Skyrtur frá kr. 1.900 Stuttermabolir kr. 890 Leðurjakkar kr. 4.900 Sumarjakkar kr. 5.900 Laugavegi 51, sími 551 8840
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.