Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 64
m <o> AS/400 er... m ...mest selda fjölnotenda viðskiptatölvan í dag Q'O WÝH4 KJI ■ a MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN í, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Sverrir ELDRI kópurinn sem saug báðar urturnar er t.v. á myndinni, sem tekin var í gær, með móður sinni. • • Onnur urtan í Húsdýragarðinum hafnar kópi sínum Rændi eldri kópnum frá móðurinni -.HÚSDÝRAGARÐURINN í Laugardal hefur undan- farna daga verið vettvangur sérkennilegrar fjöl- skyldudeilu sem gæti endað með harmleik. Fyrir rúmri viku kæpti önnur urtan af tveimur sem þar eru auk brimils og heilsast móður og afkvæmi vel. A mánudag kæpti seinni urtan, en varð svo yfir- full af móðurtilfinningu og mjólk daginn áður, að hún tók kóp hinnar traustataki og hóf að mjólka ofan í hann. Eldri kópurinn saug því báðar urturnar í sólarhring áður en sá yngri fæddist. „Urtan sem kæpti síðar er sterkari og frekari en hin, en sú var ekki hress þannig að það hófust mik- il slagsmál í lauginni sem gerðu föðurinn dauðhrædd- an. Þetta „barnsrán" og baráttan í kjölfarið komu okkur í opna skjöldu. Við tókum á það ráð að að- skilja þær í lauginni með skilrúmum en það dugði ekki til. Eftir að urtan kæpti á mánudag var hún orðin sannfærð um að eldri kópurinn tilheyrði henni og hafnaði sínum. Hún leitaði stöðugt yfir skilrúm- **ið, þannig að við urðum að færa hana og nýfædda kópinn í sjúkraskýli,“ segir Tómas Óskar Guðjóns- son, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Urtan neitar hins vegar að gefa nýfædda kópnum spena þannig að hann braggast illa. Tvívegis í gær URTAN, sem síðar kæpti, með kópinn sem hún afrækir nú og er honum vart hugað líf. var reynt að gefa honum blöndu af feitri kúamjólk, síld, smjörlíki og fleiri fæðutegundum, en hann ældi grautnum og hefur litla næringu fengið. „Urtan veitir kópnum að sjálfsögðu félagsskap en neitar að mjólka, þannig að við erum ekki sérlega bjartsýn. Ég tel nær engar líkur á að urtan hleypi honum á spena og það er ekki hægt að neyða hana, því að þetta eru sterk dýr og lítt viðráðanleg. Kópurinn getur lifað í hálfa aðra viku úti í náttúr- unni, en þetta er hins vegar siðferðileg spurning sem við eigum við okkur sjálf. Komi sá tímapunktur að Ijóst er hvert stefnir og þetta er orðið kvalræði verð- um við að lóga kópnum. Við vökum yfir móður og barni næstu daga og vonum hið besta,“ segir Tómas. Staðsetning álvers Columbia Aluminium Akvörðunar að vænta ÁKVÖRÐUNAR um hvar Columbia Aluminium reisir álver er að vænta í ágúst. Stjórnendur fyrirtækisins eru nú að fara yfir kostnaðartölur og bera saman kosti þess að reisa álverið á íslandi eða í Venezuela. Sem kunnugt er hafa orðið tafir á undirbúningi málsins vegna ágrein- ings um eignaraðild að Columbia Aluminium. Sá ágreiningur hefur nú verið leystur. Fulltrúar iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar áttu fund með full- trúum Columbia Aluminium um síð- ustu helgi. Halldór Kristjánsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, íagúst segir að á fundinum hafi verið farið yfir málin og fulltrúum Columbia Aluminium veittar upplýsingar um þau atriði sem þeir báðu um. Fram hafi komið hjá þeim að stjórnendur fyrirtækisins stefndu að því að taka ákvörðun um staðsetningu í ágúst. „Núna er boltinn hjá þeim. Þeir eiga eftir að Ijúka sinni heimavinnu. Þeir þurfa að bera saman kosti þess að fjárfesta á íslandi og Venezuela, skoða fjármögnun og fleiri atriði. Það kann að vera að þeir þurfi skýr- ingar á einhverjum atriðum frá okk- ur og þá verða þeim veitt skjót svör,“ sagði Halldór. Þriðjungnr sinnti ekki tilkynningaskyldu ÁBERANDI margir höfðu ekki sinnt tilkynningaskyldu í gær- kvöldi, eða 150 af þeim tæplega 460 skipum og bátum sem skráð voru á sjó. Friðrik Friðriksson, vakt- stjóri hjá Tilkynningaskyldunni, segir þennan slóðaskap afar alvar- legan og hann telji að beita verði viðurlögum við honum. Skip og bátar á sjó eiga að gera vart við sig tvisvar á sólarhring, og eftir seinni skyldutímann, á milli 20 og 22, vantaði tilkynningar frá þriðjungi þeirra báta og skipa sem þá voru úti, eins og fyrr sagði. Gæti sett skip í hættu „Þetta er sérlega áberandi þegar smábátatíminn hefst að sumarlagi en staðan í kvöld [í gærkvöldi] er með versta móti. Menn virðast hafa þetta í flimtingum. Fyrir vikið eyð- um við nóttinni í að hafa uppi á þessum skussum og hugsanlega gæti bátur eða skip sem væri í vandræðum verið aftast á listanum. Menn sjá því í hendi sér að þessi vanræksla eyðileggur allt öryggi samfara Tilkynningaskyldunni," segir Friðrik. Hann kveðst telja þennan mis- brest geta leitt til hættu fyrir þá sjófarendur sem lenda í vanda af einhveijum ástæðum og geta ekki látið vita af sér. Sektum ekki verið beitt „Þetta er algjört rugl og það vantar að tekið sé hart á málum. Tilkynningaskyldan er bundin í lög og samkvæmt þeim varða brot á henni sektum sem eiga að hækka við ítrekuð brot. Sárasjaldan ef nokkurn tíma hefur þessum ákvæð- um hins vegar verið beitt. Þarna mega ekki geðþóttaákvarðanir manna ráða og telja má tímabært að ýtt sé við þeim sem eiga að láta vita af sér en gera það ekki,“ segir hann. Til greina kemur að Iceland Seafood flytji starfsemi sína frá Harrisburg Kanna nýja fiskréttaverk- smiðju í Bandaríkjunum ICELAND SEAFOOD, dótturfyrirtæki íslenskra sjávarafurða hf. (IS) í Bandaríkjunum, er nú að kanna hvort reist verður ný fiskréttaverksmiðja í Bandaríkjunum eða núverandi verksmiðja í Harrisburg endurnýjuð. Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri IS og stjómarformaður Ice- land Seafood, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að verksmiðjan í Harrisburg væri orðin gömul og þarfnaðist endurnýjunar. Þess vegna væri málið skoðað í heild, þar með talin skynsamleg framtíðarstaðsetning slíkrar verk- 'smiðju í Bandaríkjunum. Benedikt sagði fyrirtækið ákveðið í að halda áfram starfsemi á ameríska markaðnum af full- um krafti eins og hingað til. Með endurnýjun verksmiðjunnar yrði stefnt að aukinni framleiðni og meiri hagræðingu, því fylgdi væntanlega ein- hver fækkun starfsfólks. Ný eða endurbætt verk- smiðja mun væntanlega framleiða svipaðar vörur og nú er gert og einhverjar nýjar. Benedikt sagði það komið undir gagnaöflun hvenær ákvörðun verður tekin. Hermann Hansson, stjórnarfor- maður ÍS, sagði málið á dagskrá á stjórnarfundi ÍS í næstu viku og kunni ákvörðun að verða tekin þá. Órói meðal starfsfólks Blaðið The Patríot News í Harrisburg skýrði frá því að starfsfólki Iceland Seafood hefði ver- ið sagt á fundi 30. maí síðastliðinn að verksmiðj- unni í Pennsylvaníu yrði lokað einhvern tíma frá júní til september á næsta ári en þá yrði ný verksmiðja tilbúin til starfa utan Pennsylvaníu. Benedikt Sveinsson sagði aðspurður að sér væri ekki kunnugt um að slík yfirlýsing hafi verið gefin af hálfu stjórnarinnar. Starfsmenn eru rúmlega 300 talsins og til- heyra þeir tveimur verkalýðsfélögum, hluti starfsmanna er utan verkalýðsfélaga. Málið hef- ur verið rætt við fulltrúa starfsmanna. The Patrí- ot News segir að starfsmenn hafi lagt fram til- boð og hagræðingartillögur til að halda verk- smiðjunni í Pennsylvaníu en þeim verið hafnað, að sögn talsmanns verkalýðsfélags. Þá mun viðskiptaráðuneyti Pennsylvaníu hafa boðið Iceland Seafood fjárhagslega og tæknilega aðstoð ef það mætti verða til að verksmiðjan yrði áfram í Pennsylvaníu, en því verið hafnað, að því er The Patriot News hefur eftir talsmanni ráðuneytisins. Hann sagði að reynt yrði til þraut- ar að halda starfsemi fyrirtækisins í ríkinu. Sjö milljarða velta The Patriot News segir að Iceland Seafood hyggist veija milljónum dollara til að reisa ný- tísku fiskverksmiðju sem krefjist færri starfs- manna. Benedikt Sveinsson vildi ekki tjá sig um verð nýrrar verksmiðju eða kostnað við endurnýj- un þeirrar gömlu. Iceland Seafood selur árlega fiskafurðir fyrir rúmlega 100 milljónir dollara, eða tæpa sjö millj- arða króna, aðallega til veitingahúsa, skóla, sjúkrahúsa og annarra stofnana. Gert við viðgerðina SKARÐSBÓK postulasagna, ein þjóðargersema sem varð- veittar eru á Árnastofnun, verður send utan til gagngerr- ar viðgerðar í haust. Talið er að kostnaður við verkið nemi um þremur milljónum króna. Við kaupin var bókin send í viðgerð, en þá var notað gervilím sem er farið að skemma út frá sér, og því þarf að lagfæra það sem gert var við. ■ Leitað til banka/32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.