Morgunblaðið - 13.06.1996, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.06.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ami bæberg MANUEL Aijona Cejudo ásamt vestfirska ísbirninum í Ráðhúsi Reykjavíkur. * Isbjörn í Ráðhúsinu að stoppa upp svona stórt dýr. Þrátt fyrir stærðina vegur ís- björninn ekki nema 40 til 50 kíló, enda er hann fylltur með laufléttum pappamassa. ísbjörninn stendur á jaka úr plasti og hjá honum liggur upp- stoppaður selur. Hann mun standa í Ráðhúsinu næstu þrjár vikur, en verður síðan fluttur á Náttúrguripasafn Vestfjarða í Bolungarvik. ÍSBJÖRNINN sem skipveijar af báti frá Bolungarvík bönuðu úti fyrir Vestfjörðum fyrir þremur árum stendur nú í öllu sínu veldi í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Náttúrufræðistofnun fól Manuel Arjona Cejudo ham- skera að stoppa ísbjörninn upp. Manuel sagði að sér hafi þótt mjög gaman að fást við þetta verkefni, en þó hafi verið erfitt Hlutverk frjálsra félaga- samtaka í sam- félaginu RÁÐSTEFNA Mannréttindaskrif- stofu íslands, Hlutverk ftjálsra fé- lagasamtaka í samfélaginu, hefst í dag, fimmtudaginn 13. júní, kl. 17.15 í Norræna húsinu. Frummælendur á ráðstefnunni eru Birgit Lindsnæs, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu íslands, og Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri íslandsbanka. Ráðstefnan heldur áfram föstu- daginn 14. júní í Viðey en þá verður unnið í hópum eftir málefnum. Hóp- arnir verða fjórir og munu þeir fjalla um félög sem starfa að mannúðar- málum, félög sem beijast fyrir rétt- indum einstaklinga, félög sem beijast fyrir réttindum hópa og stjórnmálafé- lög og verkalýðsfélög. Laugardagsmorguninn 15. júní kl. 9.30 verða niðurstöður hópanna kynntar í Norræna húsinu og ráð- stefnuslit verða kl. 12. Elsa S. Þor- kelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafn- réttisráðs, stýrir ráðstefnunni og ger- ir grein fýrir lokaniðurstöðu hennar. Að ráðstefnunni standa ásamt Mannréttindaskrifstofunni aðildarfé- lög sknfstofunnar Amnesty Internat- ional, íslandsdeild, Barnaheill, Bisk- upsstofa, Hjálparstofnun kirkjunnar, Jafnréttisráð, Kvenréttindafélag ís- lands, Rauði kross íslands, UNIFEM og Þroskahjálp. Treg veiði á barna- og unglinga- veiðimóti BARNA- og unglingaveiðimót SVFR við Elliðavatn um síðustu helgi tókst með ágætum, en alls skráðu sig til þáttöku 75 krakk- ar á aldrinum 3 til 15 ára. Veð- ur lék við þátttakendur, en afli varð fremur rýr, aðeins 13 fisk- ar komu á land. Það sama gekk yfir alla þennan dag, því að reyndari veiðimenn sem höfðu verið að veiðum í tvo til þrjá tíma áður en börnin komu á vettvang urðu lítið varir. Frá þeim sjónarhóli má ef til vill segja að veiðin hafi verið býsna góð. Stefán Á. Magnússon, í barna- og unglinganefnd SVFR, sagði í samtali við Morgunblaðið að keppt hefði verið um stærsta fiskinn í tveimur flokkum, yngri flokki, þar sem voru allt að 11 ára, og eldri flokki, sem í voru börn á aldrinum 12-15 ára. Veiðiskapurinn gekk betur hjá eldri börnunum, en í þeirra flokki sigraði Róbert Trausta- son, sem veiddi 2 punda urriða. Annar varð Óskar Örn Arnarson með tæplega 2 punda fisk. Raun- ar veiddi hann annan, sem var rúmt pund. Þriðji í þessum flokki var Skarphéðinn Ejnars- son með 1 punda bleikju. í yngri flokknum voru það dömur, sem röðuðu sér í öll efstu sætin, Hrönn Bjarnadóttir, 10 ára, sigraði með 1,5 punda urriða. Hún veiddi einnig tæplega punds bleikju. Önnur varð Hrefna Halldórsdóttir, 9 ára, með 1 punds urriða og þriðja varð Agnes Rún Flosadóttir, 10 ára, með um það bil þunds þunga bleikju. Önnur sem kom- ust á blað voru Stefán Jesen, Páll ívarsson, Ingunn Anna Jónsdóttir og Erna Ósk Arnar- dóttir. Krakkarnir sem sigruðu í flokkum sínuni unnu til glæsi- legra verðlauna, bæði fengu eignarbikara og gullpeninga, auk þess að hreppa hálfs dags veiðileyfi í Elliðaánum. Morgunblaðið/Þorkell KRAKKARNIR sem urðu í þremur efstu sætunum i báðum keppnisflokkunum á Elliðavatni, f.v. Róbert Traustason, Óskar Örn Árnason, Skarphéðinn Einarsson, Ágnes R. Flosadóttir, Hrefna Halldórsdóttir og Hrönn Bjarnadóttir. Sumarirakkar slultir oo síoir 20% afsláttur PÍANÓSNILLINGURINN - SÖNGVARINN - LAGASMIÐURINN OG UNDRABARNIÐ j ROBERT WELLS RHAPSODY IN ROCK" OG HÖRKUSTUÐ ! Dagana 14. og 15. júní nk. mun sænski píanósnillingurinn, söngvarinn, lugahöfundurinn og undrabarnið Robert Wells halda tónleika ó Hótel TtLLIAJ! íslandi. R0BERT WELLS er stórstjarna Skandínavíu og allstaðar sem hann kemur fram koma þúsundir fólks ó tónleika hans. Robert Wells er virtur og þekktur í öllum stærstu tónleikahúsum heims, jafnt sem einleikari með frægum sinfóníuhljómsveitum , eins og í Metropolitian óperunni í New York, eða sinni eiqin hljómsveit. ATHUGID: Aðeins þessir tvennir tónleiknr ! Lars Risberg leikur ó bassa og og syngur og Peter Eyre leikur ó trommur. Á efnisskró tón- leikanna eru lög eftir klassísku meistarana Chopin, Beethoven, Bach og Mozart. Svo blandar Robert soman lögum þessara höfunda og annarra númtimalegri með útfærslu í jassi, blúsi og rokki ú við Jerry Lee Lewis. Þeir sem muna eftir Nigel Kennedy hér um órið ættu ekki að lóta Robert Wells fram hjó sér fara. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00. Húsið opnað matargestum kl. 20:00. Tryggið ykkur miðn STRAX ó þessa einstæðu tónleika! NÚ ÞEGAR ER FARIÐ AÐ TAKA VIÐ PÖNTUNUM - missið ekki nt þessum snillingi ! - Verð nðeins 3.500 kr. í mnt og tónleikann, ■ en aðeins 1.500 kr. á sjálfa tónleikana. Frítt inn á dansleikinn á eftir. Matseðill Forréttur: Ostasalat í kryddpönnukökum, Vinegrette Aðalréttur: Innbakaðir sjávarréttir með Basmati- hrísgrjónum og hvltvínssósu. Eftirréttur: Mokkaís með konfektsósu OTE tcrorNAP V-iifK5ws^'iaKw ...blabib -kjarnimálsins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.