Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1996 33 L ria 3 milljónir Morgunblaðið/Sverrir ir brýnt að gera við fleiri handrit lasagna. eflaust áfram og því þarf að stöðva það,“ segir Sigurgeir. Hreinsa þarf upp límið, taka upp gömlu festingarnar og nota annað efni við að festa síðurnar að nýju. Viðgerð sem þessi er að sögn Sigur- geirs mikil nákvæmnisvinna og þarf að fara einstaklega varlega, sem leiðir til þess að verkið tekur marga mánuði, allt upp í ár. Reikn- að er með að tveir menn muni ann- ast viðgerðina ytra, og annar þeirra, sem stýrir ennfremur verk- inu, er mjög viðurkenndur á þessu sviði og þekkir handverk Powells til hlítar. Erfitt að gagnrýna viðgerð Sigurgeir segir vanda að tryggja bókina sökum þess hve erfitt er að verðleggja slíka gersemi sem verður ekki bætt ef hún glatast eða skemmist. Leita þurfti heimildar ríkisstjórnarinnar til að flytja hana úr landi og varð haustið fyrir valinu þar sem stofnunin sem annast við- gerðina er lokuð yfir sumarmánuð- ina. Sigurgeir segir allmörg ár síðan menn gerðu sér grein fyrir að við- gerðar væri þörf, og hafi m.a. er- lendir sérfræðingar skoðað Skarðs- bók og metið hvernig best væri að standa að lagfæringum. Enginn Islendingur er hins vegar talinn hafa nægilega reynslu til að vinna verkið, auk þess sem ekki er til viðgerðarstofa hérlendis sem ræður við það. Sigurgeir kveðst telja erfitt að gagnrýna viðgerðina 1965, enda hafi hún verið unnin samkvæmt ráðum fróðustu manna og sam- kvæmt bestu vitund þeirra sem að henni stóð. „Þegar menn eru að taka í notkun nýjungar í þessu fagi sjá þeir vitaskuld ekki fyrir hvað gerist með tíð og tíma, og sú skýr- ing nægir einfaldlega til að varpa ljósi á aðferðirnar fyrir þremur ára- tugum,“ segir hann. Fleiri þarfnast viðgerða Fleiri handrit sem varðveitt eru á stofnuninni þarfnast viðgerða á næstu árum og segir Sigurgeir nauðsynlegt að ráðast í það verk í nánustu framtíð svo að hægt sé að nota handritin til rannsókna og sýna, gestum. „Ómetanleg verðmæti á borð við hin fornu handrit þarfnast stöðugrar umhirðu og eftirlits og það er brýnt að íslenska þjóðin búi þessum fjársjóði aðstæður við hæfi,“ segir hann. Evrópukeppnin í knattspymu er komin á fulla ferð ítalir og Þjóðverjar sýna mikinn styrk STAÐURINN er England og tilefnið er knattspyrna. Úr- slitakeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu er hafin og sumir landsmenn eru þann- ig gerðir að þeir geta vart misst af leik í beinni útsendingu. Átta leikir hafa verið leiknir á fjórum dögum og fyrsta umferðin er að baki. Morgun- blaðið fékk þrjá menn, sem allir eru með ólæknandi knattspyrnubakteríu, til þess að meta stöðuna að svo komnu máli og benda á lið sem komið hefðu á óvart eða væru sigurstrangleg. Hver þeirra hefur fylgst með keppn- inni á ólíkum vígstöðvum. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, er á staðn- um, Ásgeir Sigurvinsson, einn fremsti knattspyrnumaður íslands fyrr og síð- ar, fylgist með „sínum mönnum“ í þýska sjónvarpinu en Guðjón Þórðar- son, þjálfari íslandsmeistara ÍA, rýnir í skjáinn á Skaganum. „Þetta er hefur verið mikið ævin- týri fyrir fótboltaáhugamann eins og mig að vera á staðnum og fá tæki- færi til að fylgjast með góðri knatt- spyrnu á frábærum völlum,“ segir Eggert Magnússon, formaður KSÍ, en hann er mitt í hringiðu knatt- spyrnuhátíðarinnar í Englandi. Eggert hlýtur þó að efast við og við um að hann sé virkilega í Eng- landi þar sem þúsundir Dana hafa gert innrás og numið land í Sheffield til að fylgjast með sínum mönnum reyna að veija Evrópumeistaratitil- inn. „Danir hafa sett svip sinn á borgina. Allir veitingastaðir eru með skilti á dönsku og Extra Bladet gef- ur út sérblað á staðnum í samvinnu við bæjarblaðið Star. Þá eru dönsku áhorfendurnir svo margir og hótelin að sama skapi yfirfull að gripið hefur verið til þess ráðs að koma þeim fyr- ir í heimahúsum," segir Eggert. Hann segir að skipulagning móts- ins hafi gengið framar vonum og stuðningsmenn liðanna væru til fyr- irmyndar, enn sem komið er að minnsta kosti. „Heimamenn hafa aftur á móti eðlilega miklar áhyggjur af gengi síns liðs en frammistaða þeirra hefur vissulega mikil áhrif á stemmninguna hér í landi,“ segir hann. Hrifnastur af ítölum Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, hef- ur fylgst grannt með gangi mála á mótinu. „Keppnin hefur farið ágæt- lega af stað og leikirnir hafa margir verið mjög skemmtilegir, þrátt fyrir tiltölulega fá mörk. Það þarf ekki að koma svo mjög á óvart en leikirn- ir staðfesta það sem ég átti von á að Italir og Þjóðveijar yrðu mjög sterkir. Eg hef alla tíð verið hrifinn af þessum liðum en í leik þeirra blandast þeir kostir sem maður vill sjá í góðum liðum, tækni og mikil elja. ítalirnir eru líklega með heldur skemmtilegra lið og það skemmtileg- asta í leik þeirra er fjölbreytni í leik- stíl. Þeir ýmist draga lið sitt aftur og veijast feiknavel eða sækja hratt fram á völlinn og pressa stíft. Helsta von mín er því að annað þessara liða fari með sigur af hólmi," segir Guðjón. Ásgeir Sigurvinsson og Eggert eru sammála Guðjóni og telja ---------- Þjóðveija og ítali mjög sannfærandi eftir fyrsta leik. Ásgeiri finnst mótið fara rólega af stað eins og oft áður á stórmótum og ~ greinilegt sé að þjálfarar vilji alls ekki missa stig í fyrsta leik. „í fyrstu leikjunum eru menn að reyna að gera sér grein fyrir hvaða andstæðingar eru hættulegastir. Ég varð fyrir von- brigðum með Englendinga og Króata ÍTALIR þykja sterkir en óvíst er hvort framhald verður á fagnaðarlátum Casiraghi og félaga í keppninni. Flestir bestu knattspymumenn Evrópu eru á hvers manns skjá þessa dagana. Fyrstu um- ferð riðlakeppni í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í knattspymu er lokið og landsmenn hafa þegar átt kost á því að sjá öll liðin. Þórmundur Jónatansson ræddi af því tilefni við þrjá íslenska knattspymuspekinga um frammistöðu liða og leikmanna og stemmning- una í kringum knattspymuhátíðina. Ásgeir Sigurvinsson Eggert Magnússon Guðjón Þórðarson Sterkur varnarleikur áberandi en hins vegar gæti ég trúað þvl að lið eins og Italía, Þýskaland, Portúgal og Hollendingar væru sterkust í augnablikinu." Eggert dáist mjög að leikstíl Port- úgala og telur hann að þeir geti kom- ist langt í keppninni. „Ég er sérstaklega hrifinn af portúgalska liðinu, mið- vallarleikmennirnir Rui ________ Costa og Figo og framher- jarnir Joao Pinto og Sa Pinto eru virkilega góðir. Frakkar eru aftur á móti ekki mjög sannfær- andi,“ segir hann. Fá mörk hafa verið skoruð í keppn- inni, eða rúmlega eitt og hálft mark í hverjum leik. Tvennt getur valdið þessu. Góður varnarleikur eða óná- kvæmni framheija. Góður varnarleikur „Varnarleikurinn hefur verið geysiléga sterkur með fáeinum und- antekningum,“ segir Guð- jón. „Ekki verður þó fram- hjá því litið að mörg góð marktækifæri hafa farið forgörðum, s.s. hjá Hol- __________ lendingum -gegn Skotum og hjá Itölum undir lok leiks gegn Rússurn." Eggert segir það hafa vakið eftir- tekt sína hversu leiknir varnarmenn liðanna væru. „Flestir peirra ráða yfir yfirburðatækni og geta farið leikandi framhjá andstæðingi. Þetta gerir leikina skemmtilegri. Það er einnig mjög ánægjulegt að ekkert lið virðist beita varnartaktík í leik sín- um. Öll liðin hafa reynt að sækja og skora,“ sagði hann. Dómarar eiga eftir að samræma störf sín Guðjón og Eggert vilja ekki meina að mikill fjöldi áminninga í leikjunum átta beri vitni um að dómgæsla sé slök. „Við eigum eftir að sjá mikla samræmingu í störfum dómara þegar í næstu umferð," segir Guðjón. „Það er á hinn bóginn mjög ánægjulegt að nokkrir dómarar virðast virða „18. regluna" sem við knattspyrnu- menn köllum svo en það er „common sense“ reglan. Gott dæmi um þetta er þegar einn rússnesku leikmann- anna, sem þegar var kominn með gult spjald, fékk boltann í hendina. Dómarinn sá ekki ástæðu til að gefa honum annað spjald og það var sann- gjarnt og eðlilegt," sagði hann. Jafnari keppni en á HM Þremenningarnir eru sammála um að keppnin verði geysilega hörð og enginn hægðarleikur sé að spá í úr- slit einstakra leikja, hvað þá að benda á eitt lið sem væri líklegra en annað til að vinna keppnina. „Þessir fyrstu leikir sýna að þær þjóðir sem fyrir nokkrum árum voru taldar í lægri klassa hafa tekið meiri framförum en toppliðin. Þetta gerir það að verk- um að keppnin er jafnari en oft áður og það er voðalegt erfitt að spá um einstök úrslit. Ég er ekki í neinum vafa um að þetta verður spennandi keppni,“ segir Ásgeir. Guðjón tekur undir með Ásgeiri. „Keppnin verður feikilega jöfn og ---------- mörg lið eiga eftir að ná sér á strik. Evrópumótið er í raun jafnari og sterk- ari keppni en Heimsmeist-' arakeppnin. Keppnin er þess eðlis að ekkert lið getur gefið sér að vinna annað lið. Þau lið sem hafa gert jafntefli eða tapað verða að vinna næsta leik til að halda í vonina um áframhaldandi þátttöku. Hver einasti leikur verður þess vegna úrslitaleikur." Sérhver leikur er úrslitaleikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.