Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ný samantekt Fræðsluskrifstofu Vesturlands Einn af hverjum fjór nni fékk talkennslu Fjöldi grunnskólanemenda með Fjö,di málvanda á Vesturlandi 350 Framburðar- gallar Lestrar- örðugl. Ekkert ath.vert -^l25Lstafsetn. Málvandi Frjómagn í Reykjavík í maí 1988-96 4. t il 10 júní 1996 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. Birki 6 3 1 3 3 1 1 Gras 1 3 2 1 4 4 1 Súra 1 2 7 2 3 11 1 BB P 264 Fr]ó/m3 250 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 Aldrei mælst jafn- mörg fijókom í maí NIÐURSTÖÐUR frjómælinga í andrúmslofti í maí liggja nú fyrir og eru frjótölur fyrir maí hærri en nokkru sinni áður, samkvæmt upp- lýsingum frá Margréti Hallsdóttur, jarðfræðingi við Raunvísindastofn- un Háskóla íslands. Niðurstöður mælinganna eru sýndar í töflu ásamt hliðstæðum gildum fyrir sumur frá 1988 og tákna tölurnar fjölda fijókorna í hverjum rúmmetra andrúmslofts á sólarhring í maímánuði. Þá liggja fyrir fijótölur 28. maí til 10. júní fyrir birki, súru og gras, sem eru þekkt fyrir að valda fijónæmi. Meira frjó á hlýjum dögum Þar kemur fram að puntur gras- anna sé víða með þroskaða fijó- hnappa og því megi búast við meira grasfijói, einkum á hlýjum, þurrum dögum. Einnig segir Mar- grét að þar sem gras er látið vaxa úr sér sé mun meira um fijókorn í loftinu en þar sem slegið er reglu- lega. A Norðurlöndunum telst lítið vera af fijókornum grasa þegar fijótala þeirra er lægri en 10. En mikið þegar hún fer yfir 30. Gróður er mun fyrr á ferðinni en undanfarin átta ár, segir Mar- grét, og er ein afleiðing þess hærri fijótölur í maí en nokkru sinni áður. Lyng, víðir, ösp og elfting voru allar komnar með þroskuð æxlunarfæri þegar mælingar hóf- ust 1. maí. í mánuðinum var að- eins einn dagur laus við fijókorn samkvæmt mælingum og segir í niðurstöðu Margrétar að þeir séu venjulega margir. „Fyrsta birkifijóið sást hinn 13. og hafa þau verið nær samfellt í loftinu síðan. Er það 10-14 dögum fyrr en mælst hefur til þessa. Tímabilið sem birkifijó er í loftinu er jafnan stutt, 2-4 vikur, og gæti því staðið framundir miðjan júní í ár. Algengasta fijónæmið stafar hins vegar af fijókornum grasa. Fyrsta grasfijó sumarsins kom í frjógildruna 27. maí. Grasfijó koma jafnan stopult fyrir í maí og júní en vegna góðs árferðis má búast við þeim stöðugt úr þessu svo fremi að veður haldist þurrt.“ EINN af hveijum ijórum grunn- skólanemendum á Vesturlandi hefur einhvern tímann þurft á tal- kennslu að halda undanfarin tíu ár. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Elmars Þórðarsonar talkennara og Fræðsluskrifstofu Vesturlands. Úttektin var gerð m.a. vegna þess að starfsemi Fræðsluskrifstofanna hættir í sumar og við taka skólaskrifstofur á vegum sveitarfélaganna. Af 2.524 nemendum við 15 grunnskóla Vesturlands hafa 626 nemendur í 1.-10. bekk grunnskól- anna fengið tíma hjá talkennara. Aðeins eru þeir nemendur taldir sem hafa fengið einstaklings- kennslu eða mat, en þeir ekki tald- ir með sem hafa lent í bekkjarat- hugunum eða „skimun.“ Tilvísend- ur eru foreldrar, kennarar og skólastjórar. í nokkrum tilvikum hefur forskólabörnum verið fylgt eftir úr leikskóla upp í grunnskóla. Að sögn Elmars Þórðarsonar er samantektin 10 ára uppgjör og hann segir hlutfallið hátt, miðað við þann tíma sem hún nær til. í tölunni eru allir þeir nemendur sem hafa einhvern tímann þurft á talkennslu að halda á grunnskóla- aldri á tíu ára tímabili. Talkennari hafi helst afskipti af yngstu nem- endunum, enda sé framburðargalli algengastur meðal þeirra. Elmar segir að ekki liggi fyrir neinar rannsóknir frá fyrri tíð né frá öðr- um landshlutum sem hægt sé að hafa til samanburðar. Því sé erfítt að segja til um hvort um óvenju hátt hlutfall sé að ræða og hvort einhveijar breytingar hafí orðið á milli áratuga. Aftur á móti sýni samantektin dulda þörf sem kem- ur fyrst fram við greiningu mat á málvanda. Færst í vöxt að leitað sé til sérkennara Málvandi nemenda er flokkaður í samræmi við flokkunarkerfi Heyrnar- og talmeinastöðvar ís- lands. Nokkur skörun er á milli flokka þannig að algengt er að nemendur með lítinn málþroska lendi síðar í erfíðleikum með lestur eða stafsetningu. Aðrir nemendur eru bæði með framburðargalla og lítinn málþroska. Flestir sem fengu talkennslu eru með fram- burðargalla. Þeir sem skilgreindir eru með lítinn málþroska eru á eftir í virkum orðaforða eða valda illa beygingarkerfí málsins. Hin síðari ár hefur það færst í og vöxt að leitað hafi verið til sér- kennara fræðsluskrifstofu um greiningu á lestrarvanda. Elmar segir að fjöldi nemenda með lestr- arvanda hafi hlutfallslega aukist og megi þar m.a. kenna um minni áhuga á bóklestri. Rúmlega 100 nemendur hafa fengið tilsögn vegna lestrarvanda hjá talkenn- ara. Allstór hluti þeirra hefur ver- ið greindur með lestrarörðugleika eða lesblindu. Um 1,6% af núver- andi grunnskólanemendum Vest- urlands eða 42 hafa greinst með stam, flestir nemendur sem „flokkaðir" eru nefmæltir eru fæddir holgóma, nokkrir nemend- ur hafa greinst með tunguhaft án þess að um framburðargalla hafi verið að ræða og fimm hafa greinst með hæsi eða raddveilu. NY 6 VIKNA FITUBRENNSLUNÁIiSKiM HEFJASTIS. JHNÍ Innritun núna í síma 553 0000 • Mikil frœðsla • Ráðgjöf og aðhald í matarœði • Gott aðhald • Matardagbók og uppskriftir • íþróttakennarar með reynslu • Morgun, dag og kvöldtímar • Barnagœsla Fellsmúla 24, 108 Reykjavík, sími 553 OOOO Ársfundur NASCO í Gautaborg ÁRSFUNDUR Laxaverndunarstofn- unar Norður-Atlantshafsríkjanna, NASCO, stendur nú yfir í Gautaborg í Svíþjóð og lýkur honum á morgun, föstudag. Á ársfundinum sem hófst í fyrradag eru helstu umfjöllunarefn- in m.a. aðgerðir til vemdunar á laxi, rannsóknaveiðar, veiðar þjóða utan NASCO á laxi á alþjóðlegum haf- svæðum, erfðafræðileg áhrif og áhrif sjúkdóma o.fl. úr fiskeldi á villta laxa- stofna og samstarf NASCO og þeirra sem stunda fískeldi. Aðild að NASCO eiga Kanada, Danmörk, Evrópusambandið, ísland, Noregur, Rússland og Bandaríkin, og er helsti tilgangur samtakanna verndun, uppbygging og skynsamleg stjórnun laxastofna með alþjóðlegri samvinnu. EIGNASALAN símar 551-9540 & 551 9191 fax 551-8585 INGÖLFSSTRÆT112-101 REYKJAVÍK. HÖFUM KAUPANDA að góöri 4ra herb. íb. með bílsk. í nýja miðbænum eða nágr. Góð útb. í boði fyrir rótta eign. HÖFUM KAUPANDA að einbhúsi í Vogahverfi. Bein kaup. Engin uppítaka. Einnig vantar okkur einbhús í Þingholtunum eða umhverfis Skólavörðuholtið. HÖFUM KAUPANDA að góðri 4ra-5 herb. íb. í vesturbænum eða Þingholtunum. Góö útb. í boði. atvEiúsn. óskast Vantar 80-100 fm húsnæði fyrir tann- læknastofu. Æskil. staðsetn. Múla- hverfi eða nágrenni. HÖFUM KAUPANDA Okkur vantar 2ja íbúða hús í Rvik (vest- an Elliðaáa). Minni íb. má vera 2ja-3ja herb. BÍIskúr æskilegur. HÖFUM KAUPENDUR að 2ja og 3ja herb. íb. í miðbænum og vesturbænum. Mega í sumum tilf. þarfnast standsetn. Góðar útb. i boöi. SELJENDUR ATH. Okkur vantar allar gerðir fasteigna á söluskrá. Það er mikið um fyrirspurnir þessa dagana. Magnús Elnarson, lögg. fastsali. Maður féll af þriðju hæð MAÐUR um fimmtugt hrapaði niður af þriðju hæð húss við Eiðismýri á Seltjarnarnesi um kl. 14:30 í gær. Hann var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi. Maðurinn rotaðist við fallið, sem var u.þ.b. tveir metrar. Hann við- beinsbrotnaði og hlaut höfuðáverka. Ekki tókst að afla frekari upplýsinga um líðan mannsins í gær. -----♦--------- Slys við Stein- grímsstöð MAÐUR á þrítugsaldri lenti í vinnu- slysi við Steingrímsstöð í gær. Að sögn lögreglu féll hann um 6 metra og hlaut opið lærbrot og sár á höku. Maðurinn var fluttur með þyrlu á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð við beinbrotinu. Að sögn lækna er líðan hans eftir atvikum góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.