Morgunblaðið - 13.06.1996, Side 42

Morgunblaðið - 13.06.1996, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Barnast.: 2-14 ára Verð Fullorðinst.: XS-XXXL Verð Stakar buxur kr. 2490.- í barnastærðum 2990.- í fullorðinsstærðum. <liír. afsláltnr - st-iiiliiin í |M>sIkriifii! Erum nú f Nöatúni 97 SPORTBUÐIN Nóatúni 17 sími 511 3555 fnninfudog. fösfudag og Iðugardog Kringlunni 8-12 • sími 553 3300 Kanebo Art through technology Snyrtivörurnar frá]apan sem njota virðingar um viða veröld. KYNNING kl. 12-16. Föstudaginn 14. júní Verslunin 17, Laugavegi 91 • Laugardaginn 15. júní Snyrtivöruverslun Hagkaups, Kringlunni Sérfræðingur frá Kanebo veitir ráðgjöf. & Sögðu starfsmenn Samkeppnis- stofnunar ósatt? VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í dag, 6. júní, er mér nauðsynlegt að koma á framfæri smá athuga- semdum við hegðan starfsmanna Samkeppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun og Sam- keppnisráð eiga sér yfirdómara, sem er Áfrýjunamefnd Samkeppn- ismála og meðan sú nefnd hefir ekki skilað úrskurði í umræddu máli, er það helst til mikil fljót- færni af starfsmönnun Samkeppn- isstofnunar að senda út fréttatil- kynningu um mál sem hvergi nærri er lokið. Ég ásaka ákveðna starfsmenn Samkeppnisstofnunar um það að halla viljandi réttu máli, að hag- ræða niðurstöðum í verðkönnun og að leyfa sér að breyta innihaldi bréfa sem þeir skila frá sér til úr- skurðar Samkeppnisráðs. Til þess að gera langa sögu stutta, sendi ég hér með afrit af upphafi og nið- urlagi málskots míns til Áfrýjunar- nefndar um samkeppnismál. Getur þá hver og einn dæmt fyrir sig sjálfur, hver segir satt og hver ósatt. Til Áfrýjunarnefndar Samkeppnismála Ég undirritaður vil hér með notfæra mér rétt minn til mál- skots til Áfrýjunamefndar sam- keppnismála vegna úrskurðar Samkeppnisráðs frá 8. maí sl. vegna ákvörðunar nr. 19/1996, en málskotsfrestur rennur út í dag. Geri ég hér með eftirfarandi athugasemdir við úrskurð Sam- keppnisráðs, í þeirri töluröð sem kemur fram í ákvörðunarorðum ráðsins. Samkeppnisráð bannar Ljósmyndastofu Kópavogs og Ljósmyndastofunni Mynd að birta eftirfarandi upplýsingar í auglýs- ingum þeirra á fermingarmynda- tökum: 1. Að hvergi fáist jafnmikið fyrir peningana samkvæmt niður- stöðu verðkönnunar sem fram hafi farið á vegum Samkeppnis- stofnunar. 2. Að úr könnun Samkeppnis- stofnunar sé hægt að lesa að þeir séu með lægsta verðið þegar tekið hafi verið tillit til fjölda og stærð- ar mynda. 3. Að þeir séu með langlægsta verðið á landinu. -------f--------------------- SLATTUORF Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 Bann Samkeppnis- stofnunar fær ekki staðist, þar sem enn er prent- og tjáningar- frelsi í landinu, segir Jón A. Bjarnason, og staðhæfir að Sam- keppnisstofnun hafi ekki tekist að benda á eitt einasta dæmi um ljósmyndastofu, sem lætur meira af mörkum fyrir jafnlítið fé og ljósmyndastofa hans. Varðandi fyrsta og þriðja lið Starfsmaður Samkeppnisstofn- unar sagði í skýrslu sinni „að við lestur dreifibréfs ljósmyndastof- anna mátti skilja að Samkeppnis- stofnun hefði nýlega gert könnun hjá ljósmyndastofum á öllu landinu og þar komi fram að Ljósmynda- stofa Kópavogs og Ljósmyndastof- an Mynd séu með langlægsta verð- ið“. Af þessu tilefni sendi ég yður hér afrit af umræddu dreifibréfi. Við Iestur þess verður hveijum manni ljóst að starfsmaður Sam- keppnisstofnunar er að segja ósatt. Honum finnst sér sæma að skjóta inn í bréfið frá eigin bijósti orðunum „Nýlega“ og „á öllu land- inu“. Hver sæmilega lesfær maður sér að þetta stendur ekki í um- ræddu dreifibréfi. Haus dreifibréfs míns hljóð- aði svo: Við myndum hjá ykkur í vor! Þú færð hvergi meira fyrir pening- ana þína! Samkvæmt niðurstöðu verð- könnunar sem Samkeppnisstofnun gerði, þegar tekið hafði verið tillit til þess fjölda mynda og stærðar þeirra sem þú færð hjá okkur og borið saman við aðrar ljósmynda- stofur, var verðið allt upp í það að vera fjórum sinnum hærra held- ur en hjá okkur. Við erum með langiægsta verð- ið á landinu! Eins og sjá má tek ég hvergi fram að Samkeppnisstofnun hafi nýlega gert könnun á verði á ljós- myndatökum og hvergi að könnun Samkeppnisstofnunar hafi náð til alls landsins, það er hugarburður starfsmanns Samkeppnisstofnun- ar og honum vart sæmandi að láta slíkt frá sér fara í opinberri skýrslu um málið. * Skrifstofu- og rekstrarvörur • Plasthúðun - innbinding • Vélar - taeki - búnaður • Prentborðar - dufthylki - blekfyllingar ISO-9000 gæðatrygging • Leiðir til sparnaðar j. nsTvniDssoN hf. Skipholti 33,105 Reylíjavík, sími 533 3535. Það hvenær Samkeppnisstofn- un tekur ákvöðun um að gera sín- ar kannanir og hve oft, eða hvort hún lætur sér nægja að gera þær á hluta landsins, er alfarið mál Samkeppnisstofnunar og hefi ég engan íhlutunarrétt þar um, það er því alfarið á hennar ábyrgð og verð ég ekki dreginn til ábyrgðar vegna vinnubragða Samkeppni- stofnunar í þeim efnum. Það vill svo til að það eru fleiri fyrirtæki sem gera slíkar kannan- ir en Samkeppnisstofnun, og í því tilfelli sem um ræðir var gerð vönduð könnun á öllu landinu og unnið úr henni á heiðarlegan hátt, fylgir hún hér með. Sú könnun sýndi ljóslega að okkar verð var hið lægsta á landinu að einni ljós- myndastofu undantekinni, en verð hennar er ekki marktækt af ástæðum sem ég sé ekki ástæðu til að tíunda hér. Umrædd könnun sýnir svo ekki verður um villst að eftirfarandi fullyrðing „þú færð hvergi meira fyrir peningana þína“ stenzt fullkomlega. Varðandi annan lið í síðustu könnun Samkeppnis- stofnunar var kannað verð á myndatökum hjá 14 ljósmynda- stofum á höfuðborgarsvæðinu, og birti Samkeppnisstofnun niður- stöðuna í Morgunblaðinu. Fylgir hún hér með. Sú könnun sýnir tvímælalaust að sé tekið tillit til fjölda þeirra mynda og stærðar sem innifalið er í myndatökuverð- inu, er verðið hjá okkur langsam- lega lægst og að hjá dýrustu ljós- myndstofunum er það allt upp í það að vera fjórum sinnum hærra en hjá okkur. Sé einhver starfs- maður innan Samkeppnisstofnun- ar sem treystir sér til að hrekja þetta, væri það lágmarkskrafa að hann færði rök fyrir máli sínu. Þrátt fyrir það áð starfsmaður Samkeppnisstofnunar léti sér sæma að nota í verðkönnuninni verð á fermingar- og fjölskyldu- ljósmyndatöku á okkar stofu, það er 17.000 kr., þrátt fyrir að hann vissi að lægsta verð á fermingar- myndatökum hjá okkur í krónu- tölu var, og er búið að vera í mörg ár, 13.000 kr. Það verð hafði verið auglýst árum saman í Morg- unblaðinu og er auglýst enn og er Samkeppnisstofnun fullkunn- ugt um það. Bann Samkeppnisstofnunar fær ekki staðist, þar sem enn er prent- og tjáningarfrelsi í landinu og Samkeppnisstofnun hefir ekki tek- ist þrátt fyrir fyrri áskoranir mín- ar að benda á eitt einasta dæmi um það, að til sé í landinu ljós- myndastofa sem lætur meira af mörkum fyrir jafn lítið fé og ljós- myndastofur okkar. Höfundur er eigandi Ljósmyndastofu Kópavogs. STÓLPI fyrir Windows er samhæfður Word og Excel. Sveigjanleiki í fyrirrúmi. gl KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.