Morgunblaðið - 13.06.1996, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftirlaunaréttur forseta Alþingis aukinn sam-
itGfJlutiO
HÆSTVIRTUR forseti er að fá enn eina virðingardúsuna . . .
Morgunblaðið/Ásdís
Lóð Stjórnarráðsins endurnýjuð
ÞESSA dagana er verið að ljúka var orðin óslétt og illa farin. Skipt hana túnþökur. Þá verða á næst-
endurnýjun á lóð Stjórnarráðs- hefur verið um jarðveg að hluta unni gróðursett tré meðfram
hússins við Lækjargötu en hún á Ióðinni, hún jöfnuð og settar á vegg ofan við Stjórnarráðshúsið.
2Vi árs fangelsi fyrir að
stinga, skalla og kýla
HÉRAÐSDÓMUR Re/kjavíkur
hefur dæmt Kristmund Orlygsson,
25 ára, í tveggja og hálfs árs fang-
elsi fyrir stórfelida lfkamsárás 11.
febrúar sl.
Kristmundur var samferða
manninum, sem hann síðar réðst
á, í leigubíl í samkvæmi aðfaranótt
11. febrúar. Þeim mun hafa orðið
sundurorða í bílnum og voru vitni
að því í samkvæminu að stirt var
á milli þeirra. Kristmundur fékk
þijá menn sér til liðsauka og eftir
að þeir komu í samkvæmið upphóf-
ust átök. í þeim átökum sló Krist-
mundur manninn margsinnis með
krepptum hnefum í andlit, skallaði
hann í andlitið og stakk hann þrisv-
ar sinnum með hnífi, í læri og tvisv-
ar í bak.
Annað sáranna á bakinu var
djúpt og gekk frá yfirborðinu í
gegnum langa bakvöðvann og inn
í miðju hægra nýrans. Maðurinn
var lagður inn á Sjúkrahús Reykja-
víkur þar sem m.a. var gerð á hon-
um skurðaðgerð vegna hnífsstung-
unnar í nýrað, sem hafði stofnað
lífí hans í hættu.
Sýknaður af ákæru fyrir
tilraun til manndráps
Kristmundur viðurkenndi að
hafa stungið manninn en sagðist
ekki vita almennilega hvað hafi
gerst. Játningin var studd fram-
burði einkum tveggja vitna. Krist-
mundur viðurkenndi ekki að fyrir
honum hafí vakað að bana fórnar-
lambinu og segir í dóminum að það
verði að teljast ósannað. Þá þyki
ekki óhætt að slá því föstu að Krist-
mundi hafi hlotið að vera ljóst að
fórnarlambið hlyti langlíklegast
bana af atlögunni. Hann var því
sýknaður af ákæru fyrir tilraun til
manndráps en til vara var hann
ákærður fyrir stórfellda líkams-
árás.
Kristmundur var dæmdur í fang-
elsi í tvö og hálft ár fyrir stórfellda
líkamsárás. 90 daga gæsluvarð-
haldsvist dregst frá refsivistinni.
Þá var honum gert að greiða 429
þús. krónur í skaðabætur auk alls
sakarkostnaðar, alls 235 þús. krón-
ur.
Dóminn kvað upp Pétur Guð-
geirsson héraðsdómari.
Lyflæknaþing á Sauðárkróki
Mikil gróska í
vísindaiðkun
íslenskra lækna
Félag íslenskra lyf-
lækna hélt sitt 12.
þing um síðustu
helgi í Fjölbrautaskólanum
á Sauðárkróki, en hefð er
að halda þingin á lands-
byggðinni. Hundrað læknar
sátu þingið auk fjölda full-
trúa frá lyfjafyrirtækjum,
maka og gesta, tæplega tvö
hundruð manns.
Ástráður B. Hreiðarsson
er formaður Félags ís-
lenskra lyflækna og í fram-
kvæmdanefnd þingsins.
- Er mikil gróska í fræð-
unum?
„Já, það voru flutt fleiri
erindi en nokkum tíma áður
og meiri að gæðum, sem
sýnir mikla grósku í vísinda-
iðkun lækna á íslandi. 89
fyrirlestrar voru fluttir með
tveimur erlendum töldum.
Einnig var lyfjasýning og
41 veggspjald með rannsóknarnið-
urstöðum sýnt.
Gestimir voru dr. Ingvar
Bjarnason, en við hann er kenndur
sjúkdómur í smágimi sem stafar
af inntöku gigtarlyfja. Hann flutti
erindi um framtíð meltingarlækn-
inga á nýrri öld og telur hann að
á næstu árum verði byrjað að selja
lyf án aukaverkana sem verka á
stoðkerfið, eins og gigtarlyf, en
um þriðjungur lyftaka glímir við
aukaverkanir frá meltingarvegi.
Hinn var Dr. John Dent frá Ástral-
íu og fjaliaði hann um meðferð
sjúkdóma í vélinda."
- Hvert var svo besta erindið á
þinginu?
„Það voru veitt tvenn verðlaun
fyrir erindi og rannsóknir. Vísinda-
sjóður lyflæknadeildar Landspítal-
ans gaf 50 þúsund krónur í verð-
laun fyrir besta erindi unglækna
og fengu það tveir sem unnu rann-
sókn saman; Örnólfur Valdimars-
son og Jón Örvar Kristinsson, sem
unnu undir stjórn Gunnars Sig-
urðssonar yfirlæknis á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur. Þeir fundu fylgni
milli beinmassa og vöðvamassa í
samanburði á beinmassa 16 ára
og 18 ára stúlkna og líkamsá-
reynslu og ýmsum iíkamlegum
þáttum, sem sýnir mikilvægi góðr-
. ar líkamsáreynslu. Einnig mældu
þeir D vítamín í blóði þeirra og
komust að því að það er ekki fylgni
milli þess og beinmassans.
Katrín María Þormar lækna-
stúdent fékk svo 20 þúsund krónur
í verðlaun frá Félagi íslenskra lyf-
lækna vegna rannsóknar sem hún
vann í samvinnu við Rannsóknar-
stofu Hjartaverndar í sameinda-
erfðafræði. Rannsóknin var um
samhengi milli tiltekinnar arfgerð-
ar og blóðfitu. Þeir sem hafa þessa
arfgerð eru í 19% minni áhættu á
að fá kransæðasjúkdóm, en ávinn-
ingurinn hverfur við reykingar."
- Hvaða fleiri rann-
sóknir vöktu athygli
þína á þinginu?
„Ymsar fróðlegar nið-
urstöður voru frá hóp-
rannsóknum Hjarta-
verndar. Nefna má
kvennarannsókn Hjartaverndar
um að þótt áhættuþættir krans-
æðastíflu séu hinir sömu hjá báð-
um kynjunum er innbyrðis vægi
þeirra ekki eins. Sérstaklega vega
reykingar mun þyngra hjá konum
en körlum.
Önnur rannsókn, gerð af Sigur-
jóni Vilbergssyni, Gunnari Sig-
urðssyni o.fi., bendir til að algengi
insúlínóháðrar sykursýki sé eitt-
hvað lægri hér á landi en á öðrum
Ástráður B.
Hreiðarsson
► Dr. Ástráður B. Hreiðarsson
er fæddur 14. desember 1942 á
Akureyri. Hann varð stúdent
frá Menntaskólanum á Akur-
eyri 1962, og útskrifaðist frá
læknadeild Háskóla Islands
1969. Árin 1971 til 1981 stund-
aði hann sérnám og rannsóknir
í Árósum, Danmörku. Hann er
kvæntur Ástu B. Þorsteinsdótt-
ur hjúkrunarfræðingi og eiga
þau þijú börn.
Lyf án auka-
verkana á
næstu öld
Norðurlöndum og Vesturlöndum.
Rannsókn Kristjáns Þ. Guð-
mundssonar o.fl. undir stjórn Þórð-
ar Harðarsonar, sýndi samband
milli menntunar og kransæðasjúk-
dóma. Því meiri menntun einstak-
linga, því færri áhættuþættir.
Rannsókn Þórðar, Vilborgar Sig-
urðardóttur o.fl. hefur sýnt að
blóðþrýstingur íslenskra kvenna
hefur lækkað síðan 1968. Mest er
um að þakka bættri lyfjameðferð.
Framhaldsrannsókn skorpulifr-
ar undir stjórn Bjarna Þjóðleifs-
sonar, sýnir að tíðni hennar er
mjög lág á íslandi og í raun sú
lægsta í heiminum. Ástæðan er
óþekkt, en benda má á að tíðni
alkóhólskorpulifrar hefur lækkað
marktækt þrátt fyrir 200% aukn-
ingu í áfengisdrykkju. Ástæða
þess gæti verið mjög virk meðferð
við áfengissýki.
Svona mætti lengi telja upp at-
hyglisverðar rannsóknir, meðal
annars fjölda á sviði smitsjúkdóma
undir stjórn Sigurðar Guðmunds-
sonar, til dæmis um spítalasýking-
ar á gjörgæsludeildum, en þar er
veikasta fólkið og næmast fyrir
sýkingum.
Einnig rannsókn Emils Sigurðs-
sonar, Guðmundar Þorgeirssonar
o.fl. um þöglar breytingar á hjarta-
_________ línuriti meðal karl-
manna, eða einkenna-
lausan kransæðasjúk-
dóm, sem aðeins er
hægt að greina á línu-
riti, og hafa neikvæð
áhrif á lífshorfur."
- Að lokum, hvaða gagn er af
svona læknaþingi?
„Það er kjörinn vettvangur fyrir
lækna sem stunda vísindarann-
sóknir að leggja fram niðurstöður
og bera þær undir hliðstæðinga
sína til umræðu. Þingin eru líka
fræðsla um það sem er að gerast
og tækifæri til að kynnast vaxtar-
broddinum. Svo eru þau hvati fyr-
ir menn að Ijúka rannsóknum og
koma með niðurstöður."