Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hillir undir framkvæmdir á umdeildustu lóð bæjarins sem beðið hefur afgirt í fimm ár SS Byggir kaup- ir Skipagötu 9 Fjögurra hæða verslunar-, skrifstofu- o g íbúðahús fokhelt fyrir áramót BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ SS Byggir hefur keypt lóð og húsgrunn við Skipagötu 9 af Islandsbanka. Lóðin og grunnurinn voru áður í eigu hluta- félagsins Skipagata 9 hf. en bankinn keypti eignina á nauðungaruppboði af félaginu sl. sumar. Sigurður Sigurðsson hjá SS Byggi segir að fyrirhug- að sé að byggja fjögurra hæða verslunar-, skrifstofu- og íbúðahús ofan á grunninn, samkvæmt upphaflegum arkitektateikningum frá Arkitekta- stofunni Formi. Hann segir að framkvæmdir hefjist eftir rúman mánuð og að húsið verði fokhelt um áramót. Grunnflötur hússins er um 420 fermetrar og húsnæðið því alls um 1.700 fermetrar á fjórum hæðum. Sigurður segir að ráðgert sé að verslanir og skrifstofur verði á tveimur fyrstu hæðunum og íbúðir á 4. hæð og jafnvel einnig á 3. hæð. Umdeildasta lóð bæjarins Lóðin við Skipagötu 9 var á sín- um tíma ein umdeildasta lóðin á Akureyri og gekk mikið á er henni var úthlutað til Aðalgeirs Finnsson- ar hf. 6. mars árið 1991. Fimm aðilar sóttu um lóðina þegar hún var auglýst, þar á meðal SS Bygg- ir, en tveir drógu umsóknir sínar ti! baka. Við úthlutun lóðarinnar óskaði bygginganefnd eftir því við umsækjendur að þeir svöruðu því hvaða starfsemi yrði í húsinu, hvernig byggingin yrði fjármögnuð og hver yrði hönnuður. Vinnubrögð bygginganefndar gagnrýnd Ekki voru allir á eitt sáttir við spurningalista nefndarinnar og töldu hana fara út fyrir verksvið sitt. M.a. sendi Meistarafélag bygg- ingamanna bæjarfulltrúum bréf þar MA-STÚDENTAR! Hinn árlegi afmælisfagnaður MA-stúdenta verður haldinn í íþróttahöllinni á Akureyri 16. júní nk. og hefst samkoman með fordrykk í anddyri hallarinnar kl. 18.00. Miðaverð er kr. 4.000 en miðarnir verða seldir í anddyri hallarinnar 15. júní kl. 13-17 og 16. júní kl. 13-16. Góða skemmtun! Undirbúningsnefndin. sem fundið var að vinnubrögðum nefndarinnar við úthlutina. Eftir að búið var að steypa grunn og plötu fyrstu hæðar, var fram- kvæmdum hætt og hafa þær legið niðri síðustu ár, bæjarbúum sem leið eiga um miðbæinn til mikillar armæðu. Heimir Ingimarsson bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins var formaður bygginganefndar þegar lóðinni var úthlutað í mars árið 1991. Farið af stað án fyrirhyggju Heimir sagði í samtali við Morg- unblaðið 7. mars það ár að vissu- lega mætti segja að vinnubrögð nefndarinnar við úthlutun lóðar- innar væru varfærin, en hún teldi sig vera að gæta hagsmuna bæj- arbúa í þessu máli. Þess væru dæmi að farið hefði verið af stað með byggingar í miðbænum án fyrirhyggju og þær síðan lognast útaf, þannig að bæjarmyndin væri ansi skörðótt. Heimir sagði jafnframt að með varfærni við úthlutun væri verið að reyna að koma í veg fyrir að framkvæmdir stöðvuðust á miðjum MÁLVERKA- UPPBOD í SJALLANUM í KVÖLD KL. 21.00 Sýning uppboðsverka í dag kl. 12.00-18.00 ¥L • Listhúsið Þms BORG '■} 'X "'v f " S' " Morgunblaðið/Kristján SS BYGGIR hefur keypt lóð og grunn við Skipagötu 9 og hyggst reisa þar fjögurra hæða hús fyrir áramót. Byggingaframkvæmdir hafa legið niðri síðustu ár og lóðin verið girt af, bæjarbúum sem leið eiga um miðbæinn til mikillar armæðu. byggingartíma t.d. vegna fjárskorts en með því að kanna þau mál ítar- lega væri hægt að koma í veg fyr- ir það. Hann sagði umrædda lóð á viðkvæmum stað í hjarta bæjarins og því mikilsvert að vel tækist til, húsið myndi standa um langa fram- tíð og til þess væri fremur litið en til stundarhagsmuna byggingariðn- aðarins. Bygginganefnd út fyrir verksvið sitt Gísli Bragi Hjartarson bæjarfull- trúi Alþýðuflokks sagði í sama blaði árið 1991 að vinnubrögð bygginga- nefndar stjómuðust af forsjár- hyggju sem vart þekktist annars ÞESSA dagana er unnið af því hörðum höndum að fegra bæinn og klæða hann sumarbúningi. Starfsmenn Hita- og vatnsveitu Akureyrar láta ekki sitt eftir staðar. Kvað hann nefndina eiga að skoða sinn gang, hún hefði farið út fyrir verksvið sitt, m.a. er hún óskaði eftir því að vita fyrirfram hver yrði hönnuður hússins. „Það læðist að manni sá grunur að með þessum vinnubrögðum sé bygg- inganefnd að finna smugu til að veita einhveijum ákveðnum aðila lóðina," sagði Gísli Bragi. Eins og fram kemur hér að ofan gengu hugmyndir bygginganefndar ekki eftir og síðustu ár hefur verið girt utan um lóðina og allar fram- kvæmdir legið niðri. Með kaupum SS Byggir á lóðinni hillir nú undir að á henni verði risið hús á fjórum hæðum um næstu áramót. liggja og hann Hrafnkell Bryiý- arsson var að mála brunahana í hefðbundnum gulum og rauðum lit, er ljósmyndari Morgunblaðs- ins rakst á hann í Hafnarstrætinu. Tollgæslan Afengi fannst um borð TOLLGÆSLAN á Akureyri fann nokkurt magn af áfengi og bjór við tollskoðun og leit um borð í flutningaskipinu Blackbird, leiguskipi Sam- skipa. Skipið var að koma frá Hamborg í Þýskalandi til Akureyrar. Alls fundust 29 lítraflöskur af 75% sterku vodka og 315 lítrar af bjór um borð í skip- inu. Einn skipveija játaði að eiga varninginn, málið er að fullu upplýst og sektar- greiðsla hefur farið fram. Konur og heilbrigði RÁÐSTEFNA heilbrigðis- deildar Háskólans á Akureyri um ýmislegt sem tengist kon- um og heilbrigði þeirra frá margvíslegum sjónarhornum verður haldin í Oddfellowhús- inu á Akureyri dagana 18. og 19. júní næstkomandi. Meðal annars verða kynnt- ar nýjar rannsóknir s.s. um upplifun ungra kvenna af því að vera með lystarstol. Skráning á ráðstefnuna fer fram í Háskólanum á Akur- eyri og lýkur henni 14. júní næstkomandi, en ráðstefnan er öllum opin. Listmuna- uppboð í Sjallanum GALLERÍ Borg og Listhúsið Þing halda listmunauppboð í Sjallanum í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 13. júní, kl. 21. Boðin verða upp málverk eftir þekkta íslenska lista- menn og ekta handunnin persknesk teppi. Verkin verða sýnd í Sjallanum, Mánasal, í dag, fimmtudag, frá kl. 12 til 18. Brunahaninn málaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.