Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vinna við annan áfanga framkvæmda við Vesturlandveg í Artúnsbrekku á áætlun ! Brúarbyggingu á Sæbraut/ Reykjanesbraut var frestað Brú yfir Elliðaár er í byggingu Þessi akrein til vesturs niður Ártúns- brekku verður lokuð þar til brúin á Sæbraut/Reykjanesbraut verður opnuð r Artúnsbrekku Morgunblaðið/Kristinn BRÚ YFIR Elliðaár verður steypt í kvöld og nótt en hún er einn stærsti hluti annars áfanga við framkvæmdir á Vesturlands- vegi. A myndinni sjást verkamenn á fullu við undirbúning brúar- gerðar og umferðin á Vesturlandsvegi í baksýn. Þriðja akreinin lokuð í 2 ár í örvfirffisskyni VINNA við annan áfanga fram- kvæmda við Vesturlandsveg, breikk- un vegarins í Ártúnsbrekku og brú- argerð yfir Elliðaár, gengur sam- kvæmt verkáætlun að sögn Magnús Gunnarssonar hjá Vegagerð ríkisins. Brúin sem er 65 m löng og 18 m breið verður steypt í kvöld og nótt og af þeim sökum verður hluta Vest- urlandsvegar lokað frá kl. 19 í kvöld og fram til kl. 7:30 í fyrramálið. Að lokinni breikkun vegarins og byggingu brúar verður framvegis ekið á þremur akreinum í báðar átt- ir. Umferð verður hleypt á nýja veg- inn og brúna þann 1. september n.k. í næsta áfanga verksins verður byggð brú yfir Sæbraut og Reykja- nesbraut en með henni verður komin tenging við Miklubraut sem einnig hefur þrjár akreinar. Framkvæmd- um við þann áfanga hefur aftur á móti verið frestað, eins og kunnugt er, um eitt ár vegna niðurskurðar á framlögum til vegamála á Alþingi í vetur. Fyllsta öryggis gætt Magnús segir að í öryggisskyni verði þriðja akrein á vestari hluta nýbyggingar Vesturlandsvegar ekki tekin í notkun fyrr en framkvæmd- um við síðasta áfangann lýkur síðla árs 1998. Væri það gert til að tryggja samfellda umferð á tveimur Ukreinum alla leið inn á Miklubraut í stað þess að eiga á hættu að tappi myndaðist við það að akreinum fækki úr þremur í tvær á gömlu brúnni yfir Sæbraut. „Við teljum að með þessu móti verði fyllsta öryggis gætt. Þá má benda á það að í haust verður búið að stytta þá vegalengd í Ártúnsbrekkunni verulega þar sem ekkert vegrið er. Eftir stendur að- eins lítill bútur,“ sagði Magnús. Akreinin mun standa ónotuð í tvö ár og verður akbrautasteinum komið fyrir á akreininni til bráðabirgða svo að umferð fari ekki um hana. Frestuninni hefur verið harðlega mótmælt, meðal annars af þing- mönnum Reykjavíkur og borgar- stjórn, m.a. með þeim rökum að bráðabirgðaástand vegna frestunar framkvæmda yki á slysahættu. Magnús segir að Vegagerðin sé al- farið háð fjárveitingum frá Alþingi og á meðan ekki fáist meiri fjármun- ir stæði ákvörðun um frestun. Hann sagði að ekkert hefði verið því til fyrirstöðu að bjóða út síðasta áfangann um leið annar áfangi væri tilbúinn ef fjárveiting hefði verið óbreytt. Furða sig á frestun framkvæmda Morgunblaðið/Kristinn JÓN Pétur Zimsen og Guðmundur ÓIi Björgvinsson eiga oft leið um Vestur- landsveg og Artúnsbrekku. VEGFARENDUR sem eiga leið um Ártúnsbrekku á hveij- um degi og Morgunblaðið ræddi við í vikunni segjast mjög undrandi á því að fresta þurfi framkvæmdum við Vesturlandsveg. Þeir eru sammála um að framkvæmd- irnar séu löngu tímabærar en telja óviðunandi að búa við það bráðabirgðaástand sem myndast þar til framkvæmd- um lýkur með brúargerð yfir Sæbraut síðla árs 1998. Jón Pétur Zimsen og Guð- mundur Óli Björgvinsson, starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur, fara um svæðið á hveijum degi og segja um- ferðina oft mjög þunga, einkum milli kl. 16 og 18. „Við skiljum ekki hvers vegna fyrirhugað er að fresta breikkun Vesturlandsvegar. Það hlýtur að kosta meira að fresta framkvæmdunum en að halda áfram,“ segir Jón Pétur. Guðmundur Óli bendir á að Höfðabakkabrúin, fyrsti áfangi framkvæmda við Vesturlandsveg, hafi þegar bætt samgöngur um svæðið til muna. „Ég hef trú á því að heildarframkvæmdirnar séu hag- kvæmar og skili sér,“ segir hann. Af þeim sökum skilji hann ekki hvers vegna ekki er haldið áfram um leið og annar áfangi er tilbúinn. „Þetta eru ekki sparnaðaraðgerðir heldur tufærsla á fjármunum. Þeir sem standa að þessu spara ekki, þeir búa aðeins til falleg- ar áætlanir sem koma vel út í bókhaldi. Ég get ekki betur séð en hægt hefði verið að ljúka þessum framkvæmdum mun fyrr.“ Einar Ingi Sigurbergsson vélvirki kveðst ekki sjá ástæðu til að fresta framkvæmdum. Þvert á móti sé umferðin orðin það þung og hröð á mestu álagstímum að nauðsynlegt hefði verið að klára verkið. Stefán Harðarson bílstjóri er heldur ekki ánægður með frestunina. „Þeir hefðu ve! getað klárað þetta í stað þess að eyða peningunum, sem þeir segj- ast spara, í einhvetja vitleysu." Hann segir á hinn bóginn að framkvæmd- irnar bæti úr brýnni þörf og honum lítist vel á Vesturlandsveginn eins og hann verði að loknum öllum verk- þáttum. Þó mætti líða skemmri tími þar til vegfarendur geti keyrt um nýjan Vesturlandsveg. FORSETAKJÖR 1996 7/1 ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Breiðholt Fundur með Ólafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu í Ölduselsskóla kl. 20:30 í kvöld. Viðríeður. áuirj) og fyrirspurnir Allir velkomnir! Stuðnlngsfólk Ólafs Kagnars Grímssonar í Rnykjavfk. Sá gamli kvaddur NOKKRIR eldri kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur komu saman í gærmorgun til að kveðja gamla Korpúlfsstaða- völlinn, en níu nýjar brautir voru teknar í gagnið síðdegis. Þessar níu brautir eru hluti af nýja vellinum sem verið er að gera við Korpúlfsstaði. Með til- komu nýja vallarins getur GR aflétt þeim takmörkum sem verið hafa á Grafarholtsvellin- um í vor þannig að nú geta all- ir kylfingar leikið þar, þurfa sem sagt ekki að vera í GR til að komast að til að leika. Leikið golf í yfir sextíu ár Það er hálfur annar áratugur síðan farið var að leika golf á Korpúlfsstöðum og meðal þeirra sem kvöddu gamla völl- inn í góða veðrinu í gær voru þessir golffélagar um langt ára- bil, Hafsteinn Þorgilsson, til vinstri, og Jóhann Eyjólfsson, til hægri. Báðir eiga glæsilegan feril að baki í ótal golfmótum hér heima og erlendis. Jóhann er nú elstur golfleikara á land- inu, þ.e.a.s. hann á lengstan golfferil að baki. Hann var kornungur er klúbburinn var stofnaður 1934 og er meðal stofnenda hans. Jóhann spilar enn, 77 ára að aldri og er með ríflega 20 í forgjöf en var með 2 þegar best lét, en hann varð íslandsmeistari árið 1960. Hann náði fyrstur manna að fara holu í höggi á Öskjuhlíðarvelli GR árið 1957. Hafsteinn hefur orðið íslandsmeistari í tveimur íþróttagreinum, öldungaflokki í golfi fyrir áratug og á skíðum sem ungur maður. Hann er nú sjötugur og með 18 í forgjöf. Hann varð fyrstur til að fara holu í höggi á Grafarholtsvell- inum, gerði það árið 1965. KYLFINGAR kvöddu gærmorgun. Hér eru Korpúlfsstaðavöllinn í fallegu veðri í það Hafsteinn Þorgeirsson og Jóhann Eyjólfsson sem njóta fagurs umhverfis á milli högga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.