Morgunblaðið - 13.06.1996, Side 32

Morgunblaðið - 13.06.1996, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JAFNRETTI í ATYINNULÍFI OHÆTT er að fullyrða að með ráðningu Rannveigar Rist sem forstjóra álversins í Straumsvík er stigið eitt stærsta skref í átt til jafnréttis í íslenzku atvinnulífi, ef ekki hið stærsta, sem um getur. íslenska álfélagið hf. er stórfyrirtæki á íslenskan mæli- kvarða, stærsta iðnfyrirtæki landsins, með yfir 400 starfs- menn. ÍSAL velti á liðnu ári um 12 milljörðum króna og fram- leiddi yfir 100 þúsund tonn af áli. í tillögu dr. Christian Roth til stjórnar Alusuisse-Lonza um ráðningu Rannveigar Rist felst mikið traust á þessari ungu, vel menntuðu konu. Stjórn Svissneska álfélagsins sýnir fráfar- andi forstjóra, sem og verðandi forstjóra, sömuleiðis mikið traust, með því að samþykkja tillögu hans. Roth segir m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær: „Rann- veig hefur sýnt það í störfum sínum hjá fyrirtækinu að hún ræður vel við þetta verkefni. Það er óvenjulegt að kona gegni svo hárri stöðu hjá fyrirtækjum Alusuisse-Lonza, en ég legg áherslu á að þessi ráðning hafði ekkert með kynferði að gera. Við ráðningu Rannveigar var horft til hæfileika hennar sem leiðtoga, skipuleggjanda og aldurs.“ Menntunar- og starfsferill Rannveigar Rist er bæði óvenju- legur og glæsilegur og sterk vísbending um réttmæti orða Roth. Rannveig Rist lærði til vélstjóra að loknu stúdentsprófi og lauk síðar sveinsprófi í vélvirkjun. Að því búnu lærði hún vélaverkfræði við Háskóla íslands og lauk BS námi þaðan 1987. Hún lauk síðan MBA-prófi frá Háskólanum í San Frans- isco 1989. Rannveig Rist hefur starfað sem vélvirki, vélstjóri, á sjó og landi, auk þess sem hún hefur lagt stund á kennslu við Háskóla íslands og Tækniskóla íslands. Hún hóf störf hjá ÍSAL árið 1990 og hefur undanfarið verið deildarstjóri yfir steypuskála fyrirtækisins. Það er fagnaðarefni, að ung og hæfileikarík kona eins og Rannveig Rist, er valin til svo ábyrgðarmikils starfs. Það for- dæmi, sem hún hefur sýnt á áreiðanlega eftir að verða öðrum ungum og vel menntuðum konum hvatning til dáða á vett- vangi atvinnulífsins. Stjórnendur íslenzkra atvinnufyrirtækja mættu líka fylgja í fótspor Svisslendinga í þessum efnum. Morgunblaðið óskar Rannveigu Rist allrar velgengni í störfum hennar og fyrirtækinu og stjórn þess til hamingju með valið. UNDIRSTÖÐUR VELFERÐAR RÁÐSTEFNAN um framtíð norræna velferðarkerfisins hefur vakið verðskuldaða athygli. Kerfið stendur á kross- götum, einkum af þremur ástæðum: 1) Fyrirsjáanlegt er að fólki á eftirlaunaaldri fjölgar hlutfallslega mun hraðar en fólki á vinnualdri. 2) Atvinnuleysi tekur til sín vaxandi hluta af „ráðstöfunarfé" velferðarkerfisins. 3) Of háir skattar eru ein af meginorsökum atvinnuleysisins. Lauhatengd gjöld eru víða það há að þau eru hemill á eðlilegan vöxt og viðgang fyrirtækja. Það virðist hvorki hægt að fjármagna vaxandi kerfiskostnað með hækkun skatta né lántökum, enda opinber skuldsetning ærin. Þannig segir Ole Norrback, formaður ráðherranefndar Norðurlandanna, í setningarræðu ráðstefnunnar: „Til þess að bjarga velferðarkerfinu verðum við að stuðla að því að störf- um fjölgi, en til þess að það sé mögulegt verður skattaáþján að minnka, sem merkir að draga verður úr útgjöldum til vel- ferðarmála“, það er hagræða verður og jafnvel forgangsraða á þeim vettvangi. Félagsleg útgjöld hvers konar, almannatryggingar, heil- brigðiskerfi, öldrunarþjónusta o.s.frv., sækja alfarið kostnað- arlega undirstöðu sína til þeirra verðmæta sem til verða í atvinnulífinu og þjóðarbúskapnum. Sama gildir raunar um laun okkar og lífskjör. Mergurinn málsins og sameiginlegt hagsmunamál allra er, að atvinnulíf þjóðarinnar sé samkeppn- ishæft á hverri tíð, skili þeim þjóðartekjum, sem rísi undir velferð, og síðast en ekki sízt, mæti atvinnuþörfinni. Ástæða er til að taka undir með íranum Pádraig Flynn, sem fer með velferðarmál innan framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandins: „Færa þarf félagslega öryggiskerfið í nútíma- legra horf. Móta þarf skilvirkari atvinnustefnu, þar sem áherzla er lögð á fjárfestingar og lága vexti. Leggja þarf ríka áhrzlu á að fjárfesta í menntun og endurmenntun... Þetta verður óhemju dýrt, en Evrópuríkin hafa ekki efni á að sleppa slíkum fjárfestingum.“ Kostnaður við viðgerð Skarðsbókar Postulasag SKARÐSBÓK Postulasagna er ein þjóðargersema sem varðveittar eru á Stofnun Árna Magnússonar, en ís- lensku bankarnir festu kaup á henni árið 1965. Yfir 30 milljónir á núvirði Gervilímið veldur skemmdum Kostnaður við viðgerð er áætlað- ur um þijár milljónir króna og hefur verið farið þess á leit við íslenskar bankastofnanir að þær sameinist um að greiða kostnaðinn við verkið. Er sú beiðni nú í athugun hjá for- ráðamönnum þeirra, að sögn Sigur- geirs Steingrímssonar aðstoðarfor- stöðumanns Árnastofnunar, en þess má geta að bókin var á sínum tíma keypt fyrir fé sem íslenskir bankar létu af hendi rakna. Sigurgeir segir að viðgerðin sé stærsta verkefni af þessu tagi sem stofnunin hafi ráðist í. Á árunum 1992-3 voru Konungsbók Eddu- kvæða og Skarðsbók Jónsbókar bundnar inn en það var ekki eins vandasamt verk og fyrir liggur vegna Skarðsbókar. Sérfræðingar Cambridge-háskóla í viðgerð á mið- aldahandritum komu að viðgerð fyrrnefndu handritanna. Sigurgeir segir að þegar bókin var keypt á uppboði hjá Sotheby’s í London á sínum tíma fyrir 35 þúsund pund, hafi hún þarfnast viðgerðar. Fram- reiknað miðað við byggingavísitölu er verð bókarinnar ríflega 30 millj- ónir króna á núvirði. Skarðsbók postulasagna er vand- að handrit og myndskreytt frá þriðja fjórðungi 14. aldar. Bókin var frá upphafi geymd á Skarði á Skarðsströnd, en snemma á síðustu öld komst hún í eigu bresks manns. Sundurrotin í kjölinn „Þegar bókin kom til Bretlands hefur hún að öllum líkindum verið sundurrotin í kjölinn, þannig að hvert einasta blað var laust. Það er að vísu óljóst hvort svo illa var komið fyrir henni á seinni hluta 19. aldar eða skemmdirnar hafa ágerst eftir að hún kom þangað. Breskur eigandi hennar hefur einhvern tímann á öldinni sem leið látið sauma blöðin á svo kölluð móttök, til að gera úr henni bók sem hægt væri að fletta. Þá voru teknar skinnreimar, jafnmargar og blöðin í bókinni eru, og þær saumaðar á jaðar hvers einasta blaðs til að hægt væri að binda bókina inn. Mörg blaðanna voru orðin það rotin að nota þurfti ytri spássíuna, þ.e. blaðinu var snúið við og bakhliðin sneri út. Þannig frágengin var bók- in þegar íslendingar keyptu hana,“ segir Sigurgeir. Áður en Skarðsbók var send heim var ákveðið að gera við hana og fenginn til þess breskur sérfræðing- ur, forvörðurinn Roger Powell, sem var talinn einna hæfastur manna til verksins á þeim tíma sökum reynslu í viðgerðum á skinnhandrit- um. Verkið var unnið í vinnustofu hans í Froxfield í Hampshire. Pow- ell lést árið 1990 í hárri elli. „Á verkstæði hans í Englandi var gert þannig við bókina að samskon- ar móttök voru útbúin, eins konar falskur kjölur, þannig að hægt væri að festa blöðin. Þeim var snúið rétt en í stað þess að sauma blöðin á móttökin, sem var vitaskuld erfitt með þau blöð þar sem spássían var nánast horfin, voru þau límd á skinnið. Einnig þurfti að gera við sum götin á síðunum og styrkja þau með bótum, og voru bæði bætur og blöð fest á móttökin með lími.“ „Þannig stóð á í framförum tækninnar á þessum tíma að menn voru sem óðast að kasta frá sér gömlum og góðum gildum við svona verk og taka upp nýrri, þar á með- al ný efni og var ákveðið að nota nokkurs konar plastlím við viðgerð- ina í stað náttúrulegs efnis á borð við hveitilím eða lím gert úr skinni. Það sem gerist síðan og veldur því að gera þarf við Skarðsbók nú, er SKARÐSBÓK Postulasagna var keypt árið 1965 fyrir fé sem ís- lenskir bankar létu af hendi rakna til að tryggja kaupin. SIGURGEIR Steingrímsson aðstoðarforstöðumaður Árnastofnunar seg sem stofnunin varðveitir en Skarðsbók Postu Leitað til banka um stuðning Skarðsbók Postulasagna verður_ send utan í haust til gagngerrar viðgerðar og er talið að kostnaður við verkið nemi um þremur milljónum króna. að gervilímið hefur lekið útfyrir jaðrana á bæði bótunum og móttök- unum með þeim afleiðingum að blöðin klessast saman og erfitt er að fletta þeim, auk þess sem skinn- ið hefur orðið gagnsætt undir lím- inu. Eftir því sem við fáum best séð hefur enginn skaði orðið á texta enn sem komið er, en þetta ferli heldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.