Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1996 25 ERLENT Sljórn Görans Perssons í Svíþjóð Atvinnuskapandi aðgerðir kynntar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Gagnrýna Iraka BRETAR og Bandaríkjamenn hafa lagt fram drög að ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna þar sem írakar eru for- dæmdir fyrir að hindra eftirlitsmenn SÞ í að kanna hern- aðarbæki- stöðvar í samræmi við vopnahlés- samninga. Tareq Aziz, aðstoðarfor- sætisráðherra Iraka, hefur sagt að eftirlitsmennirnir muni ekki fá að kanna staði sem taldir séu skipta sköpum fyrir öryggi og sjálfstæði landsins. Fyrir skömmu var ákveðið að slaka á viðskiptabanninu gegn írak og leyfa ríkinu að flytja út nokkurt magn af olíu til að afla fjár til matvælakaupa. 21 fórst er hús hrundi ÍBÚÐARHÚS hrundi í borginni Hyderabad í Pakistan í gær og var talið að 21 hefði farist og 25 slasast. Slysið varð um fimmleytið að morgni og voru fórnarlömbin flest konur og börn; karlar sváfu margir á götunni vegna mikilla sumar- hita. Um 150 manns bjuggu í húsinu. Flestir deyja úr alnæmi ALNÆMI er orðið algengasta dánarorsökin meðal ungra og miðaldra karlmanna í Kaup- mannahöfn. Einn af hveijum íjórum deyr úr alnæmi, að því er segir í tímariti danskra lækna. Fram kemur að ástand þessara mála í Kaupmannahöfn er nú orðið líkt því sem verst gerist í bandarískum borgum. Þrír teknir fyrir njósnir ÍRANIR greindu frá því á þriðjudag að þeir hefðu hand- tekið þijá menn fyrir „hernað- arnjósnir“ á vegum bandarísku leyniþjónustunnar (CIA). Út- varp í Teheran hafði þetta eftir yfirmanni íranska herdómstóls- ins. Sagði hann að mennirnir kæmu fyrir rétt innan tíðar, meðal annars ákærðir fyrir að hafa haft samband við ónefnt, erlent sendiráð. 600 þúsund deyja af barnsförum EIN af hveijum fjórum konum í þróunarlöndunum deyr eða hlýtur varanlegan skaða af barnsförum, að því er fram kemur í skýrslu sem Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur birt. Fram kemur, að á hveiju ári látist allt að 600 þúsund konur af ástæðum sem rekja megi til barnsburðar eða barnsfæðinga. Er þetta um 20% hærri tíðni en áður hefur verið áætlað. í skýrslunni er hvatt til tafar- lausra aðgerða svo vekja megi heimsbyggðina til meðvitundar um þennan vanda. GORAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti á þriðjudag nýjar ráðstafanir til að auka atvinnu og draga úr atvinnuleysi, en stjórn hans stefnir að því að það fari úr 8 í 4 prósent árið 2000. Dregið verð- ur úr umsvifum ríkiskerfisins sem hefur umsjón með atvinnumiðlun og henni verður sinnt í bæjarfélögunum. Skattabreytingar eiga að létta skattbyrði lítilla fyrirtækja, breyt- ingar verða á at- vinnuleysisbótum og menntunartækifæri verða auk- in. Tillögurnar hafa verið unnar í samráði við Miðflokkinn, sem þar með tengist stjórninni nánar en áður. Alþýðusambandið sænska hefur ekki verið haft með í ráðum og þaðan heyrast gagnrýnisradd- ir. Hjá samtökum atvinnurekenda er bent á að hér sé horfið til tveggja áratuga gamalla hug- mynda, því þó dregið sé úr ríkis- umsvifum, séu umsvif bæjarfé- laga aukin. Arbetsmarknadsstyrelsen, sem er ríkisstofnun er hefur yfirumsjón með atvinnumiðlun um allt land, verður skorin niður um helming, eins og þegar var ákveðið, en þess í stað verða umsvif bæjarfélaganna á þessu sviði aukin til að draga úr miðstýringu. Um leið verður bætt við störfum í bæjarfélögunum og því eiga atvinnuleysingjar eldri en 55 ára að njóta góðs af, en fjöru- tíu þúsund þeirra eiga að fá vinnu í bæjarfélögunum. Boðið verður upp á aukin mennt- unartækifæri og nám á bótum, en um leið verða hertar kröfur til að bætur fáist úr atvinnuleysissjóð- um, svo ungt fólk fái sér annað- hvort vinnu eða fari í nám, líkt og gert hefur verið í Danmörku. Til að auka atvinnu og bæta umhverfi stendur til boða að greidd verði 15-30 prósent kostnaðar vegna umhverfisbætandi aðgerða, eink- um hvað varðar skólplagnir. Á stærri mælikvarða verður fé veitt til samvinnu við Eystrasaltslöndin og umhverfisbætandi aðgerða þar, en enn er óljóst hvernig því verður háttað. Til að auka eftirspurn eftir bílum verða skattar á nýjum bílum lækk- aðir, en jafnframt hækkar þunga- skattur. Stimpilgjöld verða lækkuð til að örva fasteignamarkáðinn. Tóbaksskattur verður hækkaður um 15 prósent. Atvinnurekenda- skattur verður lækkaður að vissu marki og kemur það einkum litlum fyrirtækjum til góða. Miðflokkurinn meðábyrgur Hið síðastnefnda hefur verið hjartansmál Miðflokksins og lýsti formaður hans Olof Johannsson ánægju með tillögurnar. Hingað til hefur flokkurinn aðeins stutt stjórn jafnaðarmanna, en var nú hafður með í ráðum, svo flokkurinn er einnig meðábyrgur. Gagnrýnisraddir heyrast bæði frá samtökum atvinnurekenda og frá Alþýðusambandinu, þar sem menn eiga því að venjast að stjórn jafnaðarmanna hafi þá með í ráð- um. í þingflokknum hefur einnig verið nokkur ólga vegna ráðstafan- anna, því hann telur sig ekki hafa haft nægilega mikið um þær að segja. Persson forsætisráðherra heldur fast við að annað sé ekki að gera í stöðunni og að allir finni eitthvað við sitt hæfi í ráðstöfunun- um. Nýja Sjáland Mega sofa í stjórnklef- anum Auckland. Reuter. FLUGMÖNNUM hjá Flugfélagi Nýja Sjálands hefur verið veitt leyfi til þess að leggja sig í stjórn- klefanum þegar þeir fljúga milli- landaflug, að því er fram kemur í blaðinu New Zealand Herald. Á minnisblaði frá yfirmönnum félagsins til starfsfólks þess segir, að betra sé að „einn flugmaður sé sofandi þegar lítið er að gera í stjórnklefanum heldur en að tveir, eða allir séu sofandi." Þá segir að hjá öllum flugfélög- um gerist það stöku sinnum, án þess nokkuð eftirlit sé haft með því, að flugmenn fái sér blund í stjórnklefanum. Flugfélag Nýja Sjálands vilji fremur veita leyfi til slíks og að það verði þá gert und- ir eftirliti. Flugmönnum verður heimilt að sofa í hálfa klukkustund á leiðum til áfangastaða sem eru fjarlægari en Ástralía, eða um þriggja stunda flug. Ætíð skuli að minnsta kosti einn flugmaður vera vakandi. Stéttarfélag flugmanna hefur látið í ljósi áhyggjur af hættu sem af þessu kunni að stafa. Bendir formaður þess á, að það taki mann nokkurn tíma að vakna til fulls. í hugmynd flugfélagsmanna er gert ráð fyrir að mönnum gef- ist fimmtán mínútur til þess að vakna vel. Aziz Göran Persson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.