Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI INNLENT FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1996 49 I AÐALSTEINN SIGURÐSSON í dag verður Aðal- steinn Sigurðsson, mag. scient., fiski- í fræðingur, góðkunn- í ingi og samstarfs- j maður til margra ára, * áttræður. Fæddur 1916 kemst hann til manns á kreppuárun- um og sest á skóla- bekk með sér mun yngri nemendum og hóf langskólanám sem hann lauk við | Kaupmannahafnar- ; háskóla 1954. Það var ekki svo sjálfsagður hlutur að * fara í langt háskólanám fyrir hálfri öld. Þá var ekki einu sinni LÍN kominn til sögunnar. Eins og námi var háttað á þeim árum, hlaut Aðalsteinn mjög al- hliða og staðgóða grundvallar- menntun í náttúrufræðum, og er þekking hans í dýrafræði (en þann . þátt þekki ég best hjá honum) bæði víðfeðm og traust enda hef- ' ir hann fengist við margt í þeim I fræðum um dagana. Aðalsteinn hóf störf hjá Fiski- deild atvinnudeildar Háskólans, síðar Hafrannsóknastofnun, strax að námi loknu. Reyndar hafði hann starfað þar áður í sumar- leyfum og safnað þá m.a. um- fangsmiklum gögnum um lúðu, en um þann fisk skrifaði hann merka ritgerð til magistersprófs. 1 Á Hafrannsóknastofnun annaðist | Aðalsteinn fyrst og fremst grál- úðu- og skarkolarannsóknir. Ekki ætla ég að tíunda störf hans á því sviði, en hann var frumkvöð- ull víðtækra rannsókna á grálúðu og lagði þar grunn að vitneskju sem nú er byggt á og oft er vitn- að til á erlendum vettvangi. Rit- aði Aðalsteinn margar greinar um grálúðu og skarkola, bæði á ís- lensku og á erlendum málum. Aðalsteinn var einn í framvarðar- sveitinni í uppbyggingu víðtækra fiskirannsókna hér á landi undir öruggri forystu dr. Árna Friðriks- sonar. Þurfti því víða að taka til hendinni og lagði Aðalsteinn þar gjörva hönd á plóginn. Nægir þar að nefna rækju og aðra hrygg- leysingja, en það er flokkur sjáv- arbúa, sem Aðalsteinn hefur mik- inn áhuga á. Það var því engin tiiviljun, að hann sýndi Surtseyj- arrannsóknum mikinn áhuga og er hann sá starfsmaður Hafrann- sóknastofnunar, sem mest kom þar við sögu. Hann hefur unnið af ótrú- legri elju að þessu verkefni í frítíma sín- um. Og fyrir skömmu var hann ennþá að! Reyndar var það ekki ætlun mín að rekja hér starfsferil Aðalsteins, starfsfer- il, sem mjög ber merki brautryðjand- ans á mörgum svið- um. Aðalsteinn er hógvær maður og tranar sér lítt fram. Þó hygg ég að flestir a.m.k. eldri samstarfsmanna hans hafi vitað að hann er hagmæltur vel. Ann- ars held ég, að hann hafi ekki flaggað mikið þessum hæfileika sínum. Aðalsteinn er ákaflega vandvirkur maður og lætur sér annt um það sem honum er trúað fyrir. Hann var sérlega góður samstarfsmaður, sem gott var að leita til og hægt var að treysta í hvívetna. Meðal þess sem við hjónin met- um svo mikils í fari Aðalsteins er trygglyndið, traustið, og trú- mennskan og viljinn til að vera öðrum til aðstoðar. Og eitt er víst, að þeim sem beint var til hans í þjálfun, t.d. í aldursgreiningu, var ekki í kot vísað. Það leiddi af sjálfu sér, að slíkum mannkosta manni voru falin ýmis trúnaðar- störf, ekki aðeins fyrir samtök náttúrufræðinga heldur og ekki síður utan fagvettvangs. Hann var, ef mig misminnir ekki, fyrsti formaður Félags íslenskra nátt- úrufræðinga og átti sæti í stjórn Bandalags háskólamanna á fyrstu árum þess. En hann átti einnig sæti í ýmsum nefndum og stjórn- um annarra félaga. En það er ávallt sama sagan, hvort heldur er í fagfélagi, nefnd á vegum sveitarfélagsins eða Rótarý, alls staðar starfar hann af alúð og ósérhlífni og gerir það sem gera þarf. Aðalsteinn á sér við hlið betri en engan þar sem er kona hans Ástrún Valdimarsdóttir, kennari, traust og gestrisin eins og hann. Ég veit að þau hjónin eru í stór- reisu þennan dag. En samt sem áður vil ég ekki láta hjá líða að færa Aðalsteini og Ástrúnu inni- legustu árnaðaróskir okkar Vil- helmínu á þessum degi. Jakob Magnússon. Fékk ferð á sumar- leikana í Atlanta VISA International er einn af aðal- styrktaraðilum alþjóða Ólympíu- leikanna og hefur svo verið mörg undanfarin ár. Visa ísland er á sama hátt stuðningsaðili þátttöku íslands í leikunum og styrkir bæði starf Ólympíunefndar íslands svo og einstaka keppendur sem miklar vonir eru bundnar við. Með Alefli, alhliða styrktar- og þjónustukerfi Visa er korthöfum gert kleift að styðja íþróttahreyf- inguna, einstök félög eða deildir svo og öll önnur góð málefni. Korthafi ákveður upphæð og greiðslufyrir- komulag og kerfið sér um sjálfvirka skuldfærslu á kortreikning hans í samræmi við það. Visa ísland ákvað að í hvatning- arskyni yrði á þessu vori dreginn út veglegur vinningur úr nöfnum þeirra sem styrkja íþróttir með framlögum í gegnum Álefli. Dregið var þann 30. apríl sl. og upp kom nafn Héðins Eyjólfssonar en hann er stuðningsaðili Knatt- ÞÓRÐUR Jónsson afhenti Héðni Eyjólfssyni vinninginn. spyrnudeildar ÍR og hlýtur vinning- inn, sem er ferð fyrir tvo á Ólympíu- leikana í Atlanta ásamt aðgöngum- iðum að íþróttaviðburðum þar dag- ana 27.-31. júlí í sumar. auglýsingar Umræðufundur í kvöld kl. 20 á Holtavegi. Miðbærinn - byrði eða kall fyrir KFUM og KFUK? Framsögur og umræður. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Helgarferðir á næstunni: 14.-16. júní Breiðafjarðareyjar - Flatey. Brottför kl. 19.00. Göngu- og skoðunarferð. Gist í svefnpokaplássi. 14., 16. eða 17. júní Þórsmörk - Langidalur. Góð gisting í Skagfjörðsskála. Gönguferðir við allra hæfi. Einnig tilvalið að dveljast frá helginni og fram til miðvikudags 19. júní. Auk tjald- stæða í Langadal minnum við á bætta aðstöðu í fallegum dal- verpum innar i Þórsmörkinni í Litla-Stóraenda, en þar hefur aðstaða fyrir tjaldgesti verið stórlega bætt. Tilboðsverð í Þórsmörk og á Fimmvörðuháls (næturganga um sumarsólstöð- ur 21.-23. júní). 14.-16. júní Laugar - Hrafn- tinnusker. Næturganga í Hrafn- tinnusker. Brottför kl. 19.00. 14.-17. júní Öræfajökull - Skaftafell. I þessari ferð verður hægt að velja á milli göngu um Virkisjökulsleið og nýjungar sem er styttri skíðagönguferð um Hnappaleið á Hvannadalshnúk i samvinnu við heimamenn í Ör- æfasveit. Ennfremur verður far- in stórskemmtileg ferð í Ingólfs- höfða. 14.-17. júní Þúfnavellir - Trölli - Gönguskörð. Ný gönguferð í Skagafirði. Gist í húsum. Sumarleyfisferðir: Sólstöðuferð á Strandir 19.-23. júní. Gist í Norðurfjarðarhúsi F.í. Austast á Austfjörðum 25.-30. júní. Hellisfjörður, Viðfjörður, Barðsnes. Vestfirsku alparnir 28/6-1/7. Haukadalur - Lokinhamradalur - Svalvogar. Vestfjarðastiklur 29/6-4/7. Öku- og skoðunarferð. Farið á Látrabjarg og í Gunnarsvík. „Laugavegsferðir" hefjast 29/6. 5 og 6 dagar. Undirbún- ingsfundir alla mánudaga fyrir brottför ferðanna. Spennandi aukakferð um „Laugaveginn" utan stikuðu gönguleiðarinnar, 26.-31. júlí. Ný og glæsileg árbók 1996, sem nefnist „Ofan Hreppa- fjalla", er komin út og er hún innifalin i árgjaldi kr. 3.300. Munið sólstöðugöngur 21.-23. júnf. Brottför föstud. kl. 19.00: a. Næturganga yfir Fimmvörðu- háls. b. Næturganga með Eyja- fjöllum. c. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. Fjölskylduhelgi í Þórsmörk 28.-30. júní. Ævintýraferð fyrir alla aldurshópa. Sjálfboðavinna: Sjálfboðaliða vantar í vinnu í sambandi við stækkun göngu- skálanna með Jóni Sigurðssyni laugardaginn 14. júní á Stór- höfða 18. Mætið á staðinn á laugardagsmorguninn. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Ferðafélag islands. Skyggnilýsingar og hlutskyggni Lára Halla Snæfells, miðill, heldur skyggni- lýsingu og Skúli Lórenz, miðill, verður með hlut- skyggni í kvöld kl. 20.30 f Dugguvogi 12 (græna húsið á horni Dugguvogs og Sæbrautar). Aðgöngumiðar seldir við inn- ganginn. Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Dulheimár. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Lofgjörðarsamkoma í kvöld kl. 20.30. Miriam Óskarsdóttir stjórnar. Elsabet Daníelsdóttir talar. Allir hjartanlega velkomnir. Dagsferð laugardaginn 15. júní kl. 10.30: Nytjaferð, 3. ferð; veiðiferð. Dagsferð sunnudaginn 16. júnf kl. 10.30: Fteykjavegurinn, 4. áfangi; Djúpavatn-Kaldársel. Helgarferð 15.-17. júní kl. 08.00: Þjóðhátíð í Básum. Mörkin er orðin iðandi græn og tjaldstæðin eru opin. Verö 5.600/4.900 í skála, en 4.900/4.300 í tjaldgistingu. Ath.: Ferðir í Bása alla daga vikunnar - lækkað verð frá fyrri árum. Helgarferðir 14.-17. júní 1. kl. 20.00: Skaftafell og Ör- æfasveit - stórkostlegar göngu- ferðir um þjóðgarðinn og ná- grenni. 2. kl. 20.00: Öræfajökull - gengið og skíðað upp á Hvanna- dalshnúk. 3. kl. 20.00: Landbrot - Álfta- ver - léttar göngur og skemmti- legar um Meðalland, Álftavers- gíga og Grenilæk. Unglingadeild ath.: Fundur 13. júní kl. 19.00 á skrif- stofu, Hallveigarstíg 1. Netslóð: http://www.centrum.is/utivist Útivist. LOKAUTKALL Wí Jswt . -BgE , Aðeins 11 sæti uP iplýsingar ekki gefnar í síma! Portúgal 1 A • / ' 9. uni 1 eina eða þrjár vikur Fylgist me6 LOKAUTKALLI URVALS-UTSYNAR Ferð ó -kjörum er einungis haegt að staðfesta með fullnaðargreiðsiu við pöntun. ÍiTTTTúnTrm óskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að ráðstafa á hvaða gististöðum farþegar munu dvelja. Aðeins góðir gististaðir koma til greina. Upplýsingar um 11*] IfiVnTfiiH eru ekki gefnar í síma heldur einungis á söluskrifstofum ÚRVALS-ÚTSÝNAR og hjá umboðsmönnum. ífÚ (iRVftL-IÍTSÝN CDQATW^ Lágmúla 4. í Hafttarfirði, í Keflavik, á Akureyri, á Selfossi - ofi bjá umboðsmönnum um land alll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.