Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1996 45 INGVAR AGNARSSON + Ingvar Ag-narsson fæddist í Stóru-Ávík í Árneshreppi á Ströndum 8. júní 1914. Hann lést á Landakotsspítala í Reykjavík 23. maí síðastliðinn og fór útförin fram frá Foss- vogskirkju 5. júní. „Góður vinur gulli betri.“ Þetta sígilda spakmæli geri ég nú að yfir- skrift fátæklegra minningarorða er ég kveð hinstu kveðju heiðursmann- inn Ingvar Agnarsson er lést 23. maí sl. Fyrir tæpum þremur áratugum urðu eiginmaður minn og ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þeim sæmdarhjónum Ingvari og konu hans, Aðalheiði Tómasdóttur, og öðlast vináttu þeirra. Margar dýr- mætar perlur eru geymdar í sjóði minninga frá samverustundum okk- ar á liðnum árum. Hátíð var í ranni hvert skipti sem þau hjónin sóttu okkur heim. Þá var oft farið að þeirra frumkvæði í skoðunarferðir um ijölskrúðugar söguslóðir Reykjanesskagans og þess notið ríkulega. Á fallegu heimili þeirra hjóna áttum við einnig margar hugljúfar samverustundir þar sem gestrisni og góðvild sátu í öndvegi. í þeim heimsóknum buðu þau okkur meðal annars í ökuferðir og sýndu okkur ýmsa merka staði, s.s. Árbæjarsafn, Bessastaði, listasöfn þjóðkunnra íslendinga og margt fleira sem er mér ógleymanlegt. Ingvar var íjölgáfaður listamað- ur. Ljóðagerð lék honum á tungu og sköpun fagurra myndverka í hans höndum. Hann kunni að mæla á tungu margra þjóða og var einn- ig víðlesinn og fróður: Vor eitt málaði hann utan á hús mitt mynd af æskustöðvum mínum norður við Húnaflóa, fagurt lista- verk sem var ekki einungis mitt HELGA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR + Helga Krlstín Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 18. desember 1955. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 30. maí síðastliðinn og fór útförin fram frá Hallgríms- kirkju 6. júní. í dag minnist ég systur minnar, Helgu Kristínar Jónsdóttur, sem varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Við svona at- vik eru svo margar minningar, sem koma upp í hugann og myndir sem verða ljóslifandi í minningunni. Bros- ið hennar blíða og milda með glettnis- glampa í augum, styrkurinn og skap- festan, sem streymdu út frá Helgu og ástin ótakmörkuð. í dag finnum við fyrir lífsstarfí hennar og þeim áhrifum, sem það hafði á lífshlaup þeirra sem hún lifði og starfaði með, ekki síst á dæturnar hennar ungu og yndis- legu, þær Lísu okkar og Lindu. Allir þeir góðu eiginleikar er Helga hafði til að bera eru endurbomir í dætrunum hennar. Ástúð hennar og umhyggja fyrir fjöl- skyldu sinni var skilyrð- islaus, hrein og bein og alltaf til staðar. Elsku systir, þú barð- ist hetjulegri baráttu við banvænan sjukdóm og gafst aldrei upp. Einnig það er greypt í minn- ingu okkar. Við sjáumst síðar, kæra systir, en þangað til sé ég þig í sólskini drauma minna. Með ástarveðju, elsku systir mín, og hafðu þökk fyrir allt sem þú varst mér og mínum. Minningin lifir þótt lífi Ijúki. Þín systir, Hulda. CLINIQUE Bónus dagar í versluninni Söru dagana 13.-20. júní CLINIQUE /'"'Í Snyrtivöruverslunin Bankastræti 8, síiní 5513140 augnayndi heldur einnig margra vegfarenda sem áttu leið hjá og ýmsir festu það á filmu og höfðu með sér á braut. Já, það er margs að minnast og mikið að þakka. Hér að lokum: ÞORVALDUR ÞORKELSSON Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Blessuð sé minning Ingvars Agn- arssonar. Elsku Aðalheiður mín, Sigurður, Ágústa og íjölskylda, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Algóður guð blessi ykkur öll og styrki á sorgar- stund og um framtíð alla; Ingibjörg Sigurðardóttir. Vöktu fyrrum hjá vöggu þinni himins heilladísir, lögðu þér í lófa ljúfar gjafir og skópu örlög ævi. Lögðu þér í lófa ljúfar gjafir dísir hulins heima: Ljóðstafi á varir, líknstafi á tungu, fljóta hönd til hjálpar, ástúð í augu, eld í hjarta, styrk og mildi í muna, samúð í sál og sólarbirtu, dáð í dagsins önnum. Bind ég blómsveig bestu óska völdum dreng og vini. Hjartans þakkir: Heillir allar varði þinn veg og greiði. Ólöf J. Jónsdóttir. + Þorvaldur Þor- kelsson var fæddur á Rauðanesi á Mýrum 10. janúar 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 3. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorkell Þor- valdsson frá Litlabæ á Mýrum og Ing- veldur Guðmunds- dóttir frá Ferju- bakka. Systkin Þor- valds voru sex tals- ins og tvö hálfsystk- in. Ein systir hans er á lífi, Jórunn, f. 1. okt. 1913, búsett í Reykjavík. 29. desember 1947 kvæntist Þorvaldur Sigríði Ingólfsdóttur, frá Grænanesi í Norðfirði, f. 23. júní 1912, d. 4. júlí 1991. Bjuggu þau að Lundi í Þverárhlíð í Borgarfirði og síðar að Presthúsabraut 22 á Akranesi. Börn þeirra eru: 1) Torf- hildur, f. 11. júlí 1942, d. 4. des. 1993, maki Ragnar Guð- mundsson, búsettur í Vestmannaeyjum, eiga þau fjögur börn. 2) Arndís, f. 24. apríl 1945, maki Sæbjörn Eggerts- son, búsett á Egils- stöðum, eiga þau fjögur börn. 3) Val- borg, f. 6. maí 1947, maki Hörður Ósk- arsson, búsett á Akranesi, eiga þau fjögur börn. Barnabarna- börnin eru 14 talsins. Utför Þorvalds verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Hjá mætum manni er nú ævin öll og er kominn til efri heima, til konu sinnar Siggu og Tollu dóttur sinnar. Langar mig með fáum orðum að minnast Valda gamla, afa Valda mannsins míns, sem ólst upp að hluta hjá honum og ömmu sinni á Presthúsabrautinni. Þegar við Valdi yngri vorum að rugla okkar reytum saman, bjuggum við úti á landi og hafði ég þá ekki verið kynnt formlega fyrir fjölskyld- unni. Þegar sá gamli fékk einhvern pata af því varð hann ekki í rónni fyrr en hann frétti nafn mitt. Sendi hann Valda sínum lítið vélritað bréf, sem mikil vinna lá í fyrir marga þumla, og þar var ættartré mitt komið á blað. Þetta litla bréf snerti okkar innstu rætur og opnaði sjálfkrafa hjarta mitt fyrir hans einföldu dyggðum, hugsun og heiðarleika. Valdi var viskubrunnur um ætt- fræði landans og viðræðuglaður, enda stálminnugur og forvitinn að eðlisfari. Hann var stoltur maður af sér og sínum, en stór upp á sig ef því var að skipta. Matur skipti hann miklu máli og fékk hann aldrei nóg af góðum ís- lenskum mat, sérstaklega þorramat. Því er engin tilviljun að niðjar og skyldmenni hans hafi menntað sig í þeirri mætu grein. Valdi minn, hafðu þökk fyrir góð kynni og að gefa Valda mínum þau lífsins gildi er prýða góðan mann. Megi friður vera með þér. Fanney Einarsdóttir. m Kæru viðskiptavinir, í tilefni afmælisins veitum við 20% staðgreiðsluafslátt á allri vöru, fimmtudag, föstudag og laugardag. TISKUVERSLUN Kringlunni 8-12 sími 553 3300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.