Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Leiðtogar fyrrum Sovétlýðvelda styðja Jeltsín Álíta Zjúganov ógna sjálfstæði ríkjanna Moskvu, Kiev. Reuter. LEIÐTOGAR nær allra fyrrum Sovétlýðvelda hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við Borís Jeltsín Rússlandsforseta vegna for- setakosninganna á sunnudag. Einungis Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur verið tregur til að styðja forsetann enda gæti sigur kommúnistans Gennadí Zjúganov orðið til að auðvelda sameininguna við Rússland, sem hann sækist eftir. Viðræður um frið á N-írlandi Fundir hefjast í næstu viku Belfast. Reuter. FALLIST var á það í gærmorg- un, að George Mitchell, fyrrver- andi öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, stýrði viðræð- unum um frið á Norður-írlandi en mótmælendapresturinn Ian Paisley, sem segist andvígur afskiptum útlendinga af mál- efnum landsins, kvaðst ekki mundu vinna með honum. Hann hótaði þó ekki að sniðganga viðræðumar alveg. Sambandssinnar, sem vilja, að N-írland verði áfram undir breskri stjóm, óttast að Mitch- ell, sem er af írskum ættum, muni draga taum kaþólskra manna í landinu en þeir vilja, að það sameinist írska lýðveld- inu. Var deilt um formennsku Mitchells í tvo daga áður en hún var samþykkt en Paisley sagð- ist ekki mundu taka þátt í við- ræðufundum, sem væru undir beinni stjóm hans. Eiga fund- imir að hefjast 19. júní. Málamiðlun Samkomulagið um Mitchell er málamiðlun, sem felst í því að þátttakendur geta kynnt sér starfsreglur hans og samstarfs- manna hans, kanadíska hers- höfðingjans John de Chastelain og Harri Holkeris, fyrrverandi utanríkisráðherra Finnlands, og fylgst með, að eftir þeim verði farið. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjómmálaarms írska lýð- veldishersins, IRA, hefur kraf- ist þátttöku í viðræðunum en bresk og írsk stjómvöld segja, að ekki verði af því fyrr en IRA lýsi yfir vopnahléi. Irskir emb- ættismenn segjast raunar vissir um, að IRA muni gera það þótt þess sjáist engin merki enn. Aðrir leiðtogar óttast hins vegar að sigur Zjúganovs myndi ógna sjálfstæði ríkja þeirra og þeim markaðsumbótum er átt hafa sér stað. „Við erum báðir tákn fyrir óaft- urkallanlega umbótastefnu," sagði Leonid Kútsjma, forseti Úkraínu, í Póllandi í síðustu viku. „Tapi Jeltsín mun það valda jarðskjálfta, ekki einungis í Úkraínu heldur einnig Póllandi." Mircea Snegur, leiðtogi Moldóvu, sagðist ekki sjá neinn annan kost en sigur Jeltsíns. End- urreisn Sovétríkjanna kæmi ekki til greina. Stuðningur Eystrasaltsríkja Einna mestan stuðning hefur Jeltsín hins vegar fengið frá ríkjum í Mið-Asíu ogjafnvel í Eystrasalts- ríkjunum hafa ráðamenn lýst yfir stuðningi við rússneska forsetann, þó svo að hann hafi átt í hörðum deilum við þau ríki. „Það skiptir miklu máli fyrir okkur að við völd sé maður sem stendur nær lýðræð- islegum hefðum og fjær hinum gamla hugsunarhætti," sagði Valdis Biravs, utanríkisráðherra Lettlands við Reuters. „Nái komm- únistar völdum væru það skýr skilaboð til okkar um að nota alla okkar atorku til að fá aðild að Evrópusambandinu og Atlants- hafsbandalaginu (NATO),“ sagði hann. Reuter ÞJÓÐERNISSINNINN Vladímír Zhírínovskí, einn af forsetafram- bjóðendunum í Rússlandi, sést hér þungur á brún á útifundi stuðn- ingsmanna sinna við Bolshoj-leikhúsið í gær. Sólhlif í fánalitum Evrópusambandsins skýlir Zhírínovski f siimarhitanum. Yilja fella fleiri nautgrípi Brussel. Reuter. FASTANEFND dýralækna Evrópu- sambandsins komst í gær að þeirri niðurstöðu að Bretar yrðu að fella fleiri nautgripi en hingað til hefur verið talið til að útiýma kúariðu. Keith Meldrum, yfírdýralæknir Bretlands, sagði í gær að Bretar hefðu þegar fallist á að rekja naut- gripi aftur til ársins 1990 en nú hefði fastanefndin að fara yrði alla leið aftur til ársins 1989. Meldrum sagðist ekki vita um hve mörg dýr væri að ræða en að líklega skiptu þau þúsundum. EVRÓPA^ Bretar munu svara nefndinni á fundi á föstudag og verða þá áætl- anir um að fella nautgipi skoðaðar á ný. Breskir embættismenn sögðust hafa verið mjög andvígir því að fara aftur til ársins 1988/89 enda gæti það reynst mjög erfítt. Á þeim tíma hefði ekki verið byijað að gefa út formleg fæðingarvottorð dýra. Bretar hafa þegar fallist á að fella nautgripi, sem hætta er talin á að hafi getað smitast af kúariðu, frá árunum 1990-1992. í stórum dráttum féllust dýra- læknamir á tillögur Breta um hvemig útrýma megi kúariðu að því undanskildu að þeir vildu bæta við ári. Reuter KJÓSENDUR bíða þess að röðin komi að þeim á kjörstað í Dhaka. Góð kjörsókn í Bangladesh Kosningarn- ar sagðar friðsamlegar Dhaka. Reuter. KJÖRSÓKN var góð í þingkosning- um sem fram fóru í Bangladesh í gær, en að minnsta kosti sjö féllu og rúmlega 200 særðust í átökum sem brutust út víða um landið. Búist er við að niðurstöður kosninganna liggi fyrir á morgun. Oryggisgæsla við kjörstaði var ströng, og voru alls um 440 þúsund her- og lögreglumenn á vöktum. Nokkur átök brutust út síðdegis, en formaður yfírkjörstjórnar sagði þó að kosningamar hefðu yfirleitt farið friðsamlega fram og verið heiðarleg- ar. Boðað var til kosninganna vegna þess að stjómarandstöðuflokkar neit- uðu að taka þátt í kosningum sem fram fóru í febrúar. Stjómmálaský- rendur telja llklegt að mjótt verði á mununum milli Þjóðernisflokks fyrr- um forsætisráðherra, Begum Khaleda, sem sagði af sér í mars, og Awami-bandalagsins, undir for- ystu Sheikh Hasina. Búist er við, að Þjóðarflokkurinn, undir forystu Hos- sain Mahammad Ershad, sem situr í fangelsi, muni fá oddaaðstöðu á þingi. Rúmlega 150 evrópskir og asískir eftirlitsmenn fylgdust með fram- kvæmd kosninganna. Breski þing- maðurinn Peter Shore, sem var einn af eftirlitsmönnum Evrópusam- bandsins, sagði flest benda til að vel hefði verið staðið að kosningunum, og að þær hefðu farið drengilega fram. Karpov vann á svart SKÁK Ileimsmeistaracin- vígi FI DE ELISTA, RÚSSLANDI, höfuðborg sjálfstjómarlýðveldis- ins Kalmykíu. 6. júní - 14. júli. Fjórðu einvigisskákinni lauk í gær með sigri Karpovs. Staðan Karpov 2 'h v. Kamsky 1 'A v. GATA Kamsky, áskorandi, tefldi fremur linkulega á hvítt í fjórðu skákinni. Karpov endur- bætti taflmennsku sína frá því í annarri skákinni sem hann tap- aði illa. FIDE heimsmeistarinn bætti síðan stöðu sína jafnt og þétt, þangað til Kamsky gafst upp eftir 45 leiki. Hvitt: Gata Kamsky Svart: Anatólí Karpov Caro-Kann vörn 1. e4 - c6 2. d4 - d5 3. exdö — cxd5 4. c4 — Rf6 5. Rc3 — e6 6. Rf3 - Bb4 7. cxd5 Rxd5 8. Bd2 - Rc6 9. Bd3 - 0-0 10. 0-0 - Be7 11. De2 Rf6 12. Re4 Db6 í annarri einvígisskákinni lék Karpov strax 12. - Bd7 og fram- haldið varð: 12. - Bd7 13. Hadl Hc8 14. Hfel Rd5 15. Rc3 Rf6 16. a3 Dc7 17. Bg5 - Da5? 18. d5! með sterku frumkvæði á hvítt. 13. a3 - Bd7 14. Hfdl - Had8 15. Rf6+ Bxf6 16. De4 g6 17. Be3 Re7! 18. Re5 - Rf5 19. Rc4 - Qa6 20. a4 - Bc6 21. Df4 - Bd5 22. Re5 - Db6 23. Bxf5 exf5 Karpov er kominn með betra tafl. Hann hefur sterkt biskupapar og staka peðið á d4 er veikt. 24. Hd2 - Bg7 25. h4 Hfe8 26. Dg3 Hc8 27. Rd7 - Dc6 28. Rc5 - b6 29. Rd3 - Dd7 30. a5 - He4 31. Rf4 - b5 32. Hddl - Bc4 33. Hacl - h6 34. Hc3 - b4 35. Hc2 - Hc6 36. Hdcl - Bb5 37. Kh2 - Kh7 38. Hxc6 - Bxc6 39. Hc4 - Bf8 40. Rd3 - De6 40. - Dd5! var einnig sterkt. Nú grípur Kamsky til örþrifa- ráða. 41. d5 - Bd5 42. Hxe4 - Bxe4 43. Bxa7? - Bd6 44. Rf4 Eða 44. f4 - Dd7! 45. Bf2 - Bxd3 og eftir 46. Dxd3 - Bxf4+ fellur drottningin. 44. - De5 45. Rh3 - De7 og Kamsky gafst upp. Mjög örugglega teflt af hálfu Karpovs. Vinningsskákirnar þijár í einvíginu hafa allar verið mjög einstefnukenndar, sem er óvenjulegt í heimsmeistaraein- vígi. Margeir Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.