Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAKJÖR ’96 Pétur Kr. Hafstein á vinnustaðafundi í Odda hf. Innganga í ESB yrði borin undir þjóðina STARFSMENN Prentsmiðjunnar Odda hlýddu á mál Péturs Kr. Hafstein á starfsmannafundi sem haldinn var í hádeginu í gær. PÉTUR Kr. Hafstein svaraði margvíslegum spurningum á fundi með starfsmönnum Prentsmiðj- unnar Odda hf. í hádeginu í gær. Sumar spurningarnar voru af létt- ari tagi og vildu starfsmennirnir t.a.m. vita hvort búast mætti við því að sjá íslensk hross í haga við Bessastaði ef Pétur hlyti kosningu. Aðrar voru af alvarlegra taginu. Pétur þyrfti t.d. að svara því hver afstaða hans til inngöngu íslend- inga í ESB væri og svaraði hann því til að hann teldi ekki rétt að stefna að fullri og óskoraðri aðild. Hann lagði áherslu á að hugsan- lega inngöngu í ESB yrði að bera undir þjóðina. Pétur hélt stutta framsöguræðu áður en hann svaraði spurningum starfsmanna. Hann sagði mikil- vægt að forseti ræki embættið af yfirvegun, hlutleysi og pólitískri dómgreind. Hins vegar væri emb- ættið ekki flokkspólitískt í hefð- bundnum skilningi orðsins. Emb- ættinu og kosningum til embættis- ins þyrfti að halda utan og ofan við flokkapólitík í landinu. Forsetaembættið er að sögn Péturs mikilvægt sameiningar- tákn. Hann segir að sú staðreynd feli ekki í sér að forsetinn sé skoð- analaus og hann eigi að láta sig varða knýjandi þjóðfélagsmál á borð við mannréttinda-, umhverf- is- og fíkniefnavandamál. Forset- inn hafi miklum og mikilvægum skyldum að gegna á erlendum vettvangi. Hann komi fram fyrir hönd þjóðarinnar og tali máli hennar. Pétur lagði áherslu á að gætt yrði ýtrustu ráðdeildarsemi við rekstur embættisins og aldrei farið fram úr fjárheimildum Alþingis. Með því gengi forsetinn á undan öðrum með góðu fordæmi. Lifandi og góð tengsl við fólkið Pétur þurfti fyrst að svara því hvort starfsmennirnir ættu von á að sjá hann aftur á vinnustaðnum ef hann næði kjöri. Hann byijaði á því að taka fram að hann hefði ekki áður staðið í kosningum og því væri ekki hægt að saka hann um að koma aðeins á vinnustaði fyrir kosningar. I framhaldi af því sagðist hann leggja áherslu á að forseti héldi lifandi og góðum tengslum við fólkið í landinu. Hann myndi glaður koma aftur í heim- sókn í Odda ef af því væri talinn ávinningur. Hann var spurður að því hvað hann teldi sig hafa framyfír aðra frambjóðendur og vísaði hann í því sambandi til ávarps síns og reynslu af sýslumanns- og dóm- arastarfi í Hæstarétti. I þeim störfum teldi hann sig hafa haft margvísleg kynni af þjóðlífinu. Staðreyndin væri svo sú að kjós- endanna væri að dæma um hvort hann væri betur en aðrir frambjóð- endur til þess fallinn að gegna starfinu. Pétur taldi misskilning að for- setinn væri aðeins sölumaður fyrir land og þjóð. Kynningarstarf er- lendis væri auðvitað mikilvægt. Hins vegar legði hann aðaláherslu á stöðu forsetans hér heima. For- setinn hefði næg völd og þyrfti að leggja áherslu á að beita þeim á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Um málskotsréttinn sagði Pétur í léttum tón að gott væri að eiga gott handslökkvitæki þó ekki þyrfti að grípa til þess. Pétur taldi ekki rétt að stefna að fullri og óskoraðri aðild að ESB, eins og málið lægi fyrir í dag, og tók fram að ef til ætti að koma þyrftu íslendingar að fá við- urkennda sérstöðu sína í samfélagi þjóðanna, m.a. vegna smæðar og auðlinda. Hugsanlega inngöngu þyrfti að bera undir þjóðina. Pétur taldi að forseti gegndi mikilvægu hlutverki við að vernda tungu, sögu og menningu þjóðarinnar. Um tunguna sagði hann mikilvægt að varðveita hana á tímum sívax- andi alþjóðlegra samskipta. Ekki þó eins og forngrip heldur yrði hún að laga sig að breyttum aðstæð- um. Hann sagði að forsetinn hefði margvísleg tækifæri til að tala í nafni friðar og mannréttinda á erlendum vettvangi en yrði að gæta að því að fylgja ríkjandi utanríkisstefnu þjóðarinnar. Sparlega farið með orður Hann sagðist myndi vilja veita mönnum orður fyrir að skara fram úr við tiltekin afmörkuð störf eða svið. Með orðurnar ætti að fara spart og ekki launa með þeim mönnum lífsstarfið. >■ § FYRIR ISLENSKAR AÐSTÆÐUR Meira en 25 ára reynsla á íslandi og góður vitnisburður eigenda sýna best að Camp-let er yfirburða tjaldvagn fyrir okkar aðstæður. Cm JÓNSSON ehf Bíldshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644 — áreiðanleiki ár eftir ár — AÐRiR BJOÐA EKKIBETUR: Ryðvörn, stormfestingar, 12 V ísettur rafgeymir og teng- ing fyrir bfl, blaðfjöðrun, 12" dekk, íslenskt kúlutengi, öflugur hitari og margt, margt fleira! Guðrún Agnarsdóttir heimsækir Borgarnes Forseti hlýtur að tala máli mannréttinda Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson GUÐRÚN Agnarsdóttir forsetaframbjóðandi heilsar upp á vist- fólk á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. GUÐRÚN Agnarsdóttir forseta- frambjóðandi heimsótti vinnustaði í Borgarnesi á þriðjudaginn og kynnti sig og viðhorf sín til forseta- embættisins. Með í för var eigin- maður hennar Helgi Valdimarsson læknir. Guðrún heimsótti m.a. starfsmenn Vegagerðar ríkisins, starfsmenn og vistfólk á Dvalar- heimili aldraðra, starfsmenn og við- skiptavini Kaupfélags Borgfirðinga og stárfsfólk Afurðasölunnar. Um kvöldið hélt hún opinn fund á Mót- el Venusi. Guðrún sagði m.a. að vald for- seta fælist í möguleikanum til að hafa áhrif á hugarfar fólks. Forseti væri jafnframt sameiningartákn þjóðarinnar og embættið gefi tæki- færi til að hafa frumkvæði að ýms- um málum og treysta stöðu íslands á alþjóðavettvangi. Hún sagðist leggja áherslu á frið, umhverfis- vernd og mannvernd þar sem hver einstaklingur fengi notið sín og hæfileika sinna og gæti lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Besta leiðin til þess væri menntun á sem flestum sviðum. Þetta sé verkefni til framtíðar og með því að leggja rækt við menntun og menningu verði þjóðin betur samkeppnisfær á meðal þjóða. Guðrún sagði ennfremur að mik- ilvæg og sjálfsögð mannréttindi fælust í að fólk hefði tældfæri og tíma til að sinna sjálfu sér og fjöl- skyldu sinni. Ekki gangi að fólk hafi of mikið fyrir lífsbjörginni svo stundum nægi vinnudagurinn ekki til. Slíkt bitni á einkalífi fólks og fjölskyldu þess. Þó forseti sé valda- laus geti hann beitt áhrifum sínum og fylgt málum sem þessum eftir og yakið athygli á öðrum. Á fundinum á Mótel Venusi spurði Dagmar Vala Hjörleifsdóttir dýralæknir hvort forseti mætti beita áhrifum sínum í viðskiptum Islands erlendis til dæmis vegna landbúnað- arframleiðslu. Guðrún svaraði: „Mér finnst að forseti eigi að kynna það sem íslenskt er í samráði við stjórnvöld og rétta aðila og að sjálf- sögðu á að gæta jafnræðis í þeim efnum.“ Vísaði hún til heimsóknar Mary Robinson, forseta írlands, til Islands, en fram kom í heimsókn- inni að fötin sem Robinson klæddist væru framleidd á írlandi. Hún sagði ennfremur að forseti ætti að nota hvert tækifæri sem gæfist til að kynna þaíí sem íslenskt er og það ætti jafnt við um framleiðslu og íslenska menningu. Dagmar spurði einnig hvort ís- lendingar væru orðnir of háðir Kín- veijum í viðskiptum til að geta skipt sér af mannréttindabrotum í Kina. Guðrún svaraði: „Forsetinn hefur ekki sjálfstæða utanríkisstefnu. En forsetinn hlýtur að tala máli mann- réttinda þar sem hann kemur.“ Þá sagði Guðrún að viðskiptabönn bitnuðu oftast á saklausu fólki. Baráttu fyrir mannréttindum þyrfti að byija með því að fólk ræddi sam- an. „Það er mjög mikilvægt að tjá vanþóknun sína vegna mannrétt- indabrota og það er hægt að gera með ýmsum hætti,“ sagði Guðrún. Þórey Jónasdóttir spurði hvort forsetinn geti ávarpað þjóðina oftar en í áramótaávarpi sínu. Guðrún sagði að tækifærin væru mörg til þess, m.a. við opnun ráðstefna og á ýmsum fundum. Þetta mætti þó ekki ofnota heldur yrði að vera í þeim mæli að eftir því yrði tekið. Guðfræðinemi spurði um viðhorf Guðrúnar til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Guðrún svaraði að hún væri sjálf í þjóðkirkjunni. En áður en til aðskilnaðar kæmi þyrfti mikil um- ræða fara fram í þjóðfélaginu, en sjálfri væri henni ekki umhugað um aðskilnað né hefði það á sinni dag- skrá. Hins vegar þyrfti kirkjan að taka á sínum vanda því það varð- aði alla þjóðina. Dvalargestur á Dvalarheimili aldraðra spurði Guðrúnu hvað henni fyndist um allar skoðanakannanirn- ar. Hún svaraði því að hún hefði með ánægju tekið eftir að fylgi hennar aukist jafnt og þétt og von- aðist til að svo yrði áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.