Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tugir manna týndu lífi í Sao Pauio „Við okkur blasti skelfileg sjónu Sao Paulo. Reuter. AÐ minnsta kosti 37 manns létu lífið og rúmlega 200 slösuðust þeg- ar mikil sprenging varð í verslun- armiðstöð í Sao Paulo í Brazilíu í fyrradag. Var helst talið, að gasleki hefði valdið henni en hún átti sér stað í hádeginu þegar margt fólk var það samankomið. Við sprenginguna hrundu saman tvær hæðir í veitingaálmu Oscasco- verslunarmiðstöðvarinnar, sem er í miðstéttarhverfi í Sao Paulo. Ekki er enn ljóst hvað olli en slökkviliðs- menn telja, að gas hafí lekið úr leiðslum undir veitingastaðnum. Týndu margir lífi í sjálfri sprenging- unni og aðrir létust eða slösuðust þegar þeir urðu fyrir braki eða gleri, sem þeyttist um allt. „Ég heyrði mikinn hávaða og síðan kvað sprengingin við. Við hlupum út en fórum svo inn aftur og þá blasti við okkur skelfileg sjón,“ sagði Jose Luiz Munoz, einn þeirra, sem staddir voru í verslun- inni. Verslunin var yfirfull af ungu fólki þegar sprengingin varð vegna „elskendadagsins“ í Brazilíu, sem var í gær, en þá er ástfangið fólk vant að skiptast á gjöfum. „Sonur minn, sonur minn,“ hróp- aði kona nokkur, sem óttaðist, að sonur hennar væri meðal hinna látnu eða slösuðu. Urðu hermenn að girða staðinn af til að bægja burt örvæntingarfullu fólki og auð- velda þannig starf björgunar- manna. Voru þeir um 300 talsins og notuðu hunda við að leita að fólki í rústunum. Sást meðal annars í sjónvarpi þegar einn þeirra dró ungbarn, lifandi og að því er virtist óslasað, undan brakinu. Enn leitað Femando Henrique Cardoso, for- seti Brazilíu, vottaði aðstandendum hinna látnu og slösuðu samúð sína og sagði stjórnvöld mundu leggja þeim lið á allan hátt. Óttast var í gær, að tala látinna myndi hækka en þá stóð enn yfir leit í rústunum. Hafði henni verið frestað um stund vegna ótta við meira hrun. Reuter HERMENN við leit í rústunum. Vitað var um 37 látna í gær en óttast var, að talan ætti eftir að hækka. Varað við genagrúski Brussel. Reuter. NATTURULOGMALAFLOKKUR- INN svokallaði heldur því fram að milljónir manna muni óafvitandi verða tilraunadýr alþjóðlegrar til- raunastarfsemi í framleiðslu mat- væla, sem breytt hefur verið með erfðatækni, nema sala þeirra verði bönnuð eða reglur settar um ræki- legar merkingar. „Þetta er ekki smátt í sniðum. Þessar vörutegundir, sem á að setja á markað á næstu fimm til átta árum, skipta þúsundum," sagði John Fagan örverufræðingur ný- lega þegar hann tilkynnti að Nátt- úrulögmálaflokkurinn, sem stofn- aður var á Bretlandi árið 1992 og starfar nú í 48 löndum, hygðist he§a herferð fyrir banni við notkun erfðatækni. Hann benti á að ekki væri skylda að merkja sérstaklega slíkan mat í Bandaríkjunum og Evrópu um þessar mundir. Innan Evrópusambandsins er nú unnið að því að setja reglur um merkingar vöru með breyttum erfðavísum. Þegar er hægt að kaupa tómata, sem breytt hefur verið með erfðatækni, og búist er við að kartöflur og sojabaunir fylgi í kjölfarið í lok þessa árs eða snemma á næsta ári. Hróplegt brot á náttúrulögmálum? Reinhard Borowitz, fram- kvæmdastjóri Maharishi-ráðs Nátt- úrulögmálaflokksins, sagði að það að breyta mat með erfðatækni væri hróplegasta brot á náttúrulögmál- unum, sem um gæti. Hann benti á kúariðufárið tii að sýna fram á af- leiðingar þess að virða ekki móður náttúru og sagði það aðeins smá- ræði miðað við ósköpin, sem breyt- ing erfðavísa gæti valdið. Náttúrulögmálaflokkurinn boðar ágæti innhverfrar íhugunar og vill beita henni til flugs til að lækna allar heimsins meinsemdir. Ljósmynd/Lelli & Masotti „íslendinganna“ á Scala Lokasýning LOKASÝNING á Rínargullinu eftir Wagner á Scala í Mílanó, sem Kristinn Sigmundsson bar- itonsöngvari og Guðjón Óskars- son bassasöngvari taka þátt í, er í kvöld. Sýningin hefur hlotið lofsamlega umfjöllun í fjölmiðl- um og Kristni og Guðjóni hefur verið hrósað fyrir sinn þátt. Á Scala fengust þær upplýsingar að góð aðsókn hefði verið á þær sex sýningar sem búnar eru miðað við að hér er um tónlei- kauppfærslu að ræða. Hér sjást þeir Guðjón og Kristinn á sviðinu í Scala lengst til vinstri og er þetta í fyrsta skipti, sem tveir íslendingar syngja þar samtimis, og á milli þeirra stendur Susan Anthony. Aðrir á sviðinu eru Kim Begley, Monte Pederson, Violeta Urm- ana, Barry Ryan og Claudio Otelli. • SKÁLDSAGAN Brýrnar í Madisonsýslu eftir Robert James Waller er komin út á snældum. „Hér er um að ræða einhverja vin- sælustu bók síðustu ára í Banda- ríkjunum og nýleg kvikmynd, sem gerð var eftir henni, hlaut einnig afbragðs viðtökur. í bókini segir frá ljósmyndaran- um Róbert Kincaid og bóndakon- unni Fransisku Johnson. Hann er ljósmyndari og heimshornaflakk- ari, hún býr í sveit í Iowa en á rætur sínar að rekja til Ítalíu. Honum finnst hann utanveltu í nútímanum, hana dreymir um horfna æsku. Á heitum ágústdegi Nýjar snældur árið 1965 leggur Róbert leið sína í Madisonsýslu til að taka þar ljós- myndir af yfirbyggðum brúm. Þeg- ar hann ekur upp heimreiðina að bæ Fransisku til að spyija til veg- ar eru örlög þeirra ráðin,“ segir í kynningu. Brýrnar í Madisonsýslu er fyrsta skáldsaga Roberts James Waller, sem er fyrrum háskólakennari og ljósmyndari. Árið 1993 varhún valin bók ársins af Samtökum bandarískra bókaverslana. Pétur Gunnarsson rithöfundur, þýðir bókina og les upphaf og eftir- mála, en Kristbjörg Kjeld leikkona, flytur meginefni hennar. Bókaútgáfan Vaka-Helgafell gaf Brýrnar í Madisonssýslu út á íslensku fyrir tveimur árum, en sú útgáfa er löngu uppseld. Hljóðbók- in er gefin út í samvinnu við Vöku- Helgafell. Biýrnar í Madisonsýslu var hljóðrituð og fjölfölduð í Hljóð- bókagerð Blindrafélagsins. Bókin er á þremur snældum og tekur um fímm klukkustundirí flutningi. Hljóðbókin verður aðeins seld fé- lögum íHljóðbókaklúbbnum og kostar 1.795 kr. Ljós, land og líf í tilefni Listahátíðar valdi listhúsið Stöðlakot við Bókhlöðustíg að kynna listamanninn, sem valdi úr fórum sínum 16 pastel- myndir frá síðustu 12 árum, flestar eru þó frá næstliðn- um árum, auk nokkurra utan skrár. Allar ganga myndirnar út frá einhverri náttúrusýn, eins og nafn sýningarinnar „Ljós, land og líf“ gefur til kynna. Öll- um samanlögðum atriðun- um í sértækri útfærslu á stundum hálf fígúratívri. Það verður þó að telja óhlutlægan myndflokk sem hefur hlotið nafnið „Sköp- un“, ásamt viðbæti utan skrár „Haf og víddir“ (17), burðarás sýningarinnar, og þá einkum mynd nr. 4, sem ber nafnið „Sköpun. Ljós- brautir og himinvíddir". Allt eru þetta ný verk og hér er myndmálið mark- vissast ásamt því að vera Morgunblaðið/Ásdís SKOPUN, Ljósbrautir og himinvíddir, 1995, nr. 4 í skrá. MYNDLIST S t« rt I a k o t PASTELMYNDIR Benedikt Gunnarsson. Opið alla daga frá 14-18. Til 17. júní. Aðgangur ókeypis. SÚ VAR tíð, að bræðurnir Bene- dikt og Veturliði Gunnarssynir voru meðal atkvæðamestu myndlistar- manna borgarinnar á sýningavett- vangi og athafnir þeirra vöktu dijúga athygli. Veturliði hefur lengi haft hljótt um sig, en sá lausi og opni myndstíll sem hann kom fyrst fram með og hlaut kaldar undirtekt- ir strangflatalistamanna tímanna varð „in“ áratugum seinna svo þar hefði hann að ósekju mátt sýna meiri staðfestu, sem þó var afar erfitt á þeim árum vildu myndlistar- menn teljast nýir og ferskir. Benedikt sem hóf feril sinn sem mjög róttækur málari, hefur einnig minna haft sig frammi á sýninga- vettvangi undangengna áratugi, en hins vegar verið nokkuð afkasta- mikill um myndskreytingar í skóla, ennfremur gert steinda glugga í þtjár kirkjur. Það hefur svo eðlilega tekið sinn toll, að hann var kennari við MHÍ 1959-65 og eftir það við Kennaraskólann, seinna Kennara- háskólann, og lektor þar frá 1977. Benedikt var lengi vel virkur í sýn- ingarnefnd F’IM, er hún starfaði af hvað mestum krafti og ósérhlífni, og nefna má að hann hefur tekið þátt í veigamiklum samsýningum víða um heim. hreint, vafmngalaust og tært. Persónulega á ég hins vegar erfiðara með að meðtaka óhlutlægar myndheildir sem hann bætir andliti í, gjarnan af Kristi, en það munu trúlega vera áhrif frá forvinnu hans að myndskreytingum í kirkjur. Það er engan veginn hið trúarlega sem truflar mig heldur samanlagt ferlið á myndfletinum, en það vill raskast og verða ein- hvern veginn formrænt lausara í sér fyrir vikið. Afstraktmálarar fortíðar reyndu að forðast eins og heitan eld að láta slíkt henda sig, og kæmi það óvart fyrir að greina mætti hlutlæg form í myndum þeirra urðu viðkomandi eyðilagðir. Vegurinn liggur þó í því að andlit- in eru alveg óþörf í þessum vel unnu formheildum, sem standa alveg fyr- ir sínu eins og kemur svo skýrt fram í þeim fimm myndum er tengjast hugtakinu „Sköpun". Einmitt vegna þess að skoðandinn eins og skynjar meira af ljósi, landi og lífi í mynd- rænu hugsæi frumlagsins. Þetta er lítil og falleg sýning og verðugt innlegg í Listahátíð, en heldur hefði ég viljað sjá afmarkað tímabil frá fyrri árum líkt og vatns- litamyndir Eiríks Smith, eða ein- göngu alveg nýjar myndir, því þær staðfesta að Benedikt er til alls vís. Bragi Asgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.