Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ í klóm kýklópa Hvunndagsleikhúsið frumsýnir ærslaóperuna Jötuninn efbir Evrípídes og Leif Þórarinsson í Loftkastalanum í kvöld, fimmtudag. Af því tilefni hitti Orrí Páll Ormarsson þann síðar- nefnda að máli, en grunnurinn að verkinu er eini púkaleikurinn sem varðveist hefur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÖTNARNIR hafa hneppt gamla skógarpúkann Sílenos (Gísla Rúnar Jónsson) og föruneyti hans í fjötra á Sikiley. í VÖGGU leiklistarinnar, Grikk- landi til forna, var til siðs að sýna svokallaða púkaleiki í kjölfar harmleikja þannig að fólk héldi ekki heimleiðis með tár á hvarmi. Eini slíki leikurinn sem varðveist hefur er Jötunninn eftir Evrípídes sem Hvunndagsleikhúsið hefur tekið upp á sína arma. Er upp- færslan í formi ærslaóperu sem frumflutt verður á fjölum Loftkast- alans í kvöld, fimmtudaginn 13. júní, kl. 20.30. Blómaskeið forngrískrar leiklist- ar var á 5. öld f. Kr. og þá komu fram harmleikjaskáldin Æskýlos, Sófókles og Evn'pídes, sem var yngstur, og gamanleikjaskáldið Aristófanes. í harmleikjum Evrípídesar er fjallað um fornar goðsögur í anda raunsæis og efa- hyggju og áhersla lögð á að lýsa tilfinningalífi aðalpersónanna sem oftar en ekki eru konur. Af verkum hans eru átján varðveitt, þar á meðal Alkestis, Medea, Hippolytos, Hekuba, Trójudætur og Bakkynjur. Jötunninn er, sem fyrr segir, eini satýrleikurinn sem hefur varðveist. Tónlistin í sýningu Hvunndags- leikhússins er runnin undan rifjum Leifs Þórarinssonar tónskálds. Seg- ir hann púkaleik þennan bjóða upp á meira frelsi í túlkun en harmleik- ina. „Ég held að þessir leikir hafi upphaflega verið hugsaðir sem skemmtun þar sem leikararnir slepptu fram af sér beislinu — augnablikið hafí verið látið ráða ferðinni." Ólikir höfundar Leifur segir að þremenningarn- ir, Æskýlos, Sófókles og Evrípídes, séu ólíkir höfundar þótt þeir hafi allir sótt efnivið í hinn gríska sagnaheim. „Þótt þeir byggðu á sömu hefðunum voru þeir að fást við ólika hluti. Evrípídes er yngstur og að mörgu leyti auðveldastur viðureignar fyrir leikhúsfólk á okk- ar dögum en verk hans eru tækni- lega mjög nálægt nútímaleikhúsi. Reyndar virðast leikhúsvinnubrögð alltaf ganga aftur í stórum stíl.“ Efni Jötunsins er sótt í kafla úr Odysseifskviðu Hómers. Odyss- eifur konungur í íþöku kemur ásamt föruneyti til Sikileyjar til að taka kost en lendir þar í klónum á eineygðum jötnum, kýklópum, sem hafa mikið dálæti á manna- kjöti. Ræður þar ríkjum Pólífemos hinn grimmi sem hugsar sér gott til glóðarinnar. Hneppir hann Od- ysseif og menn hans í ánauð, þar sem þeir hitta fyrir flokk púka sem orðið hafa viðskila við leiðtoga sinn, Díonýsos, ellegar Bakkus. Odysseifur lætur hins vegar ekki deigan síga, fyllir Pólífemos og blindar. Því næst leysir hann menn sína og púkana úr fjötrum. Saman sigla þeir síðan inn í sólarlagið og láta sér fátt um finnast þótt úrillur jötunninn fleygi heilu björgunum á eftir þeim. Morgunblaðið/Jón Svavarsson MARGIR kyndugir karakterar koma við sögu í Jötninum, Morgunblaðið/Halldór TÓNSKÁLDIÐ, Leifur Þórarinsson, leggur á ráðin með samstarfs- fólki sínu Jóhönnu Þórhallsdóttur og Herði Bragasyni. Leifur segir að sú hugmynd að setja Jötuninn á svið í formi óperu sé alls ekki ný af nálinni. Söngur og hljóðfæraleikur séu jafnan alls- ráðandi þegar verkið sé fært upp. Meira að segja bendi heimildir til þess að Evrípídes hafi sjálfur sam- ið tónlist við Jötuninn. Hún hefur þó ekki varðveist. Þá segir Leifur að ítalskar óperubókmenntir séu sprottnar úr áhuga endurreisnar- manna á grísku harmleikjunum. Leifur segir tónlist sína bera keim af ærslaleik. Níu hljóðfæra- leikarar annast flutninginn — fjór- ir strengjaleikarar, þar á meðal tónskáldið sjálft, saxófónleikari og fjögurra manna rokkhljómsveit. „Tónlistin byggir á hugmyndum sem eiga rætur að rekja til rokk- tónlistar og grískra tónstiga með arabísku ívafi. Hún hefur hins veg- ar tekið sína eigin stefnu, meðal annars út frá samvinnunni við hljómsveitina. Ég hef skrifað hljómaganginn og lagt linurnar fyrir spilamennskuna en strákarnir hafa átt heilmikinn þátt í útfærsl- unni.“ Eina leikhúsiö Því fer fjarri að Leifur og Inga Bjarnason leikstjóri sæki nú í fyrsta sinn efni í smiðju Evrípídes- ar. Skemmst er að minnast upp- færslu Hvunndagsleikhússins á Trójudætrum í Iðnó á liðnu hausti. Féll sú sýning í frjóa jörð. Þá settu þau Medeu á svið á sama stað fyrir nokkrum árum undir merkj- um Alþýðuleikhússins. „Það er allt- af jafngaman að setja upp sýning- ar í Iðnó, jafnvel þótt húsið sé hálfkarað, enda er það að mínu mati eina alvöru leikhúsið á ís- landi.“ Að sögn Leifs líta forsvarsmenn Hvunndagsleikhússins einungis á sýningarnar á Trójudætrum í Iðnó sem upphafið að einhveiju meiru enda sé um að ræða verkefni sem taki mörg ár að ýta úr vör — hvað þá að fullvinna. „Trójudætur er mikill harmleikur og við erum enn að leita að leiðinni til að uppfæra hann.“ Fyrirhugað var að sýna Tróju- dætur og Jötunin saman í Loft- kastalanum en ákveðið var að slá slíkri uppfærslu á frest fram á haust. Verður vettvangurinn þá Borgarleikhúsið. „Við tökum okkur frí í sumár, þótt hver einstaklingur eigi eflaust eftir að halda áfram að' þróa sinn þátt og síðan hittist hópurinn aftur í haust. Það verður spennandi að sjá hvernig þessar sýningar falla hvor að annarri." Ótrúleg gullnáma Hvað framtíðina varðar, segir Leifur að Hvunndagsleikhúsið hafi fleiri verk eftir Evríþídes í sigtinu, þar á meðal Bakkynjur, enda sé endalaust hægt að velta sér upp úr grísku harmleikjunum sem séu ásamt verkum Shakespeares grunnurinn að evrópsku leikhúsi. Þá segir hann þýðingar Helga Hálf- danarsonar á harmleikjunum ótrú- lega gullnámu sem íslenskt leikhús- fólk sæki alltof sjaldan í. Um fimmtíu manns koma að sýningunni á Jötninum en tæpir fjórir tugir listamanna stíga á svið. Helstu hlutverk eru í höndum Arn- ars Jónssonar, sem leikur Odysseif, Gísla Rúnars Jónssonar, sem fer í gervi gamla skógarpúkans Sílenos- ar og Hinriks Ólafssonar, Jóhönnu Linnet og Margrétar Pétursdóttur sem skipta hlutverki Pólífemosar á milli sín. Meðal annarra leikara eru Björk Jónsdóttir, Jóhanna Þórhalls- dóttir, Anna Elísabet Borg, Helga Elínborg Jónsdóttir, Lilja Þórisdótt- ir, Sigrún Sól Ólafsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Kolbrún Erna Pétursdóttir, María Ellingsen og Gunnar Gunnsteinsson. Helgi Hálfdanarson hefur þýtt verkið, dans- og sviðshreyfíngar eru eftir Ólöfu Ingólfsdóttur, G.Erla hannar umgjörð og búninga, sem þykja óvenju skrautlegir, og lýsingu annast Alfreð Sturla Böðvarsson. Tvær aðrar sýningar eru fyrirhug- aðar á Jötninum í Loftkastalanum. Tímarit • ÞRÍTUGASTI ogfjórði árgang- ur Sögu, tímarits Sögufélagsins er kominn út, vel á fimmta hundr- að síðurv Sngn flytur að þessu sinni sjö ritgerðir. Sveinbjörn Rafnsson fjallar um Hrafnkels sögu. Hann rekur rannsóknarsögu verksins, en kynnir einnig niðurstöður eigin athugana. í ritgerð Gunnurs Ágústs Gunnarssonar, „ísland og Marshalláætlunin 1948-1953“, er sagt frá tildrögum Marshall- aðstoðarinnar, umfangi og efna- hagslegum áhrifum hennar á ís- landi. Grein Ragnheiðar Kristjáns- dóttur, „Rætur íslenskrar þjóð- ernisstefnu“, fjallar um vakandi þjóðernishyggju meðal lands- manna á 18. og 19. öld. í grein Jóns Ólafs ísberg, „Sóttir og samfélag", er leitast við að gefa yfirlit um íslenska sóttarfarssögu í samhengi við evrópska sögu. Ragnheiður Mósesdóttir skrifar geinina „Bessastaðabók og varðveisla V iðeyj arkl austursskj ala“, þar sem hún gerir grein fyrir Bessastaða- bók, pappírshandriti frá 16. öld sem hefur að geyma flest varð- veitt skjöl Viðeyjarklausturs. Gróska í útgáfu sögulegra skáldsagna á síðari árum er til- efni hugleiðinga Svavars Hrafns Svavarssonur um sagnfræði og skáldskap í greininni „Skáldleg sagnfræði". Athugun á hlut kvenna í kennslubókum í sögu fyrir grunn- og framhaldsskóla er viðfangsefni ÞorgerðarK. Þorvaldsdótturí ritgerðinni „Hvað er svona merki- legt við það að vera karlmaður?" Saga flyturfleira efni að þessu sinni þ. á m. 24 ritdóma og rit- fregnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.