Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 37 AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR Þess vegna styð ég Pétur Kr. Hafstein FORSETAEMB- ÆTTIÐ á íslandi á sér ekki langa sögu. Það er aðeins liðlega hálfr- ar aldar gamalt - jafngamalt íslenzka lýðveldinu - og tók viðaf konungdæminu. íslenzka þjóðin leit jafnan upp til konungs síns og sýndi honum virðingu og hollustu, þótt í hlut ætti dansk- ur konungur úti í Kaupmannahöfn. En íslendingar voru and- vígir dönsku valdi, er birtist oft í yfirgangi embættismanna og kaupmanna. Ég mun seint gleyma fagnaðar- látunum, en brutust út á lýðveldis- hátíðinni á Þingvöllum 17. júní 1944, er skeyti barst alveg óvænt frá Kristjáni konungi X með heilla- óskum til íslenzku þjóðarinnar í tilefni af stofnum lýðveldisins. Vart verður sagt, að mikil völd fylgi embætti forseta, nema við sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu, einkum ef sjálft Alþingi bregzt þeirri frumskyldu sinni að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Þá kemur til kasta forseta íslands að leysa vandann og ákveða, hvaða flokki - eða einstaklingi - hann felur að mynda ríkisstjórn. Við slíkar aðstæður geta völd og áhrif for- seta orðið mikil - ef hann er vel hæfur einstaklingur - karl eða kona - sem nýtur trausts þjóðarinnar og hefur áræði og kjark til að gjöra nauðsyn- legar ráðstafanir til lausnar aðsteðjandi vanda, jafnvel þótt skiptar skoðanir geti verið um réttmæti þeirra með þjóðinni. Fyrsti forseti ís- lands, herra Sveinn Björnsson, var kjörinn af Alþingi á lýðveldis- hátíðinni og var síðan sjálfkjörinn, meðan hann lifði. Eftirmaður hans, herra Ásgeir Ásgreisson, fyrsti þjóðkjörni for- seti íslands - náði kjöri eftir harða kosningabaráttu. Þjóðin sam- einaðist síðan um hann og hann var sjálfkjörinn, meðan hann gaf kost á sér til endurkjörs. Eftir hann hafa aðeins tveir setið á for- setastóli, herra Kristján Eldjárn og frú Vigdís Finnbogadóttir. Má því með miklum sanni segja, að sú hefð hafi myndazt, að nýr for- seti þurfi að heyja harða kosninga- baráttu til að ná kjöri, en verði síðan sjálfkjörinn, svo lengi sem hann gefur kost á sér til endur- kjörs. Eina undantekningin frá þessari hefð var árið 1988, er kona bauð sig fram gegn frú Vig- dísi, enda þóttu það nánast „helgi- spjöll“ og hlaut frú Vigdís nær öll atkvæðin. Forseti nýtur sömu virðingar og hollustu og konungurinn áður. Tilefni þessara orða minna er það, að enn er efnt til forsetakjörs á Islandi og umsækjendur eru fimm talsins. Við forsetakjör horfum við gjarna fram á veginn - til næstu fjögurra ára - og lengra þó - því að allir íslenzkir forsetar fram að þessu hafa setið lengur en fjögur ár í embætti - og spyijum: Hvaða atburði mun bera hæst í sögu lands og þjóðar næstu árin? Að þessu sinni tel ég svarið sjálfgefið. Kristnitakan á Alþingi árið 1000 er einn allra mikilvæg- asti atburður íslenzkrar sögu frá upphafi. Jafnframt reynum við að kynna okkur persónu umsækjendanna og skoðanir þeirra á þeim málum, er okkur þykir mestu varða land og þjóð. Ég hef reynt að gjöra hvort tveggja í þessu forsetakjöri. Að þeirri athugun lokinni er ekki minnsti vafi í huga mínum, hvern ég styð. Ég er ákveðinn í því að greiða Pétri Kr. Hafstein atkvæði mitt, þótt ég hafi ekki þekkt hann að ráði fyrr, en ég hef kynnzt honum í kosningabaráttunni. Eftirfarandi ástæður hafa ráðið þessari ákvörðun minni: 1. Pétur Kr. Hafstein er ekki einn þeirra, er sækjast eftir að láta á sér bera og vera sífellt í sviðsljósinu. Hann hefur kostað Jónas Gíslason kapps um að vinna störf sín af samvizkusemi og réttsýni. Hann er vel menntaður lögfræðingur, enda er hann einn þeirra lögfræð- inga, er skipaður hefur verið í æðsta dómstól landsins. 2. Hann hefur ríka réttlætis- kennd og fylgir sannfæringu sinni af einurð í starfi. 3. Hann er traustverkjandi og hógvær drengskaparmaður, er þekkir náið sögu og hagi þjóðar- innar. 4. Eiginkona hans, Inga Ásta, er glæsileg kona - unnandi lista og menningar - og yrði verðug húsmóðir á Bessastöðum. 5. Pétur Kr. Hafstein er krist- inn maður, er tekur trú sína alvar- lega og rækir vel guðsþjónustur kirkjunnar, auk þess sem hann hefur verið virkur í kirkjulegu starfi. 6. Loks er mér ljúft að minnast föður Péturs, Jóhanns heitins Haf- stein, er gegndi um skeið starfi forsætiráðherra, eftir að hafa gegnt fjölda annarra trúnaðar- starfa fyrir land og þjóð. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta vináttu og traust drengskap- armannsins Jóhanns Hafstein. Ég þykist sjá í Pétri Kr. Haf- stein ýmsa beztu eiginleika ættar hans og treysti engum öðrum frambjóðanda í þessu forsetakjöri betur til að vera í fararbroddi á hinni miklu fagnaðar- og þakkar- hátíð allra kristinna manna í þessu landi. Þetta ræður því, að ég veiti Pétri Kr. Hafstein fullan stuðning í þessu forsetakjöri og hvet aðra til hins sama. JÓNAS GÍSLASON. Höfundur er vígslubiskup. Fossvogsbletti 1 (fyrir neðon Borgarspítala) Opið kl. 8-19. helgar kl. 9 -17. Sími 564 1777
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.