Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 28
YDDA F98.4/SÍA MORGUNBLAÐIÐ LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 MIÐANN FÆRÐU HJÁ) McDONALD’S a.m .600,-11 cóp/o afej§í? ctð-.790,-V; VeflÆs'. 395,- TAboöSVe ^796. Stytturnar lagstar, manneskjan ofaná ÞANNIG liggja styttur fyrrum Sovétlýðveldis fyrir fótum manna í Vilnius í Litháen þar sem Þjóð- leikhúsið var á ferð fyrir skömmu og sýndi uppfærslu litháíska leik- stjórans Rimasar Tuminas á Don Juan sem var á fjölum Þjóðleik- hússins í vetur. Myndin er tekin á ruslahaugum rétt utan Vilnius þar sem styttur Sovéttímans liggja í tugatali og er hún ef til vill táknræn fyrir breytt ástand í fyrrum Sovétlýðveldum. Ofaná styttunni liggur Ásdís Þórhalls- dóttir, aðstoðarleikstjóri. Njóttu þess að dvelja á Hótel Eddu í sumar og eigðu stefnu- mót við landið þitt í hlýlegu og heimilislegu umhverfi. Boðið er upp á fjölbreyttar veitingar frá morgni til kvölds þar sem veittur er sérstakur barnaafsláttur. Hægt er að velja milli gistingar í uppbúnum herbergjum eða svefnpokaplássi. í næsta nágrenni hótelanna eru ótal möguleikar á skemmti- legri útivist þar sem öll fjölskyldan getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Ferðaskrifstofa Islands • Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavík • Sími 562 3300 Heimasíða: http://www.artic.is/itb/edda Stefnumót Fimmta nóttin er frí! Ef dvalið er í uppbúnu herbergi í fjórar nætur á Hótel Eddu I sumar er fimmta nóttin án endurgjalds sem jafngildir 20% afslætti af hverri gistinótt. Tilboðið gildir út árið 1996. MYNDLIST Önnur hæð - Lauga- vegi 87 HÖGGMYNDIR Carl Andre. Opið daglega til 16. júní ld. 14-18 og síðan sama tíma alla miðvikudaga (eða eftir samkomu- lagi) til 30. júní. Aðgangur ókeypis. LÍKT og annað í lífinu byggist listin á hinu mögulega, og þar ráða listamennirnir sjálfir úrslitum; án þeirra væri engin list. í tilefni Lista- hátíðar hefur að þessu sinni tekist að fá til landsins einn af jöfrum mínimalismans, sem síðan hefur nýtt sér rýmið í þessum sýningarsal til að setja fram verk í þeim anda sem hæfir: einfaldleika og innra jafnvægi. Carl Andre er Bandaríkjamaður sem stundaði aldrei skipulagt list- nám, en starfaði þó um tíma með félaga sínum Frank Stella þegar báðir voru rúmlega tvítugir; eftir að hann lauk herskyldu vann hann sem járnbrautastarfsmaður áður en hann sneri sér alfarið að listinni. Allt frá fyrstu sýningunni árið 1965 hefur Carl Andre verið talinn meðal hinna fremstu á sviði mínimalism- ans, sem á íslensku hefur verið nefndur naumhyggja. Ólíkt mörgum sem hafa verið kenndir við þessa stefnu (og m.a. einnig sýnt á þessum stað) hefur hann aldrei mótmælt þeirri nafn- gift, enda vinnur hann sífellt út frá einu markmiði með verkum sínum: að gera hugann snauðan. Þaðan er síðan hægt að skapa nýja undir- stöðu og hefja það ferli sem verður til þess að skapa áhorfandanum vellíðan, festu og frið, svo vísað sé til orða listamannsins sjálfs. Carl Andre hefur sagt að listaverk sín verði til á markasvæði þriggja lína, sem mótist af eigin hugará- standi (með allri þeirri reynslu sem býr þar að baki), fyrirhuguðu rými (staðsetningu og aðstæð- um verksins) og íjárhags- legum ramma (þ.e. kostn- aði). Framlag hans hér hef- ur mótast á þennan hátt; hann kom fyrst til landsins til að skoða sýningarstað- inn og kynna sér möguleg efni og velja það sem hon- um þótti henta; siðan voru verkin sett saman fyrir opnun, og sköpunarferlinu þar með lokið. Hér er afraksturinn annars vegar sjö verk úr íslensku blágrýti, sem hann hefur lagt á gólfið í jafnhliða steinplötum í ákveðnu margfeldi tölunnar þrír; þessi mögnun er takt- föst og óregluleg í senn, þar sem hún hefst í heild og henni lýkur í heild. Hitt verkið er nefnt „Gjár“, og er ekki síður taktfast í heild sinni, þar sem það vísar til jarðar- innar. Sýningunni fylgir ljósrit með þýddum orðum listamannsins úr ýmsum áttum, sem og ágætu við- tali sem tekið var við hann þegar hann kom fyrst til landsins. I inn- gangsorðum bendir Kristján Guð- Morgunblaðið/Kristinn CARL Andre: Frá sýningunni á Annarri hæð. mundsson myndlistarmaður á tvö einkenni verka hans, sem koma vel fram á sýningunni. Verk hans séu aldrei hol; þau afmarki ekki rými, heldur skeri sig inn í það með hóg- værum hætti. Verk hans séu heldur aldrei fest saman; hlutar þeirra séu aldrei boltaðir, skrúfaðir eða límdir, heldur séu þeir lagðir, þeim staflað eða kastað. Verk Carls Andre eru nefnilega ekki bygging: „Þau eru undirstaða, án byggingar.“ Listamaðurinn viðhefur ætíð svip- aðar aðferðir þegar hann tekur að sér verkefni eða sýningarhald. Því ætti ekki að koma á óvart að hann hefur aldrei haldið vinnustofu, og telur teikningar og skissur til undir- búnings einstökum framkvæmdum sínum tímasóun; verkin verði til á staðnum og aðeins fyrir hið tiltekna rými - annars staðar gengi dæmið ekki upp. Eins og flestir naumhyggjumenn vinnur Carl Andre með hið mögu- lega, en telur listina ekki vera vel til þess fallna að bera merkingu eða boðskipti: „Ég er kominn á þá skoð- un að það eina sem myndlistin hef- ur fram að færa sé skali, innri sam- svörun, sem hefur ekkert með stærð að gera... Ég er ekki hrifinn af lista- verkum sem eru áberandi. Ég er fyrir listaverk sem eru ósýnileg þeg- ar maður er ekki að gá að þeim. Það er eitthvað aðlaðandi við að vera hluti af listaverki." Þeim sem hafa áhuga á þeim friði og festu sem fylgir því að tæma hugann og verða hluti af listaverk- um Carl Andre, er bent á að líta við á Annarri hæð í mánuðinum. Eiríkur Þorláksson RDÐKAUPSGJAFIR og adrar i t r i færisgjafir Nýjar vörur - Mikið úrval Tilvonandi brúðhjón! Muniö gjafalistana KUNIGUND Skólavörðustíg 6. Sími 551 3469 U I 3469 g Undirstaðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.