Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1996 51 FRÉTTIR Lax dreifð- ur 1 Laxá í Leirár- sveit ENN er allt við sama heygarðs- hornið á laxveiðislóðum. Stórlaxinn gengur í litlum skömmtum og dreif- ir sér fljótt um árnar. Er það óvenjulegt ástand í júnímánuði, því stórlaxinn er yfirleitt til muna lið- færri heldur en smálaxinn, sem enn er ekki genginn. Þegar hann dreif- ir sér, verður oft og iðulega erfitt að finna laxinn og það veldur því að veiðin hefur verið minni heldur en margur reiknaði með. Þetta var uppi á teningnum í Laxá í Leirár- sveit í gærmorgun er veiði hófst þar. Þar komu þó nokkrir laxar á land við slæm skilyrði. „Það hefur verið dálítil veiði, það eru fiskar hérna á svæðinu, en ekki mikið magn og áin er svo lítil og glær að laxinn er tregur,“ sagði Eyjólfur Jónsson í samtali við Morgunblaðið á bökkum Laxár í Leirársveit. Tveir laxar voru þá komnir á land úr Vaðstrengjum, skammt neðan Laxfoss, og menn höfðu að auki misst þrjá físka. Sjálfur hafði Eyjólfur farið upp fyrir Laxfoss, í Ljónið, sett í lax og misst við fæturna á sér. Á með- an samtalið fór fram, setti Reynir Jóhannsson í 10 punda lax í Vað- strengjum, þeim efsta, og landaði skömmu síðar og voru þá þrír komnir á land. Enginn lax var sjá- anlegur í Laxfossi og sagði Eyjólf- ur það alvanalegt í svo björtu veðri og litlu vatni, þá vildi laxinn heldur halda til þar sem straumur væri meiri, s.s. í Vaðstrengjum. Ofar við ána voru Haukur G. Garðarsson og Ólafur Johnson. Þeir voru að renna fyrir 5 laxa sem lágu neðarlega á Eyrarfossbreið- HARLEY Davidson-hjól sem mótorhjólalögreglan er með í notkun. Lögregludagur og minja- sýning á Árbæjarsafni SÉRSTAKUR lögregludagur verður haldinn 16. júní í Árbæj- arsafni þar sem lögreglan í Reykjavík mun kynna sögu sína og starfsemi með ýmsum hætti. Þá munu lögregluþjónar íklædd- ir gömlum búningum fræða gesti, mótorhjól lögreglunnar verða til sýnis, lögreglukórinn kemur fram og lögreglumenn á hestum verða á svæðinu auk þess sem teymt verður undir börnum. í desember 1995 færði Lög- reglufélag Reykjavíkur Ár- bæjarsafni myndarlegt safn lög- regluminja, sem má nefna fyrsta lögregluminjasafn landsins og verða þessar minjar til sýnis á safninu í sumar. Lögreglan í Reykjavík var stofnuð árið 1803 oger því tæp- lega 200 ára gömul. Á19. öld- inni störfuðu tveir lögregluþjón- ar í bænum og samhliða þeim jafnmargir næturverðir. 1918 var embætti lögreglusljóra stofnað og hefur lögreglumönn- um fjölgað jafnt og þétt síðan. Meðal lögregluminjanna eru einkennisbúningar af ýmsu tagi og alls konar áhöld og búnaður. Þekktustu gripirnir eru „Morg- unstjarnan," sem er meðal elstu Ljósmynd/Árbæjarsafn LÖGREGLUBÚNINGUR frá því um 1950. minja, en hún er metra löng tré- stöng með trékúlu framan á og málmbroddum og var notuð á 18. öld til að stugga við drykkju- mönnum. Annar þekktur gripur er „fangakistan," sem er kista á hjólum og var notuð til fanga- flutninga. Morgunblaðið/gg FYRSTI laxinn úr Haffjarðará í sumar, 12 punda hrygna úr Kvörninni. Veiðimaður er Páll Friðbertsson. REYNIR Jóhannsson með 10 punda hrygnu úr Vaðstreng 1. unni. Laxarnir tóku ekki og Hauk- ur sagði þá grunsamlega stygga. Sagði Haukur aðstæðurnar mjög slæmar, áin væri alltof vatnslítil. Hann bætti því þó við með mjög sannfærandi hætti að það myndi rigna vel í sumar. Sæmilegt meðallag Ingvi Hrafn Jónsson stanga- veiðimaður með meiru sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að sér sýnd- ist vorvertíðin vera í sæmilegu meðallagi, en alvöru kraftur myndi vart koma í veiðiskapinn fyrr en smálaxinn færi að hellast inn í árn- ar. Nú er að bíða og sjá hvort smálaxinn kemur fyrr eða seinna en vant er. Miðað við árferði gæti smálaxinn farið að sýna sig hvað úr hverju. Næstu ár sem opna eru Elliða- árnar á föstudagsmorgun og rennir þá borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrst allra í Sjávarfoss- inn sem er nú svo rækilega yfir- byggður að líkara er að staðið sé inni í myrkvaðri íþróttahöll. Á laug- ardagsmorgun hefst síðan vertíðin í Langá á Mýrum. Tundur- dufla- slæðari til sýnis FRANSKI tundurduflaslæðar- inn Ceres verður til sýnis í dag, fimmtudaginn 13. júní, frá kl. 14-17. Skipið liggur við Mið- bakkann gegnt útivistarsvæð- inu. Á Hvalnum, útivistarsvæði Miðbakkans, er þörunga- og botndýralíf til sýnis við eðlilegar aðstæður í sælífskerunum og einnig gamla eimreiðin. Alla daga er úrval leiktækja til af- nota á svæðinu. I Miðbakka- tjaldinu og tjaldstæðinu verða ýmsar kynningar daglega frá kl. 17-19. Afmælisfagn- aður Reykja- víkurlistans AFMÆLISFAGNAÐUR Reykjavíkurlistans verður hald- inn í Súlnasal Hótels Sögu í kvöld, en þann dag fyrir tveim- ur árum tók Reykjavíkurlistinn við stjórnartaumum í Reykja- vík. Húsið verður opnað kl. 20 og verða flutt ávörp, tónlist, ballett og margt fleira. Að- gangur er ókeypis. Við bjóðum a 20% afslátt A af öllum reiðhjólahjálmum í eina viku: frá^rí^' Eitt mesta úrval landsins LEIÐANDI FRAMLEIÐENDUR: Opið laugardaga frá 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.