Morgunblaðið - 13.06.1996, Side 51

Morgunblaðið - 13.06.1996, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1996 51 FRÉTTIR Lax dreifð- ur 1 Laxá í Leirár- sveit ENN er allt við sama heygarðs- hornið á laxveiðislóðum. Stórlaxinn gengur í litlum skömmtum og dreif- ir sér fljótt um árnar. Er það óvenjulegt ástand í júnímánuði, því stórlaxinn er yfirleitt til muna lið- færri heldur en smálaxinn, sem enn er ekki genginn. Þegar hann dreif- ir sér, verður oft og iðulega erfitt að finna laxinn og það veldur því að veiðin hefur verið minni heldur en margur reiknaði með. Þetta var uppi á teningnum í Laxá í Leirár- sveit í gærmorgun er veiði hófst þar. Þar komu þó nokkrir laxar á land við slæm skilyrði. „Það hefur verið dálítil veiði, það eru fiskar hérna á svæðinu, en ekki mikið magn og áin er svo lítil og glær að laxinn er tregur,“ sagði Eyjólfur Jónsson í samtali við Morgunblaðið á bökkum Laxár í Leirársveit. Tveir laxar voru þá komnir á land úr Vaðstrengjum, skammt neðan Laxfoss, og menn höfðu að auki misst þrjá físka. Sjálfur hafði Eyjólfur farið upp fyrir Laxfoss, í Ljónið, sett í lax og misst við fæturna á sér. Á með- an samtalið fór fram, setti Reynir Jóhannsson í 10 punda lax í Vað- strengjum, þeim efsta, og landaði skömmu síðar og voru þá þrír komnir á land. Enginn lax var sjá- anlegur í Laxfossi og sagði Eyjólf- ur það alvanalegt í svo björtu veðri og litlu vatni, þá vildi laxinn heldur halda til þar sem straumur væri meiri, s.s. í Vaðstrengjum. Ofar við ána voru Haukur G. Garðarsson og Ólafur Johnson. Þeir voru að renna fyrir 5 laxa sem lágu neðarlega á Eyrarfossbreið- HARLEY Davidson-hjól sem mótorhjólalögreglan er með í notkun. Lögregludagur og minja- sýning á Árbæjarsafni SÉRSTAKUR lögregludagur verður haldinn 16. júní í Árbæj- arsafni þar sem lögreglan í Reykjavík mun kynna sögu sína og starfsemi með ýmsum hætti. Þá munu lögregluþjónar íklædd- ir gömlum búningum fræða gesti, mótorhjól lögreglunnar verða til sýnis, lögreglukórinn kemur fram og lögreglumenn á hestum verða á svæðinu auk þess sem teymt verður undir börnum. í desember 1995 færði Lög- reglufélag Reykjavíkur Ár- bæjarsafni myndarlegt safn lög- regluminja, sem má nefna fyrsta lögregluminjasafn landsins og verða þessar minjar til sýnis á safninu í sumar. Lögreglan í Reykjavík var stofnuð árið 1803 oger því tæp- lega 200 ára gömul. Á19. öld- inni störfuðu tveir lögregluþjón- ar í bænum og samhliða þeim jafnmargir næturverðir. 1918 var embætti lögreglusljóra stofnað og hefur lögreglumönn- um fjölgað jafnt og þétt síðan. Meðal lögregluminjanna eru einkennisbúningar af ýmsu tagi og alls konar áhöld og búnaður. Þekktustu gripirnir eru „Morg- unstjarnan," sem er meðal elstu Ljósmynd/Árbæjarsafn LÖGREGLUBÚNINGUR frá því um 1950. minja, en hún er metra löng tré- stöng með trékúlu framan á og málmbroddum og var notuð á 18. öld til að stugga við drykkju- mönnum. Annar þekktur gripur er „fangakistan," sem er kista á hjólum og var notuð til fanga- flutninga. Morgunblaðið/gg FYRSTI laxinn úr Haffjarðará í sumar, 12 punda hrygna úr Kvörninni. Veiðimaður er Páll Friðbertsson. REYNIR Jóhannsson með 10 punda hrygnu úr Vaðstreng 1. unni. Laxarnir tóku ekki og Hauk- ur sagði þá grunsamlega stygga. Sagði Haukur aðstæðurnar mjög slæmar, áin væri alltof vatnslítil. Hann bætti því þó við með mjög sannfærandi hætti að það myndi rigna vel í sumar. Sæmilegt meðallag Ingvi Hrafn Jónsson stanga- veiðimaður með meiru sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að sér sýnd- ist vorvertíðin vera í sæmilegu meðallagi, en alvöru kraftur myndi vart koma í veiðiskapinn fyrr en smálaxinn færi að hellast inn í árn- ar. Nú er að bíða og sjá hvort smálaxinn kemur fyrr eða seinna en vant er. Miðað við árferði gæti smálaxinn farið að sýna sig hvað úr hverju. Næstu ár sem opna eru Elliða- árnar á föstudagsmorgun og rennir þá borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrst allra í Sjávarfoss- inn sem er nú svo rækilega yfir- byggður að líkara er að staðið sé inni í myrkvaðri íþróttahöll. Á laug- ardagsmorgun hefst síðan vertíðin í Langá á Mýrum. Tundur- dufla- slæðari til sýnis FRANSKI tundurduflaslæðar- inn Ceres verður til sýnis í dag, fimmtudaginn 13. júní, frá kl. 14-17. Skipið liggur við Mið- bakkann gegnt útivistarsvæð- inu. Á Hvalnum, útivistarsvæði Miðbakkans, er þörunga- og botndýralíf til sýnis við eðlilegar aðstæður í sælífskerunum og einnig gamla eimreiðin. Alla daga er úrval leiktækja til af- nota á svæðinu. I Miðbakka- tjaldinu og tjaldstæðinu verða ýmsar kynningar daglega frá kl. 17-19. Afmælisfagn- aður Reykja- víkurlistans AFMÆLISFAGNAÐUR Reykjavíkurlistans verður hald- inn í Súlnasal Hótels Sögu í kvöld, en þann dag fyrir tveim- ur árum tók Reykjavíkurlistinn við stjórnartaumum í Reykja- vík. Húsið verður opnað kl. 20 og verða flutt ávörp, tónlist, ballett og margt fleira. Að- gangur er ókeypis. Við bjóðum a 20% afslátt A af öllum reiðhjólahjálmum í eina viku: frá^rí^' Eitt mesta úrval landsins LEIÐANDI FRAMLEIÐENDUR: Opið laugardaga frá 10-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.