Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 47 þá um leið séð inn í þrjár aldir. Hann beið eftir að haft væri viðtal við sig vegna bókar um urriðann i Þingvallavatni, en af því viðtali verður ekki. Ég vil þakka Guð- mundi tengdaföður mínum fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar við hann. Gylfi Guðjónsson. Ég kynntist tengdaföður mínum, Guðmundi Jóhannessyni, fyrir rúm- um 17 árum er við Sæunn dóttir hans rugluðum saman reytum okk- ar. Við andlát hans kallar hugurinn á margar minningar og langar mig til að segja frá fáeinum sundurlaus- um brotum. Mér er minnisstæður 20. ágúst 1994 þegar Berglind dóttir Sæunn- ar og Olafur gengu i hjónaband. Þá fór Guðmundur í pontu samko- musalarins, fór með vísur eftir sjálf- an sig, hló, gerði að gamni sínu og fór á kostum svo salurinn lá í hlátri, allt blaðlaust, 96 ára gamall með yfirbragð sextugs manns, „Viljið þið heyra meira?“ sagði hann. Ég man líka í október 1991 þeg- ar við fórum saman út úr íbúð hans á fimmtu hæð í Ljósheimum 4, ég fór í lyftunni (hafði fengið í bakið) en hann skokkaði (þá 94 ára) niður stigann og stóð svo skælbrosandi með útidyr opnar þegar ég kom niður. Guðmundur las og stundaði jóga eftir að hann hætti búskap 1958. Ég held að hann hafi verið endur- fæddur jóga því hann læknaði sjálf- an sig af öllum kvillum sem sóttu að, sagðist hugsa þá frá sér. Aldrei fékkst hann til þess að upplýsa hvernig hann tók á heilsufari sínu alla ævi, en, hann vann á móti elli og hrumleika með hugsun sinni og lét ekkert undan elli kerlingu fyrr en rétt áður en hann dó. Guðmundur var heimspekilega sinnaður, eins og þessi vísa hans ber með sér. Rúm og tími reynast blekking, ef reynt er takmark hvors að fá aldrei mun vor mannleg þekking mega uppsprettu ljóssins sjá. Og hans útskýring á vísunni var: ( Rúmið var, er og verður, og eins tíminn, höfðu ekki upphaf eða endi aðeins hugtakið ER. Líklega hefur I hann fundið til skyldleika við skáld- jöfurinn Einar Benediktsson, enda kunni hann (að ég held) öll ljóðin hans utan að og fór oft með þann kveðskap fyrir mig og síðast 11. maí sl. upp í sumarbústað. Já, Guðmundur var ógleymanleg- ur maður, lífsglaður, víðlesinn, fjöl- fróður og þannig gerður að öllum I leið vel í návist hans. Hann var hár j og grannur, teinréttur í baki, léttur í spori með kolsvart hár sem ekki I gránaði. Hann tók lífínu með karl- mennsku og rólyndi og virtist vaxa með hverjum degi. Hann hélt ávallt ró hugans, kvartaði aldrei og undir niðri var seigla og æðruleysi sem gerði hann að þeim ágæta manni er hann var. Aldrei hallmælti hann Skilafrest- ur minn- ingar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. nokkrum manni og enga átti hann óvini. Guðmudnur var tvo daga í viku í dagvist í Múlabæ og færi ég starfs- fólki þar þakkir fyrir góðvild og hlýju sem það sýndi honum og hann oft minntist á þegar við hittumst. Kunni Guðmundur vel að meta þessa alúð og þakkaði oft fyrir sig með vísum sem hann kastaði fram við ýmis tilefni. Það yrði ekki erfitt að verða gamall ef maður yrði þess aðnjótandi sem hann, að hafa góða heilsu, óbilað minni, vera ferðafær, lesa gleraugnalaust, yrkja vísur og vera léttur í lund alveg fram á loka- dag, því Sæunn dóttir hans sat hjá honum milli kl. 3 og 4 sex tímum fyrir andlát hans og var hann þá andlega hress og ræddu þau þá saman um heima og geima. Þá rétti hann opna lófa yfir rós sem Katrín dóttir Sæunnar hafði gefið honum og sagði Sæunni að kraftur streymdi frá rósinni í lófana. Þann- ig nýtti hann sér kraftinn úr blóm- um, náttúrunni og fegurð fjallanna. Allt þetta gaf honum heilsu. Gamli jóginn var þarna enn á ferðinni. En maðurinn með ljáinn hafði knú- ið á dyr tveim dögum fyrr og þeim dyrum upplokið að kvöldi 6. júní sl. Ég sakna Guðmundar en mun eiga hann í minningunni. Það sann- ast hið fornkveðna að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur“. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Sigurður Mar. í dag kveð ég elskulegan afa minn, sem hefur nú lokið sinni löngu lífsgöngu hér á meðal okkar. Hon- um man ég fyrst eftir í Ljósheimun- um ásamt ömmu minni, Guðrúnu Sæmundsdóttur, en hún lést fyrir níu árum. Lengst af bjuggu þau afi og amma í Króki í Grafningi miklum myndarbúskap og ólu átta börn. Afi sagði okkur margar sögurnar þegar hann var upp á sitt besta, bæði á Nesjavöllum, þar sem þau hjónin hófu sinn búskap, og í Króki, þar sem þau bjuggu lengst, þar á meðal þegar hann og bróðir hans, Jóhann, virkjuðu bæjarlækinn og fengu allt sitt rafmagn þaðan. Þetta var árið 1929, og þóttu miklar framfarir og nýjungar á þessum árum. Afi var sérstaklega handlag- inn og átti stórt verkstæði í kjallar- Erfidrykkjur Glæsilegkaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góðþjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÖTEl LIIFTLEÍIIIR anum í Króki, þar sem margir hag- nýtir hlutir litu dagsins ljós. Þar man ég sérstaklega eftir listasmíð- uðum skautum úr tré og járni, upp- rúlluðum að framan. A þessum skautum fór hann margar bæjar- ferðirnar á Þingvallavatni þegar það lagði, og nokkrar ferðirnar með okkur krökkunum. Afi var mikill og áhugasamur bóndi og hugsaði vel um landið sitt, og þegar best lét var hann með um eða yfir 500 fjár og var Krókur stórbýli í þá daga. Hann afi var svolítið merkileg persóna, ef svo má að orði komast. Þegar þú hittir þennan mann, hefð- ir þú ekki trúað að hann væri að nálgast hundrað árin. Hann var með tinnusvart hár, alltaf hress og glaður, og svo léttur á fæti að við yngra fólkið máttum vara okkur. Hann skrifaði svo fal- lega og las gleraugnalaust, svo ótrúlegt sem það var. Hann fylgdist með öllu sem var að gerast í hinum stóra heimi í dag, og mátti maður hafa sig allan við í samræðunum. Ég var þeirrar ánægju njótandi að fá að hafa hann í fertugsafmæli mínu 20. apríl sl. Þar var hann hrókur alls fagnaðar, stóð upp á sviði og fór með margar af sínum fallegustu vísum, en hann orti margar nú síðustu árin. Og allar fór hann með þær eftir minni. Þetta er mér ógleymanleg stund í lifinu, og hafi hann alla mina þökk fyrir. Hann talaði oft um að hann lang- aði til að lifa tvenn aldamót, en hann var fæddur rétt fyrir þau síð- ustu. Og þar sem hann var svo ern og frískur, trúði maður því, og ann- að kom ekki til. En enginn veit sína ævi, og elskulegur afi er nú farinn í ferðina miklu, og á vit feðra sinna. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast afa mínum og ganga þennan vegarspotta með honum. Hvíl þú í friði. Ef þessi dagur hefur ekki veitt svör við spurn ykkar og verið opnun sálar minnar, látum hann þá verða fyrirheit um framtiðina. (Kahlil Gibran) Kolbrún. • Fleiri minningargreinar um Guðmund Jóhannesson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 REYKJAVÍKUR APÓTEK Austurstræti 16 eru opin tilkl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Garðs Apótek MOSAIK hf. Hamarshöfði 4 155871960 ABC1) r.KOHl) LEGSTEINAR Margar gerðir Fjölbreitt úrval steintegunda íslensk framleiðsla tBCOf. rCHUKI t Ástkær sonur minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRIRG. ÓLAFSSON bifreiðastjóri, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 14. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Stefanía Guðmundsdóttir, Þórey S. Þórisdóttir, Ójafur Geir Jóhannesson, Klara Rut, SnævarÖrn, Bergsteinn Ingi, systkini og aðrir aðstandendur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTINN ERLENDUR KALDAL MICHAELSSON leigubifreiðarstjóri, Suðurgötu 45, Keflavík, sem lést 6. júní sl., verður jarðsung- inn frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 14. júní kl. 13.30. Bjarnheiður Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐSTEINN G. HELGASON verkstjóri, Dalbraut 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, fimmtudaginn 13. júní, kl. 15.00. Jón Þór Friðsteinsson, Helga Guðríður Friðsteinsdóttir, Ólafur Friðsteinsson, Hilmar S. Friðsteinsson, Maria Erla Friðsteinsdóttir, Hannes B. Friðsteinsson, Hólmfríður Friðsteinsdóttir, Ragnheiður Friðsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sólrún Kristjánsdóttir Kristján Halldórsson, Svanhildur Hilmarsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Stefán Tyrfingsson, Kristjana V. Árnadóttir, Sveinn Gunnarsson, Kjartan Leó Schmidt, t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát bróður okkar, JÓNS ÞORKELSSONAR frá Arnórsstöðum. Guðný Þorkelsdóttir, Margrét Þorkelsdóttir, Loftur Þorkelsson, Svanfríður Þorkelsdóttir, Guðrún Þorkelsdóttir, Arnór Þorkelsson, Ragna Gunnarsdóttir. t Innilegasta þakklæti og Guðsblessun til allra þeirra, sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu við fráfall elskaðs sonar okkar og bróður, SIGURJÓNS STEINGRÍMSSONAR. Kærleikur og huggun Krists fylli ykkur öll. Steingrimur Ágúst Jónsson, Þóranna M. Sigurbergsdóttir, Ríkharður Örn, Björk, Daniel, Kristný, Gunnar. t Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORKELS PÉTURSSONAR, Holtagerði 3, Húsavík. Sólveig Jónasdóttir, Hólmfri'ður Þorkelsdóttir, Guðmundur Jónsson, Regfna Þorkelsdóttir, Aðalsteinn Gíslason, Jónas Þorkelsson, Guðmundur H. Jóhannsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.