Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ð K r o •' verðið ríkjum og allir dagar eru tifboðsdagar. Lifurínn er sérverslun með allar málningarvörur og þér er þjónað af fólki sem kann sitt fag. Sérverslun ...rétti iiturinn, rétta verðib, rétta fólkið Síðumúla 15, sími 553 3070 WOODEX llltra ■ viðarvörn gagnsæ, olíublendin vörn sem dregur fram kosti viðarins. WOODEX Træolie - viðarolía Grunnviðarvörn sem hentar sérlega vel þrýstifúavörðu timbri. Jurtaolía með alkyd/Harpix bindiefni. ÚRVERINU I heimsókn hjá Jósafat FRAMKVÆMDASTJÓRI matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, Jaques Diouf, heimsótti á dögunum Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar og skoðaði þar smiðjumuni og ýmislegt tengt, sjávarútvegi. A myndinni er Diouf að rita nafn sitt í gestabók safnsins, ásamt Jósafat Hinrikssyni. Verulegt verðhrun á eldislaxinum í Noregi VERÐ á norskum laxi hefur nán- ast hrunið að undanfömu. í byijun mánaðarins féll verðið á einstökum stærðarflokkum um 80 til 100 ís- lenzkar krónur hvert kíló. Eldis- stöðvarnar slátra nú í miklum mæli og selja heilan smálax á 50 til 60 krónur kílóið. Norska blaðið Fiskaren greinir frá þessu og hefur eftir dönskum laxakaupmanni að ástandið sé skelfilegt. Framleiðendur búi við lægsta verð sögunnar rétt áður en ESB taki fyrir kæru á hendur Norðmönnum vegna meintra und- irboða á laxi. í síðustu viku var eins til tveggja og tveggja til þriggja kílóa lax seldur á 200 til 220 krónur kílóið. Nú býðst hann á 140 krónur. Astæða þess að fiskeldismenn selja á svo lágu verði nú, er talin vera bæði fóðurkvótar til að halda aftur af vexti laxins og skortur á lausafé. Nú er verið að setja seiði í kvíarnar, en fóðurkvótarnir rýra afkomumöguleikana. Bankarnir halda svo að sér höndum og því eiga margir erfitt með að ijár- magna seiðakaupin. Þá hefur sjáv- arútvegsráðherra Noregs lýst því yfir að fóðurskömmtuninni verði haldið áfram. Nú er mikið af eins árs laxi í kvíunum og til þess að hægt sé að fóðra hann nægilega og minnka þéttleikann í búrunum, er nauðsynlegt að slátra miklu af honum. Norðmenn telja þetta verðfall nú, þegar Evrópusambandið tekur fyrir kæru á hendur þeim fyrir meint undirboð, mjög alvarlegt mál og muni það hafa áhrif til hins verra. -----» ♦ ♦--- Heinaste áframá úthafskarfa HEINASTE verður áfram á út- hafskarfaveiðum en nú eru aðeins um 3.000 tonn eftir af heildar- kvóta íslensku skipanna. Því má reikna með að íslensku skipin hætti úthafskarfaveiðum á næstu dögum. Heinaste er ekki skráð á íslandi en Sjólaskip hf. í Hafnarfirði er með skipið á leigu. Guðmundur Viborg, framkvæmdastjóri, segir að skipið sé ekki að veiða úr nein- um kvóta á Reykjaneshrygg frem- ur en önnur skip frá Eystrasalts- ríkjunum sem eru að veiðum á svæðinu. Skipið verði því áfram á karfaveiðum á Reykjaneshrygg meðan veiði sé viðunandi. íslendingar hafa nú veitt um 42.000 tonn af 45.000 tonna út- hafskarfakvóta sínum og væntan- lega lýkur veiði um eða eftir helgi. Guðmundur segir að töluvert hafi dregið úr veiði á síðustu dögum en Heinaste verði þó eitthvað áfram á veiðunum. Hann segir veiðimynstrið mismunandi á Reykjaneshrygg, í fyrra hafi lítið veiðst í júní en mjög mikið árið þar áður og erlend skip séu mörg hver á veiðum þar allt árið. Ekki hefur þó verið ákveðið hve lengi Heinaste verður á úthafskarfanum að sögn Guðmundar og að minnsta kosti verði beðið eftir að veiði fari að glæðast í Smugunni. Regnfatnaður fyrir börn á öllum aldri Margar stærdir, margir litir! Veljum íslenskt! VERSLANIR SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425, FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.