Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Útflutningsskólinn settur á Sauðárkróki Sauðárkróki - Sumarskóli Út- flutningsskólans var settur í fyrsta sinn síðastliðinn mánudag í fyrir- lestrarsal Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki. I ræðu sinni gerði Sigurður Ágúst Jensson verkefnisstjóri skólans grein fyrir stofnun og til- urð skólans, og rakti undirbúning að því að þessu verkefni var hrund- ið í framkvæmd. Frá upphafi hefur danski Út- flutningsskólinn í Herning á Jót- landi verið til ráðuneytis og í sam- starfi við heimamenn varðandi uppbyggingu skólans og er kennsluefni frá honum að megin- hluta til uppistaðan í námsefni skólans, auk þess sem skólastjóri og aðstoðarskólastjóri, ásamt þremur af aðalkennurum þess skóla, mun koma að kennslunni. Morgens Blume-Schmidt skóla- stjóri Danska skólans iýsti ánægju með að hafa tekið þátt í að koma skólanum af stað og einnig því að vera nú hingað kominn við upphaf skólastarfs, en hann mun kenna næstu þrjá daga og er hann fyrstur hinna erlendu fyrirlesara sem að skólanum koma að þessu sinni. Aðrir kennarar og fyrirlesarar eru flestir tengdir atvinnulífínu og fræðslugeirum þess, og má þar nefna til dæmis Jón Asbergsson frá Útflutningsráði, Pál Gíslason Morgunblaðið/Bjöm Björnsson MORGENS Blume-Schmidt ávarpaði nemendur við setn- ingu Útflutningsskólans. frá IceCon, Karl Friðriksson frá Iðntæknistofnun, Þór Sigfússon hagfræðing og Árna Sigfússon frá Stjómunarfélaginu svo einhveijir séu nefndir. Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri Kaupfélags Skagfirðinga ávarpaði gesti, en Þórólfur er einn af frumkvöðlum þess að koma Útflutningsskólanum á laggirnar og hefur frá upphafi verið í undir- búningsnefnd um stofnun skólans ásamt þeim dr. Þorsteini I. Sigfús- syni prófessor og dr. Vilhjálmi Egilssyni alþingismanni og fram- kvæmdastjóra Verslunarráðs ís- lands. Megináhrsla í skólastarfinu verður lögð á kennslu í alþjóðleg- um samskiptum, markaðsstarf al- mennt og starf á ólíkum menning- arsvæðum. Jafnramt mun verða sinnt þáttum eins og viðskipta- bréfum, kynningarmálum, mark- aðsrannsóknum, funda- og samn- ingatækni svo nokkuð sé nefnt. Fjölmargir aðilar hafa stutt stofnun skólans og má þar nefna Búnaðarbankann, Verslunarráð íslands, Íslenskar sjávarafurðir, Kaupfélag Skagfirðinga, Sölumið- stöð Hraðfrystihúsanna, Stein- ullarverksmiðjuna, Fiskiðjuna Skagfirðing auk þess sem Sauðár- krókskaupstaður og Héraðsnefnd Skagfirðinga hafa verulega lagt málinu lið, og síðast en ekki síst ber að geta um þátt Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra, sem auk þess að leggja skólanum til hús- næði og allan búnað sem þarf til skólahaldsins þar með talið mjög fullkomið tölvuver, hefur veitt ómetanlega aðstoð á flestum svið- um. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir SVANDÍS Jóhannsdóttir, formaður sóknarnefndar Drangsneskap- ellu, tekur við gjafabréfi fyrir nýjum altarisdúk úr hendi Guðbjarg- ar Einarsdóttur. Drangsneskapellu færð- ur nýr altarisdúkur Drangsnesi - Guðbjörg Einars- dóttir hefur saumað og gefið Drangsneskapellu altarisdúk til minningar um foreldra sína, Helgu Soffíu Bjarnadóttur og Einar Sig- valdason, en þau hefðu bæði orðið 100 ára á þessu ári. Guðbjörg hefur varið miklum hluta síðasta vetrar við að sauma dúkinn, sem er hinn vandaðasti af allri gerð, saumaður út í harð- angur og klaustur sem kallað er. Dúknum hefur verið komið fyrir á altari Drangsneskapellu. FORSETAKOSNINGAR 1996 „ Tökumfotystum IÞÁGU FRIÐAR Friðarvaka í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvðld kl. 21.00 ÁstþórMagnússon og stuðningsmenn friðar halda friðarvöku iRáðhúsi Reykjavíkur ikvöldkl. 21.00. Blysför verðurað Dómkirkju Reykjavíkur og stutt athöfn þarað fundi loknum. Allir velkomnir. Stuðningsmenn friðar. ^SA Sð ^ .ui'OFA: TKYGGVA0TU;6,2. IIÆD. 101 REYpÍK, SIMI552-2009. SIMBREF 552-2024. NETFANG: httpy/www.peace.isy/forseti.html ;■ i \(: H | i ;; 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.