Morgunblaðið - 13.06.1996, Page 37

Morgunblaðið - 13.06.1996, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 37 AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR Þess vegna styð ég Pétur Kr. Hafstein FORSETAEMB- ÆTTIÐ á íslandi á sér ekki langa sögu. Það er aðeins liðlega hálfr- ar aldar gamalt - jafngamalt íslenzka lýðveldinu - og tók viðaf konungdæminu. íslenzka þjóðin leit jafnan upp til konungs síns og sýndi honum virðingu og hollustu, þótt í hlut ætti dansk- ur konungur úti í Kaupmannahöfn. En íslendingar voru and- vígir dönsku valdi, er birtist oft í yfirgangi embættismanna og kaupmanna. Ég mun seint gleyma fagnaðar- látunum, en brutust út á lýðveldis- hátíðinni á Þingvöllum 17. júní 1944, er skeyti barst alveg óvænt frá Kristjáni konungi X með heilla- óskum til íslenzku þjóðarinnar í tilefni af stofnum lýðveldisins. Vart verður sagt, að mikil völd fylgi embætti forseta, nema við sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu, einkum ef sjálft Alþingi bregzt þeirri frumskyldu sinni að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Þá kemur til kasta forseta íslands að leysa vandann og ákveða, hvaða flokki - eða einstaklingi - hann felur að mynda ríkisstjórn. Við slíkar aðstæður geta völd og áhrif for- seta orðið mikil - ef hann er vel hæfur einstaklingur - karl eða kona - sem nýtur trausts þjóðarinnar og hefur áræði og kjark til að gjöra nauðsyn- legar ráðstafanir til lausnar aðsteðjandi vanda, jafnvel þótt skiptar skoðanir geti verið um réttmæti þeirra með þjóðinni. Fyrsti forseti ís- lands, herra Sveinn Björnsson, var kjörinn af Alþingi á lýðveldis- hátíðinni og var síðan sjálfkjörinn, meðan hann lifði. Eftirmaður hans, herra Ásgeir Ásgreisson, fyrsti þjóðkjörni for- seti íslands - náði kjöri eftir harða kosningabaráttu. Þjóðin sam- einaðist síðan um hann og hann var sjálfkjörinn, meðan hann gaf kost á sér til endurkjörs. Eftir hann hafa aðeins tveir setið á for- setastóli, herra Kristján Eldjárn og frú Vigdís Finnbogadóttir. Má því með miklum sanni segja, að sú hefð hafi myndazt, að nýr for- seti þurfi að heyja harða kosninga- baráttu til að ná kjöri, en verði síðan sjálfkjörinn, svo lengi sem hann gefur kost á sér til endur- kjörs. Eina undantekningin frá þessari hefð var árið 1988, er kona bauð sig fram gegn frú Vig- dísi, enda þóttu það nánast „helgi- spjöll“ og hlaut frú Vigdís nær öll atkvæðin. Forseti nýtur sömu virðingar og hollustu og konungurinn áður. Tilefni þessara orða minna er það, að enn er efnt til forsetakjörs á Islandi og umsækjendur eru fimm talsins. Við forsetakjör horfum við gjarna fram á veginn - til næstu fjögurra ára - og lengra þó - því að allir íslenzkir forsetar fram að þessu hafa setið lengur en fjögur ár í embætti - og spyijum: Hvaða atburði mun bera hæst í sögu lands og þjóðar næstu árin? Að þessu sinni tel ég svarið sjálfgefið. Kristnitakan á Alþingi árið 1000 er einn allra mikilvæg- asti atburður íslenzkrar sögu frá upphafi. Jafnframt reynum við að kynna okkur persónu umsækjendanna og skoðanir þeirra á þeim málum, er okkur þykir mestu varða land og þjóð. Ég hef reynt að gjöra hvort tveggja í þessu forsetakjöri. Að þeirri athugun lokinni er ekki minnsti vafi í huga mínum, hvern ég styð. Ég er ákveðinn í því að greiða Pétri Kr. Hafstein atkvæði mitt, þótt ég hafi ekki þekkt hann að ráði fyrr, en ég hef kynnzt honum í kosningabaráttunni. Eftirfarandi ástæður hafa ráðið þessari ákvörðun minni: 1. Pétur Kr. Hafstein er ekki einn þeirra, er sækjast eftir að láta á sér bera og vera sífellt í sviðsljósinu. Hann hefur kostað Jónas Gíslason kapps um að vinna störf sín af samvizkusemi og réttsýni. Hann er vel menntaður lögfræðingur, enda er hann einn þeirra lögfræð- inga, er skipaður hefur verið í æðsta dómstól landsins. 2. Hann hefur ríka réttlætis- kennd og fylgir sannfæringu sinni af einurð í starfi. 3. Hann er traustverkjandi og hógvær drengskaparmaður, er þekkir náið sögu og hagi þjóðar- innar. 4. Eiginkona hans, Inga Ásta, er glæsileg kona - unnandi lista og menningar - og yrði verðug húsmóðir á Bessastöðum. 5. Pétur Kr. Hafstein er krist- inn maður, er tekur trú sína alvar- lega og rækir vel guðsþjónustur kirkjunnar, auk þess sem hann hefur verið virkur í kirkjulegu starfi. 6. Loks er mér ljúft að minnast föður Péturs, Jóhanns heitins Haf- stein, er gegndi um skeið starfi forsætiráðherra, eftir að hafa gegnt fjölda annarra trúnaðar- starfa fyrir land og þjóð. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta vináttu og traust drengskap- armannsins Jóhanns Hafstein. Ég þykist sjá í Pétri Kr. Haf- stein ýmsa beztu eiginleika ættar hans og treysti engum öðrum frambjóðanda í þessu forsetakjöri betur til að vera í fararbroddi á hinni miklu fagnaðar- og þakkar- hátíð allra kristinna manna í þessu landi. Þetta ræður því, að ég veiti Pétri Kr. Hafstein fullan stuðning í þessu forsetakjöri og hvet aðra til hins sama. JÓNAS GÍSLASON. Höfundur er vígslubiskup. Fossvogsbletti 1 (fyrir neðon Borgarspítala) Opið kl. 8-19. helgar kl. 9 -17. Sími 564 1777

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.