Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Guðmundur Eiríksson Kosinn í Hafrétt- ardóm- stólinn GUÐMUNDUR Eiríksson, þjóðréttarfræðingur utanríkis- ráðuneytisins, var í fyrrakvöld kjörinn í hinn nýja Hafréttar- dómstól Sameinuðu þjóðanna. Guðmundur verður í hópi 21 dómara við dómstólinn, en alls voru 33 frambjóð- endur í kjöri. Aðildar- ríki Hafrétt- arsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nú eru 104 talsins, greiddu atkvæði um dómara í Hafréttardómstólinn. Guð- mundur náði kjöri í fimmtu umferð með 74 atkvæðum. Guðmundur var kjörinn í eitt af fjórum dómarasætum^ sem féllu í hlut Vesturlanda. I gær varð ljóst að hann mun gegna starfi dómara næstu sex ár. Mikil ábyrgð Guðmundur sagði í gær, að sér fyndist m'ikil ábyrgð hvíla á sér og dómurunum öllum. „Ég vil ekki tala um sjálfan mig, en mér finnst dómurinn mjög vel skipaður og betur en ég átti von á, miðað við þær pólitísku hreyfingar, sem voru í gangi fyrir kjörið. Mjög margir góðir menn hafa valizt í dóminn og ég vona að við getum látið gott af okkur leiða.“ Guðmundur segir fasta- nefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hafa gengið mjög vel fram í að vinna fyrir kjöri sínu og hafí hún att kappi við miklu stærri ríki, með sendiráð um allan heim og öflugar kosningavélar. Hann segist jafnframt hafa notið eindreg- ins stuðnings utanríkisráðu- neytisins og Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra. Neyðarþjónusta aukín á nokkrum stöðum FÉLAG íslenskra heimilislækna samþykkti í gær beiðni heilbrigðisyfírvalda um að taka þátt í skipulagi læknisþjónustu yfir helgina á sjö stöðum á landinu þar sem héraðslæknar telja sérstaka þörf á að efla læknisþjónustu til að fyrirbyggja hættuástand. Starfshópur heilbrigðisyfirvalda, sem starfar vegna uppsagna heimilislækna, átti í gær fund með héraðslæknum um land allt vegna þess ástands sem hefur skapast í kjölfar uppsagna heilsugæslulækna. Þar var ákveðið að héraðs- læknar munu annast skipulagningu heilbrigðis- þjónustu hver í sínu héraði og veita upplýs- ingar til heilbrigðisstarfsmanna og almennings eftir því sem þörf krefur. Læknar á vakt á sjö stöðum Ljóst varð eftir að heilsugæslulæknar létu af störfum að læknislaust var á stórum svæðum á landinu, þar sem ekki eru sjúkrahús, m.a. var enginn læknir við störf á svæðinu frá Selfossi austur í Djúpavog. Héraðslæknar eru nú að skipuleggja aukna læknisþjónustu þar sem ástandið er talið geta orðið alvarlegast vegna fólksaukningar og eru því læknar á vakt frá kl. 17 í gærdag til kl. 8 á þriðjudagsmorgun, 6. ágúst, á eftirtöldum stöðum: Sauðárkróki (1 læknir á vakt), Akureyri (2 á vakt), Kópaskeri, Þórshöfn og Raufarhöfn (1 á vakt), Vopnafirði (1 á vakt), Egilsstöðum (1 á vakt), Höfn (1 á vakt) og á Vík eða Hvolsvelli (1 á vakt). Álagið mjög mikið og ástandið talið alvarlegt Starfsfólk heilsugæslustöðva á landsbyggð- inni hefði í gær miklar áhyggjur af komandi helgi. Maijolyn Tiepen, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni á Hellu, sagði að ástandið væri mjög slæmt, þótt engin alvarleg atvik hefðu komið upp, en hún taldi fólk ekki hafa gert sér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið væri. Kristján Erlendsson, skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneytinu, sagði að gengið hefði þokkalega að veita nauðsynlega þjónustu á bráðavöktum sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæð- inu. Þó væri greinilegt að sums staðar væri álagið mjög mikið. Asta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði að ástandið virtist vera viðráðanlegra á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi. Hjúkrunarforstjórar á landsbyggð- inni hefðu töluverðar áhyggjur, sérstaklega vegna verslunarmannahelgarinnar og einnig óttuðust margir stóraukið álag eftir helgina. Fólk er hrætt og reitt/6 Morgunblaðið/Árni Sæberg STÚLKNAKÓRINN frá Esbjerg flutti Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra þijú lög um borð í varðskipinu Tý og kvað Þorsteinn sönginn bæði fallegan og friðsaman. Að söngnum loknum færði kórinn Þorsteini bréf frá sjómannasam- tökunum í Esbjerg þess efnis að ágrein- ingsefni þjóðanna í sjávarútvegsmálum yrðu leyst með friðsamlegum hætti. 5 milljarða lán vegna Leifsstöðvar RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að endurfjármagna allar áhvílandi langtímaskuldir flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar, sem nema 4.200 milljónum kr. og enn- fremur að leggja 800 milljónir kr. til viðbótar í viðbyggingu við flug- stöðina og til endurbóta í núver- andi flugstöðvarbyggingu. Hluti af endurbótunum sem væntanlega verður ráðist í næsta vetur er til kominn vegna væntan- legrar aðildar íslands að Scheng- en-samkomulaginu, að sögn Þórð- ar Ingva Guðmundssonar, deild- arsérfræðings á varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Meg- in ástæða þeirra er þó sú, að flug- stöðin er nú þegar orðin allt of Iítil. M.a. verður innritunarborðum og vopnaleitarhliðum fjölgað og komið verður fyrir sprengjuleitar- tækjum auk fleiri endurbóta, sem hafa, að sögn Þórðar, setið á hak- anum um árabil. „Þama hefur verið hálfgert neyðarástand í sum- ar meðal annars vegna langra biðraða. Jafnframt næst það markmið, sem lengi hefur verið stefnt að, að leysa fjárhagsvanda flugstöðvarinnar en halli á rekstr- inum hefur numið um 150 milljón- um króna á ári,“ sagði hann. Framkvæmdir við viðbyggingu hefjast næsta vor Verklegar framkvæmdir við við- bygginguna hefjast næsta vor. Framkvæmdum þarf að ljúka fyrir árslok 1998 þegar Norðurlanda- þjóðirnar eiga að gerast aðilar að Schengen, að sögn Þórðar. Heildarskuldir flugstöðvarinnar eftir þessar ráðstafanir munu nema fimm milljörðum króna og á rekstur hennar að standa undir þessum skuldbindingum miðað við þær forsendur sem gengið er út frá, m.a. um aukn- ingu farþega. Danskur stúlknakór söng Þorsteini Pálssyni friðarsöng „Fallegur og friðsamur söngur“ DANSKI stúlknakórinn frá Es- bjerg, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, söng fyrir Þorstein Pálsson sjávarútvegs- ráðherra um borð í varðskipinu Tý við Reykjavíkurhöfn í gær. Kórinn flutti ráðherranum eitt lag á þilfari Týs og að því loknu las Troels Sarensen kórstjórn- andi upp bréf frá formanni sjó- mannasamtakanna í Esbjerg. í bréfinu var lögð áhersla á að friður næðist um ágreinings- mál á sviði sjávarútvegsmála, en eins og kunnugt er hafa Dan- ir mótmælt Kolbeinsey og Hval- bak sem grunnlínupunktum ís- lensku fiskveiðilögsögunnar í kjölfar þess að Landhelgisgæsl- an vísaði dönsku loðnuskipi út úr lögsögunni þegar það var staðið að ólöglegum veiðum inn- an miðlínu íslands og Græn- lands. Kórinn færði síðan Þorsteini gjöf og söng því næst lagið „Um- kringd af óvinum“ og þáði síðan skoðunarferð um varðskipið. Þorsteinn tók kórnum vel og lýsti yfir hrifningu sinni á söng stúlknanna, en aðspurður hvort boðskapur kórsins væri gagnlegt innlegg við meðferð ágreinings- mála þjóðanna, sagði Þorsteinn að íslendingar hlytu að ræða við dönsk stjórnvöld og hefðu alltaf viljað leysa deilur með friðsam- legum hætti. Honum fannstþessi kveðja frá sjómannasamtökun- um í Esbjerg vel til fundin og að söngurinn hefði verið fallegur og friðsamur. Troels sagði að ekki væri ætlunin að blanda sér í pólitísk þrætumál þjóðanna og að boð- skapur kórsins væri eingöngu hvatning til sátta þjóðanna í millum. „Að öðru leyti erum við hingað komin til að rækta vin- áttutengsl við Neskaupstað, en Esbjerg er vinabær Neskaup- staðar,“ sagði Troels. Kórinn verður í Neskaupstað um helg- ina og mun því næst halda tón- leika í Dómkirkjunni í Reykjavík á mánudagskvöldið kl. 20.30. Kosningabarátta Ólafs Ragnars Kostnaður mn 35 milljónir KOSNINGABARÁTTA Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta ís- Iands, kostaði um 35 milljónir króna. Af þeirri upphæð hefur þeg- ar um helmingur safnast í kosn- ingasjóð. Sigurður G. Guðjónsson, varafor- maður félags stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar, segir að búist sé við að kosningabaráttan komi út á jöfnu, eða jafnvel gott betur, þegar allt hefur skilast. Stærsti kostnaðarliðurinn voru aug- lýsingar en í þær fóru 23-24 milljón- ir. Aðrir liðir voru til dæmis húsa- leiga og ferðalög. Sigurður segir að engir verulega stórir gefendur hafi lagt í kosninga- sjóð. „Það voru mjög margir ein- staklingar sem gáfu og alls staðar að af landinu, yfirleitt þannig að þeir keyptu merki eða happdrættis- miða. Fyrirtæki gáfu aftur á móti lítið, og mun minna en ég hafði gert ráð fyrir. Sennilega skýrist það aðallega af tvennu, í fyrsta lagi af því að framlög í kosningabaráttu fyrir forsetakosningar eru ekki frá- dráttarbær frá skatti, ólíkt því sem er með annað stjórnmálastarf. í öðru Iagi er líklegt að fyrirtæki sjái sér lítinn hag í því að styðja forseta- frambjóðendur því ekki er verið að keppa um raunverulega pólitísk völd. Það hefur sennilega líka haft áhrif að kosningarnar voru um mitt sumar, og þá er vont að ná í þá sem taka slíkar ákvarðanir hjá fyr- irtækjum.“ Erfiðara en búist var við Fimm manna hópur skipulagði fjáröflun fyrir Ólaf Ragnar Gríms- son og var þar samsöfnuð reynsla af fjáröflun úr ýmsu félagsstarfi. „Sumir höfðu starfað í íþróttahreyf- ingunni, aðrir í stjórnmálum eða enn öðru félagsstarfi. Við blönduð- um saman þessari reynslu og próf- uðum ýmsar leiðir sem höfðu verið reyndar á öðrum vettvangi. Sumt hentaði fyrir forsetakosningarnar og annað ekki. Almennt má segja að þetta starf hafi verið töluvert erfiðara en ég hafði gert ráð fyrir, og þá aðallega vegna þess að fyrir- tæki voru tregari til að gefa en ég hélt fyrirfram." Talsmenn annarra forsetafram- bjóðenda sögðu aðspurðir að upp- gjör myndi ekki liggja fyrir fyrr en eftir nokkrar vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.