Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 AÐSEIMDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Kosning’aveislur, kaupsýsla og skotfimi í tilefni af frídegi versl- unarmanna rifjar Pétur Pétursson upp hvernig reykvískir kaupsýslu- * menn og kaupfélags- stjórar utan af landi gerðu sér glaðan dag fyrr á öldinni. I þeirra hópi var Jón Vídalín kaupmaður, mikill sam- kvæmismaður og félagi í skotfélagi heldri borg- ara í Kaupmannahöfn. ER EKKI hver öldin annarri lík þegar á allt er litið? Að vísu fjölgar núllunum frá ári til árs og öld til aldar. Og það er eins og þau hafi sterka tilhneigingu til þess að koma aftur og birtast í öllu sínu veldi þótt fjármálamenn og peningafurstar fylki liði gegn þeim. Haft var eftir Magnúsi Stephensen landshöfðingja: „Mig svimar þegar ég heyri minnst á milljón.“ Seinna sagði Sigurður Bemdsen: „Hvað er milljónin nú á dögum?“ Nú svimar engan lengur þó minnst sé á milljón og Milljónafé- lagið er löngu gleymt. Milljarðar koma hinsvegar við sögu þessa daga og greinir fjármálaráðherra og ríkis- endurskoðun á um fjárlagahalla. Rætt er um sölu ríkiseigna um þess- ar mundir. Hyggjum nú að sölu á lóðarspildu úr landi Amarhóls. Sala spildunnar olli fjaðrafoki og var mótmælt kröftuglega, þótt samþykkt væri á alþingi með yfirgnæfandi meirihluta. Þar fóru kaupfélagsmenn fyrir í broddi fijálshyggjumanna og peningafursta, sem kunnu sér ekki læti í veislugleði og munaðarlífi, meðan almúginn lapti dauða úr skel og stritaði myrkranna á milli. Lárus Tómasson bóksali á Seyðis- firði, faðir Inga T. Lárussonar tón- skálds ritar séra Jóni Bjarnasyni kirkjuleiðtoga í Winnipeg fréttir úr heimahéraði. Séra Jón hafði áður þjónað Dvergasteinsprestakalli: „Þá get ég ekki stillt mig um að minnast á kjörfundinn síðasta á Fos- svöllum 20 f.m. Eins og kunnugt er sagði Einar sýslumaður (Thorlacius) af sér þingmennsku og átti þennan dag að kjósa þingmann í hans stað, séra Sigurður prófastur Gunnarsson á Valþjófsstað, og Jón bóndi Jónsson á Sleðbijót (var áður í Húsey) buðu sig fram og varð Jón hlutskarpari hlaut 96 atkvæði en séra Sig. 80. Eins og þér sjáið á atkvæðatölunum var fundur þessi betur sóttur, en nokkru sinni hefur áður verið hér í 'sýslu, en hraparlegur misskilningur væri ef menn ímynduðu sér að menn hefðu fjölmennt svona af brennandi áhuga og pólitísku fjöri, nei, það var nú öðru nær, því aldrei hefir meira „humbug“ átt sér stað hér á landi, og er fundur þessi sláandi dæmi upp á siðferðislega vesælmennsku og andlegan uppblástur. Séra Sigurð þekkið þér nú vel og er hann að allra- skynberandi manna dómi hið langá- litlegasta þingmannsefni hér í sýslu, og er því óhætt að fullyrða, að áhugi hafí knúð alla þá á fundinn er hann kusu, en naumast verður hið sama með sanni sagt um alla sem kusu Jón, því einunigs fyrir ákafar agitati- onir og fortölur nokkurra manna hlaut Jón sigur í þetta skifti, er jafn- vel fullyrt, að margur hafi snúist sjálfan fundardaginn og gefíð Jóni atkvæði sitt þó áður væru búnir að láta í ljósi að þeir treystu Sira Sig- urði langtum betur, og ætluðu að kjósa hann. Aðalsprautan í þessar HÚSFREYJAN, frú Kristín Vídalín Jacobson, skenkir Jóni Jónssyni alþingismanni í Múla kaffi. Við borðið sitja frú Helga Vídalín (Bryde), Jón Vídalín konsúll, bróðir Kristínar, Elínborg Friðriksdóttir, móðir Jóns og Kristínar. Hún var áður gift Páli J. Vídalín alþingismanni. Við hlið hennar er séra Benedikt Kristjánsson fyrrum alþingismaður. Hann er seinni maður Elínborgar og stjúpfaðir Vídalíns- systkinanna. Jón Jacobson landsbókavörður, húsbóndinn, situr við borðið. Til hliðar við hann er séra Einar Jónsson alþingismaður Norður-Múlasýslu. Standandi við húshlið eru Guðrún Þorgrímsdóttir og Jón Jónsson frá Sleðbrjót alþingismaður Norður-Múlasýslu 1889-1900 og 1902. agitation var nú Valdimar Davíðsson verslunarstjóri á Vopnafírði og hans legátar, segir sagan, að Jón þessi sé mjög skuldugur við Vopnaljarðar- verzlunina, og að tilgangur Valdimars að koma Jóni að, hafi einungis verið sá að ná í þingkaup Jóns upp í skuldina. Eins og yður er kunnugt er rammasta einokunarverzlun á Vopnafírði og má Valdimar sér því mjög mikils meðal viðskiftamanna sinna, enda er fullyrt, af áreiðanlegum mönnum, að Vopnfirðingar, sem kjósa vildu sira Sigurð hafi ekki einu sinni fengið að sitja heima, heldur verið knúðir, nolens, volens. Jón þennan þekki ég nú að vísu ekki neitt og er ekki að fortaka, að hann kunni eigi að geta orðið allnýt- ur þingmaður því hann er sagður allvel greindur maður, en hann mun þó skorta nægilega mentan, og hinn andlegi sjóndeildarhringur hans mun helzti þröngur, en reynslan sýnir það nú bezt og er því ekki vert, að fjöl- yrða meira um það í þetta skifti." Sigurður Gunnarsson, sem Lárus nefnir í bréfí sínu og beið lægri hlut fyrir Jóni á Sleðbijót hlaut kosningu árið eftir í Suður-Múlasýslu. Hann var tengdafaðir séra Haralds Níels- sonar, faðir Bergljótar fyrri konu séra Haralds. Séra Sigurður var tengdasonur Einars hattara í Brekkubæ og mágur Sigríðar, konú Eiríks meistara Magnússonar í Cam- bridge. Vinaminni í Gijótaþorpi varð eigi eingöngu frægt af veislum og glasaglaumi. Þar hittust einnig kirkjuhöfðingjar og andans menn. Sigurður Haralz, sá sem reit um Lassaróna og Emigranta hét nafni afa síns, séra Sigurðar Gunnarsson- ar. Haraldur Níelsson bjó um skeið í Vinaminni. Frægar eru vísurnar um Sigríði, dóttur hjóna í Brekkubæ. Kvennaskóli var starfræktur um skeið í Vinaminni. Þar var Versiunar- skólinn til húsa um skeið. Og síðast, en ekki síst bjó Ásgrímur Jónsson málari þar um tíma. Til eru margar skráðar lýsingar af veisluhöldum Vídalínshjónanna á blómaskeiði þeirra. Guðmundur Bjarnason bakari, sem vann hjá Frederiksen bakarameistara í Fisch- ersundi fylgdist vel með ferðum þeirra, sem sóttu veislur Vídalíns. „Við sáum alltaf, þegar veislugestir streymdu til hjónanna. Yfírleitt var JÓN Vídalín lék á lófum og lifði munaðarlífi i Kaupmannahöfn. Hann tók þátt í klúbbum heldri manna og höfðingja. Skotskífa hans er varðveitt í dönsku safni. Hún þykir ein hin athyglisverð- asta, gjörð af frægum lista- manni V. Schultz árið 1895. (Heimild: Allan Tönnesen, Her- aldik pá skydeskiver) það talinn vottur um auð, álit og völd að vera boðinn til Vídalíns - og þeir, sem ekki voru boðnir, en töldu sig þó menn með mönnum, móðguðust ákaflega. Eg sá þá ganga í Vinaminni: Júlíus Havsteen, amt- mann, Ásgeir Sigurðsson, stórkaup- mann, Jón Þorvaldsson prókonsúl, Magnús Stephensen, landshöfðingja og svo ýmsa kaupmenn og alþingis- menn, auk erlendra manna, sem voru þar tíðir gestir. Jón Vídalín stóð á tröppum hússins, og tók berhöfðaður og prúðbúinn á móti gestum sínum, en frúin skartbúin með hringi og armbönd rétti þeim hönd sína og hneigði sig að sið heldri kvenna. Þetta var mjög glæsilegt á að líta, en kotungar flissuðu og gerðu gys að álengdar, öfunduðu og hötuðu í fátækt sinni og umkomuleysi. Er óhætt að segja það, að þau hjónin settu svip sinn, ekki aðeins á Gijóta- þorpið, heldur og alla Reykjavík. Við bökuðum oftast fyrir veizlurnar hjá Vídalín, aðallega tertur, en oft bjugg- um við til „ís“ fyrir þær. Þá var Frederiksen gamli alltaf að spígspora í bakaríinu til þess að sjá um, að allt færi sem best úr hendi.“ Vilhjálmur Finsen stofnandi Morg- unblaðsins er ein hin besta heimild um veldi Vídalíns. Þegar rætt er og ritað um kosningar á fyrri tíð verður að hafa það hugfast að kosið var í heyrenda hljóði. Með þeim hætti gátu valdsmenn og höfðingjar fylgst með því hvemig almúg- inn greiddi atkvæði. Eru skráð- ar margar frásagnir af þving- unum og ofríki, sem beitt var á kjörfundum er kjósendur voru neyddir til þess að greiða atkvæði þvert um geð. í riti sem Lýður Björnsson sagnfræðingur hefir skráð um Bjöm Jónsson ritstjóra er greint frá því að fylgismenn Tryggva Gunnarssonar hafí borið fé á kjós- endur til þess að tryggja kosningu Tryggva. „Féð telur Bjöm vera kom- ið frá Jóni Vídalín konsúl." Þetta á að hafa gerst við kosning- ar í Reykjavík árið 1900. Jón Krabbe, forstöðumaður ís- lensku umboðsskrifstofunnar í Kaup- mannahöfn rifjaði upp afskipti dan- skra stjórnvalda af lóðarsölunni á Arnarhóli. Lagaheimild hafði verið samþykkt á alþingi, en staðfesting ráðuneytis þurfti til þess að allt væri löglegt. Jón Krabbe segir að „óhófleg risna, sem Jón Vídalín og kona hans sýndu viðskiptamönnum sínum og yfirvöldum hefði getað átt sinn þátt í þessari ákvörðun (að selja frú Vídal- ín lóðina) Krabbe segir að ráðuneyt- isstjórinn A. Dybdal, hafi skrifað hvassorðar athugasemdir og sagt að „ef menn vilja selja eign ríkisins, mega lög um það einungis veita al- menna heimild til sölu, en ekki tak- markast við sölu til nafngreindra aðilja fyrir ákveðið, lágt kaupverð." Svo bætir Jón Krabbe við: „Úr söl- unni sem landshöfðingi var, ef ég man rétt, einnig andvígur varð því ekki neitt. Það er réttmætt að geta þess hér, að með því að arfleiða opin- bera íslenska stofnun að hinum verð- mætu íslensku fomgripum sínum sýndu Jón Vídalín og kona hans síðar lofsverðan áhuga á íslandsmálum." Það sem Jón Krabbe á við er höfð- ingleg gjöf þeirra frú Helgu og Jóns Vídalíns, Vídalínssafnið, ómetanleg gjöf kirkjulegra gripa og muna, sem safnið eignaðist í forstöðumannstíð Jóns Jakobssonar, sem var lands- bókavörður og jafnframt forstöðu- maður Þjóðminjasafnsins um skeið (forngripavörður). Jón var mágur Jóns Vídalíns konsúls, kvæntur Kristínu Vídalín Jacobson. Jón var jafnframt umboðsmaður Zöllners stórkaupmanns um langan tíma eftir að hann fluttist til Reykjavíkur, en hann hafði áður stundað búskap á ættarsetri, Víðimýri í Skagafirði. Kristín Vídalín Jacobson gekkst fyrir stofnun kvenfélagsins „Hrings- ins“, sem hóf fyrst hjálparstarf fyrir berklaveikt fólk. í stjórnartíð hennar lét félagið reisa hressingarhæli í Kópavogi fyrir berklaveikt fólk. Hún átti sæti í niðuijöfnunarnefnd um skeið. Sótti alþjóðlega kvennafundi. Af margvíslegri reynslu sinni miðlaði hún öðrum. Bríet Bjarnhéðinsdóttir lét þess getið í frásögn, sem sonar- dóttir hennar, Bríet leikkona birti, að Bríet eldri hafi í bréfi til Laufeyj- ar Valdimarsdóttur varað hana við öllu fólki ókunnugu „og gömlu körl- unum ekki síður en þeim ungu. Frú Kristín Jakobson hefir sagt mér að sínar verstu minningar í þá átt væru einmitt frá eldri mönnunum. Þeir væru oft verstir". Störf Kristínar að líknarmálum voru unnin vegna gamals áheits er hún gerði í miklum veikindum í Kaupmannahöfn. Hún taldi það mesta lán Hringskvenna að hafa fengið Helga Ingvarsson lækni til starfa. Jón Vídalín og frændi hans Páll Eggerz settu á fót verslun, sem almennt var nefnd „Frændaverslun- in“. Að sögn Guðrúnar Borgfjörð versluðu þeir eingöngu með vefnað- arvöru. „Margt gott komu þeir með“ sagði Guðrún. Um sauðasölu til Bretlands gekk á ýmsu í tíð Jóns Vídalíns. Þorlákur Johnsen kaupmaður varð fyrir mikl- um skaða „af fjárverzlun" sagði Matthías Jochumsson mágur hans. Steingrímur Thorsteinsson ritar Sig- ríði Magnúsdóttur í Cambridge bréf 1886 og vill rekja tjón Þorláks til Jóns Vídalíns, að sögn Lúðvíks Krist- jánssonar fræðimanns, sem vitnar í bréf Steingríms. Margt hefir verið rætt og ritað um söfnun Vídalínshjónanna á kirkjugrip- um og listmunum. Hulda Stefánsdótt- ir, systir Valtýs ritstjóra, harmar það að Jón Vídalín skuli hafa fest kaup á „líkneski í ýmsum litum af Kristi og postulunum". Voru gripir þessir í Þingeyrakirkju. Hermann Jónasson, sá sem vildi koma á þegnskylduvinnu, seldi Jóni Vídalín Krist og postula hans. Það var „sorgarsaga" að sögn Huldu. En allt fór það vel. Postulam- ir piýða stóran skáp í Vídalínssafni á Þjóðminjasafninu. Benedikt Kristjánsson prófastur í Múla er stjúpfaðir Vídalínssystkin- anna. Móðir þeirra er Elínborg, sem við borðið situr. Benedikt var seinni maður hennar og hún seinni kona hans. Það var jafnræði. Benedikt var frá Illugastöðum, bróðir Kristjáns amtmanns. Héraðsríkur var hann talinn. Sat lengi á aiþingi. Var um hríð gæslustjóri Landsbankáns. Séra Benedikt er kominn fast að áttræðu þegar ljósmyndin er tekin. Hann andast 6. desember 1903. Jónas Jónsson frá Hriflu taldi séra Benedikt margt til gildis. Hann nefn- ir forystu hans um að safna liði og bijóta laxakistur úr Laxamýrarfoss- um sumarið 1861. Þótti klerki forn réttur brotinn með þessari veiðiað- ferð. Þá hafði séra Benedikt forystu um fjársöfnun til brúargerðar yfir tvö höfuðvatnsföll sýslunnar, Laxá og Skjálfandafljót. Forgöngu hafði hann um stofnun kaupfélags og sat í stjórn þess. Þá telur Jónas frá Hriflu að það hafí gerst fyrir atbeina Bene- dikts í Múla, „að samvinna tókst með Kaupfélagi Þingeyinga og Jóni Vídalín, um afúrðasölu og vöruútveg- un í Englandi. Urðu þeir Vídalín og Zöllner um langa hríð aðalumboðs- menn og lánardrottnar K.Þ. og flestra íslenskra kaupfélaga, meðan hagur þeirra var hæpnastur og veltufjárskorturinn mestur. Að vísu munu þeir félagar hafa haft hag en eigi skaða af viðskiptum þessum. En áhætta fylgdi, og löngum varð Zöllner að eiga allmikið fé hjá þeim félögum, árum saman. Má kalla að hann væri banki þeirra." Svo mælti Jónas frá Hriflu. I ljósi þeirra örlaga er kaupfélög landsmanna og sam- vinnusamtök hafa hiotið vaknar sú spurning hvort samskipti þau, sem félögin áttu við fyrrgreinda afreks- menn og einnig og ekki síður þá, sem tóku við af þeim, hafi ekki riðið sam- vinnuhreyfingunni að fulu. Eða hvað er orðið um hugsjón vefaranna í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.