Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 39
ATVINNUAUGl YSINGAR
Kennari
Auk þess vantar einn kennara í almenna
kennslu. Ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst.
Upplýsingar gefur Líney Helgadóttir, skóla-
stjóri, í síma 465 1225 eða Hildur Harðar-
dóttir, formaður Austra og skólanefndar,
í síma 465 1339.
Hveragerðisbær
óskar eftir að ráða starfskraft í starf
afgreiðslugjaldkera á skrifstofu bæjarins frá
og með 1. september nk.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi unnið við
tölvur og hafi reynslu og þekkingu af bók-
haldsstörfum ásamt kunnáttu í Word og
Exel. Laun eru greidd skv. kjarasamningum
FOSS. Starfið er fullt starf.
Leitað er að einstaklingi sem hefur til að
bera frumkvæði og nákvæmni ásamt góðum
samskiptahæfileikum.
Umsóknum, er tilgreina menntun og fyrri
störf, skal skila skriflega á skrifstofu bæjar-
ins fyrir 17. ágúst nk. Allar nánari upplýs-
ingar gefur skrifstofustjóri í síma 483 4000.
Bæjarstjórinn í Hverageröi
m
Lausar stöður við
Grunnskólann á
ísafirði
Á komandi vetri eru lausar nokkrar kennara-
stöður við Grunnskólann á ísafirði.
Meðal kennslugreina eru: íþróttir pilta, heim-
ilisfræði, myndmennt, tónmennt, sér-
kennsla.
Einnig eru lausar stöður útibússtjóra í Hnífs-
dalsskóla og skólabókavarðar skólaárið
1996/97.
Við bjóðum uppá flutningsstyrk og hagstæða
húsaleigu.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Kristinn
Breiðfjörð Guðmundsson, í síma 456 3044/
4305 og aðstoðarskólastjóri, Jónína Ólöf
Emilsdóttir, í síma 456 3044/4132.
Lagerstjóri
Matvælafyrirtæki óskar eftir að ráða í starf
lagerstjóra.
Um er að ræða stjórnunarstarf, þar sem lag-
erstjóri hefur yfir að segja 4 starfsmönnum.
Helstu verkefni lagerstjóra
eru m.a.:
• Sjá um daglega stjórnun vöruflæðis inn
og út af lager.
• Fylgja eftir að reglum gæðakerfis fyrir-
tækisins GÁMES.
• Viðhalda birgðaskipulagi fyrirtækisins.
Kröfur, sem gerðar eru til starfsins,
eru m.a.:
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
• Reynsla af lagerstjórnun er nauðsynleg.
• Þarf að geta sýnt frumkvæði og rétt mann-
leg samskipti.
• Eingöngu hörkuduglegt fólk kemur til
greina.
Umsóknir um starfið skal senda til
afgreiðslu Mbl. fyrir 16. ágúst nk., merktar:
„Mat - 967.“
„Au pair“ New York
íslensk fjölskylda á Manhattan óskar eftir „au
pair“ frá október nk. Leitum að reglusömum,
traustum og þroskuðum einstakiingi sem
reykir ekki, 19 ára eða eldri.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir
20. ágúst, merktar: „NY - 18120“.
Húsvörður óskast
Fjölbýlishús í Heimaverfi í Reykjavík óskar
eftir húsverði til starfa. Aðeins handlaginn
og reglusamur einstaklingur kemurtil greina.
íbúð fylgir. Ráðning fljótlega.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar
„Húsvörður- Heimahverfi“, fyrir 13. ágúst nk.
Laugarvatn
Kennara vantar að Grunnskólanum á
Laugarvatni.
Meðal kennslugreina: Enska, danska og
stærðfræði í 9. og 10. bekk.
Umsóknarfresturframlengisttil 12. ágústnk.
Upplýsingar um starfið gefur Guðmundur
R. Valtýsson, skólastjóri, í síma 486 1124
eða 486 1224.
Hjúkrunarfræðingar
Við Heilsugæslustöð Selfoss er laust 50%
starf hjúkrunarfræðings við forvarnir
í grunnskólum Selfoss.
Starfið er nýtt og verður mótað af viðkom-
andi hjúkrunarfræðingi.
Hefst 1. september 1996 og er til tveggja ára.
Uppiýsingar hjá hjúkrunarforstjóra
í síma 482 1300.
F.h. Heilsugæslustöðvar Selfoss,
hjúkrunarforstjóri.
llllGdltl
iniilHIRÍ
II
ldldlll!l!l
KIllKliiIII
IKKIIKIII
Frá Háskóla Islands
Lektorsstarf í félagsráðgjöf
Við félagsvísindadeild Háskóla íslands er
laust til umsóknar 50% starf lektors á sviði
klínískrar félagsráðgjafar. Áhersla er á grein-
ingu og sérhæfða ráðgjöf í heilbrigðisþjón-
ustu, einkum fyrir foreldra og börn í sérstök-
um erfiðleikum, þar með eru talin barna-
verndarmál.
Umsækjendur skulu hafa sérhæfða fram-
haldsmenntun, trausta reynslu af meðferð
mála á sviðinu, kennslureynslu á háskólastigi
og bein tengsl við vettvang. Þeir skulu einn-
ig hafa unnið að rannsóknar- og sérfræði-
störfum á sínu sviði.
Gert er ráð fyrir að í starfið verði ráðið til
tveggja ára frá 1. janúar 1997 að telja.
Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um
náms- og starfsferil, stjórnunar- og kennslu-
reynslu og vísindastörf. Einnig eintök af
helstu fræðilegum ritsmíðum. Ennfremur er
óskað eftir greinargerð qm þær rannsóknir,
sem umsækjendur hyggjast vinna að, og um
hugmyndir þeirra um áherslur í þeim náms-
þáttum, sem þeir munu stýra, verði þeim
veitt starfið.
Laun samkvæmt kjarasamningi Félags há-
skólakennara og fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur er til 1. september 1996
og skal umsóknum skilað til starfsmanna-
sviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við
Suðurgötu, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Júlíusdóttir
formaður námsnefndar í félagsráðgjöf, sími
525 4505; tölvufang sigjul@rhi.hi.is
Kennarar
Húnavallaskóli auglýsir
íþrótta- og líffræðikennara vantar að Húna-
vallaskóla (1/1 staða).
Upplýsingar um húsnæði, leigu og flutnings-
kjör veita Arnar Einarsson, skólastjóri, í sím-
um 452 4313/452 4049 og/eða Magnús Sig-
urðsson, formaður skólanefndar,
í síma 452 4505.
S) Ú KRAH U S
REYKJAVÍ KU R
Leikskólinn
Furuborg
Leikskólakennari
í leikskólanum Furuborg í Fossvogi er laus
staða leikskólakennara eða starfsmanns
með aðra uppeldismenntun.
Stuðningsstarf
Laus er staða í sérstuðningi.
Unnið eftir TEACCII kerfinu.
Upplýsingar um þessar stöður gefur Anna
Sigurðardóttir, leikskólastjóri, í síma
525 1020 eða Rakel Valdimarsdóttir
í síma 525 1986.
ífca
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Geðdeild FSA
Dagvist
I október 1996 er fyrirhugað að hefja skipu-
lagða dagþjónustu á vegum geðdeildar
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þjónust-
an verður veitt virka daga, 6-8 sjúklingum í
senn. í húsnæði deildarinnar fara fram við-
töl, þjálfun og kennsla. Ennfremur verður
ýmis þjónusta sótt útfyrir sjúkrahúsið.
Dagvist geðdeildar FSA er tveggja ára þróun-
unarverkefni og eru eftirtalin störf laus til
umsóknar:
Forstöðumaður
í stöðu forstöðumanns Dagvistar er óskað
eftir sálfræðimenntuðum einstaklingi sem
lokið hefur framhaldsnámi í þróunarsálfræði
eða klínískri sálfræði. Umsækjandi þarf að
hafa reynslu af sálfræðistörfum á sjúkrahúsi
og við heilsugæslu, ásamt reynslu af stjórn-
un og starfsmannahaldi og hafa unnið með
geðsjúkum.
Forstöðumaður skipuleggur meðferðarstarf
og rekstur Dagvistar í náinni samvinnu við
yfirlækni og sinnir viðtalsþjónustu. Næsti
yfirmaður forstöðumanns er yfirlæknir geð-
deildar FSA.
Umsóknarfrestur um stöðuna ertil 19. ágúst
nk. Umsóknir, með upplýsingum um mennt-
un, fyrri störf og rannsóknir skulu sendar
yfirlækni geðdeildar FSA, Sigmundi Sigfús-
syni, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar
í síma 463 0100.
Hjúkrunarfræðingur
Óskað er eftir hjúkrunarfræðingi með víð-
tæka reynslu og þekkingu á sviði geðhjúkrun-
ar. Lögð er áhersla á frumkvæði auk góðra
hæfileika til samskipta og samvinnu. Hjúkr-
unarfræðingur Dagvistar ber faglega og
rekstrarlega ábyrgð á hjúkrun dagvistarsjúkl-
inga. Næsti yfirmaður hjúkrunarfræðings
Dagvistar er hjúkrunardeildarstjóri geðdeild-
ar FSA.
Umsóknarfrestur um stöðuna ertil 19. ágúst
nk. Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf skulu sendar til hjúkrunardeild-
arstjóra geðdeildar FSA, Huldu Baldursdótt-
ir, sem gefur nánari upplýsingar í síma
463 0201.