Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐÍÐ FRÉTTIR Guöni Agustsson: AÐ ÞÚ skulir hafa þetta bull eftir stráknum Styrmir. Þú veist vel að framsóknargaur sem bullar svona þarf á bráðameðferð að halda... Stóra Laxá með besta móti ÞAÐ stefnir í góða heildarútkomu í Stóru Laxá í Hreppum.' Hún hefur aldrei verið stórveiðiá, en er fræg fyrir stóra laxa og stórbrotna nátt- úrufegurð. Oft í gegn um tíðina hefur hún aðeins gefið 150-250 laxa á 10 stangir á heilu sumri, en nú, þegar nær tveir mánuðir lifa enn af vertíð- inni hefur hún náð 200 laxa markinu. Samkvæmt upplýsingum af skrif- stofu SVFR, sem er umboðssali fyrir landeigendur við Stóru Laxá, höfðu um miðja vikuna veiðst um 100 lax- ar á tveimur neðstu svæðunum, 52 á svæði 3 og 37 laxar á svæði 4. Efsta svæðið hefur oft verið óselt, en að sögn veiðimanna sem þar hafa farið er þar fískur víða, allt inn í efstu hylji í svokölluðu Uppgöngug- ili. Eins og við var að búast á Stóra Laxá einn af stærstu löxum sumars- ins, 22 punda hæng úr Kálfhagahyl. Venju samkvæmt, þá er besti tíminn i ánni eftir, september, en hefð er fyrir því að þá komi stórar göngur af legnum Iöxum af Iðusvæðinu í Hvítá. Þá veiðast oft stærstu fiskam- ir, 20 til 24 punda drauglegnir hæng- ar sem hefðu margir hverjir verið nálægt 30 pundum nýrunnir. Héðan og þaðan Um miðja vikuna voru komnir 176 laxar og dijúgt af vænni sjóbleikju úr Hítará. Tvö fremur róleg holl höfðu þá verið í ánni og veitt saman- legt um 50 fiska, en samkvæmt fregnum frá leiðsögumönnum hefði mátt tvöfalda þá tölu með duglegri sókn, því talsvert var að ganga af laxi og fiskur kominn um alla á. Það togast upp úr Gljúfurá jafnt og þétt, á hádegi þriðjudagsins voru komnir 130 laxar á land sem er ekki slakt, en menn bíða þó enn eftir hvelli eins og í fyrra. Herma fregnir að mikill lax bíði neðan ósa árinnar, mest í svokölluðum Straumum og megi búast við mikilli veiðiaukningu ef það rignir duglega einhvern tíma á næstunni. Milli 550 og 600 Iaxar eru komnir UNGUR veiðimaður, Friðbjörn Ásbjörnsson frá Hellissandi með þijá laxa sem hann veiddi á vatnasvæði Lýsu á Snæfells- nesi fyrir skömmu. Félagar hans veiddu hina laxana tvo. á land úr Laxá í Leirársveit og hafa verið líflegar smálaxagöngur í ána að undanförnu. Mikill lax hefur gengið inn í Eyrarvatn og reikna ýmsir með skemmtilegri veiði þegar fiskur fer að síga úr vatninu í efstu hyljina nú þegar tekið er að rökkva á kvöldin og nætur gerast svartar. Byggður heill bær AÐ Skerðingastöðum í Eyrarsveit er nú unnið að byggingu leik- myndar fyrir kvikmyndina Maríu, sem tekin verður upp síðar í sum- ar. Að sögn Árna Páls Jóhannsson- ar, leikmyndahönnuðar, þarf að byggja heilan bóndabæ með fjósi og öllu innbúi fyrir kvikmyndina. Byggt er á rústum gamals býlis, sem þurfti að fjarlægja, en bæjar- stæðið þótti henta einkar vel fyr- ir kvikmyndatökuna. María fjallar um hóp þýskra kvenna sem komu hingað til lands eftir síðari heimsstyijöld, en margar þeirra réðu sig í vist sem Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson vinnukonur í sveitum. íslenska kvikmyndafyrirtæki, en Einar kvikmyndasamsteypan framleiðir Heimisson samdi bæði handrit og myndina í samvinnu við þýskt leikstýrir myndinni. Bókmenntarannsóknir Rómantík og pólitík hjá Doris Lessing og Nadine Gordimer Sigfríður Gunnlaugsdóttir SIGFRÍÐUR Gunn- laugsdóttir er stödd hér á landi og situr við skriftir daglangt í Þjóð- arbókhlöðunni. Hún er við nám í Kanada og tók gögn sín með sér heim í sum- arfríinu. Viðfangsefni hennar er samanburður á þeim verkum skáldkvenn- anna Doris- Lessing og Nadine Gordimer sem ekki teljast til skáldskapar. „Ég er að fjalla um póli- tísk skrif þeirra, lista- og menningargagnrýni og sjálfsævisöguleg skrif, sem þær hafa birt bæði í bóka- og greinaformi. Þetta geta verið almenn atriði um menningar- ástand sem skírskota einn- ig til fyrrum heimkynna þeirra í Afríku. Ég skrifaði meist- araprófsritgerðina mína um Doris Lessing þannig að þessi doktors- ritgerð er einskonar ítarlegt fram- hald hennar auk þess sem ég bæti við umfjöllun um Nadine Gordimer og hvernig ferlar þeirra eru tengdir. Gordimer er fædd og uppalin í sunnanverðri Afríku og Lessing elst upp í Suður- Ródesíu frá fimm ára aldri svo að þær hafa tekið afstöðu til ýmissa málefna í Afríku." - Hefur veríð skrífað um þetta viðfangsefni áður? „Það hefur heilmikið verið skrifað um þær hvora í sínu lagi, en lítill samanburður verið gerður á þeim, sem mér finnst raunar blasa við. Að sama skapi hefur mikið verið skrifað um skáldverk- in þeirra, sem er skiljanlegt því þær eru fyrst og fremst skáld- sagna- og smásagnahöfundar. En þær hafa líka skrifað mjög mikið af öðru efni þannig að mér fannst vera kominn tími til að veita því eftirtekt því Lessing hefur ekki verið fyllilega viðurkennd sem pólitískur hugsuður.“ - Hver er pólitískur bak- grunnur Doris Lessing og hvernig tengist hann skoðunum hennar? „Pólitískur ferill hennar byijaðí í kommúnískum hóp í Suður- Ródesíu og hún leit á sig sem kommúnista. Eftir að hún breytti skoðunum sínum seinna, reyndi hún að breiða yfir kommúníska fortíð sína með afsökunum á borð við þær að hún og félagar hennar hefðu frekar verið hugmynda- sinnar og ekki vitað hvernig kom- múnisminn virkaði í raun og veru. Þegar hún flutti til Bretlands þrí- tug að aldri gekk hún í breska kommúnistaflokkinn þannig að pólitískar rætur hennar liggja í kommúnismanum og sér í lagi á heimaslóðum hennar. Þegar frá leið snérist hún alfarið gegn kom- múnismanum og talaði eindregið gegn honum og því sem átti sér stað í Austur-Evrópu. Upp úr því fékk hún áhuga á kenningum sálkönnuðarins R.D. Langs og snérist á sveif með súfisma, sem er austræn dulhyggju- og meinlætastefna." - Nú ert þú búin að fínna til þær for- sendur sem þú leggur til grundvallar. Hvaða ályktun dregurðu af þeim í rit- gerðinni? „Ég sé í skrifum Gordimers og Lessings tvær megináherslur, þ.e. pólitíska meðvitund og áhrif frá rómantísku stefnunni, sem felur ► Sigfríður Gunnlaugsdóttir er fædd 14. júlí 1965. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgar- skóla árið 1985 og að því loknu fór hún í Háskóla íslands og lauk B.A. prófi í ensku árið 1988. Strax að því loknu hóf hún nám í uppeldis- og kennslufræði við Háskólann og lauk prófi ári seinna. Þaðan lá leiðin til frek- ara náms í Englandi, þar sem Sigfríður lauk M.A. prófi frá háskólanum í East Anglia árið 1990. Árin 1990-1992 gegndi Sigfríður starfi framkvæmda- stjóra AFS á íslandi og hefur verið í doktorsnámi við British Columbia skólann í Kanada síð- ustu þijú árin. Áætlun hennar miðar að því að skila niðurstöð- um riterðarinnar á hausti kom- anda. hafa séð þetta tvennt að verki hafa litið á þetta sem galla í þeirra verkum. Ég tel hinsvegar að þetta komi saman og rómantískum til- hneigingum þeirra svipi til róm- antíkur Shelleys og Blakes, sem felur í sér að áherslan á einstakl- inginn og listamanninn sé grunn- forsenda fyrir því að hægt sé að breyta þjóðfélaginu. Því er þessi rómantíski hluti af þeirra lífsvið- horfum í raun pólitískur." - Doris Lessing nálgast átt- rætt, er hún ennþá virk í ræðu og riti? „Hún virðist vera dugleg við skriftimar. Hún gaf út ferðabók árið 1992 þar sem hún fjallar um fjögur ferðalög til Zimbabwe, en henni var bannað að koma til landsins áður en það fékk sjálf- stæði, vegna stjómmálaskoðana sinna eftir að landið fékk sjálf- stæði. Tveimur ámm seinna gaf hún út fyrsta bindið af ævisögu sinni sem spannar tímabilið frá barnæsku til þrítugsaldurs. í fyrra skrifaði hún svo nýja skáld- sögu.“ - Hvers konar gagnrýni hefur Doris Lessing hlotið? „Að mínu mati hefur hún feng- ið jákvæða umfjöliun, en hún er raunar óánægð sjálf, einkum vegna þess að henni finnst að gagnrýnend- ur hafi ekki skilið það sem hún hefur skrifað. Sérstaklega var hún óánægð með gagnrýni sem hún fékk fyrir The Golden Notebook árið 1962. Hún var túlkuð sem innlegg í feminíska umræðu, en sjálf sagðist hún hafa skrifað um afleiðingar taugaáfalls og hmn gildismatsins, Skáldkonurn- ar bjuggu báð- ar í Afríku í sér áherslu á ímyndunarafl líklega undir áhrifum frá R.D. mannsins. Sumir fræðimenn sem Lang.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.