Morgunblaðið - 03.08.1996, Side 26

Morgunblaðið - 03.08.1996, Side 26
26 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 UIKI MORGUNBLAÐIÐ Ullll m J— í GOLFI MEÐ ____________ ÞORSTEINI HALLGRÍMSSYNI Það er ekki á hverjum degi sem venjuleg- um busum gefst kostur á ókeypis tilsögn hjá margverðlaunuðum meisturum í golf- íþróttinni. Þorsteinn Hallgrímsson tók Svein Guðjónsson í kennslustund á Grafarholtsvelli og báðir skemmtu sér konunglega. HVAÐ ertu með þama?“ spyr Þorsteinn og bendir glottandi á gömlu trékylf- una, sem blaðamaður hafði tekið með sér í góðri trú. Golfmeistarinn skoðar kylfuna í krók og kring: „Nú það er ekkert annað, hér stendur „professional" þannig að hún hlýtur að vera alveg pottþétt." Hann tekur netta sveiflu og segir svo enn giað- beittari en fyrr: „Þér að segja þá er þetta unglingakylfa. En hún hentar þér ágætlega, þú ert nú hálfgerður pinni sýnist mér.“ Þorsteinn Hall- grímsson ber með sér að hann er úr Eyjum. Sérstakur húmorinn, með þessu gráglettna, stríðnislega ívafí, er á rim stað og það afar á honum hver tuska með því orðfæri sem Eyjamönnum ein- umer lagið. Á leiðinni út á völl rekumst við á hreiður og Þorsteinn segir að þessi nána snerting við náttúruna sé eitt að því sem gefi golfinu gildi. Útiveran, gangan, sveiflan og sú tilfinning að horfa á eftir kúlunni svífa inn á grænu flötina, þar sem holan er, allt sé þetta í unaðslegum samhljómi við móður náttúru, svo maður gerist nú skáldlegur af þessu tilefni. „Þetta gerist ekki betra,“ segir Eyjapey- inn. „Og ég get sagt þér, að eftir að ég byrjaði í golfinu komst ég að raun um að það er miklu oftar gott veður á Islandi en menn gera sér grein fyrir.“ Hann lætur mig draga kerruna með golfpokanum og ég spyr hvort ekki sé venjan að hafa sérstaka kylf- usveina til að sinna slíkum skítverk- um? „Ekki svona venjulega, það er þá kannski helst í stórmótum. En er- lendis tíðkast þetta meira. Eg hitti einu sinni í Skotlandi mann á átt- ræðisaldri, sem hafði starfað sem kylfusveinn í yfir þrjátíu ár. Vinnu- tíminn var frá því klukkan sjö á morgnana og til átta á kvöldin og hann sá ekki eftir því að hafa sagt upp á skrifstofunni og lagt þetta starf fyrir sig.“ IMíutíu prásent hausinn „Við skulum bíða með að fara yfir braut- ina þangað til þessir eru búnir,“ segir golfarinn og ég spyr hvort mikil brögð séu að því að menn fái kúl- una í hausinn? „Það eru dæmi um það. Ég hef nú aldrei hitt neinn með kúlunni en hins vegar setti ég einu sinni kylfuna í hausinn á einum. Hann stóð of nálægt fyrir aftan mig og steinlá.“ Þorsteinn hefur aðstoðað Hörð Arnarson, þjálfara unglingalands- liðsins í golfi að undanfornu og kveðst leggja mikið upp úr að kenna krökkunum að hafa í heiðri „golfsið- ina“, sem miða að því að umgangast íþróttina með tilhlýðilegri virðingu. „Hluti af því er klæðaburðurinn. Menn eiga til dæmis ekki að mæta á mót í gallabuxum eða .jogging- galla“, enda sést það varla, sem bet- ur fer. Golfarar þurfa líka að temja sér ákveðnar umgengnisvenjur og ÞÉR að segja þá er þetta unglingakylfa. SANDGRYFJAN getur verið erfið. kurteisisreglur. Það gengur til dæmis ekki að haga sér eins og naut í flagi úti á vellinum þótt illa gangi.“ Hann segir að golfið sé einstök íþrótt að því leyti að þar sé árangur- inn undir hverjum og einum kom- inn: „Þú kennir engum öðrum um þótt illa gangi. Að því leyti ertu í rauninni alltaf að keppa við sjálfan þig. Einbeitingin skiptir öllu máli og þú þarft að nota hausinn. Sveiflan sjálf er í rauninni ekki nema tíu pró- sent af öllu dæminu og hún er alltaf sú sama. Þetta er níutíu prósent hausinn. Forgjafarkerfið gerir það líka að verkum að allir geta keppt við alla þrátt fyrir mismunandi styrkleika. Þú myndir fá hæstu mögulega for- gjöf þar sem þú ert algjör strumpur í faginu. Þú fengir þrjátíu í forgjöf, en þar sem ég er svo rosalega góður er ég bara með tvo í forgjöf. Það þýðir að þú getur farið hringinn á 28 höggum meira en ég og unnið mig ef þú ert undir því marki. En ég held að það sé ekki nokkur hætta á því,“ segir hann og mælir mig út með bros á vör. Afall Hann segir mér frá því að golfið hafi heltekið sig strax á unga aldri: „Ég byrjaði að elta pabba út um all- LÖNGU höggin eru eitt. Púttið er annað. an völl um leið og ég fór að ganga..." Er pabbi þinn ekki „Halli gull- skalli“, (þekktur knattspyrnumaður úr Eyjum hér á árum áður)? „Nei, þeir eru bræður. Pabbi minn er „Grímur Júlla“ og hann var líka í fótboltanum þótt hann yrði ekki eins þekktur og Halli. Hann var hins vegar mildð í golfinu og þannig kviknaði áhuginn hjá mér. Annars var ég líka í fótboltanum og spilaði með IBV alveg upp í annan flokk, en þá sagði golfþjálfarinn minn: „Hingað og ekki lengra, lags- maður. Þú verður að velja á milli golfsins og boltans." Ég valdi golfið og Islendingar misstu þar af góðum landsliðsmanni í fótboltanum." Þorsteinn varð íslandsmeistari í golfi árið 1993 og einnig stigahæstur golfleikara samanlagt það sama ár. Hann kvaðst á þessum tíma hafa verið farinn að velta fyrir sér mögu- leikum á atvinnumennsku erlendis, en þá um haustið varð hann fyrir miklu áfalli: Hann lenti í vinnuslysi, sem gerði það að verkum að hann hefur verið óvinnufær síðan. „Ég var að vinna á netaverkstæð- inu, sem pabbi og Halli gullskalli reka ásamt tveimur frændum mín- um. Við vorum að vinna niðri _ á bryggju við að splæsa togvíra. Ég var að draga vírinn þegar skyndi- lega var híft inn á spilið þannig að ég fékk slynk á bakið með þeim af- leiðingum að það varð brjóskröskun á milli þriggja hryggjarliða auk þess sem hðbönd í bakinu tognuðu, en við það losnaði um tvo hryggjarliði, og það er aðallega það sem er að hrjá mig nú. Það versta við þetta er að geta ekki unnið. Ég hef nú náð mér nokk- uð vel upp í golfinu og get haldið því áfram þótt allir draumar um at- vinnumennsku séu roknir út í veður og vind. En mér hefur tekist að end- urhæfa mig það vel að ég get á ný tekið þátt í mótum, án þess að verða mér til skammar. Lengri höggin eru jafngóð og áður, en ég hef enn ekki náð fyrri styrk í „púttinu". Ég hef svo lítið getað æft það út af bakinu. En það þýðir ekkert að væla út af því. Aðalatriðið er að vera bjartsýnn og hafa gaman af þessu.“ Þess ber að geta í þessu sam- hengi að Þorsteinn náðu öðru sæti á GOLFIÐ hefur alið af sér sérstakt alþjóð- legt tungutak og notkun hugtaka úr ensku. Hér er örlítð sýnishorn af nokkrum al- gengum hugtökum úr orðabók golfarans: Backspin: Bakspuni. Bolti sleginn þannig að bakspuni komi á hann og þá stoppar hann fyrr eftir að hann lendir og kemur jafnvel aðeins til baka vegna spunans. Bunker-.Glompa, sandglompa annað hvort við flatir eða á brautum. Talað er þá um brautarglompur eða flatarglompur. Chip: Vipp, vippa lágt. Draw: Draga. Þegar kylfingur dregur boltann fer hann í sveig til vinstri. Drive: Teighögg. Fyrsta högg á braut. Driver: Ás, tré nr. 1 en með þvi slá menn lengst. Green: Flöt. Þar endar leikur á hverri holu með því að boltinn fer í holuna. Ground: Grunda, snerta jörð. Þegar slegið er snertir kylfan jörðina þannig að höggið verður ekki eins gott og til stóð. Handicap: Forgjöf. Hver kylfingur fær forgjöf sem segir til um færni hans. Hole in one: Hola f höggi. Honour: Heiður, að eiga fyrstur leik. Hook: Krækja, krókur. Boltinn fer í miklum sveig til vinstri. Mulligan: Skessuskot. Oft notað þegar fyrsta högg á fýrsta teigi mistekst. Þá fær maður Skessuskot og má slá annan bolta án vítis. Out of bonds: Út af. Út fyrir vallarmörk. Par: Par, mat, gengi. Hver hola hefur par sem segir til um á hve mörgum högg- um eðlilegt er að leika holuna. Par á holum er þrír, fjórir eða fimm og síðan er par vallarins summa allra brautanna. Pin high: Þvert af. Boltinn lendir á móts við holuna, eða stöngina sem er í holunni (pinnann), en ekki alveg við hana. Pitch: Vipp, vippa hátt. Rough: Kargi, hrjóstur, órækt. Hátt og þétt gras utan við brautir vallarins. Shank: Skakka, skanka. Boltinn fer beinustu leið til hægri í stað þess að fara beint áfram. Slice: Sneiða. Boltinn fer í sveig til hægri. Andstæðan við að húkka. Tee: Teigur, þollur, té, tí. Upphafshögg á hverri braut eru slegin á teig og oft nota menn sérstakan pinna (þoll, té eða tí) sem stungið er í jörðina og boltinn settur ofaná. Þannig er auðveldara að hitta boltann. Topspin: Uppspuni, yfirspuni. Boltinn sleginn þannig að yfirspuni komi á hann og þá rúllar hann lengra eftir að hann lendir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.