Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 0rgswttMW>it> STOFNAÐ 1913 175. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 3. AGUST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Norður-Kórea Ottast mikinn harmleik Seoul. Reuter. ALVARLEG hungursneyð geisar í sumum héruðum Norður-Kóreu og flóðin í landinu hafa dregið úr vonum um, að úr rætist á næstunni. Er þetta haft eftir starfsmönnum hjálp- arstofnana, sem segja, að hætti ekki að rigna á næstu dögum sé. mikill harmleikur í uppsiglingu í þessu lok- aða landi. Tetsuano Yamamori, yfírmaður Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóð- anna, sem er nýkominn frá Norður- Kóreu, sagði í Seoul í gær, að í land- inu hefði verið viðvarandi hungur í sex ár og myndu næstu mánuðir skera úr um framtíð landsmanna. Sagði hann, að matarskammtur á mann á dag væri víða aðeins 200 g þótt vitað væri, að fólk veslaðist upp á skömmum tíma fengi það ekki meira en 250 g á dag. Akrar á kafi Yamamori sagði, að eftir flóðin í fyrra hefði stjórnin í Norður-Kóreu sett allt sitt traust á góða uppskeru á þessu sumri en gífurlegt úrfelli að undanförnu og flóð hefðu gert út um þær vonir. Er það haft eftir japönskum hjálparstarfsmönnum, að víða séu hrísgrjónaakrar alveg á kafí og kornakrarnir að mestu. Kom það fram hjá Yamamori, að efnahagslegar refsiaðgerðir gegn N-Kóreu gerðu ástandið verra en vera þyrfti en þar að auki kæmi kommúnistastjórnin í Pyongyang í veg fyrir ýmsa erlenda aðstoð af pólitískum ástæðum. „N-Kóreumenn eru uppteknir af áróðrinum og tala mikið um hve „juche", sjálfsþurftarstefna stjórn- arinnar, hafi gengið vel en virðast ekki átta sig á hvers vegna erlendir hjálparstarfsmenn eru komnir til landsins," sagði Yamamori. Jeltsín frá vegna of- þreytu Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti er aðframkominn af þreytú eftir kosningaslaginn í vor og þarfnast tveggja mán- aða hvíldar til að ná kröftum. Frá þessu skýrði háttsettur aðstoðarmaður forsetans í gær. Aðstoðarmaðurinn, Georgí Satarov, sagði í viðtali við dagblaðið Sevodnja, að forset- inn væri „afskaplega þreyttur" eftir að hafa lagt sig allan fram í kosningabaráttunni. Jeltsín hefur dvalizt á heilsuhæli nærri Moskvu frá miðjum júlí en eftir háttsettum embættismanni þingsins er haft að forsetinn muni snúa aftur til vinnu á skrifstofu sinni næsta þriðjudag. Jeltsín sver embættiseið sinn næstkomandi föstudag. Reuter Ólympíuleikum að ljúka OLYMPÍULEIKUNUM, sem staðið hafa yfir í Atlanta í Bandaríkjunum undanfarnar tvær vikur, lýkur á morgun, sunnudag. Að loknti maraþon- hlaupi karla hefst hin hefð- bundna kveðjuathöfn þar sem leikunum verður slitið. Beðið er með spenningi eftir 4x100 metra boðhlaupi karla í dag og einkum því hvort Carl Lewis verði í sveit Bandaríkjamanna. Nokkrar lík- ur þóttu á því í gær er fyrirliði sveitarinnar, Dennis Mitchell, sem hér tekur við boðkeflinu úr hönd félaga síns í undan- keppni í gær, bauðst til að standa upp fyrir Lewis. Hlaupi hann og fari sveitin með sigur af hólmi ynni Lewis sín tíundu gullverðlaun á Ólympíuleikum, sem á sér ekki fordæmi. Palestínumenn og ísraelsk friðar- samtök fordæma ísraelsstjórn Greitt fyrir landnámi gyðinga Jérúsalem. Reuter. ÍSRAELSSTJÓRN tilkynnti í gær að tekin hefði verið ákvörðun um að auðvelda uppbyggingu í land- námi gyðinga á herteknu svæðun- um á Vesturbakkanum og Gaza- ströndinni. Danny Naveh stjórnar- ritari ítrekaði að allar nánari ákvarðanir um byggingar á land- námssvæðunum yrðu að hljóta samþykki allra ísraelsku ráðherr- anna. Naveh sagði á fréttamannafundi í gær, að ákvörðunin miðaði að því að bæta fyrir misrétti, sem gyðing- ar á herteknu svæðunum hefðu verið beittir. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðhert . ísraels, lofaði fyrir kosn- ingar í maí að afnema takmörk sem ríkisstjórn Verkamanna- flokksins setti á landnámið. Um 130 þúsund gyðingar búa þar inn- an um tvær milljónir Palestínu- manna, sem telja landnámið hamla friðarviðræðum. Reglur einfaldaðar Naveh sagði, að ákvörðun ríkis- stjórnarinnar miðaði fyrst og fremst að því að setja einfaldari reglur um framkvæmdir en gilt hefðu í tíð fyrri ríkisstjórnar. Nabil Abu Rdainah, aðstoðar- maður Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, sagði við frétta- stofu Reuters: „Við fordæmum allar aðgerðir sem miða að frekara landnámi og krefjumst þess að ísra- elsstjórn fari að friðarsamningum, sérstaklega í ljósi þess að landnám gyðinga er eitt þeirra atriða sem rætt verður um í samningaviðræð- um um endanlega stöðu." Samkvæmt bráðabirgðafriðar- samkomulagi við Frelsissamtök Palestínu (PLO) 1993 gengust ísraelar inn á að ræða framtíð landnámsins í viðræðum um „end- anlega stöðu" sem hófust fyrir kosningarnar í maí en hafa ekki verið teknar upp að nýju af ríkis- stjórn Netanyahus. Landnámið fært út Ein áhrifamestu friðarsamtök í ísrael, sem voru hlynnt aðgerðum fyrri ríkisstjórnar og eru andvíg landnámi gyðinga, fordæmdu ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Segja þau hana gera „mögulegt, að búið verði í íbúðum sem nú standa auð- ar á landnámssvæðunum, að vegir verði lagðir og landnámið fært út." Með ákvörðuninni hafi ísraels- stjórn í raun afnumið bann við sölu á um 1.500 íbúðum. ¦ Sýrlendingar/16 Best að fresta kosningum Sarajevo, Mostar. Reuter. ROBERT Frowick, yfirmaður Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sagðist í gær telja að kosningarnar sem fram eiga að fara í Bosníu um miðjan næsta mánuð, myndu ein- kennast af því að þær yrðu haldnar nánast á stríðssvæði. Sagði Frowick að best væri að fresta kosningunum um allnokkurn tíma svo að slakna mætti á spennunni á milli þjóðanna sem byggja Bosníu. Frowick sagði þetta hins vegar ekki mögu- legt, þar sem Dayton-friðarsamkomulagið um Bosníu kvæði skýrt á um að gengið yrði til kosninga á þessum tíma. Því væri ÖSE nauðug- ur einn kostur að skipuleggja kosningar sem ljóst væri að yrðu ófullkomnar. Fjölþjóðalið undir stjórn Atlantshafsbandalagsins (IFOR) og óháðir eftirlitsmenn myndu reyna að sjá til þess að kosningarnar yrðu „sæmilega lýðræðis- legar". Helstu ástæður þess að best væri að fresta kosningunum eru að mati Frowicks þær að enginn óháður fjölmiðill hefur útbreiðslu um alla Bosníu, óbreyttir borgarar komast vart á milli yfirráðasvæða Króata, múslima og Serba án þess að leggja sig í hættu og pólitísk áhrif eftirlýstra stríðsglæpamanna. Bill Clinton þrýstir á Tudjman um lausn á deilu Króata og múslima í Mostar Reuter UNGUR Sarajevobúi teygir sig í vegg- spjald vegna kosninganna í næsta mán- uði. Þar er fólk hvatt til að kjósa fyrir framtíð barnanna. Talsmenn Evrópusambandsins (ESB) í Most- ar sögðu í gær að nú væri gerð lokatilraun af hálfu Bandaríkjamanna til að jeysa deilu Kró- ata og múslima í borginni. Átti Bill Clinton Bandaríkjaforseti fund í gærkvöldi með Franjo Tudjman, forseta Króatíu, og vonuðust tals- menn ESB eftir því að honum tækist að fá Tudjman til að þrýsta á leiðtoga Bosníu-Króata um að viðurkenna úrslit kosninganna sem fram fóru í borginni fyrir mánuði. Á miðnætti aðfararnótt sunnudags rennur út frestur sem Evrópusambandið hefur sett Króötum, fallist þeir ekki á úrslitin fyrir þann tíma, komi til greina að beita þá efnahags- þvingunum. Embættismaður ESB, sem vildi ekki láta nafns síns getið, nefndi meðal ann- ars þann möguleika að bandalagið tæki aftur fjárveitingar sínar til uppbyggingaf í Slavóníu- héraði. Alþjóðaráð Rauða krossins og mannréttinda- samtökin Human Rights Watch sökuðu Króata í gær um þjóðernishreinsanir í Krajina-héraði, sem var á valdi Serba en Króatar tóku að nýju fyrir réttu ári. ¦ Mögulegt að Karadzic/17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.