Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVI IMIMtf/A UGL YSINGAR Tónlistarskóli íslenska Suzuki- sambandsins óskar eftir tónfræðikennara. Um er að ræða afleysingar til áramóta og hlutastarf til lengri tíma. Nánari upplýsingar í síma 551 5777 dagana 6.-9. ágúst. TÓNLISTARSKÓLI ÍSLENSKA SUZUKISAMBANDSINS Kennarar Kennara vantar við Barnaskólann á Eyrarbakka næsta vetur. Nánari upplýsingar gefur formaður skóla- nefndar, Þórarinn Th. Ólafsson, í síma 483 1391 eftir kl. 17.00. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Eyrar- bakkahrepps, Túngötu 40, 820 Eyrarbakka, fyrir 15. ágúst 1996. Skólastjóri. Kennarar Kennarastaða við Varmahlíðarskóla í Skaga- firði, fyrir skólaárið 1996-’97, er laus til um- sóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu og reynslu á sviði stuðnings- og sérkennslu. Umsóknarfrestur er til 17. ágúst. Umsóknir skal senda til Páls Dagbjartsson- ar, skólastjóra, og veitir hann allar nánari upplýsingar í síma 453 8115 eða 453 8225, bréfsími 453 8863. Skólastjóri Varmahlíðarskóla. Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðan- greinda leikskóla: Garðaborg v/Bústaðaveg Leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk. Bæði 100 og 75% starf. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Kristín Ein- arsdóttir, í síma 553 9680. Guliborg v/Rekagranda Leikskólakennari eða annað uppeldismennt- að starfsfólk. Bæði 100% og 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Hjördís Hjaltadóttir, í síma 562 2455. Seljakot v/Rangársel (nýr leikskóli) Leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk vantar á þennan nýja leikskóla. Einnig vantar matráð í 75% starf. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sigríður Jónsdóttir, á milli kl. 10-13 í síma 557 2350. Sólborg v/Vesturhlíð Leikskólakennara, þroskaþjálfa eða annað uppeldismenntað starfsfólk. Einnig vantar starfsmann með táknmáls- kunnáttu, helst sem móðurmál. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Jónína Kon- ráðsdóttir, í síma 551 5380. Stakkaborg v/Bólstaðarhlíð Leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk í 50% starf. Viðkomandi þarf að geta veitt stuðning í tvo tíma á dag. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Ólafía B. Davíðsdóttir, í síma 553 9070. Sölumenn óskast strax Erum að fara af stað með stórátak í einum stærsta pöntunarklúbbi á íslandi. Okkur vantar því öfluga sölumenn með þægi- legt viðmót og helst reynslu af símsölu (ekki bóksölu). Góð laun í boði fyrir rétta aðila. Upplýsingar í síma 897 2123. Kærkveðja, Hilmar. Opinber stofnun Opinber stofnun óskar eftir að ráða starfs- mann til skrifstofustarfa. íslensku- og tölvukunnátta nauðsynleg. Stúdentspróf skilyrði. Reyklaus vinnustaður. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Laun skv. launakerfi ríkisins. Umsóknum skal skilað til afgreiðslu Mbl., merktum: „Starf V“, ísíðasta lagi 16. ágúst nk. Gefandi og fjölbreytt starf Fjölskylda á Akureyri með 9 ára mál- og hreyfihamlaðan dreng óskar eftir starfs- manni, helst með uppeldismenntun. Þarf að geta hafið störf í september. Vinnu- tími er um 30 klst. á viku. Starfið felst í að- stoð við drenginn inni á heimilinu og við tóm- stundastörf og er bæði fjölbreytt og gef- andi. Um er að ræða starf í vetur eða til lengri tíma. Innifalið er handleiðsla og þjálfun starfs- mannsins og er þetta kjörið tækifæri til að öðlast reynslu sem nýst getur í mörgum uppeldisstörfum. Góð laun í boði. Nánari upplýsingar gefur Lone Jensen, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, sími 460 1400. T Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar: Talkennari Um er að ræða heila stöðu vegna leik- og grunnskóla. Til greina kemur að ráða í hlutastörf. IMámsráðgjafi Laus er til umsóknar 50% staða námsráð- gjafa við grunnskóla Hafnarfjarðar. Við leitum að einstaklingi með námsráðgjaf- ar- og kennsluréttindi. Nánari upplýsingar um ofangreindstörf veitir deildarstjóri þjónustdeildar, Guðjón Ólafs- son, í síma 555 2340. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Skólaskrifstofu Hafnar- fjarðar, Strandgötu 31 fyrir 12. ágúst nk. Skólafulltrúirm í Hafnarfirði. íþróttakennari - æskulýðs- og íþróttafulltrúi íþróttakennara vantar á Raufarhöfn. Auk íþrótta- og sundkennslu þarf hann að sjá um íþrótta- og æskulýðsstörf ásamt þjálfun og umsjón með ungmennafélaginu Austra. Góð laun. Á staðnum er glæsilegt, nýtt íþróttahús, 16 m innisundlaug, heilsurækt, sauna og Ijósabekkir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. Raufarhöfn er 400 manna þorp í 150 km fjarlægð frá Húsavík. Sérstæð, villt og ósnortin náttúra. Mikið fuglalíf, einstök friðsæld, en einnig fjörugt fólagslíf, gott mannlif og öll hugsanleg þjónusta. Lögfræðingur Stórt þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða lögfræðing til starfa. Starfið felst í vinnu við lánastarfsemi og meðhöndlun verðbréfa og öðru því tengdu. Við leitum að lögfræðingi með góða fram- komu og þjónustulund, sem er reglusamur og nákvæmur í störfum. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál sé þess óskað. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, til af- greiðslu Mbl., merktar: „Lánastarfsemi V - 1059“, fyrir 9. ágúst nk. DALVÍKURSKDLI Kennarar Kennara í 2/3 eða heila stöðu í kennslu yngstu nemenda vantar næsta vetur. Til greina kemur að ráða leikskólakennara í starfið ef ekki fæst grunnskólakennari. Nánari upplýsingar gefa Þórunn Bergsdóttir, skólastjóri, símar 466 1380 og 466 1162, og Sveinbjörn M. Njálsson, aðstoðarskólastjóri, sími 466 1812. Eskifjarðarkaupstaður Skrifstofustjóri og leikskólastjóri Eskifjarðarkaupstaður auglýsir til umsóknar störf skrifstofustjóra bæjarins og leikskóla- stjóra leikskólans Melbæjar, Eskifirði. Skrifstofustjóri Starfið felst meðal annars í að vera stað- gengill bæjarstjóra, ritari bæjarstjórnar, um- sjón og færsla bókhalds, upplýsingagjöf, fjár- hagsáætlunargerð, kostnaðareftirlit og eftir- lit með daglegu fjárstreymi. Umsækjandi: Leitað er eftir starfskrafti með haldgóða menntun/þekkingu til að sinna einu mikil- vægasta starfi bæjarsjóðs Eskifjarðar. Mikilvægt er að umsækjendur séu tilbúnir að takast á við krefjandi og mjög fjölbreytt starf, þar sem lögð er áhersla á mannleg samskipti, heiðarleika, vandvirkni og sjálf- stæð vinnubrögð. Leikskólastjóri Leikskólastjóra vantar á leikskólann Melbæ, Eskifirði. Starfshlutfall er 100%. í skólanum eru þrjár deildir og eru stöðugildi 7 að leikskólastjóra meðtöldum. Uppeldismenntun er áskilinn. Samhliða því að veita leikskólanum for- stöðu, er fyrirhugað að starfsmaður taki sæti í ráðgjafa- og undirbúningsnefnd vegna byggingu á nýjum leikskóla á Eski- firði. Á Eskifirði búa rúmlega þúsund manns, þar sem atvinnulíf er mjög kröftugt og atvinnu- leysi er nánast óþekkt. Fjárhagsstaða bæjar- sjóðs er mjög sterk og er bæjarfélagið vel í stakk búið til að veita bæjarbúum sem besta þjónstu í framtíðinni. Umsækjendur skulu skila umsóknum til bæj- arstjórans á Eskifirði í síðasta lagi mánudag- inn 19. ágúst nk. í umsóknum skal greina ýtarlega frá mennt- un og fyrri störfum. Skrifstofustjóri og/eða undirritaður gefur allar frekari upplýsingar í síma 476 1170 eða f farsíma bæjarstjóra 854 8488. Bæjarstjórinn á Eskifirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.