Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 25 leikritinu Stone Free, þykir tælenskur matur góður. Hún leiddi Ivar Pál Jónsson um króka og kima tælenskrar matargerðar á veitingastaðnum Me Nam Kwai. MARGRETI VILHJALMS- DÓTTUR LEIKKONU Lótus- Margréti Vilhjálmsdóttur, aðalleikkonu í TILGANGUR lífsins er að borða svona frábæra súpu. Morgunblaðið/Þorkell HÚN FÆR sér bæði vatns- og hvítvínsglas, enda veit hún að best er annaðhvort að drekka vatn eða hvítvín með tæ- lenskum mat sem er oftast vel kryddaður. „Kjúklingur í lótus- blómaeggi," segir hún dreymin á svip, en leiðréttir sig: „Nei, með lótusblómaleggjum, segi ég,“ og hlær. „Lótusblómaegg. Það hefði verið frábært. Þetta hefur ábyggi- lega verið óskhyggja. Ætli lótus- blómaegg séu til?“ Me Nam Kwai þýðir Kwai-íljót- ið. Það er sama Kwai-fljótið og í myndinni Brúin yfír Kwai-fljótið sem David Lean leikstýrði og Alec Guinnes lék í. „Já, manstu hvernig lagið var sem þeir flautuðu þegar þeir gengu yfir brúna?“ Nei, því miður er blaðamaður fávís um það, eins og reyndar fleira. „Eigum við ekki að fá okkur for- rétt og allt? Verður maður ekki að prófa sem flest? Nú ætla ég að fá mér eitthvað sem ég er ekki vön að fá mér. Sítrónukókossúpa með smokkfiski og rækjum, „domjam- kabamug" á frummálinu. Mér líst vel á hana í forrétt. Ætli ég geti ekki fengið hana með kjúklingi í stað smokkfisksins?" Þjónninn seg- ir það vera sjálfsagt mál. ÞJúnninn vill fara til Tselands Þjónninn segist aldrei hafa kom- ið til Tælands, en hann stefni að því. „Ég ætlaði að fara í fyrrasum- ar, en ég hafði svo mikið að gera héma á veitingastaðnum. Vonandi kemst ég á næstunni," segir hann. „Já, við skulum vona það,“ segir Margrét og brosir. Nú er kominn tími til að velja að- alréttinn. „Mig langar til að prófa eitthvað alveg nýtt, svo það rjúki úr eyrunum á mér,“ segir hún og pantar kjúkling í panang-chilly, „panenggæ". Margrét er greinilega vel heima í tælenskum mat. „Óskastarfið mitt, fyrir utan leiklistina, er að elda tæ- lenskan mat ofan í sjálfa mig,“ seg- ir hún og skellir upp úr. Hún segist íyrst hafa farið á tælenskan veit- ingastað í New York. „Ég var dreg- in þangað af Brynhildi Þorgeirs- dóttur, vinkonu minni, sem bjó þar og síðan hefur þessi matur verið í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Hver er tilgangur lífsins? „Að borða svona frábæra súpu. Hún er alveg stórkostlega góð.“ Er leikkonan trúuð? „Já, ég held ég verði að segja það. Maður er náttúrulega alinn upp í kristinni trú, en ég er ekki viss um að trú mín tilheyri þeim trúarbrögðum frekar en öðrum. Ég hef mikinn áhuga á hinum ýmsu trúarbrögðum og til að mynda er ég mjög hrifin af búdd- isma, sem á kannski vel við hér í þessu tælenska umhverfi." Þjónninn kemur með þau tíðindi að mistök hafi átt sér stað og í stað þess að elda rétt númer 18, kjúkling í panang-chilly, hafi kokk- urinn slysast til að matreiða uppá- haldsrétt kokksins, númer 19. Hann spyr hvort hún vilji standa við pöntunina og bíða aðeins leng- ur, en Margrét samþykkir að prófa rétt númer 19. Réttur númnr 13 bragðast vef Nú vendum við kvæði okkur í kross. Hvernig er að vera með rautt hár? „Þú ættir nú að vita það sjálfúr, rauðhausinn þinn,“ segir hún stríðnislega. „Nei, mér líkar það mjög vel, betur og betur með tím- anum. Amma mín var rauðhærð og ég held ég hafi verið í sérstöku uppáhaldi vegna rauðu lokkanna." Finnur hún til samkenndar með öðru rauðhærðu fólki? „Já, tvímælalaust. Sumir segja að rauðhærða kynið eigi eftir að taka við heiminum. Ég veit ekki hvort ég trúi því, en víst er að rauðhært fólk er sérstakt, að vissu leyti öðruvísi en annað fólk.“ Réttur númer 19 er borinn á borð og eftir að hafa borðað nokkra bita lýsir hún yfir ánægju sinni með meyrt kjötið. Hún er spurð hvort hún hafi ferðast víða? „Töluvert, en náttúrulega ekki eins mikið og ég vildi. Ég fór til dæmis með Hamrahlíðarkómum til Jerúsalem og sú borg er stór- kostleg; hún titrar af spennu. Að koma á markaðinn í Jerúsalem er ótrúlegt. Fyrst mætir maður bedúínum og kristnum, þá gyðing- um og svo eru arabarnir innst. Þar er markaðurinn yfirbyggður og hefur verið það öldum saman.“ Talið berst nú að leikritinu Stone Free, þar sem Margrét leikur eitt af aðalhlutverkunum: „Það hefur verið spennandi að vinna að þessu verkefni með Magn- úsi Ger, leikstjóra og höfundurinn Jim Cartwright, höfðar sterkt til mín. Undirbúningurinn var sérlega skemmtilegur tími enda frábær hópur sem að þessu stendur." Hvað finnst henni um blóma- tímabilið og hippahugsjónina ? „Það er allt gott um það að segja þótt ég hafi bar verið „smotterí" þegar þetta gekk yfir. Það skilaði sér margt heilnæmt frá þessum tíma, sem hefur gert okkar þjóðfé- lag betra, en tímabilið hafði líka sínar dökku hliðar og Cartwright fjallar ekki síður um þær í þessu verki sínu.“ En hvað um hippatónlist- ■■ ina ? „Er hún ekki eitt af því já- kvæða sem stendur upp úr frá þessum tíma?“ Eftirrétturinn, djúpsteikt- ir bananar með ís, ber heitið „goitodabædim“ á ft-ummál- inu. Leikkonan borðar hann með ánægju, kveður og þakkar fyrir sig. Blaðamað- ur sömuleiðis. Hvað eru glaðværðarpillur? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Talsvert hefur verið rætt að undanförnu um hin nýju geðlyf, sem sumir kalla „glaðværð- arpillur", og í framhaldi af því langar mig að spyrja hvort það sé rétt, sem ég hef heyrt, að þær virki ágætlega sem megrunarpill- ur, og einnig við drykkjusýki? Svar: Hér mun fyrst og fremst vera átt við lyfið flúoxetín sem hér á landi er selt sem sérlyfin Fontex, Flúoxín, Seról og Tingus. I Banda- ríkjunum og nokki’um öðrum lönd- um er þetta lyf selt undir nafninu Prozac. Fáein önnur lyf hafa sömu eða mjög svipaðar verkanir og flú- oxetín. Viðurkennd notkun lyfsins, hér á landi og víðast hvar annars staðar, er við flestum tegundum þunglyndis, matgræðgiköstum (bulemia) og þráhyggjusýki. Allt eru þetta alvarlegir sjúkdómar. Það er mikið rangnefni að kalla þessi lyf „glaðværðarpillur" eða „gleðipillur". Oftast er verið að meðhöndla þunglyndi með þessum lyfjum og það er mjög erfíður sjúkdómur sem sviptir fólk lífs- gleði og leiðir í versta falli til sjálfsvígs. Þeir sem ekki eru haldnir þunglyndi verða yfirleitt Gleðipillur hvorki glaðari né óglaðari af að taka þessi lyf. Umræða í fjölmiðl- um um þessi lyf og þá sérstaklega um flúoxetín hefur stundum verið uppblásin og í miklu ójafnvægi og hefur lyfinu þá oft verið lýst sem töfralyfi sem hafi ýmsar verkanir sem það hefur ekki. Einnig hefur nokkuð borið á misskilningi og mistúlkunum á þekktum stað- reyndum varðandi þetta lyf, en þó má segja að á allra síðustu misser- um hafi ástandið lagast. Margir sjúklingar sem taka eldri lyf við þunglyndi hafa tilhneigingu til að þyngjast en flúoxetín er að mestu laust við þennan ókost og sumir sjúklinganna léttast dálítið. Það er þó staðreynd að sumir sjúklingar sem taka lyfið þyngjast. Þetta lyf hefur einnig margvíslegar auka- verkanir og það er fráleitt að nota það sem megrunarlyf handa hverj- um sem er. Stungið hefur verið upp á því að e.t.v. væri verjandi að reyna þetta lyf hjá sjúklingum með mikla offítu, en enn sem kom- ið er vantar rannsóknir á hugsan- legu notagildi við offitu. Ef ein- hverjum tækist að finna gott megrunarlyf mætti eflaust græða á því stórfé og þess vegna er mikill áhugi hjá lyfjaframleiðendum á slíku lyfi en leitin að því hefur ekki enn borið árangur. Sama má segja um alla þessa megrunarkúra sem hægt er að kaupa; þeir megra ein- ungis pyngju neytendanna. Um drykkjusýld má segja svipað og um megrun, þar vantar enn góðar rannsóknir. Til eru sterkar vís- bendingar um að flúoxetín og skyld lyf geti hjálpað drykkjusjúk- um sem haldnir eru þunglyndi en ekki hefur verið sýnt fram á að þessi lyf hafi sérstök læknandi áhrif á drykkjusýki sem slika. Þegar flúoxetín kom fyrst á mark- að var því stundum haldið fram að það væri að mestu laust við auka- verkanir. Þegar lyfið varð síðan tískulyf og notkun þess óx mikið kom annað í ljós og nú vitum við að þetta lyf hefur svipaðar auka- verkanir og ýmis önnur skyld lyf (svefntruflanir, kvíði, reiði, flog, hárlos, útbrot og fleira). Að lokum Áblástur má geta þess að í Bandaríkjunum hafa verið stofnuð samtök fólks sem telur sig hafa beðið tjón af aukaverkunum flúoxetíns (Prozac Survivor’s Support Group). Spurning: Vegna gi-einar um áblástur á vörum í lækningaþætt- inum nýlega hjó ég eftir því að læknirinn nefndi ekki lyfið colodi- um, sem hefur reynst mér vel í gegnum árin. Þetta er þykkfljót- andi vökvi og þegar maður ber hann á varirnar þá þrýstir hann áblæstrinum inn og myndar eins konar „plasthimnu" og áblástur- inn hjaðnar niður. Ég er 73 ára gamall og hef notað þetta með góðum árangri síðan ég var ungur maður. Svar: Efnið kollódíon eða kollódí- um (collodion á ensku) er upp- lausn af nítursellulósa, öðru nafni sprengibaðmull, í blöndu af al- kohóli og eter. Þegar þessi þykk- fljótandi vökvi er borinn á húðina, gufa leysiefnin upp og eftir verður seig himna. Þó að þetta efni hafi greinilega gagnast fyrirspyrjanda vel, mæli ég ekki með notkun þess vegna þess að það hindrar að áblásturinn þorni. Þetta efni flokkast nú undir úrelt lyf. Að lyf sé úrelt þarf ekki að þýða að það sé með öllu gagnslaust en oftast eru komin á markað nýrri lyf sem verka betur eða hafa minna af aukaverkunum. Kollódíon var not- að við áblástrum og vörtum en illa hefur gengið að sýna fram á gagn- semi efnisins við þessum kvillum og þess vegna eru nánast allir hættir að nota það. I fyrri umfjöll- un um áblástur var nefnt zinkpasta, sem í flestum tilvikum er talið hafa betri verkun en kolló- díon. Þess má einnig geta að á fyrstu áratugum ljósmyndatækninnar var þetta efni notað mjög mikið til að búa til ljósnæma filmu á gler- plötu. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn uni það sem þeim liggur á þjnrta, tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.