Morgunblaðið - 03.08.1996, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.08.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 17 Mögnlegt að Karadzic verði vísað frá Bosníu Sar^ievo. Reuter. dómstóls Sameinuðu þjóðanna og sjái til þess að hann hafi ekki frek- ari afskipti af stjórnmálum. Kornblum hissa Kornblum sagði eftir fund, sem hann átti meðal annars með Aleksa Buha, utanríkisráðherra Bosníu- Serba og formanni Serbneska lýð- ræðisflokksins (SDS), að það hefði komið honum mjög á óvart að Buha hefði ekki hafnað hugmyndum um að vísa Karadzic frá Bosníu til að koma í veg fyrir að hann hefði áhrif BOSNÍU-Serbar hafna ekki hug- myndum um að Radovan Karadzic, leiðtoga þeirra, verði vísað frá Bosn- íu. Þetta kom fram í viðræðum sem John Kornblum, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem fer með málefni ríkja gömlu Júgóslavíu, átti við leiðtoga Bosníu-Serba í Pale á miðvikudag. Kornblum hélt til Pale til að þrýsta á þá að standa við sinn hluta Day- ton-friðarsamkomulagsins, sem kveður meðal annars á um að þeir framselji Karadzic til stríðsglæpa- Reuter ÞRÍR múslimar og Króati, sem sakaðir eru um að hafa pyntað og myrt Bosníu-Serba í fangabúðum i Mið-Bosníu, komu fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna i gær. Mennimir hafa allir lýst yfir sakleysi sínu. á kosningarnar, sem fram eiga að fara í september. Buha sagði þó að slíkt myndi taka nokkurn tíma. Á fyrri fundum sem Kornblum hefur átt með fulltrúum Bosníu- Serba hafa þeir verið aigerlega ósveigjanlegir hvað Karadzic varðar. Fullyrða bandarískir heimildarmenn að sá möguleiki sé nú ræddur af fullri alvöru að Karadzic verði flutt- ur til Svartfjallalands, þar sem hann er fæddur, áður en leiðin liggi til Haag, þar sem stríðsglæpadómstóll- inn hefur aðsetur. Bandar í kj astj órn pantar ofurtölvu 95.000 ára starf á sekúndu London. The Daily Telegraph. ÖFLUGASTA tölva í heimi, 300 sinnum hraðvirkari en sú stærsta, sem nú er til, verður smíðuð í Bandaríkjunum og meðal annars notuð til að líkja eftir kjarnorkusprengingum. Hefur hún að sinni fengið nafn- ið „Option Blue“ og á að vera fær um þijár billjónir reikn- ingsaðgerða á sekúndu. Það tæki reikningsglöggan mann með blað og blýant 95.000 ár að anna öllu því, sem tölvan hespar af á sekúndu, en tölvufyrirtækið IBM hefur fengið það verkefni að srníða hana fyrir bandaríska or- kuráðuneytið. „Option Blue“ nær þessum afköstum með því að tengja saman 516 RS/6000- tölvur. Tölvan, sem verður 156 milljörðum sinnum hraðvirkari en venjuleg einkatölva, á í raun að koma í staðinn fyrir raun- verulegar tilraunir með kjarn- orkuvopn en auk þess verður hún notuð í þágu ýmissa vís- inda og tækni. „Option Blue“ er önnur töl- van, sem Clinton-stjórnin pant- ar til að tryggja öryggi kjarn- orkuvopna. Hin er „Option Red“, sem er enn í smíðum hjá Intel-fyrirtækinu. Hún er ekki nema hálfdrættingur á við „Option Blue“ en stefnt er að því að smíða á næstu 10 árum tölvu, sem verði 35 sinnum hraðvirkari en sú bláa. Stríðsherrann Aideed fellur í skotbardaga í Mogadishu Vonir um frið í Sómalíu glæðast Mogadishu. Reuter. VONIR standa til þess að dauði eins helsta stríðsherra Sómalíu, Mo- hameds Farahs Aideeds muni auka líkurnar á friði í þessu stríðshijáða landi, þrátt fyrir að líkur séu á að hörð valdabar- átta fari í hönd. Aideed lést af sárum sínum á fimmtudag eftir að til átaka kom við menn höfuð- andstæðiriga hans. Aideed fór fyrir baráttunni gegn bandaríska friðargæsluliðinu í landinu og tókst að hrekja liðið úr landi áður en hann lýsti sig forseta landsins og skipaði ríkisstjórn. Fyrr í vikunni bárust fréttir um að Áideed hefði fallið í bardögum en þær voru bornar aftur. í gær sögðu aðstoðarmenn hans hins vegar að Aideed hefði látist á heimili sínu á fimmtudag af skotsárum sem hann hlaut um helgina. Að sögn vitna var Aideed skotinn í maga og öxl. Höfðu menn hans fengið ítalskan lækni til að reyna að bjarga lífi hans. Var Aideed borinn til grafar að ioknum bænum í gær. Állt var með kyrrum kjörum í Mogadishu í gær, bæði í suðurhluta borgarinnar, sem menn Aideeds ráða að mestu, og norðurhlutanum, sem Aideed er yfirráðasvæði höfuðandstæðings hans, Ali Mahdi Mohamed. Útvarps- stöð Aidees sagði frá því í gær að skipað yrði 30 manna ráð, sem bera myndi ábyrgð á pólitísku og hernað- arlegu starfi skæruliðahreyfingar Aideeds. Tala um alþjóðlegt samsæri Talsmaður Aideeds í Washington, Ahmed Mohamed Dahman, sagði í samtali við BfiC-útvarpið að fall skæruliðaforingjans hefði verið hluti af alþjóðlegu samsæri, án þess að skilgreina nánar hvað í því fælist. Hjálparstarfsmenn fullyrða hins vegar að Aideed hafi fallið er til skotbardaga kom við menn Ali Ma- hdi og Osmans Hassans Ali Atto. Ónefndir hjálparstarfsmenn í Só- malíu kváðust telja að friðvænlegar horfði þar í landi eftir dauða Aide- eds. Hann hafi verið einn aðalþrö- skuldurinn í vegi friðarsamninga og að erfitt væri að harma lát hans, þar sem hann hefði verið ábyrgur fyrir dauða svo margra. Annar hátt- settur hjálparstarfsmaður óttaðist það að nú færi í hönd hörð valdabar- átta en hún gæti þó leitt til þess að ástandið skánaði í landinu. í augum Sameinuðu þjóðanna og Evrópusam- bandsins væri ekki nokkur vafi á því að „vondi karlinn" væri horfinn af sjónarsviðinu. Aideed, sem var 59 ára þegar hann lést, átti einn stærsta þáttinn í því að koma Siad Barre, einræðis- herra Sómalíu frá völdum árið 1991. Hart hefur verið barist í landinu frá þeim tíma og engin stjórn hefur verið við völd. Aideed og höfuðand- stæðingur hans, Ali Mahdi, gerðu hins vegar báðir tilkall til forseta- embættisins. Menn Aideeds hafa ráðið suður- hluta Mogadishu en í apríl á þessu ári fór að halla undan fæti, eftir að Ali Mahdi, og fyrrverandi banda- maður Aideeds, Ósman Hassan Ali Atto, u,íu höndum saman gegn Aideed. Höfðu menn hans tapað nokkrum hverfum í hendur þeirra. Bandaríkjamenn ekki í sorgarhug Vesturlandabúum og þá fyrst og fremst Bandaríkjamönnum er enn í fersku minni þegar menn Aideeds drógu lík bandarísks friðargæsluliða um götur Mogadishu en upptökur af þessu birtust á sjónvarpsskjám um allan heim. Hermaðurinn var einn átján bandarískra friðargæslul- iða sem féllu þegar her Aideeds skaut niður tvær þyrlur sem þeir voru í. Fjöldi Bandaríkjamanna lét lífið í friðargæslunni í Sómalíu og í mars 1994 drógu þeir stærstan hluta liðs síns til baka. Síðustu hermenn friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu voru kallaðir heim 1995. Stuðningur við hlutleysi minnkar í Austurríki Schussel vill aðild að VES og NATO WOLFGANG Schiissel, utanríkis- ráðherra Austurríkis, ritaði í gær grein í dagblaðið Neue Kronen Zeit- ung, þar sem hann leggur til að Austurríki gangi í Atlantshafs- bandalagið (NATO) og Vestur-Evr- ópusambandið (VES). Búast má við að yfiriýsing Schiissels, sem kemur úr Þjóðar- flokknum (ÖVP), valdi titringi í aust- urrísku stjórnmálalífi. Hlutleysi var bundið í stjórnarskrá austurríska lýðveldisins, þegar það var endur- stofnað eftir seinni heimsstyijöld. Upp frá því hefur það — svipað og í Svíþjóð — verið allt að því heilagur hluti utanríkisstefnu Alpalandsins. En nú eru teikn á lofti um að Austur- ríkismenn kunni að gefa hlutleysis- stefnuna upp á bátinn. Stuðningur almennings í Austur- ríki við hlutleys- ið fer greinilega minnkandi og stuðningur við aðild landsins að vamarbanda- lögum vest- rænna ríkja að sama skapi vax- andi, samkvæmt nýlegum skoðana- könnunum, sem greint er frá í viku- blaðinu European Voice. Að vísu nýtur hlutleysið ennþá meirihlutastuðnings, en hlutfall óá- kveðinna hefur aukizt til muna á einu ári, úr 12% í 21%. 63 af hund- raði styðja enn hlutleysið, 7% færri en árið áður, og 16% vilja að Aust- urríki gerist aðili að NATO og VES. Sérfræðingur IMAS-stofnunarinn- ar, sem framkvæmdi könnunina, sagði ■ slíkan hraðan vöxt í fjölda óákveð- inna benda eín- dregið til við- horfsbreytingar. Sögulegar forsendur Á sínum tíma settu Sovétmenn hlutleysið sem skilyrði fyrir því að Austurríki endurheimti sjálfstæði sitt og hernámsveldin fjögur færu frá landinu. Með falli járntjaldsins varð grundvallarbreyting á hinum sögulegu og pólitísku forsendum hlutleysis Austurríkis. Og með inn- göngunni í Evrópusambandið var það á vissan hátt þegar gefið upp á bátinn, því ESB-ríkin hafa með sér samstarf um utanríkis- og öryggis- mál. Það hefur líka styrkt þá mjög í skoðun sinni, sem álíta hlutleysið vera úrelt þing, að nágrannaríkin í A-Evrópu keppast nú um að fá að gerast aðilar að NATO sem fyrst. Fyrr í þessum mánuði ögraði Thom- as Klestil, forseti landsins, sem er úr röðum kristilegra demókrata, ÖVP, því sem enn er opinber stefna landsins, með því að segja að ESB- aðildin leiði Austurríki beinlínis inn í NATO og VES. Báðir stóru flokkarnir á hægri væng austurrískra stjórnmála, ÖVP og FPÖ, styðja inngönguna í NATO og VES. Jafnaðarmenn, undir for- ystu Vranitzkys kanzlara, hika hins vegar við að sleppa tökum af hlut- leysisstefnunni, eins lengi og svo stór hluti kjósenda sem raun ber vitni er enn hliðhollur henni. EVRÓPA^ Whitewater-málið Stuðnings- menn Clintons sýknaðir DÓMSTÓLL í Arkansas sýknaði á fimmtudag bankamennina Herby Branscum og Robert Hill en þeir höfðu verið kærðir fyrir fjárdrátt og samsæri í tengslum við rannsókn Whitewater-málsins. Branscum og Hill eru nánir stuðn- ingsmenn Bills Clintons Bandaríkja- forseta. Þeir voru sýknaðir af fjórum ákæruatriðum af ellefu. Hefðu þeir verið fundir sekir hefði Bruce Linds- ey, náinn vinur og háttsettur ráð- gjafi forsetans, er tengdist málinu beint átt ákæru yfir höfði sér. Branscum og Hill voru meðal ann- ars sakaðir um að hafa dregið sér fé úr sjóðum Perry County-bankans, til að fjármagna kosningabaráttu Clintons árið 1990. Kviðdómur komst ekki að niður- stöðu varðandi sjö ákæruatriði og voru þau því felld niður. Þessi niður- staða er talinn sigur fyrir Clinton og draga verulega úr líkunum á því að Lindsey verði kærður. Saksóknarar í Whitewater-mál- inu, undir forystu Kenneth Starr, sögðu þetta áfall í rannsókninni á fjármálum Clinton-hjónanna en að rannsókninni yrði haldið áfram. Embættismenn í Hvíta húsinu sögðust vona að þetta myndi leiða til þess að ekki yrðu frekari réttar- höld vegna Whitewater fyrr en að loknum forsetakosningum í nóvem- ber. H Carnival. SUÐUR UIVIHÖHIM! Nýjustu, stærstu og glæsilegustu skemmtiferðaskip heimsins - Umboð á íslandi - CARNIVAL CRUISE LINES: IMAGINATION, INSPIRATION, FASCINATION, SENSATION og DESTINY, stærstu farþegaskip heimsins. Einstakt sértilboð á nokkrum brottfórum í ágúst, sept. og okt. Láttu drauminn rætast í tengslum við draumadvöl á DÓMINIKANA. Verð frá kr. 50 þús. á mann í 7 daga siglingu. TÖFRAR AUSTURLANDA Ferðaævintýri ævi þinnar! STÓRA AUSTURLANDAFERÐIN 5.-23. okt. Perlurnar BALI, SINGAPORE, HONG KONG, BANGKOK, LONDON. Fá sæti laus. TÖFRAR1001 NÆTUR 17. okt.-6. nóv. BANGKOK, RANGOON, MANDALAY, PHUKET, BAHRAIN, LONDON. Einstök, spennandi og heillandi lífsreynsla. Hágæðaferðir á tækifærisverði núna. Fararstjórar: Ingólfur Guðbrandsson og Jón Ormur Halldórsson. dósent, stjórnmálafræðingur. CARNIVAL CRUISES UMB0B Á ÍSLANDI [MP EvLheimsklúbbur INGOLFS Austurstræti 17, 4. hæð,1D1 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 FERÐASKRIFSTOFAN PRJAéAr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.