Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
FERSKT grænmeti blasir við þegar inn er komið.
Morgunblaðið/Golli
Framtíðarútlit Hagkaupsbúðanna
Hannað af banda-
rískum arkitektum
Hlaðnir fersku grænmeti minna stóru trévagnam-
ir helst á kermr bænda í útlöndum sem eru á
leið á markað með gljápússaða uppskeruna. Guð-
björg R. Guðmundsdóttir skoðaði Hagkaup í
Garðabæ með Óskari Magnússyni, forstjóra fyrir-
tækisins, en hann fékk bandaríska arkitekta til
að hanna búðina eftir að hann hafði skoðað ótal
stórmarkaði í útlöndum.
Fram til þessa hefur Hagkaup á
Garðatorgi þótt skera sig frá öðrum
Hagkaupsbúðum enda er hún líka
fyrsta búðin sem hönnuð er af
bandarískum arkitektum sem sér-
hæfa sig í hönnun matvöruverslana.
Línurnar eru mjúkar og bogadregn-
ar og hlýr viður einkennir umhverf-
ið. Stórir viðarvagnar hýsa ferskt
grænmeti, nýjar kartöflur eru í við-
artunnum og starfsmenn láta list-
ræna hæfileika njóta sín á gamal-
dags krítartöflum sem útlista tilboð
dagsins. Allir eru í einkennisklæðn-
aði, hvítum skyrtum, grænum vest-
um og karlmennirnir með bindi og
börnin hafa að þessu sinni fengið
dágott svæði fyrir sig á meðan þeir
fuliorðnú kaupa inn.
Það er engin tilviljun að ferskt
grænmeti blasir við þegar kíkt er inn
og ilminn af nýbökuðum vínarbrauð-
um leggur út á torgið þegar komið
er til að versla.
„Það er stefna okkar að ferskvara
blasi við viðskiptavinum þegar kom-
ið er inn. Neytendur kaupa í auknum
mæli ferska vöru og því liggur í hlut-
arins eðli að það sé sú vara sem
blasir við“, segir Óskar.
Sérhæfa sig í hönnun
matvöruverslana
Þegar ákveðið var að Hagkaups-
verslun myndi opna á Garðatorgi
fannst honum ekki annað koma til
greina en taka búðina í gegn frá
grunni. „Ýmsir eigendur höfðu rekið
verslun þarna á undanförnum árum
og ekki gengið sem skyidi. Mér
fannst því alveg ljóst að við þyrftum
að taka búðina algjörlega í gegn.“
Óskar fékk til liðs við sig ameríska
arkitekta frá fyrirtækinu Charles
Sparks & co sem sérhæfir sig í hönn-
un matvöruverslana. „Við heimsótt-
um ótal stórmarkaði ytra og ég benti
á hluti sem mér féllu vel og einnig
það sem mér fannst ekki henta okk-
ur heima á íslandi. Eftir að hafa
farið nokkuð gaumgæfilega ofan í
saumana á því eftir hveiju við vorum
að leita hófust arkitektamir handa
og það leið ekki á löngu þar til
hægt var að heíja framkvæmdir."
Öskar segir að bandarísku hönn-
uðimir hafi reynt að telja sér trú
um að hann þyrfti að minnsta kosti
að loka búðinni í sex til átta vikur
meðan á endurbótum stæði. „Það
þótti mér alveg fáránlegt og sagðist
loka í mesta lagi í þtjár vikur. Arki-
tektamir héldu að við værum vit-
lausir að ætla okkur svo skamman
tíma en með vinnu duglegs fólks dag
og nótt hafðist þetta og við sýndum
þeim fram á að þetta var hægt. Síð-
asta nóttin fór í að lagfæra skiltin
sem komu að utan því eitthvað höfðu
íslensku orðin verið að flækjast fyrir
þeim Bandaríkjamönnum sem sáu
um þann hluta verksins.
Ekki dýrara að vera
smekklegur
Þegar farið er að tala um kostn-
aðinn við allar þessar framkvæmdir
er Óskar með svar á réiðum hönd-
um. „Allar breytingar eru kostnað-
arsamar. Þegar ég skoðaði á sínum
tima frystitogarann Baldvin Þor-
steinsson sem er í eigu Samhetja
fannst mér með ólíkindum hversu
vel hafði tekist til með innréttingar
og útlit togarans að innan. Þor-
steinn Már Baldvinsson sagði við
ÓSKAR segir að grunnhug-
myndirnar í Hagkaup á
Garðatorgi verði nýttar áfram
i öði-um verslunum Hagkaups.
það tækifæri að það þyrfti ekki
endilega að vera dýrara að vera
smekklegur. Þessi orð komu oft upp
í hugann þegar við vorum að huga
að endurbótum á versluninni á
Garðatorgi og þau eiga núna við
rök að styðjast.
Þegar Óskar er inntur eftir því
hvort standi til að taka aðrar Hag-
kaupsbúðir í gegn með sama hætti
talar hann um að tímabært sé að
huga að endurbótum á öðrum versl-
unum en leggur áherslu á að það
gerist hægt og rólega.
2.000 fermetra
Hagkaupsverslun í
Borgarhverfi
„Við erum þessa dagana að huga
að byggingu nýrrar 2.000 fermetra
Hagkaupsverslunar í Borgarhverfi.
Við gerum ráð fyrir að sú verslun
verði með sama sniði og þessi í
Garðabæ. Lokasamningar standa
yfir við Reykjavíkurborg og þar er
auk Hagkaups gert ráð fyrir öðrum
verslunum og þjónustu á borð við
heilsugæslu og bókasafn.
í sumar eigum við von á arkitekt-
unum frá Charles Sparks & co og í
samvinnu við þá verður ákveðið nán-
ar hvernig staðið verður að útfærslu
þessara grunnhugmynda sem koma
fram í búðinni okkar í Garðabæ.
Arkitektarnir hafa unnið mikla
grunnvinnu fyrir okkur og ég tel
alveg sjálfsagt að nýta hana áfram
fyrir hinar búðirnar."
KÁ
Helgartilboð KÁ verslana féllu
niður vegna taeknilegra mistaka
síðastliðinn fimmtudag.
GILDIR 1.-7. ðgúst
Hamb. 4 stk.m/brauði Goða vínarp. kg 198 kr. 589 krj
Hunts tómatsósa 680 gr 98 kr.
Morgunbr. stk Lærissn. þurrkr. kg 99 krj 948 kr.
KÁ hrásalat 450 gr Opal rúsínur450 gr 134 kr; 259 kr.
McVities heimakex 88 krj
Neytendasamtökin
Islenskur markaður
ruslakista fyrir
útrunnar vörur?
NEYTENDASAMTÖKIN boðuðu til
blaðamannafundar í vikunni og vildu
vekja athygli á að eftirlit með merk-
ingu matvæla væri í uppnámi hér á
landi.
„Ástæðan er sú að stjórnvöld hafa
ekki enn tekið um það ákvörðun
hvernig haga skuli umbúðamerkingu
hér á landi og þrátt fyrir að í EES
samningum séu ákvæði um að
merkja skuli í samræmi við reglur
ESB“, sögðu Drífa Stefánsdóttir og
Jóhannes Gunnarsson forsvarsmenn
Neytendasamtakanna.
Þau sögðu að á meðan stjórnvöld
tækju ekki ótvíræða ákvörðun gætu
þeir sem sinna eftirliti með merkingu
matvæla ekki sinnt því hlutverki.
„Eftirlit með matvælum er því óvið-
unandi hér á landi.
Gamalt kaffi til sölu
Óheimilt er með öllu að dreifa
vörum sem komnar eru fram yfir
síðasta söludag eða mánuð. Fyrir
skömmu vöktu Neytendasamtökin
athygli á að fyrirtækið Rydenskaffi
hefði gert tilraun til að flytja inn
kaffi sem komið var fram yfir síðast
söludag og ekki í fyrsta sinn. „Ekki
er um einangrað tilvik að ræða því
Neytendasamtökin hafa fengið sann-
anir fýrir því að fyrirtækið Rolf Jo-
hansen & Co hefur í júní 1996 selt
kaffí sem var á síðasta söludegi í
mars 1995. Þannig er ljóst að sumir
innflytjendur bjóða íslenskum neyt-
endum upp á gallaðar vörur sem
þeir selja þeim á fullu verði vegna
þess að eftirliti með matvælum er
ábótavant. Um leið er íslenskum
neytendum sýnd fullkomin fyrirlitn-
ing.“
Aldrei selt gamalt kaffi
„Við höfum aldrei orðið uppvísir
að því að selja gamalt kaffi. Hingað
kom gámur með kaffi sem var kom-
ið yfir síðasta söludag. Gámnum var
snúið við og kaffið sent til síns
heima. Það kom aldrei inn í landið“,
segir Þórir Baldursson
framkvæmdastjóri Rydens
kaffís. „Fyrir nokkrum
árum kom þetta fyrir og þá
var sá gámur einnig sendur
til síns heima. Þetta eru
mannleg mistök en við höf-
um komið vörunni úr landi
aftur."
24 mánaða geymsluþol
„Ég dreg í efa að þetta
geti staðist. Hver vörusend-
ing sem til okkar kemur
klárast á 3-4 mánuðum og
allar okkar kaffidósir hafa
24 mánaða geymsluþol",
segir Pétur A. Haraldsson
framkvæmdastjóri hjá Roif Johanss-
en & co ehf. „Ókkur hefur ekki gef-
ist kostur á að skoða umræddan
kassa sem sendur var frá okkur og
Neytendasamtökin hafa ekkert haft
samband við okkur og farið með
málið í fjölmiðla án þess að okkur
hafi gefist kostur á að staðreyna
málsatvik. Við teljum hverfandi líkur
á að eftir hafi orðið kassi hjá okkur
úr 3-4 ára gamalli sendingu. Síðasti
söludagur á þeim dósum sem við
eigum á lager er desember 97.“
Pétur segir að unnið verði að því
næstu daga að komast til botns í
því hvernig geti staðið á þessu og
óskar eftir samvinnu við Neytenda-
samtökin hvað það varðar.
Vara við ómerktum
reiðhjólahjálmum
Þá bentu forsvarsmenn Neytenda-
samtakanna á að oft er til sölu varn-
ingur sem ekki uppfyllir eðlilegar
öryggiskröfur. „í dag eru til sölu í
verslunum reiðhjólahjálmar sem ekki
uppfylla kröfur um merkingar sem
segja til um að þeir uppfylli kröfur
um lágmarksöryggi. Frá og með 1.
júlí 1995 var bannað að selja slíka
hjálma án merkinga í löndum á
Evrópska efnahagssvæðinu. íslensk
stjórnvöld hafa sofið á verðinign
hvað varðar þessa tilskipun Evrópu-
sambandsins. Drífa segir að líftími
hjálma sé fimm ár vegna breytinga
sem verða á efni því sem notað er
í hjálma og hvetja samtökin neytend-
ur til að kaupa ekki hjálma án dag-
setningar þar sem fram kemur fram-
leiðslumánauður og ár. Auk þess
vara samtökin neytendur við að
kaupa reiðhjólahjálma sem ekki eru
CE merktir.
Skortir lágmarkskröfur um
barnabílstóla
Þá benda Drífa og Jóhannes á að
í íslenskum umferðarlögum sé ein-
göngu kveðið á um að nota skuli
„viðeigandi búnað“ og eftirlit með
barnabílstólum sé nánast ekkert. Til
er hinsvegar Evrópsk tilskipun um
barnabílstóla um ákveðnar lág-
markskröfur til þeirra. Norðurlönd
önnur en ísland hafa sett reglur um
lágmarkskröfur um barnabílstóla í
umferðarlög.“
Hættulegar vörur
Neytendasamtökin minna á að
ekki hafa enn verið settar reglur um
öryggisloka á þvottaefni og önnur
efni sem reynst geta hættuleg börn-
um. Fyrir fimm árum settu Finnar
í lög að óheimilt væri að selja þvotta-
efni fyrir uppþvottavélar án viðeig-
andi öryggisloka. Þá var sendur til
íslands gámur af gömlu umbúðunum
og hafa orðið mjög alvarleg slys á
börnum af völdum þessara efna.
Að lokum vildu forsvarsmenn
Neytendasamtakanna vekja athygli
á kertastjökum sem til skamms tíma
voru til sölu í verslun í Reykjavík.
Neituðu eigendur verslunarinnar að
endurgreiða kaúpanda stjakann til
baka. Neytendasamtökin óskuðu eft-
ir því að Brunamálastofnun skoðaði
stjakana og í niðurstöðum segir að
hluturinn sé stórvarasamaur og geti
valdið bráðri eldhættu sé hann not-
aður fyrir logandi kerti. Mælir
Brunamálastofnun svo fyrir að salan
verði umsvifalaust bönnuð og varan
tekin af markaði og viðskiptavinir
hvattir til að skila henni og fá endur-
greidda.
Kröfur Neytendasamtakanna
„Það er ljóst að hér á landi eru
seldar hættulegar og gallaðar vörur
sem ekki er hægt að selja í nágranna-
löndum okkar og íslenskur neytenda-
markaður í mörgum tilvikum notaður
sem ruslakista. Við teljum þetta óvið-
unandi ástand." Jóhannes segir að
Neytendasamtökin setji því fram þær
kröfur að vörur sem ekki uppfylla
kröfur um merkingar eða sölutíma
verði ekki seldar, settar verði lág-
marksöryggiskröfur um aliar vörur
sem geta reynst hættulegar eða vara-
samar og þær sem ekki uppfylli kröf-
umar verði ekki seldar hérlendis. Að
lokum vilja Jóhannes og Drífa leggja
áherslu á að íslenskir neytendur njóti
sömu verndar og neytendur í öðrum
löndum EES.
Morgunblaðið/Ásdís
JÓHANNES Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtakanna og
Drífa Stefánsdóttir formaður.