Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Halldór INGVAR Þórðarson fararstjóri, Helgi Björnsson og Siguijón Gylfason tignarlegir í upphafi ferðar. Tíu daga piparsveinapartí ► LEIKARINN og leikstjórinn Baltasar Korraákur ætlar að ganga í það heilaga þann 18. ágúst næstkomandi. Vinir hans ákváðu að halda honum veglega piparsveinaveislu og dugði ekk- ert minna en tíu daga útreiðatúr frá Skeggjastöðum í Mosfellsdal að Hveravöllum og þaðan til Búða á Snæfellsnesi þar sem lokaveislan verður haldin. Ljós- myndari Morgunblaðsins rakst á félagana þegar þeir brokkuðu áleiðis til Þingvalla. KVIKMYNDIR/Stjörnubíó sýnir myndina íThe Craft“ með Robin Tunney, Fairuza Balk, Neve Campell og Rachel True í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um fjórar stúlkur sem falla ekki að ijöldanum og kynna sér hvers þær eru megnug- arígegnum galdra Fjórar unglings- nornir FYRIR Söru (Robert Tunney) er Los Angeles aðfeins nýr staður til að vera útundan á. Hún er nýflutt til borgarinnar og geng- ur í St. Benedict’s Academíuna þar sem hún er einmana og á enga vini þar til hún hittir þjár ungar konur sem eru í sömu aðstöðu. Nancy (Fairuza Balk), Bonnie (Neve Campell) og Rochelle (Rac- hel True) munu aldrei falla að fjöld- anum, þeim kemur varla vel saman þremur, en þegar Sara bætist í hópinn á líf þeirra eftir að breytast meira en þær nokkurntíma grun- aði. Þær komast að því að það að vera utanveltu í þjóðfélaginu getur verið kraftmikið á sinn hátt. Framleiðandi myndarinnar er Douglas Wick sem einnig hefur framleitt „Working Girl“ og „Wolf“ og leikstjóri er Andrew Fleming sem leikstýrði „Threesome". Douglas hefur alltaf heillast af NORNAKLÍKAN. Neve Campell, Fairuza Balk, Robin Tunney og Rachel True í hlutverkum sínum. A Stóra sviði Borgarleikhússins c\ Aukasýning fim, S.ágúst kl,20 örfA sæti laus Miðnætursýning fds. ð.ánúst kl. 23 örfAsætilaus 13.sýning lau. IQ.áqúst KI.20 örfAsætilaus Miðapantanir í síma 568 8000 y ROBIN Tunney og Rachel True í hlutverkum sínum. yfimáttúrulegum hlutum og hefur lengi gengið með mynd um fjórar unglingsnomir í maganum. Hann á sjálfur þijár dætur og hefur lengi velt valdamiklum konum fyrir sér, „sérstaklega í skóla þar sem dreng- ir eru fyrirferðarmestir og ýta stúlkunum út í hom,“ sagði Dougl- as. Andrew Fleming man vel eftir því þegar hann var á svipuðum aldri og stúlkumar í myndinni. „Á þessum aldri trúir maður því að maður geti framið galdra. Ég man að lífið var oft mjög undarlegt á þessu tímabili í lífi mínu,“ sagði hann. Fairuza Balk sem leikur Nancy leiðtoga hópsins er með útskýr- ingar á reiðum höndum þegar hún er spurð afhverju Nancy dragist að dekkri hliðum mannlifsins. „Nancy ferðast með mömmu sinni, sem er eiturlyfjaneytandi og alkohólisti, frá einum stað til annars og horfir á hana í kynmök- um við nýja menn á hverri nóttu. Hún hefur einnig verið kynferðis- lega misnotuð og barin allt sitt líf og galdrarnir hjálpa henni að fást við tilveruna og verða á end- anum að ástríðu,“ sagði Fairuza Balk. U.sýning fBs. 16.ágúst kl.20 örfA sæti laus 15.sýning lau. 17.áoúst Ki. 20 Sýningin er ekki Ósóttar við hæfi barna pantanir yngri en 12 ára. seldar daglega. http://vortex.is/StoneFree BRÚÐGUMINN verðandi, Baltasar, Hallur Helgason, Guðlaugur Þór Þorvaldsson, Siguijón Pálsson, Ingvar Þórðarson og Helgi Björnsson hvíldu klárana i grænni lautu. BÍLBELTI gera EKKERT GAGN - nema þau séu spennt! UMFERÐAR RÁÐ verslunarmanna 1996 Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur ákveðið að taka upp gamla venju og halda uppá frídag verslunarmanna hér í Reykjavík. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal hefur verið tekinn á leigu og verður opinn öllum félagsmönnum VR, svo og öllum Reykvíkingum án endurgjalds mánudaginn S.ágúst n.k. Garðarnir verða opnir milli kl. 10:00 og18:00 þennan dag. Dagskrá Húsdýragarðsins: 10:45 Hreindýrum gefið 11:00 Selum gefið 11:30 Hestar teymdir um garðinn 12:00 Refum og minkum gefið 13:00 Fuglagarðurinn opinn (í 1 klst.) 13:30 Kanínum klappað/Klapphorn 14:00 Svínum hleypt út 15:00 Hestar teymdir um garðinn 16:00 Selum gefið 16:30 Hestar, kindur og geitur settar í hús 17:00 Svínum gefið 17:10 Mjaltir í fjósi 17:45 Refum og minkum gefið Dagskrá Fjölskyldugarðsins: 14:00 Trjálfur og Mímmli 14:30 Hljómsveitin Hálft í hvoru 15:00 Brúðubíllinn 16:00 Trjálfur og Mímmli 16:30 Hljómsveitin Hálft í hvoru Verið velkomin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á frídégi verslunarmanna 5. ágúst 1996. Opið frá kl.10:00 til 18:00 VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR aHári Gagnrýni DV 9. júlí: „Ekta fín sumarskemmtun." Gagnrýni Mbl. 6. júlí: „Ég hvet sem flesta til að verða ekki af þessari sumarskemmtun." Laugard. 10. ágúst kl. 20, örfá sæti laus Sunnudagur 18. ágúst kl. 20 Gagnrýni Mbl. 23. júlí: „Það allra besta við þessa sýningu er að hún er ný, fersk og bráðfyndin. Húmorinn er í senn þjóðlegur og alþjóðlegur. Þessi kvöldskemmtun er mjög vel heppnuð... Sífellt nýjar uppákomur kitla hláturtaugamar." Fimmtud. 8. ágúst kl. 20, örfá sæti laus Föstudagur. 16. ágúst kl. 20 Loft ífflstflUNw Miöasala í síma 552 3000. Opnunartími miöasölu frá 10-19 mán. - fös.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.