Morgunblaðið - 03.08.1996, Side 44
44 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ferdinand
YES, MAAM..I5 THI5 TME
EMERSENCV ROOM? U)ELL,
MY ELBOLJ HURT6 FROM
PLAVIN6 BASEBALL..
YES, I P CALL IT
AN EMER6ENCV.
7-/Z
MV TEAM IS ALREAPV
TEN RUN5 BEHINP..
Já, frú ... er þetta slysavarðstof-
an? Mér er illt í olnboganum eft-
ir að hafa spilað hornabolta...
Já, ég myndi kalla það neyðartil-
felli...
Liðið mitt hefur nú þegar dreg-
ist langt aftur úr ...
JHorgawMfifotíö
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Sittukyrr
og vertu sæt
Hugleiðing um Sjálfstæðar konur
Frá ÞAÐ FER sívaxandi að skoð-
anahópar innan samfélagsins beiti
auglýsingaherferðum til að breiða
út fagnaðarerindið. Þannig hefur
hópur kvenna
innan Sjálf-
stæðisflokksins
sem kallar sig
„Sjálfstæðar
konur" nýtt sér
þennan mögu-
leika til að koma
á framfæri nýj-
um áherslum í
jafnréttisbar-
áttu kynjanna.
Auglýsingaher-
ferðin byijaði með keðjubréfaskrif-
um í Morgunblaðið en hefur nú
færst yfír í sjónvarpið þar sem
hægt er að líta boðskapinn augliti
til auglitis. Ekki er annað að sjá
en að hér sé verið að færa kvenna-
baráttuna í darwinískar umbúðir
með froðuhugtakið „frelsi einstakl-
ingsins“ í broddi fylkingar, og í
beinni afleiðingu af því verstu
mótsetningu sem réttindabarátta
af einhveiju tagi getur lent í, -
að koma frá hægri væng stjórn-
málanna.
Fyrsta og sígildasta dæmið um
misskiptingu meðal manna er að
finna í fjölskyldunni, þar sem kon-
an laut yfirráðum heimilisföður-
ins. Þegar stéttaskiptingin náði
sem hæst í Evrópu í kjölfar iðn-
byltingarinnar var mjög svo örð-
ugt að vera verkamaður, en að
vera „verkakona“ var ennþá öm-
urlegra hlutskipti. Þannig var
jafnrétti kynjanna lengi vel ab-
strakt hugtak sem ekki var gert
ráð fyrir í samfélagslegri vitund.
Það var ekki fyrr en með vakningu
vinnandi stétta á nítjándu öldinni
að konur fengu eldmóðinn og ball-
ið byijaði hér á landi sem sjálf-
stætt framhald af vinstrihreyf-
ingu áranna 1880-1890. Konur,
verkalýður og aðrir jaðarhópar
sýndu sameiginlegt andlit kúgaða
aðilans í samfélaginu og kröfðust
aukinna réttinda. Þessu til frekari
stuðnings nefni ég að konur og
verkamenn fengu kosningarétt
samtímis árið 1915.
Á meðan á þessari þróun stóð
lágu hægrimennirnir (auðmennirn-
ir) flatmaga á sínum hlutabréfum
og vildu sem minnst hlusta á „raus-
ið í skrílnum", sannfærðir um að
þeim tækist að viðhalda ríkjandi
ástandi. Þessir menn voru ekkert
einhleypir heldur var viðmót þeirra
í garð konunnar bara „sittu kyrr
og vertu sæt“. Þetta viðmót er enn
til staðar í eðli hægrimannsins og
hefur aldrei verið vinsælla innan
Sjálfstæðisflokksins en akkúrat
núna, með tilkomu Sjálfstæðra
kvenna.
Fyrir síðustu alþingiskosningar
lögðu sjálfstæðar konurnar til
ofangreindar jafnréttishugmyndir
í umboði flokksins og urðu mjög
áberandi hlekkur í kosningabarátt-
unni. En þó að karlmaður opni
bílhurð fyrir konu getur hún alltaf
orðið á milli þegar hann lokar.
Eftir glæsilegan sigur flokksins í
kosningunum var komið að því að
flokksfélagar sannfærðust inn-
byrðis um kosti sinnar eigin lífs-
skoðunar. Frumskógarlögmálið
eða réttara sagt lögmál markaðar-
ins í nýjum efnahagslegum skiln-
ingi, gekk í gildi í Valhöll. Leikar
fóru þannig að sjálfstæðu konurn-
ar lentu undir í samkeppninni um
áhrifamestu stöðurnar í flokknum.
Karlarnir hrifsuðu hinsvegar til sín
allt bitastætt, skiptu því bróður-
lega á milli sín og þökkuðu konun-
um fyrir hjálpina. Sjálfstæðu kon-
urnar fóru í stundarkorns fýlu og
sögðu að þetta væri svindl! En
svoleiðis segir maður ekki um lög-
mál markaðarins. Ekkert er svindl
í lögmálum markaðarins.
Það liðu ekki margir dagar
þangað til konurnar höfðu róast
og voru orðnar sætar á nýjan leik
(eins og þeim var ætlað). En eftir
þvílíkan hugsjónabrest er tvennt
sem kemur upp í hugann. Annars-
vegar það að Sjálfstæðu konurnar
hafi vanmetið samkeppnisaðstöðu
sína við karlana í flokknum og
hinsvegar að þær hafi beðið eftir
„kallinu að ofan“. Því fyrra er
auðsvarað með frumskógarlögmál-
inu og áhrifum þess á samfélags-
lega þróun. Samkvæmt því er karl-
inn „einfaldlega" sterkara kynið,
hvort heldur hann lemur konuna
innan heimilisins eða misbýður
henni á vinnumarkaði (en auðvitað
er rangt að trúa því að svoleiðis
viðbjóður geti þrifist í mannlegu
samfélagi). Það seinna eru grillur
um tillitssemi sem fyrirfinnst
hvorki í fijálsri samkeppni né lífs-
sýn hægrimannsins. Sem dæmi
gengur Hörður ekki út úr Eimskip
og býður einhveijum pylsusala
stjórnarstöðu í fyrirtækinu, frekar
en að Davíð Oddsson tæki upp á
því að skipa konu í stöðu forseta
Alþingis í stað Ólafs Garðars. Þetta
er spurning um forgangsröð, skilj-
iði. Ákveðnir einstaklingar eru
hæfari en aðrir.
Með þessari nýjustu rógsferð,
ofan á allt sem á undan hefur
gengið og með því að láta sig varða
réttindabaráttu á einhvern hátt,
eru Sjálfstæðu konurnar að undir-
strika tilvistarleysi sitt í flokknum.
Stofnun Sjálfstæðra kvenna innan
Sjálfstæðisflokksins mætti líkja við
það ef stofnuð yrði sjálfstæð eining
svertingja innan Ku Klux Klan.
Að þessu búnu óska ég Sjálfstæðu
konunum farsældar í blekkingu
sinni. Góða nótt.
GRÍMUR HÁKONARSON,
nemi.
Grímur
Hákonarson
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.