Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 H. . ^[[n| MORGUNBLAÐIÐ [ > l I f K i nýrrar aldar Herra Ólafur Ragnar Grímsson tók við embætti forseta íslands síðastlið- i inn fímmtudag og fluttist samdægurs með flölskyldu sinni að Bessastöð- | um. í viðtali við GUÐNA EINARSSON lítur forsetinn fram á veg, ræðir um forsetaembættið og hvemig má laga það að breytingum tímans. HERRA Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti íslands, hefur verið fræðimaður, háskólakennari, stjórnmálamaður og tekið þátt í margvíslegu félagsstarfi inn- an lands og utan. Hann telur að fjölbreytt starfsreynsla sín komi að góð- um notum í nýju embætti. Við forsetaskipt- in nú breytist ytri aðbúnaður forsetans og embættisins. Forsetaskrifstofan fær nýtt aðsetur að Staðarstað við Sóleyjargötu og forsetafjölskyldan flyturj nýjan embættis- bústað að Bessastöðum. Ásýnd embættisins mun breytast með nýjum forseta. Herra Ólafur Ragnar og frú Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir stóðu hlið \ið hlið í kosningabar- áttunni og boðuðu að næði hann kjöri myndi forsetafrúin í ljósi breyttra þjóðfélagshátta gegna veigamiklu hlutverki. Olafur Ragnar hefur lítið tjáð sig um úrslit forsetakosninganna. Hvað segir hann um úrslitin og dregur hann einhverjar álykt- anir af þeim til lengri tíma? „Ég hef ekki haft mikinn tíma til þess að hugleiða kosningarnar. Það hafa verið slíkar annir hjá okkur hjónum eftir kosning- ar að lítið annað hefur komist að en að sinna þeim verkum,“ segir Ólafur Ragnar. „Mér þótti hins vegar mjög dýrmætt hvað úrslit- in voru afdráttarlaus og þótti vænt um að fá flest atkvæði í öllum kjördæmum. Það gladdi ekki síst hjarta mitt að fá hlutfalls- lega mest fylgi á heimaslóðum mínum á Vestfjörðum. Ég tel að aðdragandi kosninganna og úrslitin sjálf feli í sér mjög fróðlegan efnivið. Ég reikna með að þeir sem nú starfa á mínu gamla fræðasetri, við Háskóla ís- lands, hafi þarna fengið ærinn efnivið til þess að vinna úr. Ég mun sjálfsagt fylgjast af áhuga með þeim skýringum og gögnum sem þeir reiða fram á næstu misserum. Hver veit nema gamli prófessorinn komi einhvern tíma í heimsókn á næstu árum þegar þeir efna til málþings um kosningarn- ar! Fram að því reikna ég frekar með að hugur minn og tími verði bundinn við þau verk sem ég hef nú fengið í hendur.“ Fjórar vikur fullskammur tími Ólafur Ragnar segir að forsetahjónin hafi haft hug á því að taka sér nokkurra daga frí þegar úrslit lágu fyrir eftir annasama kosningabaráttu sem stóð á þriðja mánuð. Til þess vannst ekki tími vegna fjölda verk- efna_ sem þurfti að sinna. „Ég hef aldrei hugleitt það fyrr að lýðveld- ið býr nokkuð sérkennilega að þeim sem kosinn er forseti fram að þeim degi að hann eða hún tekur við embætti," segir Ólafur Ragnar. „Úrslitin eru tilkynnt þegar talning hefur farið fram. Síðan er forsetaefnið nán- ast skilið eftir með sjálfu sér. Stjórnkerfið veitir forsetaefninu enga sérstaka aðstoð eða hjálp, þótt bæði starfsmenn forsetaskrifstofu og forsætisráðuneytis hafi verið reiðubúnir að sinna því sem beint vék að þeim.“ Fyrstu vikuna gerðu forsetahjónin lítið annað en að taka á móti heillaóskum og kveðjum. Síðan tóku við margvíslegar ákvarð- anir vegna nýs húsnæðis forsetaembættisins og eins sem snertu nýjan bústað forsetafjöl- skyldunnar á Bessastöðum. Auk þess þurftu hjónin að undirbúa flutning heimilis síns af Barðaströnd á Seltjarnarnesi þar sem þau hafa búið í rúma tvo áratugi. Þá þurfti að ákveða margt sem tengdist innsetningarat- höfninni og taka ákvarðanir varðandi fyrstu embættisverk, dagskrá forseta á næstunni og ýmislegt fleira. í ljósi þessa telur Ólafur Ragnar að fjórar vikur frá kjördegi til embættistöku forseta séu fullskammur tími. Hann segist vona að í framtíðinni standi forsetaefnum til boða einhver aðstoð af hálfu hins opinbera, til dæmis við að sinna þeim fjölmörgu sem setja sig í samband við hinn verðandi forseta. Ólaf- ur Ragnar segist þegar hafa fært það í tal við aðila á vettvangi stjórnkerfisins að í ljósi reynslu þeirra hjóna ætti að ganga frá lýs- ingu á því hvernig skynsamlegast væri að haga hinum hagnýtu þáttum við forsetaskipt- in svo þau gangi greiðlega og án óþarflega mikils álags á alla viðkomandi. „Mikilvægt er að embætti forseta sé virkt strax frá fyrsta degi, að það taki ekki við nokkrar vikur frá embættistöku sem þurfa að fara í undirbúning og aðlögun. Jafnframt er nauðsynlegt að forseti sem enn er í emb- ætti geti sinnt sínum skylduverkum með full- um sóma og reisn þar til hann eða hún lætur af starfí. Þess vegna er ekki eðlilegt að leggja öll þessi verk á þann fámenna hóp sem starf- ar á skrifstofu forsetans. Annir þeirra við að sinna þeim verkum sem fráfarandi forseti þarf að sinna á lokavikum sínum í embætti eru það miklar að ekki er hægt að bæta þessu við. Víða um lönd gera menn ráð fyrir því að koma þurfi skipan á mál slíks aðdrag- anda. Hins vegar hefur mér þó þótt það skemmtilega íslenskt og sérstakt að við Guð- rún Katrín höfum bara staðið í þessu ein og ekkert kerfi eða prótokoll verið í kringum okkur. í reynd höfum við bara verið eins og hverjir aðrir íbúar á Seltjarnarnesi að und- irbúa flutning.“ Eðlilegt að skoðanir séu skiptar í kosningabaráttunni var því haldið fram að seint myndi skapast eining um frambjóð- anda sem kæmi af vettvangi stjórnmálanna. Ólafur Ragnar hlaut um 40% atkvæða á landsvísu og nýleg skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar sýnir að þrír af hveijum fjórum kjósendum geta vel sætt sig við kjör hans. En hvað um hina? „Ég nefndi það í aðdraganda forsetakjörs- ins að það væri eðli kosninga að skiptar skoð- anir væru um menn. Við megum ekki gleyma því að hinn lýðræðislegi þáttur forsetakjörs- ins hjá okkur Islendingum felst í því að kosn- ingarnar eru keppni. Ég benti jafnframt á að þrátt fyrir harða kosningabaráttu hefði þjóðin ávallt borið gæfu til þess að finna farsæla sambúð með forseta sínum. Forseta- kosningarnar 1952 og reyndar einnig 1968 voru að mínum dómi sem fræðimanns mun hatrammari en þær kosningar sem fram fóru nú. Ég er mjög glaður yfir því að skoðanakönn- un Félagsvísindastofnunar, sem birtist í Morgunblaðinu um síðustu helgi, staðfestir þessa kenningu sem ég sétti fram í aðdrag- anda forsetakjörsins og var í sjálfu sér óháð mér sem persónu. Ég tel það mjög dýrmætt að um 75% þjóðarinnar séu nú þegar reiðubú- in að una vel við setu mína í embætti og reyndar séu aðeins um 11% sem una því frek- ar illa og afgangurinn tekur ekki beint af- stöðu. Það er satt að segja hlutfall sem ég hefði talið árangur eftir setu í embætti um töluvert skeið en er mjög þakklátur að hljóta slíka vitneskju jafnvel áður en ég tek við embætti.“ Ólafur Ragnar segir að menn megi ekki gleyma því að embætti forseta íslands sé lýðræðislegt embætti en ekki hefðarembætti í skilningi arfakónga. „í mínum huga er hinn lýðræðislegi grund- völlur forsetaembættisins dýrmætasti kjarn- inn í embættinu sjálfu. Þess vegna verða bæði forsetinn og aðrir að gera sér grein fyrir því að eðli lýðræðisins er að menn hafa rétt til þess að hafa ólíkar skoðanir. Það á jafnt við um forsetann sem persónu og um verk hans. Hins vegar vona ég að með verk- um mínum á næstu mánuðum og misserum muni enn frekar aukast sá stuðningur við störf mín sem fram kom í könnuninni sem Morgunblaðið birti um síðustu helgi.“ Breytt umfjöllun um forsetaembættið I í » Forsetaembættið er helsta virðingarstaða þjóðarinnar og embættið hefur að margra dómi notið ákveðinnar friðhelgi í umfjöllun fjölmiðla. Á hinn nýkjörni forseti von á því að fjölmiðlar veiti honum síður grið en forver- um hans vegna þess að hann kemur af vett- vangi stjómmálanna? „Ég held að þær breytingar sem eru að verða á umfjöllun í fjölmiðlum um embætti forseta íslands séu hluti af eðlilegri þróun. Fjölmiðlar, hér á landi og á Vesturlöndum, hafa á síðari árum verið jafnt og þétt að breyta umfjöllun sinni um fólk í áhrifastöðum. Ég tel að lýðræðislegt eðli fjölmiðlunar feli í sér að sé ástæða til þess að greina með gagnrýnum hætti frá því sem fólk í áhrifa- stöðum gerir eða segir, hvort sem þar er um forseta að ræða eða aðra, þá eigi að gera það. Hið opna lýðræðislega þjóðfélag krefst þess í raun og veru að slíkt sé gert. Ég er eindreginn stuðningsmaður þess að íslensk fjölmiðlun verði ekki eftirbátur þess sem tal- ið er rétt og sjálfsagt í öðrum lýðræðisríkjum í veröldinni. Hins vegar vona ég að umfjöllun- in um forsetaembættið, sem og um aðra, verði í senn sanngjörn og fagleg. Ég held að þær breytingar sem hafa verið að gerast, til dæmis á síðustu misserum í embættistíð fráfarandi forseta og til þessa dags, séu ekki bundnar einni persónu frekar en annarri heldur hluti af eðlilegri þróun. Sjálfsagt mun það eitthvað flýta fyrir þróun- inni að maður með mína starfsreynslu tekur við embættinu. Fjölmiðlafólk á íslandi þekkir mig vel og veit að aðgangurinn að mér hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.