Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MUNDU að þetta er níutíuprósent hausinn og tíu prósent sveiflan. Maður með svona stöðu hlýtur að ná langt í faginu.Nemandinn lætur vaða, en því miður...vindhögg. nýafstöðnu Islandsmóti, sem er mikill persónulegur sigur fyiir hann í ljósi þess sem á undan er gengið. Vindhögg „Jæja, nú ætlum við að láta peyj- ann slá,“ segir Steini við ljós- myndarann og eftirvæntingin leynir sér ekki í glettnum andlitsdráttum þeirra beggja. „Og við verðum nátt- úrulega að klæða strákinn í hanska...“ Hann dregur forláta, rauða hanska upp úr pússi sínu og réttir mér. Hanskarnir eru níð- þröngir og þjóna þeim tilgangi að halda kylfunni stöðugi’i í gripinu. Hann hafði þegar kennt mér gripið og stöðuna, sem átti að vera sem lík- ast því að maður sitji fremst á borð- brún. Sveiflan er jú alltaf sú sama, eins og golfmeistarinn hefur áður tekið fram, og mikið atriði að hafa augun á kúlunni allan tímann. „Og mundu að þetta er níutíu prósent hausinn og tíu prósent sveiflan." Meistarinn iýkur lofsorði á stöðu nemandans. „Staðan er alveg „perfekt“. Maður með svona stöðu hlýtur að ná langt í faginu..." Nem- andinn lætur vaða og kylfan fiýgur í gegnum loftið með hvin, en allt kem- ur fyrir ekki. Kúlan situr óhögguð á „tíinu“ og niðurbældur hlátur heyr- ist úr barka meistarans. „Þú leggur allt of mikinn kraft í höggið. Sveifl- an á bara að vera nett, en ákveðin og þú átt að horfa á kúluna, en ekki kylfuna." í næstu tilraun flýgur þykk torfa í Morgunblaðið/Halldór fallegum boga upp í loftið, en kúlan lullast vesældarlega nokkra metra. „Þetta er að koma,“ segir meistar- inn uppörvandi og í þriðju tilraun smellhittir nemandinn, þótt kúlan fari að vísu talsvert á svig við þá stefnu sem upphaflega var sett. „Djöfull erum við ógeðslega góðir,“ hrópar meistarinn stórhrifínn. „Það sem þú færð út úr að slá svona skakkt er þessi fína náttúruskoð- un...“ Og við göngum saman út í móa að leita að kúlunni. 4c> meta aðstæður Eftir því sem líður á daginn verða högg nemandans markvissari og hann gerir sér gi’ein fyrir því að meistarinn hefur lög að mæla varð- i prósentuhlutföllin milli hugans og sveiflunnar og að menn fara ekki í gegnum þessa íþrótt á kröftunum. Hann gerir sér líka grein fyrir að löngu höggin eru eitt og „púttið“ er annað. Svo þarf að meta allar að- stæður, hversu langt á að slá, vind- átt og vindhraða, halla á brautum og jarðveginn sem kúlan er í hverju sinni og velja kylfu í samræmi við það. Þorsteinn segir að fyrir byrjanda sé nóg að vera með kylfur númer 3,5,7,9 og svo sandjárn og „pútter". Á golfvellinum í Grafarholti er góð æfingaaðstaða fyrir byrjendur. Að mati Þorsteins er Grafarholtsvöllur- inn „mesti“ golfvöllur landsins, það er að hann gerir mestar kröfur til golfleikarans. „Völlurinn í Eyjum er hins vegar skemmtilegastur", segir Eyjamaðurinn. Að hvaða leyti? „Bara að öllu leyti. Það er ekki flóknara en það.“ Á einni brautinni rekst Steini á gamlan kunningja úr Eyjum, Gunn- ar Má Sigurfínnsson. „Við byrjuðum saman í golfínu, en hann hætti þeg- ar hann sá hvað ég var góður,“ segir Steini. „Þú varst nú bara heppinn að ég hætti,“ svarar Gunnar Már að bragði og býr sig undir að slá. „Nú er að standa við stóru orðin,“ svarar hinn á móti, en Gunnari Má mistekst og kúlan lendir utan braut- ar. Það er dálítil huggun fyrir gi’ein- arhöfund að sjá að vanir menn geta líka slegið út af brautinni. Fyrr um daginn hafði örlað fyrir nýrri hug- mynd í kolli hans og nú fær hún byr undir báða vængi, sem sagt hug- myndin um að tími sé kominn til að láta kylfu ráða kasti og hella sér af þunga út í golfíþróttina. M/S4S Á ferð og flugi um allan heim SAS flýgur ásamt samstarfsaðilum sínum um Kaupmannahöfn til áfangastaða um heim allan. Kynntu þér þægilegan ferðamáta hjá SAS hvert sem ferðinni er heitið. Samstarfsaðilar SAS: Flugleiðir Lufthansa United Airlines Thai Airways Int. Air Baltic Air New Zealand British Midland Qantas Airways Spanair Varig Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.