Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hjúkrunarforstjórar á heilsugæslustöðvum áhyggjufullir Hjólabún- aður bilaði BILUN í hjólabúnaði olli því að tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 310 hlekktist á í lendingu á Vestmannaeyjaflugvelli í fyrradag. Sveinn Björnsson hjá rannsókna- nefnd flugslysa sagði að alltaf væri slæmt að missa upp annað hjólið en yfírleitt drægi fljótt úr hraðanum á þetta iitlum vélum við snertingu í lendingu. Eftir er að gera skýrslu um málið en Sveinn segir að búið sé að komast til botns í málinu. Vél- in skemmdist nokkuð og skekktist. Andlát RANNVEIG G. ÁGÚSTS- DÓTTIR RANNVEIG Guðríður Ágústsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rit- höfundasambands íslands, er látin, 71 árs að aldri. Rannveig varð stúdent frá MA árið 1950. Þá tók hún BA-próf í ís- lensku, sænsku og bókmenntum frá Háskóla ísiands árið 1973. Hún stundaði einnig nám á BA-stigi við HÍ 1973-74 og nam til kandídats- prófs í íslenskum fræðum og bók- menntum við HÍ 1975-78. Rannveig gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum og var meðal ann- ars ritari þjóðhátíðarnefndar 1969-74 og þingritari 1967-71. Þá var hún íslenskukennari við Mynd- iista- og handíðaskóla íslands 1973-77 og bókmenntagagnrýnandi á DV 1977-87. Hún var fram- kvæmdastjóri Rithöfundasambands íslands 1975-1995. Rannveig fæddist 22. apríl 1925 á ísafirði, dóttir hjónanna Valgerðar Kristjánsdóttur húsmóður og Sigurð- ar Ágústs Elíassonar kaupmanns og yfirfiskmatsmanns. Rannveig var gift Lofti Loftssyni efna- og matvælaverkfræðingi og börn þeirra hjóna eru Guðríður, leir- kerasmiður, Inga Rósa, listmálari, og Loftur, kerfísfræðingur. Einnig átti Rannveig dóttur með Gunnari G. Schram prófessor, Valgerði, sem er sjúkraþjálfari. AÐALBJÖRG Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslu- stöðinni í Mjódd. Segja fólk vera reitt og áhyg-gjufullt HEFÐBUNDIN starfsemi heilsu- gæslustöðva er að stórum hluta í lamasessi eftir að um 120 heilsu- gæsluiæknar sögðu upp störfum sín- um frá og með 1. ágúst. Stöðvamar eru eftir sem áður opnar og þar sinna hjúkrunarfræðingar störfum sínum. Hjúkrunarforstjórar á heilsugæslu- stöðvum sem Morgunblaðið ræddi við kváðust hafa áhyggjur af þróun mála og sögðu að skjólstæðingar þeirra væru bæði áhyggjufullir og reiðir. Hjúkrunarfræðingar sinna ung- bamaeftirliti og mæðravemd eins og áður og reyna ennfremur að leiðbeina fólki eftir því sem kostur gefst. Land- læknisembættið sendi hjúkrunarfor- stjómm á heilsugæslustöðvum fyrir- mæli um hvernig hjúkrunarfræðing- ar skuli bregðast við fyrirspurnum vegna uppsagnanna. Hjúkrunar- fræðingum er falin umsjá með sjúk- raskrám sjúklinga, þeim er heimilt að biðja um venjubundnar þvag- og blóðrannsóknir, s.s. í tengslum við mæðravernd og þeir geta upplýst sjúklinga um niðurstöður rannsókna sem þegar hafa verið gerðar. Þá heimilar landlæknir hjúkrunarfræð- ingum að framkvæma ónæmisað- gerðir. Ef sjúklingur leitar til heilsu- gæsiustöðvar vegna endurnýjunar á lyfseðli er hjúkrunarfræðingum heimilað að meta hvort um nauðsyn- lega endurnýjun sé að ræða. Ef svo er og ekki næst til læknis skal vísa sjúklingi í apótek. Samkvæmt lyfja- lögum er lyfjafræðingi heimilt í neyð- artilviki að afhenda lyf í minnstu pakkningu án lyfseðils. Una Guðmundsdóttir, hjúkrunar- forstjóri á Heilsugæslustöð Kópa- vogs, segir alveg ljóst að hjúkrunar- fræðingar ganga ekki í störf lækna. Þeir muni áfram sinna sínum skyld- um, s.s. að annast ungbarnaeftirlit og mæðravemd. Á heilsugæslustöð- inni er slysa- og bráðavakt og segir Una að hjúkrunarfræðingar skoði sjúklinga og geti annast t,au verk sem hjúkrunarfræðingar vinna alla jafna. í þeim tilvikum sem læknir þarf ótvírætt að sinna sé sjúklingum vísað á viðeigandi stað, á sjúkrahús eða til sérfræðings. Hún segir að enn sé starfandi einn læknir á stöðinni og reynt verði að stýra neyðartilvik- um til hans. Fullljóst væri þó að hann annaði ekki öllum sjúklingum sem venjulega komi á stöðina. Birna Bjarnadóttir, rekstrarstjóri stöðvarinnar, segir að á hveijum degi hafí sjö læknar sinnt 250 fyrir- spurnum. Hún segir að enn sem komið er sé álag ekki mjög mikið en ljóst væri að fólk væri áhyggju- fullt. Til dæmis hafi komið kona á stöðina í gærmorgun með tárin í augunum og sagst fínna fyrir miklu öryggisleysi. Birna minnir á að stöð- in væri eina heilsugæslustöð bæjar- ins og telur hún að eldra fólk sé órólegast. Áhyggjur af lyfjaávísunum Aðalbjörg Árnadóttir, hjúkrunar- fræðingur á Heilsugæslustöðinni í Mjódd, var ein á vakt í gær. Hún segir að hjúkrunarfræðingar geti og vilji ekki fara í störf lækna. Hún sagði óvissu með lyfjaávísanir helst brenna á fólki. Sama sinnis er Pálína Siguijóns- dóttir, hjúkrunarforstjóri á Heilsu- Morgunblaðið/Golli IJNA Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Heilsugæslustöð Kópavogs, (t.v.) og Birna Bjarnadóttir, rekstrarstjóri, segja starfsmenn og sjúklinga uggandi um ástandið eftir að heilsu- gæslulæknar sögðu upp störfum. gæslustöð Efra-Breiðholts. Hún seg- ir læknisleysið mjög bagalegt fyrir skjólstæðinga stöðvarinnar og þeir hafí t.a.m. miklar áhyggjur af því að fá hugsanlega ekki ávísun á lyf. Þessa tvo daga hafí þegar komið einstaklingar sem þjást af fijóof- næmi og eymaverk en þeir fái ekki úrlausn. Hjúkrunarforstjórarnir telja áhyggjur sjúklinga og starfsfólk nú aðeins- lognið á undan storminum. Ástandið muni versna eftir langa og hugsanlega erfiða helgi og að þá þurfi margir að leita til heilsugæslu- stöðva. Pálína kvaðst kvíða þriðju- deginum og þær Una og Bima taka undir það. Þær segja að það verði fyrst í næstu viku sem afleiðingar uppsagna heilsugæslulækna taki á sig alvarlega mynd. Tryggingastofnun tekur þátt í kostnaði í reglugerð um greiðslur al- mannatrygginga í lyfjakostnaði seg- ir að Tryggingastofnun ríkisins skuli taka þátt í lyfjakostnaði sjúkra- tryggðra þegar um er að ræða lyf sem ávísað hefur verið af lækni. Samkvæmt þessu hefur gilt sú meg- inregla þegar lyf eru afhent í neyð- artilvikum án tilvísunar læknis að sjúklingur greiði fullt verð af lyfjun- um. Brugðist hefur verið við þessu með setningu reglugerðar um breyt- ingu á áðurnefndri reglugerð en hún kveður á um að Tryggingastofnun taki þátt í lyfjakostnaði í þeim tilvik- um þegar um er að ræða lyf sem lyfjafræðingar afhenda í neyðartil- vikum. Að sögn hjúkmnarforstjóranna hafði nokkuð borið á óánægju fólks með að þurfa að greiða fullt verð fyrir lyf sem það hafði fengið með þessum hætti í gær og í fyrradag eftir að heilsugæslulæknar hættu. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Tryggingastofnunar, upplýsir að þeir sem hafi þurft að greiða fullt verð fyrir lyf, sem Trygg- ingastofnun hefur hingað til greitt að hluta eða að fullu, eigi rétt á endurgreiðslu. Hún segir að reglu- gerðin hafi tekið gildi 1. ágúst og sennilega hafi lyfsalar ekki frétt af setningu hennar. Til að fá endur- greiðslu þurfa einstaklingar að fram- vísa kvittunum á skrifstofu Trygg- ingastofnunar. Fyrirspurnum fjölgað lítillega Eiríkur Þorbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að fyrirspurnum um hvar hægt sé að leita sér læknishjálpar hafí lítil- lega fjölgað. Hann segir að Neyðar- Iínan hafí undirbúið sig vel, kæmi til uppsagna heilsugæslulækna. Byggðar hafi verið upplýsingabrautir og viðeigandi símanúmerum safnað saman. Eiríkur segir að auðvelt eigi að vera að ganga að upplýsingum hjá Neyðarlínunni í neyðamúmerinu 112. Þeim sem þurfa læknishjálp er vísað á bráðavakt Landsspítala, í síma 560-1010, bráðavakt Sjúkra- húss Reykjavíkur, í síma 525-1700, en auk þess munu heimilislæknar utan heilsugæslustöðva gegna vakt- þjónustu fyrir skjólstæðinga sína. Fundur borgarstjóra með borgarfulltrúum og þingmönnum Reykjavíkur Fundur með fulltrúum ráðuneyta í næstu viku INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að fundur sem boðaður hafi verið með borgarfull- trúum og þingmönnum Reykjavíkur til að kynna rekstrarstöðu Sjúkra- húss Reykjavíkur hafí verið gagnleg- ur. „Mönnum kom saman um að það yrði að taka á bráðum vanda sjúkra- hússins á allra næstu dögum,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Borgarstjóri segir að ekki hafí staðið til að álykta á fundinum en áhersla lögð á að setja borgarfulltrúa og þingmenn vel inn í málið. Ingibjörg Sólrún kveðst telja að viðræður við fulltrúa flár- málaráðuneytis og heilbrigðisráðu- neytis um framtíðarstöðu spítalans og fjárveitingar til hans gætu hafist í næstu viku. Hún sagði að fundar- menn hafí litið svo á að lausn á bráð- um vanda sjúkrahússins hlyti að fel- ast í fjárframlagi frá ríkinu. Niðurskurður undirbúinn „Það er mjög mikilvægt að niður- staða fáist sem fyrst því að starfs- menn og stjórnendur eru byijaðir að undirbúa niðurskurðaraðgerðir. Þeir verða að vinna í samræmi við tillögur stjórnar sjúkrahússins þar til annað kemur í ljós,“ sagði borgar- stjóri. Stefnt er að því að niðurskurð- artillögur komi til framkvæmda um næstu mánaðamót. Borgarstjóri sagði að á fundinum hafí lítillega verið rætt um hug- myndir um sameiningu hátækni- sjúkrahúsanna tveggja, Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hún segir fundarmenn hafa verið sam- mála um að áður en til sameiningar kæmi yrði að fara fram hlutlaus og mjög ítarleg hagkvæmniúttekt. Ingibjörg Sólrún sagðist aftur á móti telja mikilvægt að auka sam- starf miili sjúkrahúsanna og skil- greina verkaskiptingu milli þeirra. Morgunblaðið/Árni Sæbcrg INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynnti borgarfull- trúum og þingmönnum Reykjavíkur stöðu Sjúkrahúss Reykjavík- ur á fundi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 175. tölublað (03.08.1996)
https://timarit.is/issue/128692

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

175. tölublað (03.08.1996)

Aðgerðir: