Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MINNINGAR Eftirmæli forsetakosninga AÐ LOKINNI síð- ustu kosningu til emb- ættis forseta íslands virðist mér hún vera allfrábrugðin þeim þremur forsetakosn- ingum sem ég hef tek- ið þátt í. Vafalaust munu þeir fagna, sem vilja breytingar breyt- ,inganna vegna. En mér finnst þessi breyt- ing skilja eftir óbragð í sálinni og er til margs að vísa, er því veldur. Kosningabar- áttan tók á sig býsna amerískt gervi: Glossalegar auglýs- ingar og kúrekatónlist í sérlegu ósamræmi við látleysi frambjóð- enda, keimur af væmnu fjöl- skyldudaðri og skæðadrífa af blaðagreinum um frambjóðendur. Þar kenndi nokkurra merkilegra grasa, s.s. að gott ætterni gæti staðið forsetaframbjóðanda fyrir þrifum. Að öðru leyti voru þessar smá- greinar mjög vinsamlegur vitnis- burður og stuðningur við einhvem tiltekinn frambjóðanda - nema einn - nýkjörinn forseta Islands. Að órannsökuðu máli hygg ég að þær hafi fært honum svipaðan skammt af meðbyr og mótbyr. Mótbyrinn var á stundum ærið óhijálegur og flytjendum hans ekki til upphefðar. Þó að margir, og þar á meðal ég, séu andvígir því, að forseti íslands stígi inn í það starf beint úr ati stjórnmál- anna þá ber mönnum skylda til vitrænnar umræðu og athafna en ekki gefa óvizku sinni lausan tauminn eins og gerðist þegar þrír óháðir áhugamenn um forseta- kosningar lögðu tvær heilar síður Morgunblaðsins undir Ieiðbeining- ar til kjósenda og krossapróf um meintar misgerðir tiltekins for- setaframbjóðanda og þær ekki smáar. Sem betur fer átti þjóðin nægan sóma til að hafna boði þessara siðblindu áhugamanna. Hún þarfnast síst leiðsagn- ar þeirra. Eg tek það fram, að það breytir engu hver frambjóðend- anna hefði hér átt hlut að máli. Aðförin stendur ein og sér. Útvarp og sjónvarp létu að sjálfsögðu mjög til sín taka við forsetakosninguna, einkum sjónvarps- stöðvamar. Sumir sjónvarpsmenn (hreint ekki allir) gerðust svo grófir og harkalegir í háttum og tali við frambjóðendur, að margir áhorfendur sátu agnd- ofa af undrun og óhug. Það var því líkast sem frambjóðendur væru Þó að margir séu and- vígir því að forseti ís- lands stígi inn í embætt- ið beint úr ati stjómmál- anna, segir Asgerður Jónsdóttir, ber mönn- um skylda til vitrænnar umræðu og athafna. vanskilamenn, er þyrftu að svara til saka fyrir rannsóknarrétti. Ekki Iétu vaskir orðhákar Alþýðublaðs- ins sitt eftir liggja á þessum vett- vangi. Eigi sá aðgangsfreki tónn, er sveif yfir vötnum síðustu forseta- kosninga að vera tákn um andlegt frelsi, þá leyfi ég mér að minna á ljóð eftir Vilmund Gylfason, þar segir: „ - frelsið gerir fæsta meiri en efni standa til Höfundur er fv. kennari. Ásgerður Jónsdóttir leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa og limband einu verkfærin. . BYQaiNOAVðRUVERSLUN AHtaftll í Imgmr Þ. PORGRIMSSON & CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 553 8640 ■J UT). "n.J ^ r> .( „fy y V llla fer saman hraðakstur og friðsæld í sveitinni ÖKUM ÁN ÓGNAR! ÞORODDUR TH. SIG URÐSSON + Þóroddur Th. Sigurðsson fæddist á Patreks- firði 11. október 1922. Hann lést á Landspítalanum 14. júní síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. „Þegar kallið kem- ur kaupir sig eng- inn frí.“ Svo mælir Hallgrímur Pétursson í sálminum um blómstrið eina. Þannig mun víst vera. En ónotalegt er að sjá félaga sína hníga að því er virðist um aldur fram hvern af öðrum. Við vorum aðeins þrettán pilt- arnir í stærðfræðideild M.A., sem lukum námi vorið 1943. Engin stúlka prýddi þann hóp. Nú eru átta eftir á lífi en fimm farnir, Þóroddur síðastur, sá sem ég átti lengsta samleið með og kynntist best á námsárunum. Við vorum herbergisfélagar samtals í sjö vetur og fór alltaf vel á með okkur, hvort heldur var í heimavist M.A. eða fyrstu ve- turna í Háskóla íslands á Nýja- Garði. Hann valdi verkfræði, en ég kaus læknisfræði, og sá hvorugur eftir valinu. Við áttum mörg sam- eiginleg áhugamál, svo sem til dæmis eðlisfræði, hverskonar tækninýjungar, og útiíþróttir. Á þeim árum voru áhugamálin flest úthverf, enda gerðist margt á tíma síðari heimsstyrjaldarinnar, sem fangaði hugann, átök í útlöndum og hernámið hér heima með öllum þeim breytingum, sem það hafði í för með sér. Báðir vorum við herbergisfé- lagarnir reglusamir og sinntum skemmtanalífi stúdenta lítið. Alltaf hafði Þóroddur yndi af að velta fyrir sér tæknilegum ráð- gátum, hvernig leysa mætti úr allskyns vandamálum á þeim vettvangi. Stundum hugsaði hann margar lausnir, og þá var að finna út, hver væri nýtilegust. Hygg ég, að það hafi verið sér- gáfa hans að geta látið sér detta í hug sjálfstæðar leiðir án þess að vera bundinn af því, hvað aðrir höfðu gert. Reyndar var þetta meira en tækni- gáfa. Þóroddi var eðl- islægt að fara eigin leiðir eins þó að þær væru á skjön við við- urkenndar hefðir. Hann stóð stundum svo fast á sínu máli, að jaðraði við þrá- kelkni. Samt varð hann ekkert reiður þeim, sem þóttust vita betur, heldur miklu fremur dálítið undr- andi á skilningsleysi þeirra. Áreiðanlega kom þessi frum- leiki að góðu haldi, þegar hann var til þess ráðinn að loknu námi í vélaverkfræði að standa að krefj- andi verkefnum við séríslensk skilyrði. Það grunaði víst engan okkar í stærðfræðideild M.A. að Þórodd- ur stefndi á svo frábæran feril, að mistök urðu sem engin. Slíkt er óvenjulegt. Héma þarf að að- laga flest að sérstæðu náttúrufari þessa óvenjulega lands frosts og funa þar sem jarðfræðileg skilyrði og loftslagið leggjast á eitt um að skapa vandamál, sem eru frá- brugðin þeim, sem um getur í erlendum fræðibókum. Ég sé það nú, að Þóroddur var óvenjulegur að því leyti að hann gerði ekkert að vanhugsuðu máli, rasaði aldrei um ráð fram og hélt stillingu sinni bæði þegar hann gekk að tæknilegu verkefni og í mannlegum samskiptum. Stundum var einsog hann væri öldungur að viti, þegar hann var enn ungur. Það sem forðaði honum frá að verða litlaus og leiðinlegur var einkum tvennt. Annars vegar góð- viljuð kímnigáfa, sem olli því að hann brosti bara sínu sérstaka brosi - komu kippir í munnvikin og brosmilt umburðarlyndi í augun - þegar flestir aðrir hefðu stokkið upp á nef sér, hinsvegar það, að sumt sem honum kom til hugar kom algerlega á óvart og vakti undrun, en undrun er skemmtilegt fyrirbrigði að sjálfsögðu. Segja má að umburðarlyndi, sjálfstæði í hugsun og notaleg kímnigáfa hafi verið máttarstoðir í skapgerð Þóroddar, stoðir sem báru uppi óbrenglaða, heilsteypta sjálfsímynd manns sem hefur enga þörf á að láta bera sig á gullstóli lofsunginn af lýðnum. Þóroddur stóð fyrir sínu og kærði sig ekki um leikaraskap. Senni- lega hefur hann þessvegna óskað eftir íburðarlausri brottför af þessum heimi. Slík eru einkenni sterkrar, en þó auðmjúkrar sálar. Hann var í mjög ríkum mæli hann sjálfur. Samt var hann enginn eig- inlegur einfari, heldur gladdist með glöðum, þegar því var að skipta. Selskapur var honum eng- in ástríða. Hann átti samt fjöl- marga vini, en enga óvini, af því að hann öfundaði engan og þurfti ekki að troðast fram úr neinum. Væru menn almennt þannig gerð- ir, kæmi aldrei til styijaldar hér á jörðinni. Sá sem allt sér og veit, hefur alltaf vitað, að ekki sé gott að maðurinn sé einn og gaf því Þór- oddi konuna, sem reyndist besti förunauturinn. Það kunni hann vel að meta. Svo eignuðust þau dætur og sonu líkt og hjónin í aldingarðinum forðum. Allt var það harla gott, ekki síst það að afkomendurnir eru efnisfólk. Þetta áttu ekki að verða hefð- bundin eftirmæli með ættfærslu og afrekaskrá. Því verkefni hafa aðrir sinnt með sóma. Fyrir mér vakti að draga það fram, sem mun vera tilgangur jarðlífs, að þróa heilsteyptan innri mann, fremur en vinna afrek í ytri heimi eða raka að sér því, sem mölur og ryð fá grandað. Allt slíkt hjaðnar í tímans straumi. Hinsvegar tel ég öruggt, að verðmætin sem Þór- oddur ræktaði í sjálfum sér og vakti athygli á með lífi sínu, séu varanleg. Ekki verður hjá því komist að opið skarð og ófyllt verður eftir slíka menn. En svona er lífsins lögmál. Þá er gott að ganga á vit minninganna og lauga sálina í sólskininu þar. Sú er ósk okkar bekkjarbræðra hans, sem eftir stöndum, að hinn mikli veruleiki að baki allrar sköp- unar haldi verndarhendi yfir fjöl- skyldu hans allri, sem hlýtur að sakna sárlega og þó einkum kon- an, sem hann unni mest og naut ylsins, sem í honum bjó öllum öðrum fremur. Alltaf er þó huggun að vita með sjálfum sér, að kærleiksbönd- in slitna ekki, þó að æviskeið sé á enda runnið. Kærleikurinn varir. Ulfur Ragnarsson, læknir. VALBORG SYRE + Valborg Syre fæddist á bæn- um Syre á eyjunni Karrno við Noreg 15. ágúst 1908. Hún lést á Landspítalan- um í Reykjavík 28. júlí síðastliðinn. Foreldrar Valborg- ar voru Anna Syre og Ole Gabrielsen Syre. Þau hjónin fluttu til íslands árið 1911 og settust að á ísafirði ásamt þremur dætrum sín- um, Gerdu, Alfhild og Valborgu. Á Isafirði eignuð- ust þau soninn Gabriel. Árið 1918 fluttu þau aftur til Noregs en fluttu síðan á ný til Isafjarð- ar árið 1925. Þau Iétust árið 1950. Alfhild giftist norskum skipstjóra, Thorleif, og eignuðust þau tvær dætur, Inger L. McDaniel, henn- ar dóttir er Step- hanie sem er gift og á þrjú börn, og Mette Ten Eyk. Þær búa báðar í Banda- ríkjunum. Gerda og Gabriel létust barn- laus. Valborg flutti til Hafnarfjarðar árið 1955 ásamt systkinum sínum Gerdu og Gabriel. Árið 1975 flutti hún til Reykjavíkur. Valborg var ógift og barnlaus. Útför Valborgar fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 6. ágúst og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar minningarnar bera mig í hina eilífu sól og himinbláma æskuáranna er Valborg hluti af óhagganlegri heimsmynd. Hún bjó í kjallaranum í stóru og dular- fullu húsi í Hafnarfirðinum og var umvafin einhveijum óskýranleg- um töfrum. Það var ekki bara stóra húsið þeirra Lofts og Sollu og stórfenglegur garðurinn sem gerði það að verkum heldur Val- borg sjálf og sú staðreynd að hún átti rætur að rekja til útlanda. Hún talaði dálítið öðruvísi, hló dálítið öðruvísi og yfir henni hvíldi framandi fegurð. Hún var vin- kona hennar ömmu en var líka vinkona pabba og mömmu pg okkar barnanna. Jól og stórhát ð- ir voru óhugsandi án Valborgar og jólagjafirnar frá henni vo|ru alltaf öðruvísi en allar hinar. Þeg- ar fram liðu stundir kynntist ég fleiri hliðum á Valborgu: hún var að sjálfsögðu viskubrunnur um allt er tengdist Noregi en var auk þess vel að sér um hin óskyldustu málefni og fylgdist vel með því sem gerðist hérlendis og úti í hin- um stóra heimi. Allt hennar fas og framkoma var í senn þokka- fuilt, einlægt og yfirvegað og hún var smekkmanneskja fram í fing- urgóma sem við börnin nutum góðs af þegar hún settist við saumavélina. í áranna rás urðu stundirnar með Valborgu færri en alltaf jafnþægilegar og henni tókst að heilla enn eina kynslóðina þegar hún kynntist henni Birtu dóttur minni. Það er með trega og gleði í hjarta sem ég minnist Valborgar og þakka henni fyrir allar ógleym- anlegu stundirnar. Bjarni Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.