Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ \ ) Ú H I ji I I f I 1 i j ! í HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó FRUMSYIUD m TliWalJS í iirert cr ómögulegt þegar SérsLf^iTi annars vegar! ★ ★★ A.l. MBL Hér eru skilaboð sem ^ eyðast ekki af sjálfu sér: Sjáðu Sérsveitina. Snninir yboiDLE SERSVEIT Leikstjóri: Brian De Palma (The Untouchables). Aðalhlutverk:Tom Cruise, Jon Voight (Heat), Emanuel Béart, Jean Reno (Leon). Kristin Scott-Thomas (Fjögur brúðkaup og jarðarför), Ving Rhames (Pulp Fiction) og Emilio Estevez (Stakeout) Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. B.i. 12 ára. Misstu ekki af sannkölluðum viðburði í kvikmyndaheiminum. Mættu á MISSiON: IMPOSSIBLE. \ ri n n i oai «i \ m írsnces Willia* Steve KcEormand k. Mmoy Buscemi PARGO Mynd. Joel og Etban Coen ★ ★★ n ' „Frábær mynd i alla staði." Ó.H.T. Rás 2 ★ ★★l/2 Ó.J. Bylgjan ★ ★★ 1/2 A.l. MBL Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B. i. 16 ára BILKO LIÐÞJÁLFI STEVE MARTIN DAN AYKROYD VARTI SAUÐUR ALDREI KJÓSA A AFA SÉÐ ÞESSA IVI f kjölfar Tommy Boy koma þeir Chris Farley og David Spade í sprenghlægilegri gamanmynd og eyðileggja framboð og pólitík í samvinnu við leikstjóra Wayne's World. Al Donolly er í framboði til fylkisstjóra og það eina sem gæti komið í veg fyrir kjörið er Mike bróðir hans. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FUGLABÚRIÐ SGT Bi 2 fyrir 1 á þriðjudag Iko, Drakúla og Fi OPIÐ ALLA HELGINA inn á og Fuglabúrið • • ________ Oskubuska í Boston KVIKMYNÐIR Stjörnubíó FRÚ WINTERBOURNE („Mrs. Winterbourne") ★ '/i Leikstjóri Richard Benjamin. Hand- ritshöfundar Lisa-Marie Randana, Phoef Sutton, Cornell Woodrich, byggt á skáldsögunni I Marríed a Dead Man. Kvikmyndatökustjóri Alex Nepomiaschy. Tónlist Patrick Doyle. Aðalleikendur Shirley McLa- ine, Ricki Lake, Brendan Fraser. Bandarisk. Sony Classics 1996. ÖSKUBUSKUÞEMAÐ skýtur af og til upp kollinum í Hollywood, hér sjáum við nýjasta afbrigðið. Connie (Ricki Lake) er ung, ómenntuð, afar venjuleg ung stúlka af þeim rótum sem engilsaxar skilgreina sem „hvítt tros“. Verður stúlkukindin þunguð eftir þjófóttan labbakút í New York sem heldur uppá tíðindin með því að fleygja tilvonandi barnsmóður útá götuna. Örlögin haga því svo til að Connie vafrar inní lest til Boston þar sem hún hittir fyrir óf- ríska konu, Patriciu, og eiginmann hennar, Hugh Winterboume (Brendan Fraser), sem er á heimleið frá útlöndum til að kynna spúsu sína fyrir sinni forríku fjölskyldu. Lestin fer út af sporinu, ungu hjón- in láta lífið og Connie álitin Patricia er hún rankar við sér á sjúkrahúsi nokkrum dögum eftir slysið. Hún kemur ekki vörnum við, það er þeg- ar búið að taka hana inní Winterbo- ume fjölskylduna af tengdamömmu (Shirley McLaine) sem öllu ræður, er hún raknar úr rotinu. Bill „mág- ur“ hennar (Brendan Fraser) hefur þó sínar efasemdir og lúðinn í New York á eftir að renna á peningalykt- ina. Sagan hefur verið kvikmynduð áður og óneitanlega minnir rauði þráðurinn jskyggilega mikið á hina vinsælu Á meðan þú svafst. Sú mynd var eins og þessi, með miklum ólíkindun - að hætti ævintýranna. Ekkert merkileg en státaði af tveim- ur sómasamlegum leikurum sem báru myndina uppi. Frú Winterbo- urne hefur ekki innbyrðis góða fag- menn einsog Söndm Bullock og Bill Pullman. Hér eru þungaviktar- hlutverkin sett í hendur ólíklegustu leikara sem hugsast getur. Lake er að vísu þekktust (á stóra tjaldinu) fyrir að leika fyrrnefnt „white trash“ í myndum Johns Water, hún nær sér ekki úr því gerfi og er ein- staklega ólíkleg sem heillandi ösku- buska. Fraser verður seint talinn aðlaðandi, er slarkfær sem drumb- urinn Bill, en fyrirmunað að gera hann trúverðugan sem ástfangið valmenni. McLaine hefur löngum verið í uppáhaldi á þessum bæ; þess- vegna hef ég að líkindum þolað of- leik hennar sem fór fyrir brjóstið á sessunautnum. Efnið er í eðli sínu heldur óþægilegt og vandræðalegt, handritshöfundunum tekst sára- sjaldan að krydda það umtalsverðri, lífsnauðsynlegri fyndni, hins vegar rambar myndin á milli farsa og hjartnæmrar tilfinningasemi, ver- aldargóss og volæði og verður hvorki fugl né fiskur. Sæbjörn Valdimarsson Nýtt í kvikmyndahúsunum Muhollandhæðir Gull og silfur 104 ára í Laugarásbíói Andy og bóndinn í bíó Þ> KVIKMYNDALEIKKON AN Andy McDowell og bóndi henn- ar, Paul Qualley, fyrrverandi fyrirsæta, fóru í bíó nýlega og skiidu börn sín þrjú, Justin, Rain- ey og Söru, eftir heima hjá barn- fóstrunni. ELSTU tvíburar Japans, Kin Narita og Gin Kanie, héldu upp á 104 ára afmæli sitt á Hachijo-eyju 1. ágúst siðast- liðinn. Kin og Gin þýðir gull og silfur á japönsku. Þær systur eru frægustu tvíburar Japans. LAÚGARÁSBÍÓ sýnir nú glæpa- og spennumyndina Mulholland- hæðir með þeim Nick Nolte, Mel- anie Griffíth, Chazz Palminteri, Michael Madsen, Chris Penn, Tre- at Williams, Daniel Baldwin, Andrew McCarthy óg John Malcovich í helstu hlutverkum. Leikstjóri er Lee Tamahori sem náði alþjóða athygli á síðasta ári með verðlaunamyndinni Once were warriors. í byrjun 6. áratugarins stofnuðu fjórir lögreglumenn í lögregluliði Los Angeles-borgar sérdeild sem fljótlega hlaut gælunafnið „Hatta- deildin". Verkefni þeirra var að mæta glæpaliði mafíunnar í borg- inni og beijast við þá að hluta til með þeirra eigin vopnum. Þeim var leyft að beygja regiurnar, breyta þeim og beita þeirri hörku sem glæpamenn skildu. Af þessum sökum öfluðu þessir menn sér óttablandinnar virðingar meðal glæpamanna og alls almennings, og enda voru þetta stórir menn og hörkulegir, óaðfinnanlega klæddir og báru hatta með linum börðum, rétt eins og glæpaforingj- ar mafíunnar gerðu. En dag einn er tilveru „Hattar- anna“ ógnað þegar í ljós kemur að foringi þeirra (Nolte) er á ein- kennilegan hátt bendlaður við al- varlegt morðmál sem deildin er að rannsaka. í framhaldi af því kemur í ljós að þau glæpsamlegu öfl sem standa að baki morðinu eru öflugri en svo að við þau verði ráðið með venjulegum brögðum „Hattaranna". Þeir neyðast því til að taka aukna áhættu sem leiðir þá út á brún hengiflugs þar sem enginn getur verið öruggur um eigið líf og þeir standa berskjald- aður gagnvart svikum og blekk- ingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.