Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Margir neyttu fíkniefna í fyrsta sinn síðustu verslunarmaimahelgi Ottast að sagan endurtaki sig > * Forsvarsmenn SAA og fíkniefnalögreglunn- ar telja að amfetamínfaraldur hafí byrjað síðustu verslunarmannahelgi þegar margt ungt fólk fíktaði í fyrsta skipti við eiturlyf sem leiddi til fíknar. Þeir óttast að sagan endurtaki sig nú. Þórdís Hadda Yngva- dóttir kynnti sér vandann. MARGIR munu nú leggja land undir fót um verslunarmannahelgina og er ætlun flestra að skemmta sér konunglega í faðmi náttúrunnar eða í góðum vinahópi. Skemmtunin getur þó haft sínar skuggahliðar, ef hófs er ekki gætt. Forsvarsmenn SÁÁ og lögreglan hafa bent á þá hættu, að um þessa helgi taki margt ungt fólk sín fyrstu spor í heimi vímunnar. Talið er að um síðustu verslunar- mannahelgi hafi mörg ungmenni leiðst í fyrsta sinn út í fíkniefna- neyslu og sum hafí villst svo illa í völundarhúsi vímunnar, að þau hafí þurft á meðferð á Vogi að halda, eftir fáeina mánuði. Síðasta þriðjudag birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem Þórarinn Tyrfíngsson, yfirlæknir á Vogi, segir að amfetamínfaraldur geysi á land- ' inu og mikil fjölgun hafí orðið á ungu fólki sem leiti meðferðar vegna amfetamínfíknar á Vogi. Rekur hann upphaf þessa faraldurs til síðasta sumars, sérstaklega til verslunar- mannahelgarinnar. Segist hann ótt- ast að sagan endurtaki sig þessa helgi og mörg ungmenni leiðist út í fíkniefnaneyslu. „Alls staðar þar sem ungt fólk safnast saman er kjörinn vettvangur til þess að auglýsa fíkniefni. Fram- boð á fíkniefnum hefur sjaldan verið meira en nú og aðgengi að efnunum er afskaplega mikið. Þær tölur sem Þórarinn bendir á um aukningu á amfetamínneyslu, eru gamlar hjá okkur. Við sjáum holskefluna fyrr, áður en hún steypist yfir meðferðar- stofnanirnar,“ segir Ólafur Guð- mundsson hjá forvamadeild fíkni- efnalögreglunnar. „Ég hef sérstaklega áhyggjur af öllum eftirlitslausu krökkunum sem foreldrarnir senda eitthvert út í óviss- una, með bakpoka og tjald. Þó krakk- arnir ætli sér alls ekki að prófa fíkni- efni, er meiri hætta á því að þau prófí þegar þau hafa bragðað áfengi og eru orðin kærulaus. Öryggisgæsla á hátíðarsvæðum er oft ekki upp á marga fiska og kemur oftast ekki í veg fyrir fíkniefna- neyslu. Stundum er gæslan svo slök að hún felst aðallega í að drösla þeim sem eru brennivínsdauðir í burtu.“ Framboð sjaldan meira en nú „Sveitarstjómir úti á landi sem halda hátíðir geta pantað menn úr fíkniefnalögreglunni_ til að hafa lög- gæslu á hátíðinni. Á Uxahátíðinni í fyrra voru sex menn frá fíkniefna- deildinni. Það kom ekki í veg fyrir að fólk notaði efnin, en það gerir fíkniefnasölunum erfiðara fyrir. Sjaldan hefur verið meira af am- fetamíni á götunum en nú. Líklega er það vegna þess að eftirspurnin er mikil. Það er orðið mjög stutt frá fikti til fíknar, sem skapar eftir- spum. Margir krakkar, sem við höf- um haft afskipti af, segjast hafa byijað neyslu um síðustu verslunar- mannahelgi. Líklega verður þetta öðruvísi núna þar sem engin ein unglingaskemmtun verður haldin nú eins og í fyrra,“ segir Ólafur. Einhverjir munu iðrast „Þessa helgi munu allmargir ungl- ingar verða alltof ölvaðir og munu lenda í einhverju sem þeir iðrast, næstu daga, vikur, mánuði og jafn- vel alla ævi. Einhveijir munu prófa í fyrsta skipti ólögleg vímuefni. Því miður,“ segir Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur hjá SÁÁ. „Útihátíðir um verslunarmannahelgi eru að stór- um hluta hátíðir þar sem fólk hefur um hönd vímuefni, aðallega áfengi. Það hefur skapast sú hefð, því mið- ur, að allmargir foreldrar leyfa krökkunum sínum að fara eftirlits- laus á útihátíðir. Foreldrar verða að taka afstöðu til þess hvort þeir séu sáttir við það að barnið þeirra sé að fíkta við áfengi eða önnur vímuefni. Þó finnst mér hafa örlað á því að foreldrar, yfírvöld, mótshaldarar séu orðnir ábyrgari en áður, þó langt sé í land enn,“ segir Einar Gylfí. Reynaað hindra fíkniefna- neyslu SKIPULEGGJENDUR tveggja hátíða sem haldnar verða um verslunarmanna- helgina voru spurðir hvernig staðið sé að vímuefnavörnum á hátíðum þeirra. Magnús Már Þorvaldsson, framkvæmdastjóri „Halló Ak- ureyri", segist hafa gert ýmsar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir vímuefnaneyslu og útbreiðslu þeirra á Akureyri. „Við fáum tvo starfsmenn frá fíkniefnalögreglunni og erum í samstarfi við Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveit- ina. Einnig koma tíu manns frá Rauða krossi Islands í Reykjavík. Við ætlum að vera undir það búin að fá’ yfir okk- ur holskeflu unglinga og gæta þess að þar verði fíkniefni ekki höfð um hönd. Aftur á móti veit maður aldrei hveijir koma og hvernig samsetning gest- anna verður. Hátíð fjölskyldunnar „Halló Akureyri“ er auglýst sem fjölskylduhátíð og ætfuð sem slík. Það verður m.a. stór- dansleikur fyrir 16 ára og eldri og þar verður ströng gæsla. Við munum gera okkar besta til að fylgjast með.“ Björn Þorgrímsson, einn skipuleggjenda Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, segir að kapp verði lagt á að koma í veg fyrir eiturlyfjaneyslu og -sölu. „Tveir lögreglumenn úr fíkniefnalögreglunni verða á staðnum og yfir 100 manna gæsla. Einnig verður sjúkra- gæsla á vakt með þremur læknum, félagsmálafulltrúa og sálfræðingi. Ef fíkniefni finnast verður viðkomandi tek- inn úr umferð og sendur heim. Líklegt er að margt ungt fólk leggi leið sína til Eyja. Það er mat sýslumanns að hér sé öflug gæsla og við séum vel í stakk búin til að mæta þeim málum sem upp kunna að koma.“ .. • Morgunblaðið/Golli LOGREGLAN segir að margir unglingar hafi neytt fíkniefna í fyrsta skipti á tónlistarhátíðinni Uxa við Kirkjubæjarklaustur í fyrra. Saga tveggja ungra fíkniefnaneytenda Allt snerist um næstu helgarneyslu „ÉG FÓR ekki að neyta eiturlyfja vegna þess að ég væri að flýja veruleikann. Ég hafði enga ástæðu til þess. Ég kem af frek- ar góðu heimili og ég held að foreldrar mínir hafi alls ekki átt von á að ég myndi snerta eiturlyf, hvað þá að ég þyrfti á meðferð að halda. Þetta var bara lífsstíll og þess vegna hefur þessi útbreiðsla orð- ið,“ segir ungur maður um reynslu sína af eiturlyfjum. Hann er 22 ára og er nýkominn úr fíkni- efnameðferð á Vogi, en hann hefur neytt eiturlyfja í rúm fjögur ár. Neysla hans var aðallega bundin við helgar og skemmtanir. í fyrstu prófaði hann sveppi og e-pillu og fljótlega þróaðist neyslan yfir í amfetamín- neyslu um helgar. Með tímanum reyndi hann ýmis önnur efni, s.s. kókaín og heróín. „E-pillan var fyrst auðfáanleg hérlendis árið 1992, og var hún bundin við vinsæla tónlistarstefnu og lífsstíl. Sum tónlist er beinlínis ætluð fyrir e-pilluvímu. Ég og margir aðrir vorum stoltir af því að vera hluti af þessum nýja lífsstíl og vorum alger- lega ómeðvitaðir að þetta væri svona alvar- Iegt.“ E-pillan talin hættulaus í fyrstu Hann man fyrst eftir verulegu framboði á e-pillunni og amfetamini á Eldborgarhá- tíðinni um verslunarmannahelgina sama ár. „E-pillan var talin hættulaus í fyrstu. Heil- brigðir krakkar létu áfengið eiga sig og tóku inn pillu með vatni. Þannig vaknaði forvitni mín á e-pillunni. Fyrst var það þröngur hópur sem neytti þessara efna á skemmtistöðum en f\jótlega fór þetta að breiðast út. Á siðasta ári fannst mér að flest- ir sem ég hitti á skemmtistöðunum væru á einhveiju „spítti" og það er svakalegt hvað krakkar eru ungir sem neyta eiturlyfja, en það er erfiðara fyrir þau að ná sér.“ Hann segpr að eftir því sem á leið hafi orðið erfiðara að vakna á morgnana og stunda vinnu og skóla. Hann varð þunglynd- ur og allt snerist um næstu helgarneyslu. Þegar kunningjarnir tindust einn af öðrum í meðferð á Vog hafi hann smám saman gert sér grein fyrir ástandi sínu. Hann hafði ekki sinnu á að hugsa um áhugamál sín og samband hans við þá nánustu varð sífellt verra. Hann missti samband við sína bestu vini og eignaðist eins konar neyslu- vini. Nú stefnir hann að því að vinna upp glataðan tíma, bæta samband sitt við vini sína og vinna aftur traust sinna nánustu. Útbreiðslan hefur náð hámarki Hann telur að útbreiðsla þessara efna hafi náð eins konar hámarki og verði varla meiri. „Fólk er að brenna sig á þessu núna. Margir eru farnir í meðferð og alvaran er sýnilegri. Fólk veit ekki hvaða efni það er að taka og stundum þarf ekki nema að taka örlítið of mikið af einhveiju til þess að detta froðufellandi í gólfið, en það kom fyrir mig einu sinni. Ég þekki mjög marga sem hafa farið i meðferð. Að ganga inn á fund hjá AA-sam- tökunum er eins og að ganga inn á skemmti- stað áður. Þar sjást kunnugleg andlit um allan sal,“ segir hann. Var bremsulaus í neyslu „Ég var gjörsamlega bremsulaus í neyslu á vímuefnum,“ segir 19 ára stúlka, sem kom úr fikniefnameðferð á Vogi fyrir nokkrum mánuðum. Hún byijaði 14 ára að taka inn sjóveiki- töflur og geðlyf og 15 ára fór hún að.reykja hass, 16 ára tók hún að borða sveppi og neyta amfetamíns. 17 ára reykti hún hass daglega og tók inn e-pilluna. Um verslunar- mannahelgina í fyrra byijaði hún að taka inn kókain. Hún hætti að geta sofið eða haldið niðri mat og áður en hún fór í með- ferð á Vogi var hún orðin 38 kíló. „Eg veit eiginlega ekki hvernig mér leið á þessu tímabili. Mér leið mjög illa þá daga sem ég var edrú. Ég var farin að nota alls konar fikniefni til að komast í það ástand sem ég vildi, og skipti þannig um persónu- leika eins og skó.“ „Á síðasta ári byijaði ég að nota e-pill- una í þrjá mánuði, þangað til ég lenti á gjörgæslu. Eitt kvöldið lamaðist ég eftir að hafa tekið eina e-pillu, líklega vegna þess að ég ofbauð líkamanum, hafði hvorki sofið né borðað i tvo daga. Ég var lögð inn á hjartadeild og fékk taugaáfall. Ég neytti eiturlyfja daglega og gerði nánast hvað sem er til að ná í fíkniefni, svo langt sem siðfenði mitt náði, en það breytt- ist daglega eftir líðan. Ég skil það loksins nú þegar ég læri að taka ábyrgð á lífinu og skýra líðan mína. Þegar foreldrarnir komust að eiturlyfjaneyslunni héldu þau að ég hefði verið í neyslu í nokkra mán- uði, en ég hafði verið í neyslu í fjögur ár. Þá fyrst fór ég í meðferð á Vogi. Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir hve illa var komið nema þegar ég var þunn, t.d. á mánudögum. Næsta dag viku áhyggj- urnar fyrir spenningnum fyrir næstu helgi, þannig að ég komst aldrei svo langt að hugleiða hvert stefndi. Ég var illa á mig komin þegar ég fór í meðferð. Það leið yfir mig á hveijum degi og ég var orðin 38 kíló. Það þarf a.m.k. tvö ár til þess að jafna sig að fullu. Nú geng ég í gegnum miklar sveiflur, er þunglynd í nokkra daga og mjög hamingjusöm aðra. Ég býst við að þessar sveiflur jafni sig smám saman, þegar boðefnin komast aftur í lag, en eiturlyfjaneysla ruglar boðefna- skiptin í heilanum. Eftir meðferðina varð ég að Iæra að lifa eins og lítið barn. Það voru mikil viðbrigði að sofa á nóttunni, vakna á morgnana og fara í vinnuna. Maður rankar við sér og sér hvað maður er með lítið skammtíma- minni og hvað margt annað er í ólagi. Batinn kemur smám saman, en það tekur tíma,“ segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.